Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Sjóflutningar Bandaríkjahers: Mörg skipafélög mótmæltu nýju reglugerðinni Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni fréttaritara Morgunbladsins í Bandaríkjunum. BRÉFIN STREYMDU inn hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í gær, þegar frestur rann út til að skila athugasemdum við fyrir- hugaða reglugerðarbreytingu viðvíkjandi sjóflutnunga fyrir Banda- ríkjaher. Mark Yonge, forstjóri Rainbow Navigation skipafélagsins sagði við fréttaritara Morgunblaðið, að fyrirtækið og mörg skipafé- lög hefðu sent ýtarleg mótmæli gegn þessari áformuðu reglugerðar- breytingu. Varnarmálaráðuneytið gaf reglu- gerðidrögin út 29.júli síðastliðinn og auglýsti eftir athugasemdum. Reglugerðin útfærir fraktforgangs- lögin frá 1904, en þau kveða á um að vistir Bandaríkjahers skuli að öllu jöfnu fluttar með skipum, sem sigla undir bandarískum fána , „nema uppsett farmgjöld séu óhóf- leg eða á annan hátt ósanngjörn." Tilefni reglugerðardraganna var dómur, sem gekk í máli Rainbow Navigation, sem flytur vaming Bandaríkjahers til Islands, gegn bandaríska flotamálaráðuneytinu. Dómurinn féll ráðuneytinu í hag. Mark Yonge forstjóri sagði, að hann teldi drög þessi færa geðþóttavald í hendur ýmsum mönnum í flota- málaráðuneytinu og að leiðbeining- ar um mat á farmgjöldum væru mjög óljósar. Hann kvaðst viss um að þessi drög ættu eftir að breytast mikið og ef ekki, þá væru margir aðilar reiðubúnir að hefja málsókn gegn ráðuneytinu. Mark Yonge sagði, að í þetta skiptið væri um hagsmuni vel flestra bandarískra skipafélaga að tefla. Talsmaður vamarmálaráðuneyt- isins skýrði fréttaritara frá því, að í gær hefðu hátt á annan tug aðilar sent inn athugasemdir við títtnefnd reglugerðardrög og vitað væri, af fleiri bréfum í pósti. Hann kvað þetta mjög viðkvæmt mál og nú tæki við umfjöllun lögfræðideildar ráðuneytisins. Síðan yrðu gerðar þær breytingar sem þurfa þætti. V estmannaeyjar: Arnaldur Bjarnason ráðinn bæiarstjóri Vestmannaeyjum. U U Á aukafundi í bæjarstjórn Vestmannaeyja í gærkvöldi var Arnaldur Bjarnason ráðinn bæjarstjóri. Tólf sóttu um starf- ið en tveir umsækjenda drógu umsókn sína til baka. Amaldur Bjamason hefur und- anfarin sex ár starfað sem sveitar- stjóri Skútustaðahrepps í Mývatnssveit. Amaldur hlaut at- kvæði bæjarfulltrúa meirihluta- flokkanna, Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Hann mun hefla störf í byijun október en fram til þess tíma mun Páll Zophoníasson gegna störfum bæjarstjóra. Tólf umsóknir bárust um starfíð, sem var auglýst í tvígang. Tveir drógu síðar umsókn sína til baka. Allir nema tveir umsækjenda ósk- uðu nafnleyndar. „Við erum ánægðir með að fá Amald Bjamason til starfa hér í Eyjum, þetta er reyndur maður og við væntum góðs af störfum hans. Hans og okkar bíða mörg og viða- mikil verkefni," sagði Guðmundur Þ.B. Olafsson, formaður bæjarráðs, í samtali við fréttaritara. — hkj. Fjórhjólið kemst yfir nánast hvað sem er. Morgunbiaaið/Þorkeii Ný tryllitæki um allar sveitir: Fjórhjól í stað þarfasta þjónsíns Yfir 100 tæki hafa verið seld á árinu FRÁ ÞVÍ um siðustu áramót hefur verið á markaðnum hér tryllitæki sem nefnist fjórhjól. Samtals hafa selst rúmlega 100 hjól á þessum tíma og mörg þeirra hafa farið til bænda. Bænd- ur hafa margvisleg not af hjólinu við hverskyns snúninga, svo sem við gegningar, smalamennsku og tófuskytterí, og kemur í mörgum tilvikum í stað hestsins sem þarfasti þjónninn. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa tvö umboð selt mest af fjórhjólum, Hjólbarða- þjónustan á Akureyri, sem hefur selt um 60 Polaris-hjól og Suz- uki-umboðið i Reykjavík, sem hefur selt 40-50 hjól. Þá er Honda-umboðið einnig að hefja sölu á fjórhjólum. Það kom fram í samtölum við sölumenn umboð- anna að mikil eftirspurn er eftir þessum tækjum, ekki síst af , bændum, sem nota þau við bú- 1 skapinn, en einnig af mönnum sem eingöngu nota þau til skemmtiferða. Fjórhjólin eru með belgmiklum hjólbörðum og komast því tölu- vert í torfærum og snjó. Hægt er að fara á þeim yfir grunn vötn. Ýmsar gerðir eru til af þessum tækjum, þau er til dæmis bæði hægt að fá með drifi á öllum hjól- um og aðeins með drifi á aftur- hjólunum. Fjórhjól af Polaris-gerð með drifi á tveimur hjólum kostar 143 þúsund