Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 28
28 MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTtÍDAGlJR 28. ÁGÚST 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 29 SltagtiiiMfifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Skólaakstur Menntamálaráðherra hefur í hyggju að leggja fyrir Alþingi, að fjárlagafjárveiting til skólaaksturs, gæzlu og mötu- neyta verði lækkuð verulega á næsta ári, að því er fram kemur í fréttum. Ráðherra segir í við- tali við Morgunblaðið, að vel flest sveitarfélög geti séð um þessa rekstrarþætti sjálf. Koma megi til móts við hin smærri sveitarfélög með öðrum hætti, til dæmis með framlagi úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Kerfíð sé að þessu leyti gengið úr skorðum og „margs konar spill- ing og misnotkun þrífíst innan þess“. Hugmyndir ráðherra hafa sætt nokkurri gagnrýni. Þetta mál hefur, eins og flest önnur, tvær hliðar, sem réttsýn- ir menn verða að skoða og meta áður en þeir taka afstöðu. Lítum fyrst á röksemdir, sem talsmenn skólaakstur tíunda, en síðan á tillögur ráðherra til spamaðar, það er, að halda uppi hliðstæðri þjónustu með minni kostnaði ríkissjóðs. Af hagkvæmnisástæðum standa hin smærri sveitarfélög að samskólum fleiri eða færri hreppa eftir atvikum. Grunn- skólanemar, sem slíka skóla sækja, eiga yfírleitt um langan veg að fara milli heimilis og skóla. Skólaakstur sparar dýrar heimavistir, bæði í stofn- og rekstrarkostnaði. Þá hefur það ótvírætt uppeldisgildi að böm á grunnskólaaldri geti sótt nám úr heimahúsum. Rétt hefur þótt að sameiginlegur sjóður lands- manna, ríkissjóður, jafni aug- ljósan aðstöðumun að þessu leyti með þátttöku í kostnaði við skólaakstur, þegar um lengri vegalengdir er að ræða. Alþingi markaði stefnuna með lögum — og framkvæmdavaldið setti reglugerð um framkvæmdina — fyrir meira en áratug. Hvorki lögunum né reglugerðinni hefur verið breytt síðan, hvað þessa kostnaðarþátttöku varðar. Framkvæmdin hefur síðan leitt í ljós ýmsa annmarka. Dæmi munu um að grunnskóla- nemum sé ekið lengri vega- lengdir en sýnist viturlegt, þ.e. um þéttbýli og fram hjá grunn- skólum þar starfandi, til grunnskóla í strjálbýli handan þéttbýlislgamans. Hér skal ekki lagður dómur á staðhæfíngar um meinta misnotkun kerfísins, tengda skólaakstri, en minnt skal á ummæli menntamálaráð- herra þar að lútandi. Mergurinn málsins hlýtur að vera sá, að endurskoða þurfí kostnaðar- kerfí sem þetta, í ljósi tiltækrar reynslu, til að freista þess að ná fram lagfæringum. Skólaakstur er ekki sérís- lenzkt fyrirbrigði, né umræða um kostnað og fyrirkomulag hans. Ýmsar nágrannaþjóðir hafa látið vinna ítarlega úttekt á framkvæmdinni. Slík úttekt mun ekki hafi verið unnin hér. Vel færi á því að menntamála- ráðuneytið og Samband íslenzkra sveitarfélaga stæðu saman að úttekt á málinu og tillögum til úrbóta. Hin stærri sveitarfélög fá óverulega ijármuni til skólakst- urs, sem bundinn er við tilteknar vegalengdir. Grunnskólanemar í Reykjavík fá hinsvegar veru- legan afslátt hjá SVR. Þeir borga t.d. kr. 100 fyrir 20 miða á sama tíma og fullorðnir borga kr. 500 fyrir 26 miða. Þessi afsláttur, sem borgin býður, er ekki bundinn við ferðir til og frá skóla og ekkert liggur fyrir um það, að hvaða marki vagn- amir em notaðir af grunnskóla- nemum vegna náms. Erfítt er því að gera