Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 2. SEPTBMBER '1986 Morgunblaðið/Einar Faiur Norrænu landslagsarkitektarnir sem dvöldu hér á landi dagana 4.—19. ágúst í námsferð. Hluta hópsins vantar á myndina. Norrænir landslagsarkitektar: Heitt vatn og hesta- íþróttin athuguð 27 MANNA HÓPUR nemenda og kennara í landslagsarkitektúr frá Norðuriöndunum dvaldi hér á landi dagana 4.-19. ágúst í námsferð. Tilgangur ferðarinnár var að kynnast landi, þjóð og sérkennum Islands auk þess að skapa tengsl milli landslagsarkitekta á Norður- löndunum. Allir íslenskir landslags- arkitektar eru menntaðir erlendis og þvi talið æskilegt að erlendir kennarar kynnist staðháttum hér á Iandi. Fyrstu dagana var hópurinn í umsjón Félags íslenskra landslags- arkitekta. Voru meðal annars famar skoðunarferðir um höfuð- borgarsvæðið og Suðurland auk þess sem haldnir voru fyrirlestrar. Fyrirlesarar voru frá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins og garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Að þessu loknu var hópnum skipt upp í fimm vinnuhópa, sem unnu að sérverkefnum víðsvegar um landið og var einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna í öllum vinnuhóp- unum. Hópamir unnu að eftirtöld- um verkefnum: Landeyðing. Landeyðing, or- sök, afleiðing og úrbætur. Vinnu- hópurinn kynntist og vann að þessu á Gunnarsholti í umsjón Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra. íslensk náttúruefni. Notkun íslenskra náttúruefna og möguleik- ar, m.a. við landmótun og mann- virkjagerð. Umsjónarmaður var Guðmundur Sigurðsson, landslags- arkitekt. Heitt vatn. Notkun og möguleik- ar heits vatns. Vinnuhópurinn skoðaði hverasvæðin á Suður- og Forsætisráðherra: Ekkí í framboð í Reykja- vík eða á Reykjanesi STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, hyggst ekki bjóða sig fram í Reykjavík eða á Reykjanesi í næstu alþingiskosningum, en hann er nú þingmaður Vestfirðinga. Steingrímur lýsti þessu yfír á þingi Sambands ungra framsóknar- manna um helgina, eftir að Helgi Pétursson, blaðafulltrúi SÍS og íyrr- um ritstjóri Tímans, hafði hvatt til þess að forsætisráðherra og Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra, tækju sæti á framboðslistum Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og á Reykjanesi í næstu kosningum. Helgi Pétursson taldi að slíkt framboð myndi styrkja flokkinn mjög á Suðvesturlandi, þar sem hann ætti nú undir högg að sækja. Kvaðst hann ætla að flytja sérstaka tillögu þessa efnis á þinginu, en hún kom ekki fram. Norðurlandi. Umsjónarmaður var Mette Eggen, landslagsarkitekt. Hestar í þéttbýli. Hestaíþróttin er mjög útbreidd á íslandi og kynnt- ist hópurinn m.a. hestasvseðum, reiðleiðum og skipulagsmálum í kringum hestaíþróttina. Umsjónar- maður hópsins var Reynir Vil- hjálmsson, landslagsarkitekt. Trjárækt i og við Akureyri. Hópurinn kynnti sér tijáræktar- stefnu Akureyringa innan byggðar og utan, m.a. áform um að planta skógi frá Kjamaskógi og norðvestur fyrir byggð. Umsjónarmaður var Ami Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrar. Vinnuhóparnir störfuðu í fimm daga við verkefni sín og sameinuð- ust síðan hópamir á Akureyri; Frá Akureyri var haldið í Jökulsárgljúf- ur og gist á Mývatni. Eftir dagsdvöl þar var haldið á Hallormsstað og skoðaður árangur tijáræktar, en það var jafnframt lokapunktur ferð- arinnar. Að sögn íslensku aðstandend- anna var hópurinn sammála um að ferðin hefði tekist frábærlega og vildu þátttakendur koma fram þakklæti til þeirra er gerðu þeim kleift að koma til íslands ásamt þeim sem veittu þeim leiðsögn og hjálp á meðan á ferðinni stóð. Aðalfararstjóri ferðarinnar var Mette Eggen frá Landbúnaðar- háskóla Noregs. Til þessarar ferðar fékkst styrkur frá Norræna menn- ingarmálasjóðnum. í hópnum var fólk frá öllum Norðurlöndunum, átta frá Noregi, fimm frá Finn- landi, sex frá Danmörku, sex frá Svíþjóð og tveir Islendingar sem eru í námi í Noregi. Ungir framsóknarmenn: Vilja endurskoða sam- skiptin við Bandaríkin Gissur Pétursson kjörinn formaður SUF Á ÞINGI Sambands ungra framsóknarmanna í Eyjafirði