Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 23
f MORGUNBLAÐIÐ, F3MMTUDÁGUR 28. ÁGÚST 1986 23 Listasafn ASÍ: Sýning á verðlaunamyndum úr samkeppni World Press Photo LAUGARDAGINN 30. ágúst kl. 14.00 verður fréttaljós- myndasýningin „WORLD PRESS PHOTO ’86“ opnuð i Listasafni ASI, Grensásvegi 16. Sýning’in samanstendur af þeim 180 ljósmyndum er hlutu verðlaun í ár í alþjóðlegri sam- keppni World Press Photo Foundation í Amsterdam. í samkeppnina bárust að þessu sinni um 5.500 myndir eftir lið- lega 900 ljósmyndara frá um það bil 50 löndum. Þessi keppni hefur verið haldin árlega síðan 1956. Markmið World Press Photo Foundation er að stuðla að al- þjóðlegu samstarfi fréttaljós- myndara og beijast fyrir tjáningarfrelsi í fjölmiðlum, en einnig að efla almennan áhuga á fréttaljósmyndun sem sjálf- stæðri listgrein. I þessu augnamiði er keppnin haldin, en stofnunin stendur einnig að alþjóðlegum ráðstefnum um fréttaljósmyndun. Alþjóðleg dómnefnd valdi myndina „Þjáningar Omairu Sanchez," úr samnefndum myndaflokki, fréttaljósmynd ársins. Myndin var tekin í bæn- um Armero í Kólombíu eftir gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz þann 14. nóvember 1985. Myndasyrpan í heild hlaut einn- ig 1. verðlaun í sínum flokki. Hörmungarnar í Armero setja raunar svip sinn á sýninguna í heild. „Eþíópskir feðgar“, ein verð- launamyndanna á sýningunni tekin af Carol Ann Guzy. Oskar Barnack-verðlaunin, sem kennd eru við upphafs- mann Leica-myndavélarinnar, hlaut bandaríski ljósmyndarinn David Turnley fyrir myndaröð- ina „Suður-Afríka 1985“. Myndaröðin hlaut einnig 1. verðlaun í flokki mynda um efnið Daglegt líf. I ár voru veitt sérstök verð- laun, kennd við Franz Liszt, í tilefni af 175 ára afmæli og 100 ára dánarafmæli tón- skáldsins. Þau hlaut sænski Ijósmyndarinn Torbjörn Ander- son og segir í greinargerð dómnefndar, að verðlaunin séu veitt fyrir þá mynd, sem best túlki þýðingu tónlistar í menn- ingarsamfélagi og áhrif hennar á daglegt líf. Sýningin verður opin dag- lega til 14. september, virka daga kl. 16.00—20.00 og um helgar frá kl. 14.00—22.00. Þar verður einnig til sölu árbók samtakanna World Press Photo Foundation, „Eyewitness ’86“, sem hefur að geyma flestar myndanna á sýningunni og nánari umfjöllun um þær og um fréttaljósmyndun almennt. Kaffistofa safnsins verður opin á sýningartíma. í tengslum við sýninguna verða ýmis dag- skráratriði, erindi og tónleikar. Þess má geta, að Arnarflug hefur kostað flutning á ljós- myndasýningunni hingað til lands. (FrétLitilkynning') íkwr 20? c Ayd ÚJ7 n vfuPPáþeSS A[la“^r berj^ perskt röar mkr: ierta gngs Hverfisgata 8-10 Tel: 18833 Pálmar - pálmar - pálmar 30%afsláttur_________________ Nýkomið mikið úrval tra Hollandi. STQ'- Dæmr. Döðlupálmi Gullpálmi(Areka)5*3. Bergpálmi . Kókóspalmi 595.- 364.- 973- 1.575.- Allar pottaplöntur á útsö\u Skoskt Beitilyng (Erica Calluna) Tilboðsverð 129.- við sigtún: Sítnar 36770-686340 Gróðurhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.