Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 35 Einar J. Eiríks- son — Minning Fæddur 18. febrúar 1935 Dáinn 20. ágúst 1986 Nýlátinn er í Reykjavík Einar J. Eiríksson, Skaftahlíð 11, og verður hann jarðsunginn í dag frá Aðvent- kirkjunni í Reykjavík. Okkur bekkjarsystkinunn hans frá Menntaskólanum á Laugarvatni árin 1953—1956 varð hverft við er við heyrðum lát hans, svo lifandi er hann í minningum okkar frá nýliðnum samverustundum. Þessi kveðja er því ótímabær, en reyndar veit enginn hvenær kallað er. Einar J. Eiríksson fæddist í Kaupmannahöfn 18. febrúar 1935. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Eiríksson skipstjóri og Guðbjört Einarsdóttir. Jón var lengi ævi sinnar skipstjóri á skipum Eim- skipafélags íslands, Lagarfossi og fl., síðast nafnkenndur fyrir skrif sín um skipstjóra og skip. Þau hjón voru bæði ættuð af Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu og átti Einar til góðra að telja af þeim ættarslóðum. Móðurbróðir hans var Sigurvin Einarsson alþingismaður, föðurbróðir Helgi Hermann Eiríks- son, síðast bankastjóri. Foreldrar Einars eru nú bæði látin, sömuleið- is alsystir hans, Dagbjört Eiríksson læknir, sem lést langt um aldur fram. Einar J. Eiríksson ólst upp í Kaupmannahöfn til fjögurra ára aldurs. Var þá skollin á heimsstyij- öldin síðari og fyrir náð herveldanna leyfðist hópi íslendinga á Norður- löndum að fara um Petsamó í Finnlandi heim með Esju til íslands og var það fræg ferð. Einar var í þeim hópi og nú tóku við bemsku- og unglingsár í Reykjavík. Hann nam í skóla ísaks Jónssonar í Grænuborg og fór síðar í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og lauk þar landsprófi miðskóla árið 1951. Eftir tveggja ára dvöl í Menntaskól- anum í Reykjavík kom hann til náms við Menntaskólann á Laugar- vatni og settist þar haustið 1953 í máladeild 2. bekkjar. Mun það hafa verið að ráði heimilisvinar hans, Einars Magnússonar, síðar rektors. Taldi hann að þar nýttist Einari námið betur, sem og raunin varð. Einar J. Eiríksson hafði á sér sérstakt yfirbragð sem ógleyman- legt verður okkur bekkjarsystkinum hans. Hann fór eigin leiðir og kom úr öðrum hópi en meginþorri okk- ar. Á þeim ámm þegar allt átti að steypa í visst svipmót ungra fram- sækinna, róttækra gáfumanna, allt að því óbundnum við trúarkenning- ar, leyfði hann sér gamlan stíl í klæðaburði og fasi öllu. Hann var greinilega bundinn virðulegri heim- ilisháttum en þá gekk og gerðist meðal nemenda á Laugarvatni. Hann leyfði sér að segja það opin- berlega að hann væri trúrækinn og tæki virkan þátt í starfi KFUM. Og hann leyfði sér að lesa Biblíuna kvölds og morgna. Svo óvenjulegt sem þetta virtist nú í fyrstu, verður að segja þá sögu rétta að Einar vakti virðingu er þeir kynntust honum betur. Bama- trúin sem hann þorði að láta uppi lá djúpt í okkur hinum. Hann var líka einstaklega dagfarsprúður maður, óáleitinn en lét þó ekki vaða ofan í sig þegar honum fannst á rétt sinn gengið. Kæmi slíkt ein- staka sinnum fyrir var það öðmm eftirminnilegt og til áminningar. En á hverjum degi var Einar dag- farsprúður, hláturmildari öðmm fremur, þegnlegur í hópi bekkjar- systkina og einstaklega umtals- vandur maður. Okkur fmnst hann ekki hafa átt óvin í þeim fjölmenna hópi sem hann umgekkst þessi þrjú ár á Laugarvatni. Einar J. Eiríksson reyndist náms- maður í meðallagi en greind hans drógu menn ekki í efa, eins og hann tæki ekki á öllu sínu. Hann kom snemma á óvart með ágætis ritgerðum, reyndist þar góður próf- maður, og gat skrifað um hin sundurleitustu efni. í þeim ritsmíð- um sló hann ekki um sig frekar en endranær, efnið var kmfið til mergjar og niðurstöður lágu miklu ljósar fyrir hjá honum en