Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 22
• MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28.ÍÁGÚST 1986 1= £82_________________ Mitsubishi MP-90X: Leiðsögukerfi tengt við gervihnött gefur ökumanni upplýsingar Framtíðarbíllinn tryggður fyrir um 11 milljónir HEKLA HF. hefur undanfarna daga haft til sýningar framtíð- arbíl frá Mitsubishi-bílaverk- smiðjunum í Japan - MP-90X. Aðeins hafa verið framleidd tvö eintök af þessum bíl og er annað staðsett í höfuðstöðvum Mitsub- ishi í Japan en hitt ferðast sem sýningargripur um heiminn. MP-90X var fyrst kynntur á TOKYO-bílasýningunni síðstliðið haust og er ísland áttunda landið sem hann er sýndur í. Sýning- unni lýkur nú um helgina. Leiðsögnkerf i tengt við gervihnött MP-90X er útbúinn mjög fuli- komnu leiðsögukerfi, tengdu við gervihnött, sem gerir ökumannin- um kleift að fá upp hárnámkvæma staðsetningu bílsins hvar og hvenær sem er. Einniggefur hún upplýsing- ar um hvaða leið sé heppilegast að fara, hvemig veðurskilyrði em framundan, hvort verðir laganna séu með hraðamælingar á leiðinni og ýmislegt annað er kemur sér vel á ferðalögum. Tæknin á bak við þetta er kerfi sem nefnist GPS (Global Positioning System) og hef- ur verið þróað í Bandaríkjunum. GPS-kerfið er reyndar það eina í bílnum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að helja fjöldaframleiðslu á honum í núverandi mynd þar sem ekki hefur verið endanlega gengið frá sölumálum í sambandi við kerf- ið. Gert er ráð fyrir þvi að í byijun næsta áratugar verði það komið á almennan markað. Ekki er hægt að notast við GPS- kerfið þegar keyrt er í gegnum göng, milli hárra bygginga eða þeg- ar enginn gervihnöttur er staðsettur fyrir ofan svæðið. Af þessum ástæð- um er einnig annað „sjálfstætt" leiðsögukerfi í bílnum hannað af Mitsubishi og styðst það við skynj- ara sem taka, meðal annars, mið af segulmagni jarðar. Leiðsögukerfin sýna síðan á landakortum, sem birtast á litaskjá, hvemig ferðinni miðar. Landakortin eru geymd á disklingum og getur hver 12 sm disklingur geymt allt Morgunblaðið/Júlíus Svo að bíllinn verði fyrir sem minnstu hnjaski er sýningargestum ekki heimilt að fara inn í bílinn. í stað þess eru allar þær upplýsingar sem eiga að birtast á skjám í mælaborði sýndar á skermum við hlið bílsins. Morgunblaðid/Júlíus Stýri og mælaborð eru allólík því sem við eigum að venjast. Stýrið minnir lielst á flugvélarstýri og allar þær upplýsingar sem ökumað- ur fær venjulega af mæium í mælaborði birtast á litaskjá ásamt upplýsingum um ástand bílsins, hvar hann er staddur og hvar heppi- iegast væri að beygja næst. að 5.000 sjálfstæð kort. Upplýsingar um hraða, eldsneyt- ismagn og ástand bílsins. Tölva fer yfir allan vélbúnað áður en lagt er af stað og kannar ástand hans. Ef svo færi samt að eitthvað bilaði gefur tölvan samstundis upp hvar bilunina er að finna. Fjarskiptakerfi í MP-90X er að fínna helstu nýj- ungamar á sviði fjarskipta. Hægt er að fá send bréf og upplýsingar í gegnum bílasíma jafnt sem telex- upplýsingar sendar út af sjónvarps- stöðvum. Einnig er hægt að halda símasamræður án þess að nota sjálft símtólið. í stað þess koma hljóðnemar og hátalarakerfi bílsins. al MP-90X bregst