samanburð á ferða- kostnaði skólafólks í þéttbýli og strjálbýli milli heimilis og skóla. Þremur fjórðu af ráðstöfun- arfé Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga er deilt milli sveitarfélaga, eftir íbúatölu þeirra. Fjármagn Jöfnunarsjóðs er nokkur þáttur í tekjuöflun og framkvæmdum þeirra. Ef ríkið færir kostnað við skólaakstur, sem það hefur sjálft tekið ákvörðun um, að stærstum hluta yfir á Jöfnunar- sjóð, þá er það að færa hann frá sjálfu sér til sveitarfélag- anna. Það er máske ódýr iausn fyrir ríkið, en varla óumdeild. Skólaakstur gmnnskólanema um langan veg í vetrarverðum er ekki alltaf tekinn út með sældinni. Það þykir þó æski- legri leið en heimavistir, þegar svo ungir einstaklingar eiga í hlut. Gmnnskólanemar eiga að hafa sama rétt og sem jafnasta aðstöðu til náms úr heimahús- um, hvert sem lögheimili þeirra er. Skólaakstur er og verulega ódýrari kostur en heimavistir. Hinsvegar er sjálfsagt að endurskoða fyrirkomulag og kostnað hvers þjónustuþáttar, sem skattpeningar almennings standa undir, í ljósi reynslunn- ar. Með það fyrst og fremst í huga að nýta fjármuni fólks sem bezt, helzt að ná fram betri þjónustu með minni kostnaði. Þessvegna fer vel á því að ráð- herrar „hræri upp í kefínu“, svo notuð séu orð menntamálaráð- herra. Einkaútvarpið Bylgjan FM 98,9 hóf útsendingar í morgiin: Full alvara á bak við þennan útvarpsrekstur Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri. - segirEinar Signrðsson, út- varpsstjóri „VIÐ LÍTUM svo á, að við séum í þessu fyrir alvöru og allt skipu- lag og undirbúningur tekur mið af því,“ segir Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, sem árla í morgun hóf að senda út samfellda dagskrá á FM 98,9. Bylgjan er fyrsta einkaútvarps- stöðin, sem tekur til starfa eftir að einkaréttur Ríkisútvarpsins á útvarpsrekstri var afnuminn á síðasta ári. Útsendingar Bylgjunnar eiga til að byija með að nást á sama svæði og útsendingar Svæðisútvarps Reykjavíkur og nágrennis, þ.e. á Faxaflóasvæðinu frá Keflavík til Akraness og austur á Selfoss. Sent verður út alla virka daga frá klukk- an 6 á morgnana og fram til miðnættis, en til klukkan þijú að nóttu á föstudögum og laugardög- um. Á laugardögum og sunnudög- um hefst dagskráin klukkan 8. Einar Sigurðsson segir að uppi- staðan í dagskrá Bylgjunnar verði dægurtónlist og sé stefnt að því að sú tónlist verði með einhvetjum öðrum hætti en nú heyrist í Ríkisút- varpinu. „Það verður svo bara að koma í ljós hvemig tónlistarblanda okkar fellur fólki í geð,“ segir hann. En tónlist er ekki eina dagskrárefn- ið, þótt það verði fyrirferðarmest. Á klukkutímafresti verða fluttar innlendar og erlendar fréttir og eru aðalfréttatímar klukkan 12 og 18. Fréttatímar verða að jafnaði styttri en tíðkast hjá Ríkisútvarpinu, en áformað er að á hveiju kvöldi milli klukkan 23 og miðnættis verði dag- skrá sem fréttamenn stöðvarinnar sjá um og verður þar farið ýtarleg- ar í ýmis fréttatengd efni en unnt er í fréttatímunum sjálfum. Auglýsingar ódýrari en hjá Ríkisútvarpinu Auk tóniistar og frétta verða á dagskrá leikrit, viðtöl, spuminga- þættir og skemmtiþættir. Og ekki má gleyma auglýsingunum, sem eiga að standa undir rekstri stöðv- arinnar þar sem hún getur ekki tekið afnotagjöld af hlustendum eins og Ríkisútvarpið. Auglýsingun- um verður skotið reglulega inn í