hinum sem beittu fmmlegheitum og flæktu fyrir sér málið með „list“ sinni. Ekki gekk Einar heill til skógar þennan námstíma sinn. Hann hafði snert af flogaveiki en hélt henni niðri eftir kostum. Þetta bætti hann upp með einstakri reglusemi á vín og tóbak og mun hann hafa haldið þar vöku sinni til hinsta dags. Ekki hugði Einar á langskólanám eftir stúdensprófið 1956. Hann bjó í Reykjavík, fyrst hjá foreldmm sínum við Drápuhlíð en hin síðustu ár í eigin íbúð í Skaftahlíð 11. Hann fékkst við margvísleg störf, vann lengi á Bögglapóststoftinni en nú hin síðustu ár við þvottahús Landspítala. Hann átti sér áhuga- mál mest á sviði trúar sinnar. Hann mun hafa verið í Hjálpræðishemum á tímabili en hin síðustu árin var hann genginn í söfnuð Sjöunda dags aðventista. Þar leið honum með miklum ágætum. Hann sagði okkur að hann væri nú orðinn ein- stæðingur, fjölskyldulega séð. En söfnuðurinn væri með skipulagi sínu gleðileg uppbót og hann fyndi því ekki til neinnar einsemdar. Einar var skáldmæltur og viljum við flytja hér stutta vísu er hann orti um tvítugt og lýsir vel hans innri huga: Með svindli er þessi heimur vor að svika- myllu orðinn svífur yfir höfðum manna frelsisdauða korðinn. Ef opnum ekki eyra vort og hjarta fyrir Honum, er horfið burtu lífið ásamt mannsins einu vonum. Þannig orti ungur maður í miðj- um klíðum milli stúdentsprófa. Við áttum þess kost að vera með Ein- ari J. Eiríkssyni í vor er við héldum upp á 30 ára stúdentsafmæli okkar á Laugarvatni. Það var gaman að hitta hann eins og áður. Hann hafði haldið sjúkdómi sínum niðri í mörg ár. Hann undi sér vel í starfi sínu og hann hafði opnað eyra sitt fýrir trúarsöfnuði sem hann vænti sín mikils af. Hann var geðþekkur og einkar yfirvegaður, hláturmildur sem jafnan áður, góður félagi í hópnum. Og hann naut þess að hitta okkur aftur. En einmitt þá kom kallið. Drott- inn allsheijar hafði nú þroskað Einar J. Eiríksson til annarra og meiri starfa um geiminn. Þótt hon- um nú hverfi burtu lífíð í þessum heimi vitum við að „mannsins einu vonir" fylgja honum yfir til annars heims og verða þar hans veruleiki. Með þessum orðum þökkum við bekkjarsystkinin Einari J. Eiríks- symi frábæra samfylgd. Bekkjarsystkin í ML Þegar sólin iækkar á lofti, það fer að bregða birtu, haustvindamir leika, vitum við að sumarið er að kveðja og vetur konungur boðar komu sína. Eins er það þannig að í lífi hvers manns, einhvem tíma, haustar að, lífíð hverfur og starfs- degi líkur. Stundum eftir langan starfsdag, en stundum kemur dauð- inn snöggt sem reiðarslag og við emm óviðbúin. Þannig var það með vin minn Einar. Ég hitti hann hress- an og glaðan á þriðjudegi, daginn eftir var hann allur. Hann hafði átt við erfiðan sjúkdóm, flogaveiki, að stíða til fjölda ára, þannig að hann gekk ekki heill til skógar. Hann kvartaði ekki, hann talaði ekki um veikindi sín, hann tók hlutunum með jafnaðargeði. Hann fól sig og vini sína í hendi Guðs. Einar fæddist 18. febrúar 1935, aðeins rúmlega fimmtugur þegar kallið kom. Einar var vel gefinn og fróður um marga hluti. Eftir að stúdentsprófí lauk, lauk hann bú- fræðiprófí frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Einar var mjög trúaður og stefndi því hugur hans til að fræðast meira um andleg mál. Sett- ist í guðfræðideild Háskólans og nam þar hebresku í eitt ár. Ýmis störf vann Einar, meðal annars var hann hjá Pósti og síma, en nú síðast starfaði hann hjá þvóttahúsi Ríkisspítalanna. Á þessum tíma eignaðist hann marga góða vini sem hann kunni að mcta og þó að hann væri ekki daglegur gestur á þeirra heimili eða þeir á hans, urðu þarna hlý vináttubönd. Fyrir þessa vináttu var Einar mjög þakklátur. Einar tók dijúgan þátt í