Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Aðalheiður Guðgeirsdóttir i garðinum við hús foreldra sinna, Guð- geirs Einarssonar og Sjafnar Stefánsdóttur, Norðurvangi 23, en garðurinn deilir nú nafnbótinni „Fallegasti garður Hafnarfjarðar" með garðinum á Vesturvangi 6. Morgnnblaðið/Þorkell Hilmar Friðriksson og Ingibjörg Kristjánsdóttir ásamt dóttur sinni Hörpu Lind í garðinum við Vesturvang 6, öðrum af tveimur falleg- ustu görðum Hafnarfjarðar. „Hlökkum alltaf til vorsins“ segja eigendur fegurstu garða ársins í Hafnarfirdi Fyrrverandi og núverandi stjóraarmenn i fegrunaraefnd Hafnarfjarðar ásamt garðyrkjuverkstjóra bæjarins. F.v. Hólmfriður Finnbogadóttir, Hólmfriður Ámadóttir, formaður fegrunamefndar, og Ást- hildur Magnúsdóttir en þær skipa nefndina nú. Þá kemur garðyrkjuverkstjórinn, Kristján Ingi Gunnarsson, og tvær fyrrverandi fegrunarnefndarkonur, Sjöfn Magnúsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir. „VIÐ ERUM búin að búa héraa i tíu ár og höfum verið að byggja garðinn upp svona í áföngum," sögðu eigendur annars af tveim- ur fallegustu görðum Hafnar- fjarðar þetta árið, hjónin Hilmar Friðriksson og Ingibjörg Krist- jánsdóttir. En blaðamaður Morgunblaðsins tók þau tali rétt áður en afhending verðlauna fegrunaraefndar Hafnarfjarðar fór fram sl. mánudag. Viðurkenningunni deildu þau með þeim Guðgeiri Einarssyni og Sjöfn Stefánsdóttur, Vesturvangi 6. Er því ekki langt á milli verð- launagarðanna og eiga þeir það sameiginlegt, að á þessu svæði leggur náttúran sinn skerf af mörk- um með sérkennilegum hraundæld- um og hólum. „Við höfum reynt að halda nátt- úrulegu yfírbragði á garðinum," sögðu þau Hilmar og Ingibjörg. „En eins og sjá má, kemur manns- höndin meira við sögu eftir því sem nær dregur húsinu. Þar erum við með tíu tegundir af rósum, sem einmitt eru í blóma núna. Á bakvið húsið er svo matjurtagarður, þar sem við ræktum alls kyns græn- meti og jarðarber." Þau hjón sögðust vinna jöfnum höndum í garðinum, þó að erfíðisvinnan lenti e.t.v. frekar á Hilmari. Engar stein- tegundir eru í garðinum aðrar er hraunið, sem að mestu var fyrir, en þó hafa þau hlaðið upp nokkra lága veggi, sem veita íjölbreyttum gróðrinum gott skjól. „Það eru ein- hver lifandis ósköp af fjölærum plöntum héma, að miklu leyti íslensk fjallaflóra og einar 40 teg- undir af trjám og runnum," sagði Ingibjörg. I garðinum er einnig lítill gosbrunnur og fjöldinn allur af litl- um rafmagnsluktum, sem þau sögðu ekki síst vera til prýði þegar kveikt væri á þeim í snævi þöktum garðinum á vetrarkvöldum. „Það er ekki eftirsjá í tíma sem fer í það sem er jafn skemmtilegt og þetta," sögðu Hilmar og Ingibjörg, aðspurð hvort garðræktin væri ekki tíma- frekt tómstundagaman. „Þetta er afskaplega gefandi vinna og við hlökkum alltaf til vorsins." Eigendur hins verðlaunagarðs- ins, Guðgeir Einarsson og Sjöfn Stefánsdóttir, eru erlendis um þess- ar mundir. En Aðalheiður dóttir þeirra mætti fyrir þeirra hönd í samsætið þar sem margir Hafn- fírðingar veittu viðtöku viðurkenn- ingum fyrir framlög til fegrunar bæjarins á ýmsum sviðum. Aðal- heiður sagðist vissulega hafa gaman af því að vera í garðinum á góðviðrisdögum, en kvaðst ekki sjálf hafa lagt mikið af mörkum til hans og því ekki vera fróð um hann. „Við erum búin að búa við Vestur- vanginn í 8 ár,“ sagði hún. „En það er þó stutt síðan farið var að rækta hann að einhveiju marki og flestar plöntumar gróðursettu foreldrar mínir núna í sumar.“ INNRITUN í STARFSNÁM Tvær nýjar námsbrautir Bókhaldsbraut Skrifstofubraut 1) Verslunarreikningur Skjalameðferð 401. 3ein. 5) Bókfærsla II A+B Bók 405 601. 