dagskrána, þó þannig að það verði ekki íþyngjandi, eins og Einar orðar það. Verða auglýsingarnar bæði leiknar eins og á Rás 2 og í svip- uðu tilkynningaformi og á Rás 1. Verðið verður nokkru lægra en hjá Ríkisútvarpinu. í stjórn íslenska útvarpsfélagfs- ins, sem rekur Bylgjuna, sitja níu menn, en í þriggja manna fram- kvæmdastjórn, sem fýlgist með daglegum rekstri, eru Jón Ólafsson, Sigurður Gísli Pálmason og Sveinn Grétar Jónsson. Stjómarmenn hafa engin afskipti af dagskránni sjálfri, heldur heyrir hún algjörlega undir Einar Sigurðsson, útvarpsstjóra. Fastráðnir starfsmenn Bylgjunnar auk hans eru níu. Þeir eru Jón Ágúst Eggertsson, markaðsstjóri, Sigurður Ingólfsson, tæknistjóri, Sigurborg Stefánsdóttir, skrifstofu- maður og fréttamennimir Amar Páll Hauksson, Ámi Snævarr, Ámi Þór Jónsson, Bragi Sigurðsson, Elín Hirst og Karl Garðarsson. Auk þeirra koma 10-20 lausráðnir dag- skrárgerðarmenn til með að starfa við Bylgjuna. Í þeirra hópi em Sig- urður G. Tómasson sem sér um morgunútvarpið milli kl. 7 og 9, Páll Þorsteinsson sem sér um dag- skrána milli kl. 9 og 12, Sigrún Þorvarðardóttir sem verður milli 12 og 14, Pétur Steinn Guðmundsson sem verður milli 14 og 17, Hallgrím- ur Thorsteinsson sem verður milli 17 og 19 og Þorsteinn Vilhjálmsson sem verður milli 19 og 21. Þá má nefna að Jónína Leósdóttir, blaða- maður, verður með spjallþætti einu sinni í viku. Að sögn Einars stefnir hin nýja Morgunblaðið/Emilía Á fréttastofunni: Karl Garðarsson, Elín Hirst, Sigurður G. Tómasson, Ámi Snævarr og Bragi Sigurðsson. Dagskrá undirbúin: Sigurður Ingólfsson, tæknistjóri, Einar Sigurðsson og Sigpún Þorvarðardóttir dag- skrárgerðarmaður. útvarpsstöð að því að vera í nánu sambandi við hlustendur sína. Hlustendur eiga þannig að geta tekið beinan þátt í spurningaþátt- um, valið dægurlög á vinsældalista og fengið Bylgjuna til að hafa milli- göngu um sölu á hlutum úr fórum sínum á sérstökum „flóamarkaði" sem efnt verður til milli klukkan 13 og 14 alla virka daga. Verður miðlunin ókeypis. Fullkominn tækjabúnaður Tækjabúnaður Bylgjunnar er mjög fullkominn og kvað Einar það hafa verið ákvörðun stjómenda fyr- irtækisins að kaupa vönduð tæki sem ekki þarfnast stöðugs viðhalds tæknimanna. „Þessi tækjabúnaður y er til marks um þá alvöru sem er á bak við þennan útvarpsrekstur," sagði Einar. „Við erum ekki að tjalda til einnar nætur, heldur búa okkur undir harða samkeppni við öflugt Ríkisútvarp, sem stendur á gömlum merg og hefur verið eitt um markaðinn fram að þessu. Markaðurinn hér er lítill og við þurfum að eignast tiltölulega stóra hlutdeild í honum til að þetta gangi allt saman upp. Við kaupum þess vegna tæki sem endast og hægt er að reiða sig á.“ í.starfsliði Bylgjunnar er aðeins einn tæknimaður. Það er Sigurður Ingólfsson, sem áður starfaði fyrir Rás 2, en hann hefur ásamt Einari "* Sigurðssyni haft veg og vanda af tæknilegri uppbyggingu hinnar nýju útvarpsstöðvar. Þessi skortur á tæknimönnum kemur ekki að sök þar sem tækjabúnaðurinn er miðað- ur við það að fréttamenn og annað dagskrárfólk stjómi honum sjálft. Að sjálfsögðu sparar slík tilhögun mikla fíármuni og má ef til vill líkja breytingu þessari við það sem verið hefur að gerast hjá dagblöðunum með tölvuvæðingunni hvað varðar prentara og annað starfsfólk hinnar gömlu prenttækni. Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri, kveðst vera bjartsýnn á að Bylgjan nái athygli hlustenda og segir að viðbrögð auglýsenda hafí fram að þessu verið mjög góð. Bylgjan nýtur ekki neinna opinberra styrkja og fær, sem fyrr segir, engin afnota- gjöld frá hlustendum eða eigendum útvarpsviðtækja. Gengi hennar og framtíð öll ræðst því af undirtektum hlustenda og auglýsenda. GM Útgáfa Thorarensenættarinnar: Sennilega fjölmennasta niðjatal sem ritað hefur verið á Islandi ÚTGÁFA ritsafns um Thorarensenættina er nú í undirbúningi og er fyrsta bindið væntanlegt úr prentun í október eða nóvem- ber. Jón Gíslason, ættfræðingur, hefur unnið að undirbúningi ritsafnsins undanfarin fjögur ár, en áður hafði Lárus Jóhannes- son, hæstaréttardómari, safnað niðjatali Þórarins Jónssonar á Grund i Eyjafirði og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur, en út af þeim er Thorarensenættin komin. „Þetta er geysilega mikið verk, sennilega fjölmennasta niðjatal sem gert hefur verið á íslandi,“ sagði Jón Gíslason í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þetta niðjatal verður svolítið frá- brugðið öðrum að því leytinu til að það verður jafnframt persónu- saga. Lárus lagði mikla vinnu í þetta verk og vann það af natni og kostgæfni sem einkennist mjög af því að hann rekur ævisögur afkomenda ættarinnar og þeirra sem henni tengjast,“ sagði Jón, sem unnið hefur að því að auka við verk Lárusar eftir því sem heimildir hafa verið til og bera verk hans saman við frumheimild- ir eftir fongum. Undanfann 5 ár hefur Jón sinnt þessu verki, sem hefur verið tímafrekt, enda mikil nákvæmnis- vinna. „Ég hef reynt að ná saman öllu því sem merkilegt getur talist fyrir þessa ætt, reynt að rekja sögu hennar og jafnvel einkenni fólksins að svo miklu leyti sem það hefur verið hægt,“ sagði Jón. Fyrsta bindið, sem Qallar um Stefán Þórarinsson, amtmann á Möðruvöllum, er nú í setningu, en Jón sagði að Stefán hefði verið sá bama Þórarins sem langflesta niðja hefði átt og búast mætti við að niðjatal hans yrði þijú eða fjög- ur bindi. Aðrir synir Þórarins og Sigríðar konu hans voru Vigfús, sýslumaður á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Gísli, prestur í Odda á Rangárvöllum, Friðrik, prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi, og Magnús á Grund í Eyjafírði sem var umboðsmaður klaustra. Auk þess átti Þórarinn dóttur er Ragn- heiður hét og giftist Jóni Skúla- syni, syni Skúla fógeta Magnússonar, en þeim varð ekki bama auðið. Stefán og Ragnheiður kona hans eignuðust 18 böm og eru afkomendur komnir út af 6 þeirra. Stefán menntaði böm sín vel og hafði það sjónarmið að þau færu í sem ólíkastar starfsgreinar. Stef- án var mikill áhrifamaður í atvinnumálum landsins, sérstak- lega eftir að verslun var gefin frjáls og einnig lét hann land- búnaðarmál til sín taka. Þá kom hann á betri skipan í embættis- færslum og hafði geysileg áhrif fyrir komandi tfma í mörgum greinum. Meðal þeirra sem koma við sögu niðjatalsins eru afkomendur Þór- arins kaupmanns í Kúvíkum á Ströndum og Önnu Sigríðar, konu Páls Melsted, amtmanns, sem er forfaðir Melstedættarinnar. Verður bókin ríkulega mynd- skreytt og birtar verða myndir af helstu stöðum þar sem ættmenn- imir hafa setið og sagði Jón að um væri að ræða mörg helstu höfuðból Eyj afj arðarsýslu, á Ströndum og víðar um