bindindismálum og var hann félagi í stúkunni Einingin nr. 14. Þar eignaðist hann marga góða vini sem áttu sömu áhuga- mál. Einar vígðist sem hermaður í Hjálpræðisherinn og var virkur þar í starfí í nokkur ár, í þeim hópi naut sín vel sú hlýja og vinátta er frá honum stafaði, hann fann til með þeim sem áttu um sárt að binda. Einar var leitandi í trúmálum og fyrir rúmum tveim árum samein- aðist hann þeim söfnuði er hefur sjöunda daginn að minnismerki, laugardaginn, sem er hinn rétti biblíulegi hvíldardagur samkvæmt kenningu Heilagrar ritningar og eins og skáldkonan Björk túlkar svo fallega í erindi eins gullfallegs sálms: Hvíldardagur gleðigjafi Guði helguð stund þín hver bendir oss af himins hafi heim, hvar birta Drottins er heim að ströndu Ijóssins linda lífs þar perlan dýrust skín heims frá vegi soiga, synda sólbjöit náð þar aldrei dvín. (Björk) Að leiðarlokum vil ég þakka Ein- ari samfylgdina, að vísu stutt kynni en góð og göfug. Hann var vinur vina sinna, horfði fram á veginn, bíðandi hinnar sælu vonar þar sem Hinn 27. ágúst sl. lést gamall kunningi minn, Guðmundur Bjama- son frá Mosfelli, á sviplegan hátt. Við þá andlátsfregn rak mig í roga- stans og var sem fótunum væri kippt undan mér. Kynni okkar Guð- mundar hófust í skóla, en þó aðallega í gegnum annan eldri bræðra hans, Bjarka. Guðmundur var knár í vexti og mjög bjartur yfírlitum, kvikur í hreyfíngum og ávallt mjög hress í bragði. Skopskyn hafði hann ómælt eins og öll þau systkin. Kynnin urðu því auðveld, þar sem léttleikinn var mikill. Að loknu gagnfræðaprófí gekk Guðmundur i Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræði- námi vorið 1974. Sveitabúskapur réttlætið býr. Ég vil kveðja Einar með orðum Ritningarinnar er skráð eru í 1. Þessaloníkubréfí 4:13-18. „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hrygg- ir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því, að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru; því að það segjum vér yður og höf- um fyrir oss orð Drottins, að vér sem lifum og erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu; því að sjálf- ur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu; og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum.“ Einar hvílir nú í faðmi náttúrunn- ar uns Drottinn samkvæmt orðum Heilagrar ritningar kemur í skýjum himins og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Sá dagur er ekki langt undan. Þegar Drottinn mun birtast í skýjum him- ins með miklum englaher, mun hann sækja sitt fólk og þeir sem trúir hafa reynst, fá að dvelja með honum um alla eilífð. Þessu trúði Einar og þessum sannleik Heilagrar ritningar vildi hann miðla vinum og vandamönnum. Hann átti góða vini innan aðventsafnaðarins, nú er Einar kært kvaddur af þeim, þeir þakka ánægjulegar samveru- stundir, varðveita minninguna um góðan dreng. Kæru vinir, þið sem syrgið látinn bróður, vin og frænda á komandi dögum, ykkur er það huggun harmi gegn að ylja ykkur við minningam- ar um látinn vin sem gekk hægt um gleðinnar dyr. Sporin sem hann skildi eftir voru mörkuð velvild og hlýju til samferðarmanna sinna. Hafí Einar hjartans þökk, hann hvílir nú uns lúðurinn hljómar og Drottinn kemur í skýjum himins, þess dags væntum við og vinir hann Óllum aðstandendum sendi ég hlýj- ar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning látins vinar. Karl Vignir „Þar sem góðir menn fara, eru Guðsvegir". Þessi setning kemur mér í hug þegar ég minnist vinar míns Einars J. Eiríkssonar sem lést 20. ágúst aðeins fímmtíu og eins árs að aldri. Á þessari stuttu ævi auðnaðist honum samt að gefa öðr- um þá ástúð og hjartahlýju sem hann átti í svo ríkum mæli og ein- kenndi viðmót hans. Einar