sjálfkrafa við breyttum aðstæðum og ýmsum ut- anaðkomandi hættum. Hann hækkar sig eða lækkar eftir því sem best á við hveiju sinni og einnig er útbúnaður í bílnum sem sér til þess að hæð hans helst stöðug óháð farþegafjölda og þunga farangurs. Sjálfskiptur gírkassinn sér við hugsanlegum mistökum ökumanns. Ef hann setur í bakkgír á ferð set- ur gírkassinn í hlutlausan gir og einnig kemur hann í veg fyrir hættulegar gírskiptingar niður á við á mikilli ferð. Engir speglar Engir speglar eru á MP-90X. í stað þeirra eru myndavélar á hliðum bílsins og afturenda sem sýna um- hverfíð á litaskjá. Stýrikerfi bílsins er einnig all nýstárlegt. Bíllinn beygir á öllum fjórum hjólunum og sér tölva um að stjórna afturhjólunum. Með því að láta fram- og afturhjól beygja í gagnstæða átt er hægt að minnka beygjuhring bílsins og með því að láta þau beygja í sömu átt á háum hraða er hægt að ná mjög góðri undirstýringu, sem getur komið sér vel ef ökumaður þarf skyndilega að kippa bílnum til hliðar á miklum hraða. Höf rungslögnn Við hönnun bílsins var leitast við að ná sem minnstri loftmótstöðu og varð straumlínulögun höfrungs- ins fyrir valinu. Yfírbygging bílsins er að öllu leyti úr plasti og allir aðskotahlutir faldir undir henni til að minnka loftmótstöðu. Þannig tókst í senn að ná einni lægstu loft- mótstöðu sem hingað til hefur þekkst (ed=0.22) og mjög lítilli þyngd á bílnum. Undirbygging bílsins er algjör- lega flöt og var bensíntankurinn, sem gerður er úr plasti, því látinn ná yfir hana alla. Þeir sem hafa hug á að eignast farartæki áþekku þessu þurfa að sýna biðlund enn um sinn, líklega eitthvað fram á næsta áratug. Bíll þessi er ekki til sölu, hvað svo sem boðið er, en til gamans má geta að bíllinn, ásamt öllum sýningar- búnaði, var tryggður fyrir um 11 milljónir króna áður en hann kom hingað til lands. Hann er gangfær en samkvæmt fyrirmælum frá Mitsubishi er stranglega bannað að keyra hann, enda eflaust erfitt að fá varahluti í farkost sem þennan. Héðan fer bíllinn til Bretlands- eyja, en þar eiga menn eftir að fá að beija MP-90X augum. Áf engisútsölurnar: Bæjarstjórnirnar mótmæla ekki ákvörðun ráðuneytisins Ný áfengisverslun kostar 15—20 milljónir króna BÆJARSTJÓRNIR Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Neskaupstaðar ætla ekíd að beita sér gegn ákvörðun fjármála- ráðuneytisins um að veita engu fé til að opna áfengisútsölur utan Reykjavíkur á næsta ári. Forráðamenn bæjarfélaganna, sem blaðamaður ræddi við, voru sammála um að valdið væri óvefengj- anlega ríkisins. Því yrðu beiðnir um opnun útsölustaða ítrekaðar, en látið þar við sitja. „Ríkið hefur ekki hafnað því að opna áfeng- isútsölu hér, heldur frestað því tímabundið," sagði Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjómar Hafnarfjarðar. „Að sjálfsögðu þætti okkur æskilegra að ný útsala yrði opnuð í Kópavogi en ekki í Kringlunni í Reykjavík. Áhrif þess á verslun í bænum yrðu ómæld,“ sagði Kristján Guðmundsson, bæjar- stjori Kópavogs. „Bæjarstjómin hefur hinsvegar ekki samþykkt frekari aðgerðir." Lilja Hallgríms- dóttir, forseti bæjarstjómar Garðabæjar, sagði að kaupmenn í bænum hefðu vakandi auga með þessu máli. í samtölum við sig hefðu þeir lýst sig óánægða