Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 20
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAÓtJR 28. ÁGÚST 1986 um tókst honum smám saman að verða ofan á í samkeppninni við önnur dýr. Þjóðfélagsskipulagið tók á sig mynd ættflokka sem voru hæfilega stórir til þess að komast af án „ofnýtingar veiðilendnanna" en þó helst nógu stórir til þess að veijast hættulegasta óvininum. Öðru fólki. Allan þennan tíma átti hann eng- an fararskjóta nema „tvo jafn- fljóta". Þróunin var svo hæg að tíminn virtist standa í stað. Allir meginþættir daglegs lífs voru bundnir erfðavenjum og trúarat- höfnum. Þjóðfélagsbreytingar, sem þá þróuðust á mannsöldrum, verða að veruleika á einu ári í okkar þjóð- félagi. Landbúnaðarþjóð- félag-ið — Land eða skip gerði menn frjálsa og óháða Landbúnaðarþjóðfélagið hóf inn- reið sína af alvöru fyrir minna en 10 þús. árum síðan. Það tímabil er aðeins lítið brot af ferðasögu mann- kyns til nútímans. Því má líkja við það að vera staddur á Kjalamesi í ökuferð frá Raufarhöfn til Reykja- víkur. Manninum lærðist að temja dýr, rækta land og róa til fiskjar. Maðurinn var orðinn hátt yfir dýrin hafinn. Baráttan var háð við ofur- vald náttúrunnar sjálfrar. Daglega var það þó barátta fyrir öryggi fremur en lífí. Nú var það sá sem átti land eða skip sem var fijáls og óháður. Aðrir áttu allt sitt undir honum komið. Af sjónarhóli land- búnaðarþjóðfélagsins var skyggnst til fortíðar, til reynslunnar af því hvemig náttúran hagaði sér. Faðir- inn og afinn kenndu syninum hvemig haga skyldi búskapnum og hvemig róa skyldi til fiskjar. Úlf- aldi, hestur og skip urðu farartæki mannsins. Hraðskreiðast farar- tækja varð tvíhjóla hestvagn sem náði 40 km hraða á klst. við hag- stæðar aðstæður. Smám saman breyttist þjóðfé- lagsskipulagið. Það varð staðbund- ið. Héraðið varð hin eðlilega þjóðfélagseining. Í kastala hins svo- kallaða lénsherra var að finna skjól til bjargar lífinu ef eini óvinurinn sótti að. Annað fólk. Þar gátu farið fram nauðsynlegustu vöruskipti. Ef óvígur her sótti að fundu sam- félögin samkennd. Þau sem töluðu sama tungumál stilltu upp sameig- inlegum her til vamar. Iðnaðarþjóðfélagið — Fjármagn á hraðferð Fyrir nokkmm hundruðum ára byijaði iðnaðarþjóðfélagið að fæð- ast í Evrópu. Þetta tímabil samsvar- ar örfáum brotum úr prósenti úr æviskeiði mannkyns. í hinni ímynd- uðu ökuferð okkar frá Raufarhöfn til Reykjavíkur eram við komin að Elliðaánum. Við eigum enn eftir nokkurra km spöl niður á Lækjar- torg. í lífi hversdagsleikans er baráttan við framleiðsluumhverfið komin í stað baráttunar við náttúra- öflin. Fjármagnið hefur leyst landið af hólmi sem sá ás í þjóðfélaginu sem allt snýst um. Forsenda verk- smiðjurekstrarins er fjármagn til kaupa á framleiðsluvélum og orka til að knýja þær. Sá sem réð yfír ijármagninu, atvinnurekandinn, hafði lykilaðstöðu í þjóðfélaginu. Verkamaðurinn, launþeginn, átti allt undir honum komið. Gagnstætt leiguliðanum, húskarlinum, og grið- konunni á tímum landbúnaðarþjóð- félagsins gat hann nú spornað gegn þessu valdi með samtakamættinum. Baráttan fyrir lífi og öryggi var farin að þoka fyrir baráttunni fyrir sjálfstæði sem einnig fékk útrás í þjóðemisstefnunni. Mikinn þátt í myndun þess skipulags þjóðlanda sem enn er ríkjandi eiga einnig bættar samgöngur í mynd