Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 195. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovéskt farþegaskip sekkur á Svartahafi: Okunnugt um afdrif farþeffa Moskvu, AP. SOVÉSKT farþegaskip sökk á Svartahafi í fyrrinótt eftir árekstur við flutningaskip, að því er fréttastofan Tass hermdi í gær. Ekki var frá því skýrt í fréttinni hve margir farþegar voru með skipinu né hve margir fórust. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir stóðu enn- þá yfir í gærkveldi, að minnsta kosti 20 klukkustundum eftir að skipið sökk, að þvi er embættismenn i höfnunum í Odessa og Novo- rossiysk sögðu. Áreksturinn varð skammt frá höfninni í Novorossiysk, sem er 100 kílómetra suðaustan við Krímskag- ann. Ekki er ljóst á hvaða leið skipin voru. Farþegaskipið, Nakhimov flotaforingi, var rúmlega 17 þúsund lestir að stærð og gat flutt 870 farþega samkvæmt skipaskrá Lloyds-tryggingafélagsins. Auk þess flutti það oft farþega til við- bótar á fjórða farrými og sváfu þeir á efsta þilfari. Loftskeytaáhugamenn í Tyrk- landi heyrðu ekki neyðarkall frá skipinu og virðist það benda til þess að það hafi sokkið mjög hratt. Embættismenn skipafélagsins og hafnarinnar í Novorossiysk vörðust allra fregna er haft var samband við þá og vildu ekki segja hve marg- ir hefðu verið með skipinu eða hve margir hefðu farist. Sovésk yfirvöld hafa skipað nefnd tii þess að rannsaka orsakir slyssins og er formaður hennar Geidar A. Aliev, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra, en hann á sæti í stjómamefndinni (Politburo). Farþegaskipið Nakhimov flota- foringi var byggt árið 1925 í Þýskalandi. Það hét upphaflega Berlín og þjónaði sem herspítali í seinni heimsstyijöldinni. Sovét- menn slógu eign sinni á skipið í lok styijaldarinnar og notuðu það til farþegaflutninga á Svartahafi. Að sögn hefur það undanfarið verið í áætlunarferðum á milli hafnanna í Odessa og Batumi. AP/Símamynd Slökkviliðsmenn að störfum við íbúðarhús í Cerritos í Kalifomíu. Fremst á myndinni getur að lita brak úr mexíkönsku farþegaþotunni. 67 manns farast í flugslysi í Kaliforníu: Ollu mistök flugfumferð- arstj óra harmleiknum? Persaflóastríðið: Iranir ná mikilvægu landsvæði Nicosia, AP. HERSVEITIR írana hafa náð sjö hernaðarlega mikilvægum hæð- um á sitt vald á vígstöðvunum fyrir botni Persaflóa, að sögn hinnar opinberu fréttastofu Ir- ana. Sagði fréttastofan að mörg hundruð hermanna frá írak hefðu ýmist verið felldir eða teknir höndum og að íranskar hersveitir væru komnar langt inn í Irak. Útvarpið í Bagdad, höfuð- borg íraks, sagði hins vegar að árás írana hefði verið brotin á bak aftur og að flugher íraka hefði grandað fjórum írönskum þyrlum. I tilkynningu írönsku fréttastof- unnar sagði að sveitir írana hefðu náð markmiði sínu og að sókninni yrði nú haldið áfram. Hins vegar var þess ekki getið hvort með árás írana væri hafin „lokasóknin", sem Iranir hafa lengi hótað. Útvarpið í Bagdad sagði að þijár hersveitir írana hefðu verið „þurrk- aðar út“ og að afgangur árásarliðs- ins væri nú á hröðum flótta. Ali Rafsanjani, ein helsta hjálpar- hella Khomeinis erkiklerks, sagði um helgina að 1.000 hersveitir bylt- ingarvarða myndu senn verða sendar út á vígvöllinn til að taka þátt í „lokasókninni“ gegn írökum. Cerritos, Kaliforníu, AP. VITAÐ er að 67 manns fórust þegar þota í farþegaflugi frá mexíkanska flugfélaginu Aero- mexico og lítil einkaflugvél rákust saman tæpa 50 kílómetra frá Los Angeles. Allir þeir sem um borð voru létu lífið. Logandi