um síðustu helgi var samþykkt ályktun um utanríkismál, þar sem þess er kraf- ist að ríkisstjórnin framfylgi lögum um innflutning kjöts frá 1928 og setji strax lög er banni einokun bandarískra skipafélaga á flutn- ingum til vamarliðsins. Þá segir, að „vegna yfirgangs Bandaríkjamanna í þessum málum“ kreljist SUF þess „að ríkisstjórn íslands taki samskipti þjóðanna þegar til gagngerrar endurskoðun- ar“. I stjómmálaályktun þingsins seg- ir, að nú standi íslenskt þjóðfélag við dyr mun bjartari framtíðar en við upphaf stjómarsamstarfsins fyrir rúmum þremur árum. í álykt- uninni em settar fram ýmsar kröfur á hendur ríkisstjóminni og Fram- sóknarfiokknum. Þar á meðal, að ríkisstjómin hefli þegar í stað við- ræður við aðila vinnumarkaðarins með það markmið í huga að kjör launafólks verði bætt og kjör kvenna á vinnumarkaði verði í raun þau sömu og karla. Bent er á, að þrátt fyrir mikinn liðsstyrk Sjálfstæðisflokksins hafi Framsóknarflokknum tekist að koma í veg fyrir að leiftursóknar- hugmyndum og niðurrifsstarfi á sviði þess mannúðarkerfís, sem hér hafi verið byggt upp, yrði hmndið í framkvæmd. Ungir framsóknar- menn leggi áherslu á, að fram- kvæmdir og rekstur heilbrigðis- og menntakerfisins þurfi sífelldrar endurskoðunar við en tryggja verði rétt hins sjúka og smáa og jafnan rétt til náms. Orðrétt segir í ályktuninni: „SUF-þingið telur að Framsóknar- flokkurinn eigi að verða afl nýrra tíma í íslenskum stjómmálum. Til að svo megi verða þarf flokkurinn að endumýja að hluta þinglið sitt og kalla fram ungt og baráttuglatt fólk til þeirrar kosningabaráttu sem framundan er. Framsóknarstefnan er skýrt mörkuð manngildisstefna. Henni ber að fylgja. Flokksstarfið ber að efla, áróðurstækni og ný markmið em forsendur þess að flokknum takist að styrkja sig í sessi." Á þinginu var samþykkt sérstök ályktun um umhverfismál, þar sem segir að SUF muni leggja aukna áherslu á mikilvægi umhverfismála í framtíðinni, sem mikilvægan þátt í alhliða velferð þjóðarinnar. Þá er hvatt til þess að sett verði lög um samræmda heildarstjóm umhverf- ismála, sem feli í sér mengunar- vamir, skipulagsmál og náttúm- vemdarmál verði á vegum sama ráðuneytis í Stjómarráði íslands. í lok þingsins var Gissur Péturs- son kjörinn formaður SUF til næstu fjögurra ára. Með honum í stjóm sambandsins vom kosin Þorsteinn Húnbogason, Sveinn Bemódusson, Guðrún Sighvatsdóttir, Sigurður Jónsson, Bragi Bergmann, Hjörtur B. Jónsson, Guðbjörg Sigurgeirs- dóttir, Þómnn Guðmundsdóttir, Guðmundur Gylfi Guðmundsson, Hallur Magnússon, Láras_ Finn- bogason og Þórður Ægir Óskars- son. Þingið, sem haldið var í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, sóttu um 130-140 manns og er það eitt hið fjölmennasta sem SUF hefur efnt-til um árabil. Steingrímur Hermannsson snuprar Pál Pétursson á SUF-þingi: „Kannski er ekki tek- ið allt of mikið mark á orðum Páls“ STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, snupraði Pál Pétursson, formann þingflokks framsóknarmanna, vegna ummæla hans um samstarf við aðra flokka á þingi Sambands ungra framsóknarmanna í Hrafnagilsskóla í Eyja- firði um helgina. Eins og fram kom hér í blaðinu á laugardag kvaðst Páll Pétursson vera orðinn þreyttur á stjómarsam- starfinu við sjálfstæðismenn, en lýsti því jafnframt yfír að samstarf við Alþýðuflokkinn kæmi ekki til greina meðan Jón Baldvin Hannib- alsson væri formaður flokksins. Steingrímur sagði í ræðu á þing- inu á laugardag, að þessi ummæli væm óviðeigandi bæði hvað varðaði Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk. Benti hann á, að framsóknarmenn kynnu að komast í vanda eftir kosn- ingar ef mark væri tekið á slíkum yfirlýsingum. „Ég vildi ekki hafa sagt þessi orð,“ sagði Steingrímur, „en kannski er ekki tekið allt of mikið mark á orðum Páls Péturs- sonar“. Taldi forsætisráðherra að skoðanir þingmanna af þessu tagi mættu liggja í láginni, enda kæmu þeir neikvætt út fyrir flokkinn í fjöl- míðlum. fftngmi&Iftfeife » Góðandaginn! BORNIN VEUA pkiymobll rpíp% Iðnaðarhúsinu Hattveigarstíg 1 Sími 26010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.