J. Eiríksson fæddist 18. febrúar 1935. Hann var af góðu fólki kominn í báðar ættir og átti átti hug hans og starfaði hann mik- ið við landbúnað auk sjómennsku. Hann rak t.d. á tímabili garðyrkju- stöð austur í sveitum með æskuvini sínum Jóni Jóhannssyni frá Dals- garði. í garðyrkjustöðinni þar hjá vini sínum starfaði hann lengi vel. Síðastliðið sumar hóf Guðmundur tijárækt á landskika héma í dal- botninum. Vonandi er að sá reitur fái að dafna um ókomin ár, sem minning um einn Ijósan geisla í dalnum. Ég hitti Guðmund ekki oft hin síðari ár, vegna eigin fjarvera við nám og hans við störf til sjávar og sveita. Ég man þó eitt sinn er ég rakst á hann á síðastliðnum vetri, tók í hönd hans. Man hve þykk hún var og vinnuþétt. Slík hönd hlýtur Kveðjuorð Guðmundur Bjarna- son frá Mosfelli ekki langt að sækja ljúfmennski^" sína og höfðingsskap. Foreldrar hans vora Jón Éiríksson skipstjóri og seinni kona hans Guðbjört Ein- arsdóttir b. í Stakkadal á Rauða- sandi Sigfreðssonar, bæði vora þau hjón ættuð úr Barðastrandarsýsl- unni. Einar bar mikið svipmót Einars Sigfreðssonar afa síns sem^ hann mat mikils. Af fjóram systkin- um hans er Ragnheiður Sigríður skrifstofustjóri ein á lífi, en hin vora Steinþór, sem fórst ungur með dönsku skipi á stríðsáranum, Ólafur Heiðar kennari og Bergljót læknir en hún var alsystir Einars. Þau Einar og Bergljót vora fædd í Dan- mörku þar sem faðir hans var í siglingum og tóku þau og móðir þeirra þess vegna upp nafnið Eiríks- son sem Eiríkur hélt síðan er hann kom heim í Petsamo-ferðinni 1940. Einar lauk stúdentsprófi frá Laugarvatni og stefndi að því að** læra dýralækningar og fór í þeim tilgangi í bændaskólann á Hvann- eyri og útskrifaðist þaðan vorið 1957 en veikindi hans hömiuðu frekara námi. Þó var hann einn vetur í guðfræðideildinni og nam þar hebresku en guðfræðin átti hug hans alla tíð. Faðir hans var með farsælustu skipstjóram um sína daga og sjálfur sigldi Einar á sumr- in á strandferða- og farskipum um nokkur ár en lengst vann hann í I»sthúsinu en síðustu árin í þvotta- húsi Ríkisspítalanna. Sterkasti þátturinn í fari Einars var trúarstyrkur hans og var það mjög ríkt hjá honum að gefa a^. sjálfum sér og gleðja aðra. Við sem þekktum hann vissum að hann tók trú sína mjög alvarlega og að hún var ekkert hégómamál fyrir hann. Hann var einstaklega bænrækinn og var lifandi vitnisburður trúar sinnar í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Einar var alla ævi mjög bindindissinnaður og starfaði í stúkunni Einingunni nr. 14 og gegndi þar trúnaðarstörfum og var mjög einlægur í bindindismálum eins og öllu því er hann tók sér^ fyrir hendur. Einar var einstaklega vel gerður maður og yfírvegaður enda ágætum gáfum gæddur. Einar átti létt með að yrkja fallegar vísur, einnig átti hann auðvelt með að koma fyrir sig orði og var vel rit- fær. Þrátt fyrir veikindi sín var Einar mjög glaðsinna og gat verið gamansamur. Hann hafði mikið dálæti af bókalestri og las bæði andleg rit og þjóðlegan fróðleik. Einar var góður sögumaður og söng bæði í kirkjukór Aðventskirkjunnar og í kór á hundrað ára afmæli stúku sinnar. Hann hafði á unga aldri starfað í KFUM og síðan í Hjálp- ræðishemum en sína beztu vini eignaðist hann í söfnuði aðventista^ og ef vinur minn Einar J. Eiríksson mætti sjálfur mæla, mundi hann vilja þakka sínum góðu félögum í söfnuði aðventista fyrir alla þeirra miklu umhyggju, falslausa og sanna vináttu. Sigurgeir Þorgrímsson að hafa nóg að starfa í garðinum handan móðunnar. Við, fjölskyldan í Túnfæti, vott- um foreldram hans, systkinum, unnustu og öðram aðstandendum og syrgjendum innilega samúð. Þorkell Jóelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.