Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2, BÉPtÉMBER lðfe6 41 Reynir Pálsson bóndi á Stórubrekku í Fljótum og framkvæmdastjóri Miklalax hf. í baksýn sést það sem risið er af seiðastöð fyrirtækisins á Lambanesreykjum. einbeita sér að framleiðslu göngu- seiða og er stefnt að framleiðslu 400 þúsund laxaseiða í upphafi og stækkun síðar ef aðstæður leyfa. Stefnt er að sölu göngu- seiða til írlands og Noregs, enda útflutningsverðið gott um þessar mundir, hvað sem síðar verður. Reynir sagði að búast mætti við lækkuðu seiðaverði á næstu árum, ef til vill eftir 3-5 ár, en það væri svo gott nú að stöðvarnar þyldu töluverða lækkun án þess að reksturinn færi úr skorðum. „Annars held ég að við íslending- ar höfum aðstöðu til að sérhæfa okkur í seiðaframleiðslu og selja til annarra landa, það er að segja ef við getum haldið áfram að framleiða heilbrigð og góð seiði, sem eru góð í eldi. En ekki þarf nema einn sýktan farm til að eyði- leggja markaðinn," sagði Reynir. „Neðansjávar- hitaveita“ Síðar er ætlun forráðamanna Miklalax hf. að nýta seiðin til framhaldseldis, og kemur Mikla- vatn þar sterklega til greina, að Bændur í Fljótum stofna fiskeldisstöð: „Eigum ekki aðra betri vaxtar- möguleika fyrir sveitarfélagið“ - segir Reynir Pálsson framkvæmdastjóri Miklalax hf, BÆNDURI Fljótum hafa stofn- að hlutafélag um byggingu og rekstur fiskeldisstöðvar í sam- vinnu við Siglfirðinga og fleiri aðila. Félagið heitir Miklilax hf. og hefur það nú hafið bygg- ingu seiðastöðvar á Lambanes- reykjum í Holtshreppi. Nær allir bændur í Holtshreppi eru hluthafar auk sveitarfélagsins sjálfs og bænda í Haganes- hreppi, og eiga þessir aðilar 65-70% hlutafjár. Rafveita Siglufjarðar og einstaklingar á Siglufirði eiga það sem eftir er ásamt Byggðasjóði sem á 10% hlutafjár. Góðar aðstæður til fiskeldis Reynir Pálsson bóndi á Stóru- brekku er framkvæmdastjóri Miklalax hf. í samtali við blaða- mann sagði hann að góðar aðstæður til fiskeldis hefðu ýtt undir stofnun félagsins. Þama væri heitt vatn og nóg af köldu vatni. Þá hefðu þeir Miklavatn sem væri góður og fijósamur sjór. „Við eigum ekki aðra betri vaxtar- möguleika fyrir sveitarfélagið en þennan, og því var ráðist í stofnun félagsins," sagði Reynir. Hann sagði að mikil samstaða hefði verið f sveitinni um þessa fram- kvæmd, enda væri það forsenda þess að þetta hefði verið fram- kvæmanlegt. Reynir sagði að byrjað hefði verið að ræða um stofnun fískeld- isstöðvarinnar um síðustu áramót og hlutafélagið stofnað í apríl. Framkvæmdir við seiðaeldishús hófust síðan í sumar. Unnið verð- ur við það í vetur og það tekið í notkun eftir því sem þörf er á. Fyrstu hrognin verða tekin í haust og fyrstu gönguseiðin verða því væntaniega seld vorið 1988. Stefnt á „seiðagnllið“ í fyrstu ætla Miklalaxmenn að sögn Reynis. Sagði hann að fyrstu niðurstöður rannsókna á vatninu sýndu að það væri kjðrstaður fyr- ir framhaldseldi, þar sem undir ferskvatnslaginu væri hlýr sjór, nokkurs konar „neðansjávarhita- veita". Hugmyndin væri að dæla Unnið Við byggingu seiðahússins. Morgunblaðia/HeUn Bjamason sjónum í ker eða tjamir á landi og vera með framhaldseldi þar. Einnig væm uppi hugmyndir um að reyna hafbeit í Reykjaá, en ekki væri þó grundvöllur fyrir henni með því seiðaverði sem nú gilti. Þá sagði Reynir að ætlunin væri að athuga einnig möguleika á eldi annarra físktegunda, til dæmis rækju, humars og fleiri tegunda sem þyrftu mikið af heitu vatni. „Viljum eiga þetta sjálfir“ Aðalráðgjafi Miklalax hf. er skoska ráðgjafarfyrirtækið Fish Farming Development Ltd. „Við leituðum til þeirra vegna þess að þar áttum við von á að fá bestu hugsanlegu þjónustuna, og höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þeir eru okkar ráðgjafar og aðstoða okkur auk þess við söluna. Menn frá þeim verða hér í þrjú ár til að leiðbeina okkur með eldið. Þjónustan er greidd í formi hagn- aðarhlutdeildar, þeir fá 10% af hagnaði stöðvarinnar. Þetta verð- ur til þess að þeir leggja sig alla fram við eldi og sölu, því ef illa gengur fá þeir ekkert fyrir sína vinnu," sagði Reynir. „Peningamenn" úr Reykjavík og erlendir aðilar em með í flest- um nýjum fiskeldisstöðvum nú um stundir, en ekki Miklalaxi. „Við vildum eiga þetta sjálfir, en það hefur ekki gengið átakalaust,“ sagði Reynir. Hann sagði að þó eigendurnir legðu fram mikið hlutafé í byijun hefði reynst erfitt að fá lánsfjármagn til viðbótar og að komast í bankaviðskipti. „Við höfum rekið okkur á ýmsa veggi. Þó stjórnvöld hafi verið að hvetja menn til að fara út í fisk- eldi virðast ansi margir hlutir hanga enn í lausu lofti," sagði hann. Kröfuharður búskapur í Holtshreppi em 95 íbúar og hafa allir sem vettlingi geta vald- ið getað fengið vinnu við bygg- ingu stöðvarinnar. Síðan munu 5-7 fastir starfsmenn verða við stöðina þegar hún kemst í rekst- ur. Sagði Reynir að ef þessi stöð gengi væri með henni búið að treysta mjög byggðina í Fljótun- um. Vegna samdráttar í hinum hefðbundnu búgreinum hefur bændum töluvert verið beint í flskeldi. Aðspurður um möguleika bænda sagði Reynir: „Ég tel að þeir séu hverfandi nema það sé gert eins og hér, að samstaða náist í heilum byggðarlögum um stærri framkvæmdir. Það kostar svo mikið að koma svona stöðvum upp að það er ekki á færi ein- stakra bænda. Menn ættu fyrst og fremst að afla sér þekkingar, vaða ekki út í þetta, því of mörg slys hafa orðið hjá okkur á undan- fömum árum. Fiskeldi er erfiður búskapur, kröfuharðari en flest annað,“ sagði Reynir Pálsson. -HBj. 10—25°/o ÁFSLATTUR Bókabúð .MÁLS & MENNINGAR. LAUGAVEGI 18 SÍMI 24242 »*erl.orðabökum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.