Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Bolungarvik: Skortur á kennur- um í sérgreinarnar Hafist handa við fyrsta áfanga viðbyggingar skólans Bolungarvík. ENN er óráðið í nokkrar kenn- arastöður í Bolungarvík og illa hefur gengið að ráða kennara til starfa í sérgreinarnar, að sögn Einars K. Guðfinnssonar for- manns skólanefndar á staðnum. Einar tjáði fréttaritara Morgun- blaðsins á fimmtudaginn að ástandið gæti lagast áður en skólahald hefst upp úr næstu Þrjú umferðar- óhöpp um helgina ÞRJÚ umferðaróhöpp urðu í ná_- grenni Akureyrar um helgina. Á laugardag fór bíll á hvolf við Sól- garð, þá valt bill í Oxnadai og aðfaranótt sunnudags lenti bíll á handriði brúarinnar yfir Hörgá. Tvennt var i bílnum sem fór á hvolf við Sólgarð. Farþegi var flutt- ur á slysadeild en meiðsli voru ekki alvarleg. Ökumaður bílsins sem valt i Óxnadal var einn i farartæk- inu. Hann var einnig fluttur á slysadeild en meiðsli reyndust ekki v alvarleg. Bfllinn var aftur á móti talinn ónýtur. Þeir sem voru um borð í bílnum sem lenti á brúarhandriðinu við Hörgá meiddust einnig aðeins lítil- lega. Organleikur á Reykhólum Midhúsum, Reykhólasveit. VIÐ messu hjá Braga Benedikts- syni, sóknarporesti, voru góðir gestir við guðsþjóðnustu á Reyk- hólum á sunnudag. Hjónin Marteinn Hunger Friðriksson, dómorganisti og kona hans Þór- unn Björnsdóttir tónmennta- kennari, ásamt Ingimar Sveinbjörnssyni flugstjóra og konu hans, Helgu Zoéga. Þeir Marteinn og Ingimar sáu um organleik og vantaði aðeins það á að kirkjan þyrfti að eiga betra orgel. Við sem vorum í kirkju á sunnudag þökkum þeim hjónum fyrir komuna. — Sveinn. mánaðamótum, því mikið var auglýst eftir kennurum um siðustu helgi og gæti það skilað nokkrum árangri. „Það hefur valdið okkur von- brigðum hve illa hefur gengið að ráða kennara í sérgreinamar svo- kölluðu, heimilisfræði, tónmennt, myndmennt og íþróttir. Einkum erum við leiðir vegna íþróttanna, því hér í Bolungarvík er sennilega ein albesta aðstaða til íþróttaiðkun- ar sem þekkist á landinu. Við eigum glæsilegt íþróttahús og mjög góða og vel búna sundlaug," sagði Einar. Einar sagði að Bolvíkingar hefðu á undanfömum ámm getað státað af góðum og vel menntuðum kenn- umm í sérgreinunum, sem væri ekki algengt um skóla á lands- byggðinni, og því væri þessi skortur nú enn tilfínnanlegri. „Við teljum það hafa verið eina stærstu rósina í hnappagati skólans hingað til að geta boðið upp á þessa kennslu, auk þess að hafa á að skipa góðum kjama vel menntaðra og reyndra kennara. Enda hefur þessi þessi skóli komið mjög vel út í samræmd- um prófum, bæði miðað við aðra skóla á Vestfjörðum og landið í heild," sagði Einar. Einar sagði að hann hefði sem formaður fræðsluráðs Vestijarða haft tækifæri til að fylgjast með kennararáðningum undanfarin ár: „Staðan í ár er öðmvísi en oft áð- ur. Ymsir skólar, sem aldrei hafa þurft að hafa áhyggjur af kennara- skorti, standa nú frammi fyrir þessu vandamáli, en betur hefur gengið að ráða kennara til starfa í öðmm skólum þar sem kennaraskortur hefur verið viðvarandi," sagði hann. I