Morgunblaðið - 02.09.1986, Side 20

Morgunblaðið - 02.09.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Athugasemd vegna greinar um Hafskipsmál í GREIN minni um Hafskipsmál í Morgunblaðinu þann 22. júlí 1986, vitna ég í aðra grein í Morgun- blaðinu frá 23. maí 1986 eftir séra Þóri Stephensen og tileinka honum, samkvæmt greininni, þá skoðun á Hafskipsmáli að það sé „slys“ meintra sakaraðila. Séra Þórir hef- ur haft samband við mig til leiðrétt- ingar þessari tileinkan. Hann segir að með orðinu „slys“ hafí hann átt við vítavert framferði sjónvarps- manna gagnvart meintum sak- bomingum. Ég bið dómkirkjuprestinn forláts að hafa eignað honum aðrar hug- renningar. Asgerður Jónsdóttir Norræna húsið: Birgitta Trotzig les úr verk- um sínum SÆNSKI rithöfundurinn Birg- itta Trotzig les úr verkum sínum í Norræna húsinu í kvöld. Hefst lestur hennar klukkan 20.30. NYR POST- OG SIMAMALASTJORI TEKUR VIÐ NÝR póst- og símamálstjóri tók við embætti í gærmorgun og er myndin tekin á fundi sem nokkrir yfirmenn Pósts & síma sátu í gærmorgun, er yfirmannsskiptin áttu sér stað. Við borðið sitja: Bragi Kristjánsson, Jón Skúlason fráfarandi póst- og símamála- stjóri, Ólafur Tómasson hinn nýi póst- og símamálastjóri og Kristján Helgason. Birgitta Trotzig er stödd hér á landi ásamt manni sínum, list- málaranum Ulf Trotzig, sem opnaði málverkasýningu í Norræna húsinu síðasta sunnudag. Birgitta er vel- þekktur rithöfundur í heimalandi sínu, m.a. var nýjasta bók hennar, „Dykungens dotter", lögð fram til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Birgitta sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1951, en vakti fyrst veru- Iega athygli með skáldsögunni „De utsatta". Hún hefur fengið orð fyr- ir að skrifa frumlegan texta, sem á stundum má telja Ijóðrænan prósa. Aðgangur að upplestri henn- ar í Norræna húsinu er ókeypis. (Fréttatilkynning) Vextir af skuldabréfum í fasteignaviðskiptum: Réttmætt að fá vöxtum skipt í grunnvexti og verðbótaþátt — segir 1 svari Seðlabanka íslands til Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns SKULDARI getur krafist þess að vöxtum af veðskuldabréfum í fasteignaviðskiptum sé skipt í RISALÚÐA Á AKRANESI Jóhannes Eyleifsson, trillukarl á Akranesi, kom nýlega að landi með 120 kg lúðu. Skagablaðið birti þessa mynd af honum og telur lúðuna eina þá stærstu sem veiðst hefur í sumar. Nokkur dæmi eru um lúður sem vógu um 100 kg. grunnvexti og verðbótaþátt vaxta í þeim tilgangi að jafna greiðslubyrði lána. Þessi niður- staða Seðlabanka íslands kemur fram í svari bankans til Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns (Afl.), sem skrifaði bankanum 5. ágúst sl. og spurðist fyrir um afstöðu bankans til óvissu- og ágreiningsmála í fasteignavið- skiptum. f bréfí Jóhönnu til bankastjómar Seðlabankans segir m.a.: „I fast- eignaviðskiptum er nú algengt að eftirstöðvar kaupverðs á fasteign- um séu til 4ra ára með ákvæði um að á eftirstöðvamar leggist hæstu leyfilegu vextir sem Seðlabanki Is- lands ákveður hverju sinni, nú 15,5%. Algengt er einnig ákvæði um að vextir megi þó aldrei vera hærri en 20%. Komið hefur í ljós, að fasteignasalar túlka þetta ákvæði með misjöfnum hætti. Ann- arsvegar er um að ræða að skuldari eigi að greiða fulla vexti án sér- greinds verðbótaþáttar á eftirstöðv- ar skuldar. Hinsvegar að skuldari geti krafíst að vextir skiptist í grunnvexti og verðbótaþátt. Slíka kröfu um vaxtameðferð geti skuld- ari einnig haft uppi þó ekki sé það sérstaklega tilgreint í kaupsamn- ingi. Krafa skuldara um að skipta vöxtum í grunnvexti og verðbóta- þátt er þá byggð á ákvörðun Seðlabanka íslands um að vextir af almennum skuldabréfalánum skiptist í grunnvexti og verðbóta- þátt (nú 9% grunnvexti og 6,5% verðbótaþátt). Ljóst er, áð ef sú regla er notuð, þá mun það jafna verulega greiðslubyrði fyrir skuld- ara.