Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 21 tæki voru stofnuð á þessum árum til þess að framleiða bíla. Fáeinir tugir þeirra eru nú eftir. Hin hefðbundna orkunotkun er nú um það bil að hætta að vaxa. Það er þegar orðin staðreynd í Bandaríkjunum. Upplýsingar eru hins vegar afl- gjafí þekkingarinnar, drifkrafts þekkingarþjóðfélagsins. Hugsum okkur að sérfræðingur í t.d. ein- hverri grein tölvufræða eða ijar- skipta hefði verið í einangrun á eyðieyju síðastliðin 10 ár. Að „björgun" lokinni þyrfti hann, að mestu leyti a.m.k., að heíja sér- fræðinám sitt að nýju. Slíkur hefur máttur upplýsinga verið síðastliðin 10 ár. Samskonar 5 ára einangrun sem hæfist í dag myndi að öljum líkindum hafa svipuð áhrif. Árið 2000 mun væntanlega aðeins þurfa tveggja ára einangrun til. Af sjónarhóli þekkingarþjóðfé- lagsins er skyggnst til framtíðar. Breytingamar verða það hraðar að fátt verður að læra af í fortíðinni og nútíðinni. Sífellt mikilvægara verður að vita hvað nánasta framtíð ber í skauti sér. Til þess munu menn aðeins hafa lífsreynslu sína, innsæi sitt og, síðast en ekki síst, upplýsingar. Foreldrar geta núorðið, eins og önnur spendýr, aðeins miðlað böm- um sínum, sem komin em á legg, af þessari reynslu sinni, „látið þau síðan sigla sinn sjó“ og beðið og vonað að vel fari. Það er hin mikla þörf fyrir upp- lýsingar sem veldur því að „loforð" um minni tilkostnað við tölvuvæð- ingu standast „aldrei". Þegar til kastanna kemur er það þörfm fýrir upplýsingar, t.d. til betri ákvarð- anatöku, sem ræður. Farartæki mannsins verða fyrst og fremst þotur (síðar geimþotur) og tölvur. Tölvan verður það í óeig- inlegri merkingu. Hlutverk sem síminn hefur að einhveiju leyti gegnt á síðari áratugum. Tölvan verður manninum bæði aðstoðar- sveinn, senditæki og sjónvarp. Hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri munu stjóma dagskránni heldur mun efnið berast svo víðsvegar að og vera svo margvíslegt að tölvan mun velja það, og jafnvel útbúa það, samkvæmt stefnuskrá eigand- ans. Á þessu „farartæki" mun maðurinn „ferðast" um óravíddir heimsins. Samskipti Reykvíkings við einstakling í Rio de Janeiro verða a.m.k. litlu erfíðari en við nágrannann í næsta húsi. Tölvan mun kunna protúgölsku jafnvel og íslensku og sjá um þýðinguna með „hraða Ijóssins". Þjóðfélagsskipulag þekkingar- þjóðfélagsins er alþjóðleg sam- vinna. Á henni byggist t.d. varðveisla friðar, verndun og nýting hafsins, varnir gegn mengun og hryðjuverkum og svo ótal margt annað að ógleymdum utanríkisvið- skiptum sem em fjöregg þróaðra þjóða. Stjómendur stórfýrirtækja hafa þegar gert sér grein fyrir þessu. Rekstur þeirra hefur fyrir löngu brotið af sér fjötra landamæranna. Því víðtækari sem þessi þróun verð- ur þeim mun betur munu hagsmunir þeirra tryggja heimsfriðinn. Þjóðemisstefnan, sem á sínum tíma var aflgjafi í sjálfstæðisbar- áttu íslendinga, hefur verið lögð til hinstu hvíldar. í stað hennar, bar- áttunnar fyrir sjálfstæði flöldans, er komin barátta einstaklingsins fyrir eigin sjálfstæði, þörfin fyrir að sýna hvað í honum búr, að sanna manngildi sitt. Samtakamátturinn má nú „muna sinn fífil fegri“. Kenn- ing Karl Marx um stéttabaráttuna, þjóðfélagskenning iðnaðarþjóðfé- lagsins, er nú í andarslitrunum. Stefnur stjómmálaflokka hafa dvínandi gildi. Það hafa einungis þeir menn sem á bak við þær standa. Ljóst er að „fyrirheitna landið" er gósenland. Reynsla er fyrir því að velmegun eykst við umbreytingu milli þjóðfélaga. Þjóðammsvifin jukust allt að 40-falt með tilkomu iðnaðarþjóðfélagins. í þetta skipti mun vöxturinn væntanlega ná eitt- hvað skemmra en verða þeim mun hraðari. Flest mun þó koma á óvart þegar fyrirheitna landið verður kannað. Víst er að samkeppnin verður harðari og tíminn „fljótari að líða“. Baráttan verður við annað fólk. Ekki við fólk sem fyrir er í „landinu", því það er óbyggt. Ekki við óvini, því þeir verða engir, nema ef vera skyldi maðurinn sjálfur. Það verður baráttan fyrir því að gera sig gildandi í því þjóðfélagi sem „þar“ verður, og þegar hefur risið á „fari“ því sem brátt ber okkur „gegnum brimið" að landi. Framundan em byltingar í stjóm og rekstri fyrirtækja. Skipulag þeirra fékk iðnaðarþjóðfélagið í arf frá kaþólsku kirkjunni. Stærsta byltingin verður ekki vegna vaxandi hraða, vaxandi tækni, vaxandi breytinga á markaðnum eða vegna vaxandi krafna um gæði og þjón- ustu. Þessir þættir munu þó ríða mörgu grónu fyrirtæki að fullu. Stærsta byltingin er fólgin í nýja starfsmanninum, sem vill láta gera kröfur til sín, fá ábyrgð í starfi, starfa sjálfstætt, vill taka þátt í lausn vandamála sem snerta starf hans, vill breytilegt starf, skemmtilegt starf. Vill umfram allt fá verðskuldaða athygli og tekjur í samræmi við frammistöðu sína. Hann er þekkingin. Hagsmunir hans og fyrirtækisins fara saman. Eitt stærsta verkefna nútíma- stjómunar er að laða þennan starfsmann fram og „smytja hjól“ sameiginlegra hagsmuna. Hefðbundin stjórnun er dauð. Höfundur er rekstrarverkfræð- ingur að mennt og rekur Rekstr- arstofuna íKópavogi. SUMAR á Vesturlandi Skólabörn og foreldrar... Senn fara skólar að hefjast. Og til þess þarf meira en kennara og skóla. Það þarf nemendur og foreldrar þurfa að búa þá undir skólann. Við hjá Vöruhúsi Vesturlands erum tilbúnir að hjálpa foreldrum og nemendum. Allar skólavörur, til dæmis skólatöskur, pennaveski, stíla- bækur og ritföng, fást í GJAFAVÖRUDEILDINNI. VEFNAÐARVÖRUDEILDIN býður úrval af skólafatnaði; peysur, buxur, skyrtur, úlpur og stígvél svo eitthvað sé nefnt. í MATVÖRUDEILDINNI fæst hollt og gott nesti handa nem- Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 Nú er tilvalið að kíkja inn hjá kaupmanninum og krœkja sér í bita af ljúffengu fjallalambi — eða kaupa það í heilum og hálfum skrokkum á ótrúlega hagstœðu verði. Veiðlœkkunin gildii í takmarkaðan tima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.