Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 • ‘ • . Veiðin í Leirvogsá hefur verið góð í sumar eins og víðast hvar annars staðar. Þó hefur hún nokkrum sinnum orðið ansi vatnsiítil og þá er hún vandveidd. Hér er rennt f Helguhyl í kvöldsólinni fyrir nokkru. NÚ dregur óðum að vertíðar- lokum í laxveiðinni, veiði er lokið í fjórum ám og veiði lýkur i þeim síðustu 20. september, en flestum þetta 5.—15. sept- ember. Það eru Laxá í Aðaldal, Þverá, Laxá á Asum og Norð- urá, sem hafa lokað og lítum nú á útkomuna: Hæsta talan úr Aðal- dal... Klakveiði hófst í Laxá í Aðal- dal um helgina, en aðalvertíðin gaf 2.850 laxa. Talan gæti slagað eitthvað lengra upp í 3.000 með klaklöxum sem fara í veiðibókina eins og aðrir stangarveiddir laxar úr Laxá. Klakveiðin byrjaði vel, margir laxar náðust, þar af einn 27 punda og annar miklu stærri slapp eftir að hafa farið með línuna um stein og slitið. Var tal- að um 35—40 punda lax. Mikill lax er í ánni og ef tíð hefði ekki verið laxveiðimönnum erfið á stundum hefði aflinn trúlega orðið mun meiri. í fyrra veiddust 1.911 laxar í Laxá og 1.256 sumarið á undan. Mikill fjöldi 20—27 punda laxa veiddist, miklu fleiri en geng- ur og gerist í seinni tíð. Laxá á Asum best... Veiði í Laxá á Asum lauk um mánaðamótin og veiddust í þess- ari furðulegu laxveiðiá 1.812 laxar á aðeins tvær stangir, en það gera auðvitað 906 laxar á hvora stöng, eða 9,8 laxar að meðaltali á stöng á dag. Laxá er því ekki bara besta íslenska áin, heldur sú besta í heiminum, þar sem Atlantshafslaxinn veiðist. í fyrra veiddust 1.440 laxar í ánni og þótti mjög gott, en sumarið 1984 veiddust 625 laxar og þótti ördeyða þótt slík veiði í tveggja stanga á þætti annars staðar hreint afbragð. Ef talið er frá árinu 1976 hefur aðeins eitt sum- ar auk 1984 veiðst færri laxar en 1.000, sumarið 1980, en þá veiddust 956 laxar. Besta veiðin á umræddu tímabili var sumarið 1978, en þá veiddust 1.854 laxar í ánni. Umrætt sumar var met- veiðisumar á Íslandi. Óvenju margir 20—24 punda laxar veidd- ust í sumar, flestir á flugu. Þverá með næst- flesta... Þverá (og Kjarrá) gaf næst mesta fjöldann, en enn er ekki útséð um hvort einhver hinna ánna ýtti henni úr öðru sætinu. í ánni veiddust 2.040 laxar og var veiðin þá orðin afar léleg mikinn hluta ágústmánaðar vegna þurrka og vatnsleysis. Ef skilyrði hefðu verið betri, hefði veiðin örugglega orðið miklu meiri, því enginn skortur var á laxi nema síður sé. 1.550 laxar veiddust í ánni í fyrra og 1.082 laxar sumarið 1984. Norðurá bætti sig ... Norðurá gaf 1.600 laxa sem var mikið betri veiði en í fyrra, en þá veiddist 1.121 lax, en 1984 aðeins 856 stykki. Norðurá er því á uppleið. Framan af var veiði með ágætum, laxinn í vænna lagi og mikið af honum. Undir það síðasta þjakaði vatnsleysi bæði laxa og veiðimenn, laxar týndu tölunni og eftir voru að sögn frek- ar fáir og smáir. 20 punda lax veiddist í Norðurá, en slíkt hefur ekki hent í mörg ár. Meira: Næstu daga verða ferskar tölur úr ánum hér á síðum, rigning um helgina hleypti lífí í veiðina mjög víða og útlit fyrir góðan enda- sprett á góðri vertíð. Söluskattur og aðflutnings- gjöld felld niður af jarðborum Albert Guðmundsson, iðnaðar- ráðherra, hefur gert tillögu um að söluskattur og aðflutnings- gjöld verði felld niður af tækjum til jarðborunar, sem einstakling- ar flytja inn og reka. Jarðboranir hf. hafa þegar slíka undanþágu. í febrúarmánuði sl. var stofnað fyrirtækið Jarðboranir hf. með samruna Jarðborana ríkisins og Gufubors ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Eiga ríkið og Reykjavíkur- borg hið nýja hlutafélag og er eignarhluti hvers um sig 50%. í nýlegu yfírliti iðnaðarráðherra um verkefni og stofnanir, sem heyra undir iðnaðarráðuneytið, segir að „nokkrir einkaaðilar hafí áhuga á að hefja rekstur minni jarðbora m.a. til ferskvatnsleitar". Því sé eðlilegt að gera tillögu um frekari útfærslu undanþáguákvæðis frá söluskatti og aðflutningsgjöldum til að jafna samkeppnisstöðuna. Sjóefnavinnslan hf.: Framleiðsla kol- sýru, þurríss o g kísils hefst brátt Nú hillir undir að Sjóefna- vinnslan hf. hefji framleiðslu á kolsýru, þurris og kisli, að því er fram kemur í skýrslu iðnaðar- ráðuneytis um stofnanir og verkefni, er undir ráðuneytið heyra. Iðnaðarráðuneytið hefur á síðustu misserum styrkt Sjó- efnavinnsluna til að leita eftir nýjum framleiðslusviðum. Arangur styrksins er sá er að framan greinir. Ráðuneytið hefur nýlega veitt Sjóefnavinnslunni viðbótarstyrk i þessu skyni. Skal hann notast til „alhliða könnunar og jafnframt kynningar á notkunarmöguleikum jarðhita til iðnaðar". fltorjflitfiMiiftifo Áskriftarsiminn er 83033 SKEMMHRÞÉR HmiRFÓLK Þaö er alltaf gaman aö heimsækja svona sýningu. Þú röltir um og skoðar í rólegheitum, kynnist nýrri vöru eða þjónustu. Bragöar jafnvel á spennandi réttum sem í boöi eru. Þú gætir líka gert reyfarakaup, því mörg hagstæð kynningartilboð eru í gangi. Svo geturðu sest niður, fengið þér kaffibolla eða aðrar veitingar meðan þú bíður eftir COMMODORE CABARET. MARKAÐUR SKEMMTUN HeimiliÖlBó Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.