“ O Þingmaðurinn lagði síðan þrjár spumingar fyrir bankastjóm Seðla- bankans: 1) Getur skuldari krafist að hæstu leyfílegu vextir af veðskulda- bréfum í fasteignaviðskiptum skiptist í grunnvexti og verðbóta- þátt? 2) Er eiganda skuldabréfs óheim- ilt að krefjast greiðslu á fullum vöxtum án sérgreinds verðbótaþátt- ar af veðskuldabréfum í fasteigna- viðskiptum? 3) Telur Seðlabanki íslands að fullir vextir án sérgreinds verð- bótaþáttar af veðskuldabréfum brjóti gegn lögum nr. 58/1960 sem og gegn sérstökum reglum Seðla- bankans um vexti og verðtryggingu sparifjár og lánsfjár o.fl. sem sett er með stoð í 13. grein laga nr. 10/1961? í svari Seðlabankans, sem Jó- hanna Sigurðardóttir hefur sent fjölmiðlum og Félagi fasteignasala, vitnar bankinn í fyrrgreindar sér- stakar reglur, þar sem segir: „í lánum, sem samið er um til 6 mán- aða eða lengri tíma, skulu greiðslu- kjör vera hliðstæð og vera mundi, ef verðbótaþáttur legðist við höfuð- stól á gjalddögum oggreiddist niður á sama hátt.“ Síðan segir í svari bankans til Jóhönnu: „Samkvæmt þessu teljum vér, að skuldari eigi rétt á því og geti krafíst þess, að vöxtum sé skipt í grunnvexti og verðbótaþátt vaxta í þeim tilgangi að jafna greiðslu- byrði láns. Svar við fyrstu spurn- ingu yðar er því jákvætt. Ákvæðið útilokar þó ekki, að aðilar semji um annað, t.d. ef skuldari vill flýta greiðslu láns með því að greiða fulla vexti á hveijum gjalddaga. Því er mikilvægt að um þetta séu skýr ákvæði í lánssamningi. Svar við annarri spurningu felst í svari við fyrstu spurningu. Við þriðju spurningu yðar skal vísað til þess, sem að framan segir. Það er skýlaus réttur lánþegans, að verðbótaþáttur vaxta leggist við höfuðstól tilvitnaðra lána á gjald- dögum og greiðist eins og hann. Réttur þessi hefur stoð í lögum, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 13/ 1979. Það, hvort greiddir eru fullir vextir, þ.e. án verðbótaþáttarmeð- ferðar eða ekki, skiptir að voru mati ekki máli í vaxtalegu tilliti, en hvort slíkt bijóti gegn lögum nr. 58/1960 er ekki í voru valdi að kveða upp úrskurð um,“ segir að lokum í svari Seðlabanka íslands. Kvennalistinn: Mótmælir hugmyndum menntamálaráðherra INNLENT Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kvenna- listanum: „Kvennalistinn mótmælir harð- lega hugmyndum menntamálaráð- herra um stórfellda lækkun framlaga úr ríkissjóði til sér- kennslu, skólaaksturs, mötuneyta og gæslu í grunnskólum landsins. Kvennalistinn telur fráleitt, að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé í stakk búinn til að taka yfir kostnað vegna þessara þátta, enda hafa lög- boðnar tekjur hans verið stórlega skertar nú síðustu árin. Kvennalistinn bendir á, að til- gangurinn með þessum þáttum í rekstri grunnskólanna er að jafna aðstöðu allra til náms án tillits til efnahags og búsetu. Nái tillögur menntamálaráðherra fram að ganga mun það Ieiða til mismunun- ar og stórfelldrar skerðingar á lögboðnum rétti grunnskólabarna í dreifbýli til náms. Slíkum aðgerðum hafnar Kvennalistinn einarðlega." (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.