Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 52
Um 1.100 starfsmenn IBM í Þýzkalandi hafa setið á ráðstefnu hérlendis nndanfarið og hafa þeir komið i þremur hópum. Auk fundahalda hafa þeir farið í ferðir út um land og brugðu þeir sér m.a. á hestbak í Miðdal nú nýlega. Ferðaskrifstofan Utsýn hefur annast alla fyrirgreiðslu hérlendis. Ragnar Axelsson tók þessa mynd af einum hópnum á reið skammt fyrir austan Laugarvatn á dögunum. í dag mun þriðji hópurinn fara í slíkan útreiðartúr. IBM-MENN Á HESTBAKI Launakönnun Kjararannsóknanefndar: Svörun innan við 50% — -Könnunin á eftir áætlun Á að vera grundvöllur nýs launaflokkakerfis er taki gildi með næstu heildarsamningum ASÍ og VSÍ/VMS MUN færri svör hafa borist úr launakönnun Kjararannsókna- nefndar en gert var ráð fyrir og því hefur úrvinnsla úr svörum tekið mun lengri tíma en ætlað var i upphafi. Launakönnunin á að verða grundvöilur nýs launa- flokkakerfis, sem á að taka gildi við gerð næstu heiidarsamninga Alþýðusambands Islands og sam- taka vinnuveitenda. Um það er sérstakt ákvæði I febrúarsamn- ingum þessara aðila og var þar einnig samið um að niðurstöður úr könnuninni ættu að liggja fyr- ir eigi síðar en 1. ágúst sl. Kjararannsóknanefnd, sem var falið að annast könnunina, sendi snemma í vor út 8000 spuminga- lista til launþega innan ASÍ og aðra 8000 lista til fyrirtækja innan Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna. Ari Skúlason, hagfræðing- ur hjá Kjararannsóknanefnd, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að nú væri gert ráð fyrir að nefndin myndi fá alls um 7000 svör, 2000 frá launþegum og 5000 frá fyrirtækjum. „Það var líklega of mikil bjartsýni í upphafi að reikna með að það væri hægt að gera svona viðamikla könnun á svo stutt- um tíma og svo dróst nokkuð að spumingalistamir væm sendir út,“ sagði hann. „Við emm búnir að fá T * "^Fiskmjölsframleiðendur segja upp loðnuverðinu: „Getum ekki gert hluti sem ganga ekki upp“ — segir Jón Reynir Magnússon, formaður Félags íslenskra fiskmjölsframíeiðenda FÉLAG íslenskra fiskmjöisfram- leiðenda hefur sagt upp núgild- andi hráefnisverði á loðnu. Ákvörðun verðlagsráðs gildir til næstu mánaðamóta en aðilar geta sagt verðinu upp frá og með 15. september, með viku fyrir- vara. Verðlagsráð fundar um loðnuverðið nk. mánudag. Að sögn Jóns Reynis Magnússon- ar, formanns félagsins, hefur ekki verið boðað til sérstaks fundar físk- mjölsframleiðenda um loðnuverðið. „Við ætlum að hlusta mótaðilana á mánudaginn og sjá hvemig útlitið er,“ sagði Jón. Aðspurður hvort afstaða félagsmanna til fijálsrar verðlagningar væri enn óbreytt sagði hann að það væri ekki vitað. Hann væri enn á þeirri skoðun að allt væri skárra en núgildandi verð- lagning. „Það er ljóst að verksmiðj- urnar hafa verið reknar með miklu tapi. Við getum ekki haldið áfram að gera hluti som ganga ekki upp. Okkur vantar peninga til að halda verksmiðjunum gangandi," sagði Jón. um 3000 svör en við vitum af mörg- um stórum fyrirtækjum, sem eru að vinna sín svör þessa dagana, mér sýnist að við verðum með um 7000 svör þegar upp verður staðið. Niðurstöðumar munu því væntan- lega liggja fyrir um næstu mánaða- mót, þegar vinna á að hefjast við endurskoðun