Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 ee. 23 Saipan viðísland Mynd þessa af bandaríska flugmóðurskipinu Saipan tók Guð- mundur Valdimarsson, skipverji á Óðm, á miðvikudaginn skammt undan suðausturströnd Islands. Á laugardaginn fórust átta menn þegar þyrla hrapaði ofan á dekk skipsins þar sem það var við æfingar skammt undan strönd Noregs. Þyrlumar á myndinni eru sömu gerðar og sú sem fórst á laugardag. Leiðtogafundur óháðra ríkja: Ortega sækist eftir formennsku Bandaríkin harðlega gagnrýnd í ályktunum Harare í Zimbabwe, AP. í ZIMBABWE stendur nú yfir ieiðtogafundur Samtaka óháðra ríkja. Daniel Ortega forseti Nic- aragua sækist eftir því að verða næsti formaður samtakanna og segir að verði hann valinn væri það besti stuðningur sem samtök- in gætu veitt landi hans, sem hann segir vera i heljargreipum Bandaríkjanna. Hinn nýi forseti samtakanna, Robert Mugabe, lýsti því yfir að aðalhlutverk þeirra nú væri að kollvarpa stjóm kynþáttaaðskilnaðarsinna í Suður-Afríku. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 7 skýjað Amsterdam 14 18 skýjað Aþena 20 32 heiðskírt Barcetona 22 alskýjað Berlfn 12 17 skýjað Brtissel 8 19 skýjað Chicago 14 skýjað Dublin 8 17 skýjað Feneyjar 24 heiðskírt Frankfurt 6 17 heiðskírt Genf 6 18 heiðskírt Helsinki 8 14 skýjað Hong Kong 29 33 heiðskírt Jerúsalem 18 33 heiðskírt Kaupmannah. 13 aiskýjað LasPalmas 24 léttskýjað Lissabon 18 31 heiðskirt London 11 17 skýjað LosAngeles 18 28 skýjað Lúxemborg vantar Malaga 25 skýjað Mallorca 27 léttskýjað Miami 23 31 skýjað Montreal 12 23 skýjað Moskva 12 26 skýjað NewYork 12 26 skýjað Osló 8 18 skýjað París 8 1B skýjað Peking 17 28 rigning Reykjavik 9 léttskýjað RíódeJaneiro 15 26 skýjað Rómaborg 10 28 heiðskirt Stokkhólmur 6 14 heiðskírt Sydney 10 22 heiðskirt Tókýó 24 31 heiðskírt Vinarborg 17 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Á ráðstefnunni hefur verið mjög einörð gagnrýni á Bandaríkin og kemur það skýrt fram í drögum að stjórnmálaályktun ráðstefnunnar. Þar eru Bandaríkin sögð samsek stjóminni í Pretoríu, loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu for- dæmdar, lýst er yfir hneykslun á framferði Bandaríkjastjórnar í Nic- aragua og þess krafist að Banda- ríkjastjóm aflétti efnahagsþvingun gegji Kúbu. Einnig er krafist þess að ísraelar fari af öllum hemumd- um svæðum araba og Palestínu- manna, þ.m.t. Jerúsalem. Er hvatt til þess að Öryggisráð SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Israel í þessu skyni og fyrri stuðningur við PLO áréttaður. Mikið hefur verið rætt um ástand mála í Suður-Afríku, en Yasser Arafat leiðtogi PLO líkti ísrael við Suður-Afríku. „í Miðausturlöndum eigum við við aðra ásjónu heims- valdastefnunnar að stríða, við zíonismann og kynþáttamisrétti, það er stjómin í Tel Aviv. Ég er viss um að fólkið í Suður-Afríku, Namibíu og Palestínu, mun hafa sigur að lokurn." Samtök óháðra ríkja em nú 25 ára gömul, en þau vom stofnuð í Belgrað í Júgóslavíu árið 1961. Meðal formanna hafa verið Tító, Nasser Egyptalandsforseti, Ken- neth Kaunda, Fidel Castro og Indira Gandhi. Sprengt í Köln Köln, AP. SPRENGJA sprakk i borginni Köln í Vestur-Þýskalandi snemma á sunnudagsmorgun og hafa vinstri sinnaðir hryðju- verkamenn lýst yfir ábyrgð sinni á verknaðinum að sögn vestur- þýskra stjórnvalda. Sprengjunni hafði verið komið fyrir við skrifstofubyggingu stjóm- arinnar og skemmdist framhlið hennar nokkuð í sprengingunni, en engan sakaði. Alexander Prechtel, talsmaður saksóknara, sagði að bréf hefði borist frá hryðjuverkaflokki, sem nefnist Byltingarsveitimar, þar sem stóð að sprengjan hefði verið sprengd til að mótmæla stefnu vest- ur-þýskra stjómvalda í málefnum flóttamanna. ODÝR FATNA-ÐUR Á ALGJORU LÁGMARKSVERÐI H - húsið AUÐBREKKU-KOPAVOGI ■ Opió: 10-19 virka daga/10-17 á laugardögum VERKSMHUU UTSALA að norðan /7 fullaíTi ÝTT SÍMANÚMER -| -OO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.