bifreiðar- innar, flugvélarinnar og símans, að ógleymdri prentlistinni sem er út- breiðslutæki iðnaðarþjóðfélagins. Jámbrautarlestin sló sex þús. ára gamalt hraðaheimsmet tvíhjóla hestvagns seint á síðastliðinni öld. Það tilheyrir nú gleymskunni. Af sjónarhóli iðnaðarþjóðfélags- ins er skyggnst til nútímans. Aðalatriði er að framkvæma fljótt og velta fjármagninu sem hraðast. Til skamms tíma gátu menn gert Fair hlutir eru oftar i hendi þinm en hnífapörin. Þess vegna þarf aö vanda valið. NOVA er nýtt munstur úr eöaistáli meö mattri satínáferö, fagurlega hannað. WILKENS (2) SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066 Hefðbtindin stj órnun er dauð eftir J. Ingimar Hansson Hinn sívaxandi hraði í þróun þekkingar Árið 1973 kom út bók eftir Dani- el Bell prófessor við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum. Hún ber heitið The Post Industrial Soci- ety. Þar hélt hann því fram að iðnaðarþjóðfélagið væri að um- breytast í nýtt þjóðfélag þar sem þekkingin yrði sá ás sem allt sner- ist um í stað fjármagns. Upplýsing- ar myndu leysa orkuna af hólmi sem megin auðlind þjóðfélagsins. Undir kenningu sína rak hann tvær meginstoðir: — Hinn sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu yfírleitt. — Hinar hröðu breytingar á vinnu- markaðnum í þá átt að mannafli færist frá frumgreinum og iðn- aði yfír til þjónustu- og þekking- argreina. Hann hélt því fram að breytingin í nýtt þjóðfélag væri í raun og vera endurtekning á því sem áður hefði skeð í sögu mannsins. Hann benti á að hið foma veiðimannaþjóðféiag, sem maðurinn hefði búið við megn- ið af tilveratíma sínum, hefði á mjög löngum tíma breyst í land- búnaðarþjóðfélag. Sú umbreyting stóð yfír í nokkur þúsund ár í Evr- ópu. Landbúnaðarþjóðfélagið breyttist í iðnaðarþjóðfélag. Sú umbreyting tók aðeins fáein hundr- uð ára. (Miklu styttri tíma hér á landi). Nú stæði fyrir dyrum enn ein umbreytingin. I þetta sinn frá iðnaðarþjóðfélaginu yfír í þekking- arþjóðfélagið. Hún myndi enn taka miklu styttri tíma. Einhveija tugi ára. Hann benti ennfremur á að þegar mætti sjá greinileg merki í þjóð- félaginu sem boðuðu þessar komandi breytingar. Fáir vísindamenn, sem um þessi mál fjalla, munu í dag efast um réttmæti þessara kenninga, í meg- indráttum, enda era jarteikn öll miklu greinilegri um þessar mundir og sumir þættir þeirra þegar komn- ir fram. Meðfylgjandi yfírlit endurspeglar þessar kenningar. Að vísu ekki nema að nokkra leyti alveg eins og Daniel Bell setti þær fram heldur einkum með þeim áherslum sem menn setja þær fram í dag og eflaust eitthvað litaðar af skoðun- um undirritaðs. Veiðimannaþjóðfélag- ið — þegar tíminn stóð í stað Menn skortir ennþá þekkingu til þess að geta skilgreint hvenær maðurinn kom fyrst fram á sjónar- sviðið. Víst er hins vegar að einhver hundrað þúsunda ára era síðan. Hér um bil allan þennan tíma hafa veiðar verið lífsviðurværi hans. Lífíð snerist um veiðilendur og baráttuna við önnur dýr, baráttu fyrir lífínu. Sá sem réð yfír veiðilendunum var fijáls og óháður. Aðrir áttu allt sitt undir honum. Með valdi yfír eldin- um, verkfæram og öraggum híbýl- Velði- Land- búnaðar- Iðnaðar- Þekkingar- þjóilfélagið þjóðfélagið þjóðfélagið þjóðfélagið Tímabil Hundruð Þúsundir Hundruð Tugir þús. ára ára ára ára? Ásinn som allt snýst um Vciðilcndur Land, skip