brak úr flugvélunum dreifðist yfir Cerritos, sem er úthverfi Los Angeles-borgar og gjöreyði- lagði níu íbúðarhús auk þess sem mörg önnur skemmdust, Að sögn lögreglumanna er mjög erfitt að áætla hvort og þá hvað margir fórust á jörðu niðri þar sem slysið gerðist um helgi og því ekki vitað hvort íbúar húsanna sem eyði- lögðust voru heima eða ekki. Að minnsta kosti tíu manna er saknað og björgunarmenn leita enn í rústum húsanna. Að sögn Roberts Buckhom, tals- manns bandarísku flugmálastjóm- arinnar, gerðist slysið í þann mund sem einn flugumferðarstjóri tók við af öðmm við að beina þotunni inn til lendingar í Los Angeles. Hann vildi þó ekkert láta uppi um hugsan- legar orsakir slyssins. Sjónarvottar sögðu að einkaflug- vélin, sem var af Piper-gerð, hefði rekist á stél þotunnar. Þotan, sem var af gerðinni Douglas DC-9, var að koma inn til lendingar frá Mexí- kó og vom 58 farþegar um borð auk sex manna áhafnar. Að sögn talsmanna mexíkanska ríkisflug- félagsins vom farþegamir aðallega Mexíkanar og Bandaríkjamenn. Piper-vélin hafnaði á mannlausum bamaleikvelli og fundust lík þriggja manna í flakinu. Sjá frásagnir sjónarvotta á bls. 22. Kekkonen jarð- settur á sunnudag Helsinki, AP. ÚTFÖR Urhos Kekkonen, fyrrum Finn- landsforseta, fer fram frá dómkirkjunni í Helsinki næst- komandi sunnudag. Kekkonen lést aðfaranótt sunnu- dags eftir langvamadi veikindi. Hann var 85 ára að aldri. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að annast útför hans og er Pa- avo Varynen, utanríkisráðherra Finnlands, formaður hennar. Finnsk dagblöð minnast hins látna forseta með hlýju. „Skíða- kappinn er horfinn, en slóð hans bendir hvert skal halda,“ sagði í leiðara dagblaðsins Helsingin Sano- mat í gær. Sjá leiðara og grein um Urho Kekkonen á miðopnu blaðsins. Bandarískur fréttamaður handtekinn í Moskvu: Bandaríkjasljórn mun grípa til ref siaðgerða Moskvu, AP. EIGINKONA bandaríska fréttamannsins Nicholas Daniloff, segir að stjómvöld í Sovétríkjunum hyggist halda honum í tiu daga. Að loknum yfirheyrslum verður tekin afstaða til þess hvort Dani- loff verður ákærður fyrir njósnir. Eiginkona hans og sonur fengu að heimsækja hann í gær. Bandaríkjastjórn hyggst grípa til refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum ef Daniloff verður ekki sleppt hið fyrsta. Nicholas Daniloff, sem er frétta- maður bandaríska tímaritsins U.S News And WoridReport, var hand- tekinn fyrir njósnir í Moskvu á laugardag eftir að sovéskur kunn- ingi hans hafði afhent honum pakka, sem reyndist innihalda trúnaðarskjöl. Talsmenn bandaríska tímarits- ins og eiginkona Daniloffs segja að sakargiftimar séu tilbúningur. The New York Times hafði í gær eftir háttsettum embættismönnum í Washington að Bandaríkjastjóm íhugaði nú refsiaðgerðir á sviði efnahags- og menningarmála gegn Sovétríkjunum vegna handtöku Daniloffs. Einnig var þess getið að aðgerðir þessar myndu ná til samskipta stórveldanna á stjóm- málasviðinu. Ennfremur hafði blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Bandaríkjastjóm myndi ekki semja um frelsi til handa Nic- holas Daniloff þar sem hann væri ekki njósnari. „Við munum grípa til viðeigandi aðgerða ef Sovétmennimir sleppa Daniloff ekki mjög fljótlega," hafði The New York Times eftir einum heimildarmanna sinna. AP/Símamynd Ruth Daniloff, eiginkona bandaríska fréttamannsins sem Sovétmenn hafa sakað um njósnir, ræðir við blaðamenn fyrir utan Lefortovo-fangelsið í Moskvu í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.