sumar var hafist handa um stækkun gmnnskólans í Bolung- arvík og var fyrsti áfangi þess verks boðinn út fyrir nokkm. Tilboði byggingarþjónustu Jóns Friðgeirs Einarssonar var tekið. Miðað er við að ljúka við gerð sökkla og gmnn- plötu nú í haust. Þessi stækkun skólans er upp á 1.400 fermetra og var áætlaður byggingarkostnað- ur í apnl 1986 52,5 milljónir. Áætlað er að Ijúka verkinu á næstu 5 ámm, eða að viðbyggingin verði tekin í notkun árið 1990. — Gunnar. Deildarstjórar og framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga t.f.v.: Hreinn Bergsveinsson, deildarstjóri bif- reiðadeildar, Hrafnkell Björnsson, deildarstjóri skýrsluvéladeildar, Benedikt Sigurðsson, deildarstjóri fjármáladeildar, Hallgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, Gunnar Sigurðsson, deildarstjóri endurtryggingadeildar, Héðinn Emilsson, deildarstjóri brunadeildar, og Bragi Lárusson, deildarstjóri sjódeildar, ábyrgðar- og slysadeildar og líftryggingafélagsins Andvöku. Samvinnutryggingar 40 ára STJÓRNENDUR og viðskipta- vinir Samvinnutrygginga g.t. héldu í gær upp á 40 ára afmæli félagsins, en Samvinnutrygging- ar voru stofnaðar 1. september 1946. Stórafmælinu var fagnað á viðeigandi hátt með lúðraþyt og kaffidrykkju og var viðskipta- vinum einnig boðið að smakka á afmælistertu og öðru meðlæti í anddyri skrifstofuhúsnæðis Sam- vinnutrygginga í Ármúla. Á fundi sem stjómendur trygg- ingafélagsins áttu með fréttamönn- um { gær, kom fram að félagið varð stærst sinnar tegundar á Is- landi rúmum átta árum eftir stofnun þess og hefur haldið því sæti síðan. í upphafi var félaginu mikill styrkur af viðskiptum við samvinnuhreyfinguna, en nú, 40 árum síðar, eru einungis 20% af iðgjöldum Samvinnutrygginga fengin frá samvinnufélögunum. Önnur 20% koma frá öðrum fyrir- tækjum og um 60% koma frá einstaklingum, bæði í þéttbýli sem dreifbýli. Fyrstu tegundir trygginga, sem Samvinnutryggingar buðu upp á, voru bruna- og sjótryggingar, en ári eftir stofnun félagsins voru teknar upp bifreiðatryggingar. Þá bryddaði félagið upp á þeirri nýjung að bjóða viðskiptavinum afslátt, ef þeir valda ekki tjóni og 1952 voru fyrst veitt viðurkenningarmerki fyr- ir 5 ára öruggan akstur. Tæpum áratug síðar, eða árið 1961, veitti félagið viðurkenningu fyrir 10 ára öruggan akstur og fengu þeir öku- menn einnig ellefta iðgjaldaárið frítt. Árið 1957 auglýstu Samvinnu- tryggingar fyrst heimilistryggingar til sölu og 1965 var fyrst boðin ökumanns- og farþegatrygging í bifreiðum. Fyrsti klúbburinn „Ör- uggur akstur" var stofnaður 1965, en þeir eru nú orðnir 33 talsins. Hlutur Samvinnutrygginga á íslenska tryggingamarkaðinum árið 1985 var 23,4% og er hlutur þeirra af bifreiðatryggingum einna stærstur. Að sögn Hreins Berg- sveinssonar, deildarstjóra bifreiða- deildar, er þriðja hvert skráð ökutæki tryggt hjá Samvinnutrygg- ingum, en talið sé að hlutur Samvinnutrygginga sé jafnvel meiri, þar sem mörg ökutæki séu á skrá hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, þótt ekki séu greidd af þeim trygg- ingaiðgjöld. Alls eru 33.500 