krónur. Suzuki býður svipuð hjól á 150-160 þúsund krónur, en selur þó mest af hjólum með drifí á öllum hjólum sem kosta nú 219 þúsund krónur. Hondan er með drifi á öllum hjól- um og kostar 240 þúsund krónur. Fjórhjólin virðast koma mikið í staðinn fyrir torfæruþríhjól sem hér hafa verið á markaðnum und- anfarin ár svo og vélsleða. Þau eru stöðugri en þríhjólin og hafa það fram yfir vélsleðana að vera nothæf allan ársins hring. Meðal notkunarmöguleika fyrir bændur sem sölumennimir gátu um má nefna allskyns snatt og snúninga, gegningar, girðingavinnu, grenja- vinnslu, hreindýraveiðar, smala- mennsku og kúarekstur. „Þau koma í mörgum tilvikum í staðinn fyrir þarfasta þjóninn, en stijúka þó ekki frá manni," sagði einn sölumaðurínn. Frystihúsi Granda lokað í 3 vikur vegna sumarleyfa: Full afköst í allt sumar Áður hafa afköst farið niður 130% yfir helsta sumarleyfistímann Amaldur Bjamason „MEÐ ÞESSU móti hefur okkur tekist að halda uppi fullum af- köstum í allt sumar en á undanföraum árum hafa afköst yfir helsta sumarleyfistimann farið niður f 30%,“ sagði Bryiy- ólfur Bjaraason, framkvæmda- stjóri útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækisins Granda hf., um tilraun sem fyrirtækið gerði í sumar til að loka fiskvinnslunni alveg um þriggja vikna skeið á meðan starfsfólk fór í sumar- leyfi. V estfjarðakjördæmi: Prófkjör sjálfstæðis- manna 11. og 12. október PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi til þess að velja frambjóðendur á framboðs- lista flokksins við næstu alþingis- kosningar fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi. Framboðsfrestur rennur út laug- ardaginn 13. september kl. 12.00 á hádegi. Framboðum á að skila til formanns kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Vestfjarðakjördæmi, skrifstofu kjördæmisráðsins í Hafn- arstræti 12, 400 ísafirði, en skrif- stofan verður opin síðustu dagana fyrir skilafrest og verður það nánar auglýst síðar. Kosið verður í flögur efstu sæti listans. Rétt til þátttöku hafa allir flokks- bundnir sjálfstæðismenn sem búsett- ir eru í kjördæminu svo og þeir sem undirritað hafa stuðningsyfirlýsingu við Sjálfstæðisflokkinn eigi síðar en samhliða kosningunni. Eins og fyrr getur fer prófkjörið fram dagana 11. og 12. október næstkomandi, en utanlqörstaða- kosning hefst væntanlega 3 vikum fyrir prófkjörið og verður hún m.a. á Akureyri og í Reykjavík. Nánari upplýsingar um próflqörið má fá hjá Engilbert Ingvarssyni. (Fréttatilkynning) „Það hefur oft verið erfitt að halda uppi rekstri yfir sumarið og vegna sumarlejrfa, sem hafa teygst yfir allt sumarið, hefur ekki verið unnið nægilega mikið við arðsöm- ustu framleiðsluna," sagði Brynj- ólfur. „Nú tilkynntum við í mars síðastliðnum að við myndum loka frá 5. til 25. ágúst og báðum fólk að taka sín sumarleyfí á þeim tíma. Reynslan varð sú að yfírgnæfandi meirihluti starfsfólksins var við vinnu í allt sumar, að undanskild- um þessum þremur vikum. Tvær síðustu vikumar í júlí var til dæm- is um 85% mannaflans við vinnu og nú eru á milli 75 og 80% kom- in til vinnu á ný - skólafólkið að stórum hluta líka. Við gemm ráð fyrir að við verðum búnir að ná fullum afköstum á ný í næstu viku." Hjá Granda hf. vinna alis um 520 manns. Meðan á sumarleyfum stóð voru þrír togarar af sjö í slipp, hinir íjórir stunduðu veiðar og seldu afla sinn í Bretlandi og Þýskalandi. Á togurunum eru alls 115 manns. Auk þeirra voru liðlega 20 iðnaðarmenn að störfum við viðgerðir og viðhald í fiskvinnslu- sölum meðan fiskvinnslufólkið var í sumarleyfi. Steingrímur til Grænhöf ðaeyja Forsætisráðherra Grænhöfða- eyja, Pedro Verona Rodrigues Pires hershöfðingi, bauð Steingrími Hermannssyni í opin- bera heimsókn tíl eyjanna fyrr á þessu ári. Boðið hefur verið þeg- ið og dvelst Steingrímur á Grænhöfðaeyjum frá 16.—20. september næstkomandi. Sem kunnugt er hefur Þróunar- samvinnustofnun undanfarin 5 ár aðstoðað íbúa Grænhöfðaeyja við að þróa rannsóknir, fiskveiðar og vinnslu. Til Grænhöfðaeyja (Cabo Verde) eru 5.240 km í beinni sjólínu frá fslandi. Þær eru lítill eyjaklasi undan vesturströnd Afríku, um 800 km frá Senegal. íbúamir, rúmlega 296.000 talsins, eru dreifðir um níu eyjar, þar sem byggilegt land er samtals ekki nema 4.000 ferkílómetrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.