Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Erlendur Einarsson (t.h.) tekur í hönd arftaka síns, Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands Islenskra samvinnufélaga. Erlendur mun starfa við hlið Guðjóns fram að næstu áramótum og verður skrifstofa hans í húsi Samvinnubankans í Bankastræti 7. Sambandið: Guðjón B. Ólafsson tekur við sem forsljóri Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: „Ekki ástæða til að endurtaka skraf- skjóðusamkomu“ Um ráðstefnu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Á stjórnarfundi í Sambandinu í gærmorgun tók Guðjón B. ÓI- afsson formlega við starfi for- stjóra Sambandsins af Erlendi Einarssyni. Um sama leyti tók Eysteinn Helgason við fyrra starfi Guðjóns sem fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation, fisksölufyrirtækis Sambandsins og Sambandsfrysti- húsanna í Harrisburg í Pennsyl- vaniu. „Ég geng til þessa starfs með opinn huga og án þess að vera búin að gera mér alltof miklar hugmyndir um það fyrirfram hvað hér eigi að gera og hvað sé hér hægt að gera. Eg tel affarasælast að vera ekki að gefa nein loforð eða yfirlýsingar á þessari stundu heldur mun ég ráðast á verkefnin eitt af öðru með fólkinu sem við þau fæst á degi hverjum," sagði Guðjón B. Ólafsson m.a. í samtali við Morgunblaðið. Guðjón sagði einnig að hann gerði sér grein fyrir því að þegar hann kæmi að Sambandinu nú væri þar við að glíma mörg óleyst vandamál. Þetta væri afleiðing þess upplausnarástands sem hér hefði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra: „Að sjálfsögðu ætla ég í prófkjör“ ALBERT Guðmundsson iðnaðar- ráðherra hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir næstu alþingis- kosingar. Þetta kom fram í útvarpsviðtali Bylgjunnar við iðnaðarráðherra. „Að sjálfsögðu ætla ég í próf- kjör," sagði Albert Guðmundsson í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, „það hefur aldrei hvarflað að mér annað en taka þátt í próf- kjöri. Stjómmál em mitt starf.“ Albert sagði jafnframt: „Ég hef tekið þátt í öllum prófkjömm Sjálf- stæðisflokksins hér í Reykjavík, nema í prófkjöri síðustu borgar- stjómarkosninga, og það er enginn bilbugur á mér, hvað varðar af- skipti af stjómmálum." ríkt vegna mikillar verðbólgu um árabil, hærri raunvaxta en gerðist víðast hvar í heiminum og nú síðast vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Þetta hefði valdið uppsöfnuðum vanda víða í þjóðfélaginu og Sam- bandið og fyrirtæki þess ættu sinn hluta af þessum vanda sem nú yrði að takast á við að leysa. Guðjón B. Ólafsson réðst til Sam- bandsins 1954 þegar hann hóf störf við hagdeild þess að loknu námi í Samvinnuskólanum eða um það leyti sem Erlendur Einarsson varð forstjóri Sambandsins. Guðjón var síðan framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins í London á ámnum 1964 til 1968 en var síðan ráðinn framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar Sambandsins í Reykjavík. Því starfí gengdi hann til ársins 1975 er hann varð framkvæmda- stjóri Iceland Seafood Corp. Guðjón er fæddur 18. nóvember 1935 í Hnífsdal og er því liðlega fimmtugur að aldri. Eiginkona hans er Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir frá ísafirði og eiga þau fímm böm. „VIÐ töldum ekki ástæðu til þess að taka þátt i þessari ráðstefnu, vegna þess að það er áður búið að halda ráðstefnu þingflokka á Norðurlöndum um þetta efni, þar sem þetta mál var fullrætt og við lýstum þar okkar sjónarmið- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var spurður hvað hann vildi segja um gagnrýni sem fram hefur komið á Sjálfstæðis- flokkinn vegna þess að flokkur- inn sendi ekki fulltrúa á ráðstefnu í Kaupmannahöfn um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Þorsteinn sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði verið reiðubúinn til þess að senda fulltrúa á svona þing, ef umræðunum hefði verið lyft upp úr því fari sem þær áður voru í og menn hefðu verið reiðu- búnir til þess að ræða í víðara samhengi hvemig útrýma mætti kjamorkuvopnum. „Við höfum