Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 33
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 33 Framkvæmda- og starfsáætlun fyrir Kristnesspítala samþykkt: „ Jólin hjá okkur“ - segir Bjarni Arthúrsson framkvæmdasljóri „ÞAÐ VORU jólin hjá okkur í gær! Hér var mikil gleði yfir því að spítalanum skuli hafa verið mörkuð stefna. Nú getum við farið að vinna að þróun spítalans — ekki bara haldið í horfinu eins og verið hefur hingað til,“ sagði Bjarni Arthúrsson, framkvæmdastjóri Krist- nesspitala, i samtali við Morgnnblaðið í gær. Stjórnarnefnd ríkisspit- alanna fundaði á Kristnesi i fyrradag og samþykkti þá nýja framkvæmda- og starfsáætlun fyrir Kristnesspítala. Dansað í göngugötunni. Færeyskir þjóðdansar og kappakvæði kveðin á göngugötunni á Akureyri Umrædd áætlun miðar að því að við spítalann verði stofnuð sérstök endurhæfingardeild fyrir inniliggj- andi sjúklinga jafnframt því sem haldið verði áfram að reka hjúkr- unardeild fyrir þunga hjúkrunar- sjúklinga í hluta spítalans. Þegar framkvæmdaáætlun er að fullu lokið 1992 er fyrirhugað að sjúkrahúsið verði oi-ðið deildaskipt formlega, þannig að efri gangur verði langlegudeild fyrir 24 sjúkl- inga og neðri gangur, að Seli meðtöldu, verði endurhæfingardeild fyrir allt að 35 endurhæfíngarsjúkl- inga. 83,5 milljónir króna á næstu sex árum í framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir að byggt verði fyrir endur- hæfíngaraðstöðu með vatnsmeð- ferð, setustofur, matstofur og lyftuhús, auk þess sem sjúkradeild- ir verði endurbættar og lagfærðar verulega, en þær eru að mestu óbreyttar frá stofnun spítalans 1927. Kostnaðaráætlun við fram- kvæmdir er upp á 83,5 milljónir sem skiptist í sex framkvæmdaáfanga og er fyrirhugað að á hveiju ári verið unnið við einn áfanga. Fram- kvæmdaáætlun er þannig frá gengin að hver áfangi skilar til starfseminnar góðri aðstöðu. Að sögn Bjarna mun lyftuhús, sem áætlað er að byggja á næsta ári, skila mjög góðri aðstöðu fyrir iðju- þjálfun í húsnæði sem ekkert er nýtt í læknisfræðilegum tilgangi, en er fullfrágengið. Annar áfangi skilar endurbyggðri sjúkradeild með nýrri setustofu og matsal og svo framvegis. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að bæta við legudeild- um, til dæmis fyrir langlegusjúkl- inga, en allverulegur skortur er á slíkum deildum í héraðinu, að sögn Bjama. Starfsemisáætlun gerir ráð fyrir því að með tilkomu endurhæfingar- deildarinnar verði samstarf Krist- nesspítala og Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri á sviði læknisfræð- innar eflt verulega og hefur verið undirrituð viljayfirlýsing milli stjórnar FSA og Kristnesspítala um þau mál. Að sögn Bjama Arthúrssonar hefur Kristnesspítali verið skil- greindur sem hjúkmnar- og endur- hæfingarspítali frá árinu 1976 en en endurhæfingarþættinum hafi ekki verið sinnt. Fyrst nú geti stofn- Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hefur skipað Davíð Schiöth Óskarsson í stöðu skólastjóra Síðuskóla á Akureyri og Ragnhildi Skjaldardóttur sem yfirkennara við skólann. Eins og fram kom í Morgun- blaðiðinu sl. þriðjudag hlaut Davíð þijú atkvæði skólanefndar Akur- eyrar, Þóra Eyþórsdóttir eitt atkvæði, en einn nefndarmanna sat hjá. Davíð er 39 ára gamall og hefur starfað við kennslu á Akur- eyri síðan árið 1979. Hann hefur verið skólaráðgjafi í Verkmennta- skólanum og MA, en tvö sl. ár hefur hann verið við nám í Bandaríkjun- unin því farið að standa undir nafni að þessu leyti. Morgunbladið/Skapti Hallgrímsstm Bjarni Arthúrsson fyrir fram Kristnesspítalann. T rygg-ir ekki fjármagn „Áætlun þessi tryggir okkur ekki fjármagn — það eru aðrir aðilar sem veita fé. En við höfúm stillt okkar kostnaðartölum í hóf og dreifum upphæðinni á sex ár þannig að þetta verði ekki illviðráðanlegt. Við reyndum að gera áætlunina raun- hæfa. Það hafa verið gerðar alltof margar óraunhæfar áætlanir hér á landi," sagði Bjarni. Hann sagði Kristnesspítala alla tíð hafa setið eftir í þessu sambandi. „Síðan 1927 hafa aldrei komið fjárveitingar til meiriháttar lagfæringa. Við höfum verið hornreka í endurbótum meðan helmingi yngri sjúkrastofnanir ann- ars staðar hafa fengið fé til endurbóta.