Fjármagn Þekking Auðlind Vciðidýr Afrakstur sjós og lands Orka Upplýsinj^ar Aöalstarf Vfiöimaður Bóndi. Verka- Skrifstofu- fiskimaður maður maður Sjónarhóll Erfðavenja Fortíð Nútíð Framtíð Þjóðfélags- Ættflokkar Lcns- Þjóðlönd Alþjódlo^ skipulag skipulag samvinna Upplýsinjja- Talað mál Skrift Prcntun Eloktronisk miöill boð Farartæki Tvcir Hestur Bifreið Tölva jafnfljótir Skip Flujfvél Þota Gcimþota Mótun þj«'»ö- Barátta við Barátta við Barátta við Barátta við félagsins önnur dýr náttúruna framloiðslu, umhvorfið annað fólk Barátta fyrir Lffinu ÖryKKÍ Sjálfsta?ði Manngildi Afkoma 25$? 250$ 10.000$ Möguloiki? 100.000$ J. Ingimar Hansson „Sá tími er að koma að maður með þekkingu (og vit til að nýta hana) þarf ekki að eiga neitt undir öðrum komið. Þekkingin mun leysa fjármagnið af hólmi sem sá ás sem allt snýst um. Bókvitið verður í askana látið. Leiðin til ríkidæmis liggur í gegn um háskólann.“ sér góða hugmynd um framtíðina með því að skoða þróun undanfar- inna ára og gera ráð fyrir óbreyttu framhaldi hennar. Á einum áratug hafa skipast svo fljótt veður í lofti að þetta er ekki unnt lengur. Skúraklakkar hrann- ast upp á himininn. Veðrabrigði eru augsýnilega í nánd. Ný þjóðfélags- gerð er að skapast. Þekkingarþjóðfélagið Nýtt þjóðfélagsmynstur skapast ekki án þess að gera boð á undan sér. Það á ekki ákveðin landamæri eins og þegar farið er í gegn um hljóðmúrinn. Það þróast. Það líkist landnámi í veigamiklum atriðum. „Landsýn" varð þegar tölvur og þotur fóra að verða algengar á sjötta áratugnum. Hún varð greini- leg þegar geimferðir ollu straum- hvörfum í fjarskiptatækni. Einstök Qöll og jökla mátti greina þegar það varð stutt rökum að menntun og rannsóknir vora eitt stærsta afl- ið til aukningar á velmegun þjóða. Menn vora famir að tala um þekk- ingu sem auðlegð við hliðina á fjármagni. Þegar fór að bera á nýjum fyrir- tækjum í Bandaríkjunum á síðasta áratug, ekki síst á tölvusviði, sem jafnvel urðu að stórfyrirtækjum á örskömmum tíma án þess að fjár- magn væri stórvægilegur liður í rekstrinum, varð ljóst að „landtaka“ var ekki langt undan. Það virtist táknrænt fyrir upphaf þessara fyr- irtækja að einn eða tveir menn með sérþekkingu á ákveðnu sviði, t.d. háskólagengnir tæknimenn fóru að fíkta við framleiðslunýjung „á eld- húsborðinu heima hjá sér“. Frægt dæmi um þetta er Apple-tölvufyrir- tækið. Það var stofnað árið 1977 en hefur samt verið einn helsti sam- keppnisaðili IBM undanfarin ár. Þetta er tímanna tákn. Þróunin stefnir einnig í þá átt að menn með þekkingu og hugmyndir verða sífellt „verðmætari" innan fyrir- tækjanna. Sá tími er að koma að maður með þekkingu (og vit til að nýta hana) þarf ekki að eiga neitt undir öðram komið. Þekkingin mun leysa fjármagnið af hólmi sem sá ás sem allt snýst um. Bókvitið verður í askana Iátið. Leiðin til ríkidæmis liggur í gegn um háskólann. „Landtakan verður við brimótta strönd." Reynsla er fyrir því frá upphafsáram iðnaðarþjóðfélagsins að upphaf nýs þjóðfélags er nokkuð róstusamt. Þá er tími tækifæranna. Tímabil vona og vonbrigða. Tímabil þegar menn verða milljónamæring- ar í dag en öreigar á morgun, eins og við höfum lesið um að gerst hafí í Bandaríkjunum í upphafi iðnaðar- þjóðfélagsins þar í landi. Við skulum hafa í huga að þúsund fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.