landið. „Afkomendur hinna bræðranna eru ekki síður merkilegir en þeim verða gerð skil í síðari bindum, en stefnt er að því að annað bind- ið komi út næsta vor og síðan annað með haustinu og ætlunin er síðan að gefa út tvö bindi á ári hverju," sagði Jón. Um þessar mundir er verið að senda út sýnishom af verkinu og er óskað eftir því að viðtakendur sendi leiðréttingar og myndir sem allra fyrst og sagði Jón að mikil áhersla yrði lögð á að hafa ljós- Morgunblaðið/Einar Falur Jón Gíslason, ættfræðingur. myndir af sem flestum ættmenn- um og kvaðst einnig leggja áherslu á að fá sem flestar fíöl- skyldumyndir. Sagði hann síðan að myndimar yrðu felldar inn í textann, en ekki hafðar sér eins og yfírleitt hefur tíðkast í verkum af þessu tagi. Það er bókaforlagið Sögusteinn sem sem sér um útgáfu verksins, en áður hefur það gefíð út þijú niðjatöl; Húsatóftarætt, Galtarætt og Gunnhildargerðisætt. Ný bók um ríkisfjármál ÚT ER komin á vegum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington DC bókin Fiscal Policy in the Smaller Industrial Countries 1972—82 eða Fjármálastefna smærri iðnríkja, 1972—82. Höf- undur bókarinnar er dr. Gísli Blöndal, hagfræðingur, sér- fræðilegur ráðgjafi í ríkisfjár- máladeild Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Bók Gísla fjallar um fjármála- stefnu þrettán smærri iðnríkja, þ.á m. Islands, á áratugnum 1972—82. Bókin skiptist í tvo hluta. Hinn fyrri, sem skiptist í sex kafla, hefur að geyma rannsókn þar sem borin er saman almenn þróun ríkis- fjármála í löndunum þrettán. í síðari hluta bókarinnar er að finna yfirlit um framvindu ríkisfjármála í hvetju landanna á fyrrgreindu tímabili. Áratugurinn 1972—82 var stormasamur á sviði alþjóðlegra efnahagsmála, m.a. riðu yfir tvær olíuverðsprengingar og alþjóðleg efnahagskreppa í kjölfarið. Þessara umhleypinga gætti ekki síst í hinum smærri iðnríkjum enda eru opin hagkerfí Jieirra viðkvæm fyrir ytri áföllum. I öllum þessum löndum var fjármálaaðgerðum beitt til að veija lífskjör almennings fyrir ágjöf frá breytilegum skilyrðum. Jafnframt var tekist á við vaxandi misvægi heima fyrir, sem birtist ekki síst í auknum halla á ríkissjóði. Stefnan í ríkisfjármálum hafði því mikil áhrif á almenna framvindu efna- hagsmála í hveiju þessara landa um sig. Enda þótt löndin, sem um er fjall- að, eigi marg sammerkt í efnahags- legu tilliti, kemur í ljós að árangur þeirra á sviði ríkisfjármála reyndist mjög mismunandi. I bókinni er leit- að skýringa á ólíkri framvindu ríkisfjármála í löndunum þrettán, einkanlega með hliðsjón af skipu- lagi, starfsháttum og aðferðum við mótun og framkvæmd fjármála- stefnu svo og þeim þjóðfélagslegu og efnahagslegu viðhorfum, sem áttu þátt í að móta viðbrögð ríkis- stjóma við efnahagssviptingum á tímabilinu. Gísli Blöndal lauk doktorsprófí í hagfræði frá London School of Ec- onomics árið 1965. Hann gegndi embætti hagsýslustjóra ríkisins á árabilinu 1967—78 og á árinu 1981. Hann var fulltrúi Norðurlandanna í stjóm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins v W. ■ Dr. Gísli Blöndal 1978—80 og hefur verið sérfræði- legur ráðgjafi í ríkisfjármáladeild sjóðsins frá 1981. Bókin er 232 blaðsíður og er fáanleg innbundin eða í kilju. Bók- arkápu hannaði Hörður Karlsson, yfírteiknari, starfsmaður Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.