bflar tryggðir hjá félaginu, en alls eru 116.000 bílar á skrá hjá Bifreiðaeft- irlitinu. Hreinn sagði að fjöldi bfla, sem væru í notkun og tryggðir, væri í kringum 96.000. Umboð Samvinnutrygginga g.t. og líftryggingafélagsins Andvöku, sem stofnað var af samvinnumönn- um árið 1949, eru nú-61 talsins og eru þau í öllum landsljórðungum. Fjórir menn hafa gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Samvinnutrygginga g.t., og var Erlendur Einarsson sá fyrsti. Við starfí hans tók Jón Ólafs- son og á eftir honum Ásgeir Magnússon. Núverandi fram- kvæmdastjóri er Hallgrímur Sig- urðsson. Vinningshafinn Emilía Samúelsdóttir tekur við Nissan-bifreiðinni. Vinningnr Hlaðvarpans afhentur — Salan hafin í öðrum flokki VINNINGUR í „Lukkupotti Hlaðvarpans, bifreið af gerðinni Nissan Sunny Coupé, var af- hentur föstudaginn 29. ágúst síðastliðinn. Vinningshafi var Emilía Samúelsdóttir. Sala er nú hafin á næsta flokki í „Lukkupottinum" og verður hann með sama sniði og sá fyrri, en gefn- ir verða út 1.000 miðar á 1.000 krónur hver miði. Vinningurinn í þessum flokki verður bifreið af gerðinni Nissan Sunny Wagon ’87 að verðmæti 450 þúsund krónur. Stefnt er að þv{ að draga í seinni flokknum þann 1. október næst- komandi, eða fyrr, ef allir miðar verða þá seldir. Suðurnes; Ráðstefna um at- vinnumál kvenna RÁÐSTEFNA um atvinnumál á Suðurnesjum með sérstöku tilliti til kvenna verður haldin laugar- daginn 6. september næstkom- andi. Tilefni ráðstefnunnar eru þær breytingar sem eru að verða í at- vinnulífi á Suðurnesjum og tilgang- urinn er að vekja umræðu um hvernig unnt sé að mæta sam- drætti, einkum í fiskvinnslu, sem fyrst og fremst bitnar á konum. Það eru kvennalistakonur í Reykjaneskjördæmi, sem unnið hafa að undirbúningi ráðstefnunn- ar, og er dagskráin í aðalatriðum eftirfarandi: Kristín Halldórsdóttir alþingis- maður setur ráðstefnuna, sem hefst kl. 10. Dr. Alda Möller matvæla- fræðingur hefur framsögu um nýjar leiðir í fiskvinnslu, Sara Harðar- dóttir kennari ræðir um fískeldi á Reykjanesi, Jón Unndórsson iðn- ráðgjafi fjallar um iðnað á Suður- nesjum og Þórunn Friðriksdóttir kennari upplýsir um þá möguleika, sem framundan eru í svonefndum hefðbundnum kvennastörfum. Guðrún Eyjólfsdóttir leiðsögu- maður ræðir um ferðaþjónustu á Suðumesjum, Albert Álbertsson verkfræðingur talar um þá framtíð- arkosti, sem fólgnir eru í orkunni í Svartsengi, Valdís Tómasdóttir kennari hefur framsögu um störf kvenna á Keflavíkurflugvelli og þær breytingar sem tilkoma nýju flug- stöðvarinnar hefur í för með sér, Helga Sigurjónsdóttir kerfisfræð- ingur ræðir um konur og hugbúnað og Ulla Magnússon framkvæmda- stjóri varpar ljósi á það sem mætir konum sem vilja stofna fyrirtæki. Færi gefst til fyrirspurna og fijálsra umræðna milli framsöguer- inda. Ráðstefnan verður haldin á Glóð- inni í Keflavík. Þátttakendum gefst kostur á léttri máltíð í hádeginu, en ætlunin er að ljúka ráðstefnunni um kl. 17. Ráðstefnustjórar verða Guðný Guðmundsdóttir og Ragnhildur Eggertsdóttir. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.