Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 31
AKUREYRI MORGyNBLADiP, ÞIHDJy,DApUfi,2. SEFTEMgER, 19gfi (U Morgunblaðið/Skapti Það var þröngt setinn bekkurinn, enda hefja 999 nemendur nám í Verkmenntaskólanum, dagskóla og öldungadeild. „Róið þótt sárni lófi“ - Verkmenntaskólinn á Akureyri settur í síðasta sinn VERKMENNTASKÓLINN á Akureyri var settur í Akur- eyrarkirkju á sunnudag og hófst þar með þriðja starfsár skólans. Nemendum í skólanum hefur fjölgað um nær 100 frá því á síðasta vetri — eru nú 999, þar af 95 í í öldungadeild sem nú er starfrækt við skólann í fyrsta skipti. ' I ræðu skólameistara, Bern- harðs Haraldssonar, kom fram að um 300 nemenda skólans þyrftu húsnæði, fæði og aðra þjónustu, vetrarlangt í bænum. Hann sagði ennfremur að ekki örlaði á áform- um, Jafnvel ekki umræðu um byggingu nýs heimavistrýmis hér í bæ. Fyrir meir en tveim árum skilaði nefnd skipuð af ráðherra tillögum um byggingu viðbótar- álmu við heimavist Menntaskól- ans á Akureyri, en ekkert hefur gerst, má vera, að ekki hafi nógu fast verið fylgt á eftir, en hafa verður í huga, að samtímis erum við að byggja á Eyrarlandsholti og fjárþörf okkar þar næsta ár nemur að minnsta kosti 65 millj- ónum króna. Ef þær tölur, sem nefndar hafa verið síðustu vikum- ar um verð á leiguíbúðum hér í bæ, eru réttar, þá sýnist mér, að það sé þungur fjárhagsbaggi að bera, aðkomunemendum okkar, sem greiða þurfa há og víst hækk- andi leigu þá níu mánuði, sem skólinn starfar." Bemharð sagði verulegar breytingar verða á starfsemi Verkmenntaskólans í vetur. „Stærsta breytingin er sú, að nú höfum við kvatt Gagnfræðaskóla Akureyrar — ný álma er risin á Eyrarlandsholti við hlið málm- smíðadeildar og vélskóla. Þar em 11 nýjar kennslustofur, fyst og fremst er þessi álma ætluð til kennslu á viðskiptasviði, þótt aðr- ir fljóti nú með. Við hönnun þessarar álmu var ekki farin hin hefðbundna leið í öllum atriðum og sumt kann að koma spánskt fyrir sjónir í fyrstu." Heildarflötur nýju álmunnar er 1.250 fermetr- ar. Að sögn Bemharðs teiknaði Geirharður Þorsteinsson arkitekt húsið, Yr hf. byggði að fokheldu, Norðurverk hf. innréttaði og Magnús Garðarsson hafði yfirum- sjón með verkinu fyrir hönd Morgunblaðið/Skapti Bemharð Haraldsson, skóla- meistari verkmenntaskólans á Akureyri. byggingamefndar. Skipulagning innanstokks mæddi mest á Bald- vin Bjarnasyni aðstoðarskóla- meistara og Ólafi Búa Gunnlaugs- syni áfangastjóra. „Þessi álma er aðeins hin fyrsta af þrem fyrir- huguðum, sem hýsa eiga bóklegt nám í skólanum," sagði Bemharð. Bernharð sagði m.a. í ræðu sinni: „Þijár nýjar námsbrautir verða nú í boði í fyrsta sinn. Á tæknisviði er nú boðið upp á nám í hársnyrtigreinum; þetta nám hefur hingað til einugis verið hægt að stunda í Reykjavík, Hafn- arfírði og Keflavík. Aðsókn reyndist meiri en unnt var að anna, 14 nemar, allir samnings- bundnir, hefja nám nú í haust. Þeir koma til með að vera 3 annir í skóla í verklegu og bóklegu námi. Ef vel tekst til verður hægt að innrita nýjan hóp haustið 1988, eftir tvö ár. Á uppeldissviði er nú boðið upp á nám á íþróttabraut í fyrsta sinn meðal annars vegna tilmæla frá forystumönnum íþróttamála. Með bréfí menntamálaráðherra frá 11. júní var Verkmenntaskól- anum á Akureyri heimilað að stofna öldungadeild. Sú starfsemi hefst núna næstu dagana og verð- ur fyrsta árið að minnsta kosti miðuð við nám á viðsiptasviði." Bemharð sagðist í ávarpi sínu fagna því, það er líkast því að vera með tólf rétta“ — að tek- ist hefði að fá kennara í allar greinar á