“ Bjarni sagði einnig að starfs- mannaijöldi þyrfti nauðsynlega að aukast í Kristnesi. „Við erum hér með 2,3 sjúklinga á hvem hjúkr- unarstarfsmann en hliðstæðar stofnanir annars staðar sem gegna sama hlutverki eru með 1,1 til 1,6 sjúkling á hvern starfsmann," sagði Bjami. Á Kristnesspítala em nú 54 heildarstöðugildi, en heimild er fyr- ir 25 lh hjúkmnarstöðum. um þar sem hann lauk MA-prófi í ráðgj afasálfræði. Ragnhildur fékk tvö atkvæði skólanefndar á Akureyri og Gunnar Halldórsson einnig, en alls sóttu þrír um yfirkennarastöðuna. Kenn- araráð Síðuskóla mælti einnig einróma með Ragnhildi í starfið og jafnframt nýráðinn skólastjóri. Hún er 37 ára gömul og hefur lokið 85 einingum af 90 til BA-prófs í íslensku við Háskóla íslands. Auk þess hefur hún lokið kennslurétt- indanámi því er Kennaraháskóli Islands skipulagði fyrir þá kennara sem kennt höfðu ákveðinn ára- fjölda. Áttatíu manna hópur Færey- inga hefur dvalið hér á landi undanfarna viku i boði Seyð- firðinga og Húsvíkinga. Færeyingarnir eru allir með- limir í dansklúbbum og hafa dansað á ýmsum þeim stöðum sem þeir hafa heimsótt á þess- um tíma. Þeir voru m.a. í göngugötunni á Akureyri í KAFFIBAUNIR hafa þrefaldast í verði síðan ■ nóvember, að sögn Helga Bergs, framkvæmdastjóra Kaffibrennslu Akureyrar. Bæði hefðu þurrkar í Brasilíu og eld- gos í Kólombíu eyðilagt uppsker- ur þar. „Verð hefur þó Htillega sigið upp á siðkastið og geri ég fyrrakvöld og dönsuðu þar þjóðdansana sína og kváðu kappakvæði. Færeyingarnir komu 21. ágúst til Seyðisfjarðar og skiptist þá hópurinn þannig að helmingurinn fór strax til Húsavíkur en hinn hluti hópsins ferðaðist um Aust- fírði. Á þriðjudag sameinuðust hóparnir síðan á Akureyri. Þar ráð fyrir að það haldist óbreytt á næstu mánuðum. Hinsvegar er ennþá von á góðri uppskeru næsta sumar, en það eru alltaf frostin og þurrkarnir sem valda hvað mestum áhyggjum fram- leiðenda." Kaffibrennsla Akureyrar hefur var m.a. Lystigaiðurinn skoðaður og farið var um Eyjafjörð og eft- ir að dansinum lauk í göngugöt- unni, bauð bæjarstjórnin upp á kaffí í Dynheimum. I gær var haldið til Mývatnssveitar og í gærkvöld sátu Færeyingamir kvöldverðarboð bæjarstjórnar Seyðisfjarðar. í dag halda gestim- ir heim á leið með Norrænu. nýverið hafið innflutning á tei og eru nú á markaðnum hér tvær teg- undir, annars vegar Ceylonte og hinsvegar svokallað Earl Grey, sem er blanda af indverskum og kín- verskum tejurtum. Teinu er pakkað í íslenskar umbúðir hjá sænska samvinnusambandinu og eru ytri merkingar á íslensku, en innri merkingar á sænsku. Helgi sagði að sala á teinu hefði gengið ágæt- lega það sem af væri, en því væri ekki að neita að íslendingar væm heldur meira fyrir kaffið. Teinu er pakkað í nælongrisjur sem, að sögn Helga, eiga að tryggja betur bragð- gæði tesins en ella. Aðalfundur Kaffibrennslunnar var haldinn í fyrradag, en fyrirtæk- ið verður 50 ára þann 5. nóvember nk. Á fundinum var m.a. rætt um að huga þyrfti að endumýjun sumra vélakosta. „Brennarinn okkar er t.d. eldri en orkukreppan og þar af leiðandi ekki búinn þeim kostum sem nýjasta tækni býður upp á við- víkjandi endurnýtingu varmans.“ Kristnes: Gjafir til spítalans Að undanfömu hafa Krist- nesspítala borist góðar gjafir til tækjakaupa frá kvenfélaginu Ið- unni og aðstandendum sjúklinga sem þar hafa dvalist ásamt tækjagjöfum Lionsklúbbsins Vit- aðsgjafa. Lionsklúbburinn hefur haft tækjavaxlingu væntanlegrar endur- hæfmgardeildar sem aðalviðfangs- efni sitt undanfarin ár. í ár gaf klúbburinn mjög fullkominn með- ferðarbekk. Þá hefur Kristnesspít- ala tæmst arfur eftir sjúkling sem dvaldist á spítalanum og verður þeim fjárhæðum varið til þess að koma á sjúkraþjálfunaraðstöðu hið fyrsta, helst fyrir næstu áramót. Nói Björasson fyrirliði Þórs tekur hér viðbik- arnum af Árna Gunnarssyni for- manni knatt- spyrnudeildar Þórs. Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson Brosandi Þórsarar Einar Arason skoraði tvö mörk fyrir Þór er liðið sigraði KA 3:1 í fyrrakvöld í minningarleik um Óskar Gunnarsson, leikmann Þórs, sem lést á árinu. Fyrra mark Einars í leiknum var sér- lega glæsilegt — þrumuskot utan úr teig, og hér fagna félagar hans honum eftir að hann skoraði. Lengst til hægri er Halldór Áskelsson en Einar er vinstra megin. Síðuskóli: Davíð skólastjóri og Ragnhildur yfirkennari Aðalfundur Kaffibrennslu Akureyrar: Kaffibaunir hafa þrefaldast í verði síðan í nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.