með þá töf sem yrði nú á opnun áfeng- isútsölunnar. „Viðbrögð bæjar- stjómarinnar við svari ráðuneytis- ins eru ekki jákvæð, en það hefur ekki komið til tals að gera eitt- hvað í málinu," sagði Lilja. Kristinn Á Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar á Neskaupstað, sagði að enn hefði bæjarstjómin ekki fjallað um orðsendingu ráðu- neytisins. Líklega yrði ráðuneyt- inu send ítrekun, en ekki gripið til annarra aðgerða. „Landfræði- legar ástæður eru með því að hér sé opnuð áfengissverslun. Til Seyðisfjarðar er 100 km akstur, og kostnaður vegna póstkröfu- sendinga er umtalsverður. Það er mikið óhagræði að hafa ekki út- sölu í bænurn," sagði Kristinn. „Áfengisútsala myndi beina til okkar viðskiptum frá nágranna- bæjunum, Eskifírði og Reyðar- fírði. Hún yrði því lyftistöng fyrir atvinnulífíð." Nýr útsölustaður kost- ar 15-20 millj. króna Að mati Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins kostar um 15-20 milljónir króna að opna nýjan útsölustað. Þá er gert ráð fyrir að kéypt sé 500 fm verslun- arhúsnæði í nýlegri byggingu sem kostar 20.-25.000 krónur fer- metrinn. Að auki myndu skápar, hillur, kassar og öryggiskerfí kosta um 4-5 milljónir króna í dag. Erfitt er að áætla tekjur af slíkri verslun. Svo dæmi sé tekið var velta útsölunnar á Akureyri um 345 milljónir króna á síðasta ári. íbúar á Akureyri voru þá 13.745, en á öllu Norðurlandi- Eystra tæplega 26.000. Til sam- anburðar em íbúar í Kópavogi 14.592, Hafnarfírði 13.206, í Garðabæ 6.302 og á Neskaupstað 1.715. Dæmi um minna bæjarfé- lag er Akranes, þar sem útsalan velti 93,5 milljónum króna á síðasta ári. Þar vom íbúar 5.384 talsins, en á Vesturlandi öllu um 15.000. Aukin viðskipti í kjöl- far afengisverslunar Selfoss er einn þeirra bæja þar sem nýlega hefur verið opnuð áfengisútsala. „Hér er samdóma álit manna að viðskipti hafí stór- aukist með tilkomu áfengisversl- unarinnar," sagði Brynleifur Steingrímsson formaður bæjar- ráðs. „Verslunarferðir til Reykja- víkur hafa stórminnkað og við höfum dregið til okkar viðskipti úr allri sýslunni. Svo má benda á að í Grímsnesinu er risin umtals- verð byggð sumarbústaða og það er algengt að fólk komi við hér á Selfossi áður en farið er í bústað- inn til að versla áfengi og annað." Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri á Akranesi tók í sama streng. Taldi hann að verslunar- ferðir Akumesinga til höfuðborg- arinnar hefðu minnkað, og fólk úr nágrenninu sækti meiri þjón- ustu til Akraness. „Mér finnst ekki annað en eðlilegt að þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda geti notið hennar hér í bænum,“ sagði Ingimundur. Líigregluþjónar á Akranesi og Selfossi töldu að tilkoma áfengis- útsölu í bænum hefði ekki haft teljandi vandræði í för með sér. „Það er örðugt að meta áhrif áfengisútsölunnar einnar, því á sama tíma hafa á annan tug veit- ingahúsa fengið vínveitingaleyfi á Selfossi og í Arnessýslunni,“ sagði Jón I. Guðmundsson yfírlögreglu- þjónn á Selfossi. „Auk þess hefur fjöldi ferðamanna og gesta í okk- ar héraði stóraukist að undan- fömu. En við teljum áfengisneysl- una ekki meira vandamál í dag heldur en fyrr á árum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.