haustönn, „þótt enn sé mikill vandi óleystur á vorönn- inni. Þetta ástand er að verða óþolandi og ég sé ekki nema eina ástæðu til þess: léleg kjör kenn- ara. Það er þjóð, sem kennir sig við sögu og menntir, að minnsta kosti á hátíðarstundum, þjóð sem telur sig af konungakyni og af- sprengi norrænna víkinga, til háborinnar skammar að búa þannig að þeirri stétt manna sem leggur einn stærsta homstein að framtíðarvelferð þjóðarinnar, að mennta ungt fólk til ævistarfa, að starfsheitið kennari tákni ein- stakling sem varla getur bjargað sér. Ég held — og er alls ekki einn um þá skoðun — að framtíð velmegunar á íslandi og þá skul- um við muna, að velmegun er ekki aðeins uppsöfnun efnislegra verðmæta, heldur líka og alls ekki síður andlegrar gerðar, að framtíð þessarar velmegunar sé ekki háð því hvort við borðum tonninu meira eða minna af hvalkjöti, heldur fyrst og fremst því hvemig okkur tekst til um uppeldi og menntun unga fólksins, hvort okkur tekst að virkja greind þess og hæfni, ala með því heilbrigðan metnað til náms og starfa, ala á afreksgirni fremur en amlóða- hætti.“ Bernharð sagði nemendum sínum sögu af Þorbimi Kólku, „fískimanni, gömlum, veður- glöggum skarfi“. Sá gafst ekki upp þótt móti blési, lagði ekki árar í bát, þótt brotnaði skafl við bæði borð. „Megið þið öll verða „Þorbimir" og „Þorbirnur" og róið þótt sámi lófí,“ sagði skóla- meistari. Búið að „tengja“ í sveitunum við Öxarfjörð - hefir verið „á tali“ síðan í vor UM SL. helgi var lokið við teng- ingpj_ sjálfvirks síma í sveitunum við Öxarfjörð og er þá allt landið orðið tengt sjálfvirkum síma. Tengd voru alls um 100 númer í þremur hreppum, Kelduneshreppi, Öxarfjarðarhreppi og í hluta Prest- hólahrepps. Að sögn Bjöms Guðmundssonar, oddvita í Keldu- neshreppi, hafa sveitungar verið að prófa sig áfram með nýju símana sína og ýmsir barnasjúkdómar kom- ið í ljós við það, en ekkert þó sem alvarlegt mætti teljast. „Þá hafa árnaðaróskir borist víða af lands- byggðinni í gegnum símalínurnar með þessa svo annars ágætu tækni- nýjung okkar, en síðan nýja símaskráin kom út, höfum við verið á tali. Þau mistök voru nefnilega gerð að símanúmerin okkar voru látin í nýju símaskrána þó tengingu hefði ekki verið lokið. Þeir, sem vildu áður hafa tal að sveitungum við Öxarfjörð, þurftu/ að hringja fyrst í símstöðina á Húsavík til að panta viðkomandi og í gegnum Akureyri á nætumar. Bjöm sagði að samkvæmt gamla sveitasímanum, hefðu allt upp í 13 til 14 númer haft sömu línuna og hefðu þá fréttirnar, sem bárust í gegnum símalínurnar, flogið víða. „Núna er þetta allt annað líf, en sambandið var oft slæmt hér á milli bæja áður, miklu verra en ef maður hringdi til Reykjavíkur eða jafnvel til útlanda." Tugur manna stökk með Larry Bagley LARRY Bagley, bandaríski fall- hlífarstökkskennarinn, sem verið hefur hér á landi að undanfömu, dvaldist á Akureyri fyrir helgina og stukku í allt um 10 manns með honum hér. Einn þeirra sem fóru í flugferð með Bagley var Adolf Erl- ingsson — og sést hann hér njóta aðstoðar Sigurðar Baldurssonar við að losa sig úr viðjunum eftir stökk- ið á föstudagskvöld. Bagley brosir kampakátur að baki Adolfs. Það var greinilega mikill áhugi hjá Akí# ureyringum á fallhlífarstökkinu — talsverður §öldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn og fylgdist með Bagley og félögum hans. Blaðberar óskast Blaðbera vantar í innbæ, miðbæ og Oddeyri. Við- komandi þarf að geta borið út fyrir hádegi. Akureyri, Hafnarstræti 85. Sími23905.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.