sett það sem algjört skilyrði að menn ræddu þá um Norður-Evrópu í heild, þ.e.a.s. frá Úralfjöllum til Grænlands," sagði Þorsteinn, „þannig að ef vinstri flokkamir á Norðurlöndum hefðu verið reiðubúnir til þess að ræða þessi mál á þessum gmndvelli, þá hefðum við séð einhvem tilgang í þátttöku á ráðstefnunni. En við sáum engan tilgang í því að endur- taka þá skrafskjóðusamkomu sem áður var búið að halda um efnið." Þorsteinn sagðist þar að auki telja að þær þjóðir á Norðurlöndum sem helst hefðu frumkvæðið í þess- um umræðum, mættu líta í eigin barm, því þær réðu sumar hvetjar yfír miklum kjamorkuverum. „Slys- ið í Chemobyl segir okkur að okkur stafar ekki minni hætta af slíkum kjamorkuvemm en vopnum sem ekki em fyrir hendi á Norðurlönd- um. Þessar þjóðir mættu því byjja á því að líta í eigin barm og hefj- ast handa við að útrýma þeirri einu kjamorkuhættu sem er þó fyrir hendi á Norðurlöndunum, áður en farið er að knýja á um að útrýma því sem ekki er,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins. Útflutningstryggingar: Opinn fundur með forsljóra GIEK HELGE Kringstad, forstjóri GIEK, Garanti Instituttet for Eksportkerdit í Noregi, flytur i dag erindi um útflutningstrygg- ingar á fundi er iðniánasjóður gengst fyrir. Fundurinn hefst kl. 16.00 og er á Hótel Sögu (A-sal nýju álmu). Helge Kringstad Qallar um reynslu Norðmanna af útflutningstrygging- um og hvaða þýðingu þær hafa almennt fyrir útflutning landa. Að ioknu erindi sínu svarar Helge fyrir- spumum en fundurinn er öllum opinn. Kajakferð Bandaríkjamannanna á sér fordæmi: Fyrsta hringferðin um landið á kajökum farin sumarið 1977 „ÉG HEF fulla ástæðu til að ætla að þeir Nigel Foster og Geoff Hunter frá Bretlandi hafi orðið fyrstir manna til að sigla í kringum ísland á kajök- um, en það gerðu þeir sumarið 1977,“ sagði Elías Jónsson, fyrrverandi fréttaritari Morg- unblaðsins á Höfn í Homafirði, vegna frétta af ferð Banda- ríkjamannanna Bauman og House umhverfis landið i ágúst síðastliðnum. í fréttaflutningi af þeirri ferð hefur því m.a. verið gerðir skórair að það muni hafa verið i fyrsta sinn sem róið var á kajökum um- Foster og Hunter létu gera merki í tilefni íslandssiglingar- hverfis landið, en Elías taldi það rangt. „Ég hitti þessa ungu bresku ævintýramenn, Foster og Hunter, í júní 1977, en þá voru þeir í Örlygshöfn, sem er vík á milli Hvalsness og Hvaldals. Þeir kváð- ust hafa komið með Smyrli til Seyðisfjarðar og voru á leiðinni suður og vestur með landi á kajök- um. Mér leist ekki nema miður vel á þessa fyrirætlun þeirra og fékk þá til að lofa því að láta mig vita af sér með vissu millibili og við komum okkur upp tilkynning- arskyldu, sem fól í sér að þeir hefðu samband við mig þegar þeir kæmu til hafnar. Skömmu eftir að þeir fóru frá Örlygshöfíi gerði brælu og ég heyrði ekkert frá þeim í fjóra daga. Ég lét Slysavamafélagið og Landhelgisgæsluna vita og Gæsl- an tók að sér að svipast um eftir þeim og fann þá veðurteppta und- ir Ingólfshöfða. Síðan heyrði ég frá þeim er þeir komu til Reykja- víkur og aftur þegar þeir komu til Akureyrar. Þá kvörtuðu þeir undan því hversu erfítt hefði ver- ið að fara fyrir Homstrandir. Síðan heyrði ég ekkert frá þessum ágætu mönnum fyrr en ég fékk Morgunbladið/Elías Jónsson Nigel Foster og Geoff Hunter í Örlygshöfn sumarið 1977 við upphaf hringferðar þeirra umhverfis landið i kajökum. bréf frá þeim í október, þar sem þeir báðu mig um að grennslast fyrir um þijár fílmur sem höfðu tapast hér í pósti. Síðan fékk ég annað bréf í jan- úar, þar sem þeir skrifuðu um áhuga sinn á að koma siglingunni inn í Heimsmetabók Guinness, sem fyrstu hringferð umhverfís ísland á kajökum. Ég hafði sam- band við umboðsmenn heims- metabókarinnar hér á landi, en einhverra hluta vegna varð ekkert úr neinu og ég veit ekki til að ferð þeirra hafi verið skráð í heimsmetabók Guinness. Það breytir því hins vegar ekki að ég tel að þeir hafí orðið fýrstir manna til að róa á kajökum í kringum ísland,“ sagði Elías.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.