5ein. 1) Vélritun I 405A40t. 3ein. 5) Vélritun II 405B 401. 3 ein. 2) Bókfærsla 1 Bók 205 601. 5 ein. 6) Bókfærsla III Bók 813 401. 4 ein. 2) Bókfærsla I Bók 205 601. 5 ein. 6) Ritvinnsla 401. 3 ein. 3) Rekstrarhagfræði Rek 203 401. 3 ein. 7) Tölvubókhald 401. 3) Verslunarreikningur 401. 7) Viðskiptaskjöl Skjalavarsla Tímastjórnun 401. 4) Tölvur 203 + 403 601. 6 ein. 8) Kostnaðarbókhald Kos213 40t. 3ein. 4) íslenska 4013 ein. 8) Viðskiptaenska 401. Tilgangur með brautum þessum er að bjóða upp á sérhæft nám fyrir fólk í atvinnulífinu og aðra þá sem leggja vilja stund á sér- hæft og hagnýtt nám sem tengist þeirra áhugasviði. Hægt veröur að Ijúka brautarnáminu á einum vetri en lengst á þremur misserum. Námsbrautirnar eru sjálfstætt áfangakerfi sem tengjast einnig öldungadeild að hluta til. Frekari upplýsingar ásamt innritun er á skrifstofu skólans í síma 688400 og 688597. Skólinn verður settur miðvikudaginn 10. septem- ber kl. 14.00. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Ofanlettl 1, 108 Reykjavík. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Um virdingu sagði vitur madur; Menn væru ekki svo ákafír við að afla sér viiðingu annarra væru þeir öruggir um að verðskulda hana. Með virðingu fyrir íslenskum landbúnaði verður brugðið hér á síðu uppskrift af kjötrétti. Ekki er ljóst, hvort bændur telja slíkt vera til ávinnings, svo „atburðalitlir" sem þeir hafa verið, nú er talsmenn þeirra hvetja landsmenn til stóraukinnar neyslu hvalkjöts — á kostnað annars kjöts. Neytendum skal þó bent á, að alikálfakjötið sem nú er að koma á markað, er prýðisgott. Það er meyrt, fitusnautt og ekki mjög dýit. Það má t.d. fá hakkað kálfakjöt fyrir um 200 kr. kflóið. Alikálfa- strimlar með papriku 600 gr alikálfakjöt (gúllas) skorið í strimla 1 matsk. paprikuduft 1 tsk. salt og mulinn pipar 1 matsk. matarolía 2 matsk. smjörlíki 1 stór laukur 1 paprika græn fínsneidd svo og 1 paprika rauð ef til er l'/2 matsk. hveiti 2 ten. kjúklingakraftur Vatn og kjúklingakraftur koma í stað víns. 1. Kjötið er skorið í fremur þunna langa strimla og þeir settir í skál. 2. Blandað er saman papriku- dufti, salti og pipar og því stráð yfír kjötið og blandað vel þannig að kjötið verði vel hjúpað kryddinu. 3. Feitin er hituð vel og eru kjöt- strimlamir steiktir í heitri feitinni í 2—3 mín. Þeir eru síðan teknir af pönnunni og settir í pott, pannan er ekki þvegin. 4. Laukurinn og paprikan er sett á pönnuna og léttsteikt. Hveitinu er bætt út í og látið brúnast með smá- stund. Kjúklingakrafti og vatni er bætt út í og stöðugt hrært í á með- an sósan er að þykkna. 5. Sósunni er hellt yfír kjötið og það látið sjóða í 10—15 mín. Þessa uppskrift má einnig nota fyrir meyrt nautakjöt. Berið fram með Steiktum kartöflum 700 gr kartöflur 'fa laukur lítill 50 gr smjörlíki 1. Kartöflumar em snöggsoðnar, afhýddar og skornar í sneiðar. 2. Smjörlíkið er hitað á pönnu. Saxaður laukurinn er látinn krauma í feitinni þar til hann er orðinn glær. 3. Kartöflumar eru síðan brúnað- ar í feitinni með lauknum þær til þær hafa fengið stökka áferð. Alikálfakjöt má fá á kr. 460 kg — beinlaust. Verð á hráefni Kálfakjötið ..... kr. 276.00 paprika ......... kr. 30.00 kartöflur ....... kr. 37.00 Kr. 343.00 Kartöflur á markaði í dag em æði misjafnar að gæðum. Þessar „Úrvals Þykkjabæjar-kartöflur“ með smástimplinum „Nýjar ítalsk- ar“, sem boðið hefur verið upp á hér í verslunum, em ekki neysluhæfar. Þær em vatnskenndar og erfítt að afhýða. Hver gætir þess að skepnu- fóður sé ekki sett á neytendamark- aðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.