gildandi launaflokka- kerfis Alþýðusambandsfélaganna." Hann kvaðst ekki treysta sér til að giska á hver væri ástæða tregðu launþega til að svara þeim spum- ingum varðandi kaup og kjör, sem Kjararannsóknanefnd hefði beint til þeirra. „Það má þó vera að fólki hafi þótt þetta of persónulegt og svo getur maður ímyndað sér, að þeir svari síður, sem eru yfirborgað- ir á einn eða annan hátt,“ sagði hann. „Ég er þó nokkuð viss um að niðurstöður könnunarinnar munu gefa sæmilega mynd af raun- vemlegum kjörum í landinu þótt það verði vitaskuld eitthvað misjafnlega marktækt eftir hóp- um.“ I febrúarsamningnum segir að markmið hins nýja launakerfis skuli vera að færa kauptaxta að greiddu kaupi, auka hlut fastra launa í heildartekjum og stuðla að auknu jafnvægi á vinnumarkaði og leið- rét.tingu milli starfshópa og starfs- stétta, m.a. vegna launaskriðs er valdið hafí misgengi. ÍŒSmW VEÍtt) í LAUSASÖLU 50 KR. Útsala í dag hjá ÁTVR: Afsláttur áléttum vínum frá 10-30% ÁFENGIS og tóbaksverzlun rik- isins gengst í dag öðru sinni fyrir útsölu á ákveðnum kampavins- og léttvínstegundum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Verður útsalan í áfengissölunni við Lindargötu hér í Reykjavík, svo og í öllum útibúum ATVR úti um land, nema í útibúinu á Akureyri. Verður afslátturinn á bilinu 10 til 30%. Það má því búast við örtröð í útibúi ÁTVR við Lindargötu og þeim átta útsölustöðum verzlunar- innar úti um landið, þar sem útsalan verður í dag. Hér er um talsvert magn að ræða, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. í útibúi ÁTVR við Lindargötu verða um 3000 flöskur seldar á útsöluverði, og í hveiju útibúi úti á landi 600 til 1000 flöskur. Hér er um að ræða talsvert magn af kampavíni, rauð- víni, hvítvíni, rósavíni og smávegis magn af freyðivíni. Afsláttur sá sem veittur verður af víninu er mismun- andi, en mestur mun hann verða af kampavíninu, þar sem t.d. ákveð- in kampavínstegund, sem kostað hefur 810 krónur flaskan verður seld á 500 krónur. Afsláttur af öðrum tegundum verður mismunandi, eða frá 10% upp í 30%. Hér er um að ræða víntegundir sem ÁTVR hyggst hætta sölu á, og ætlar því að losa sig við þær birgðir sem eru á lager af þessum víntegundum. Okurdómi áfrýjað RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að áfrýja til Hæsta- réttar dómi sem nýlega féll í Sakadómi Reykjavíkur yfir manni sem var sekur fundinn um okurlánastarfsem i. Var áfrýjunarstefna gefin út sl. föstudag. Maðurinn var dæmdur til greiðslu sektar að upphæð 1,4 milljónir króna. Af sektinni var ein milljón króna skilorðsbundin í þijú ár. Maðurinnn var sekur fundinn um að hafa tekið um 350 þúsund krónur í oftekna vexti af lánum. Hann var þó sýknaður af vaxtaáskilnaði við fjórar lánveitingar þar eð há- marksvextir í skilningi okurlaga höfðu ekki verið auglýstir af Seðlabanka íslands með réttum hætti um tíma. Forsendur þess að 1 milljón króna af sektinni var skilorðsbundið var sú að maðurinn hafði undir höndum ávísanir frá Hermanni Gunnari Björgvinssyni, sem dómara þótti ólíklegt að hann fengi greiddar. Hermann Gunnar hefur verið ákærður fyrir okurlánastarfsemi og er mál hans flutt fyrir Saka- dómi Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.