Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEjMBER ,1986 47 aSaSSSSmia Þessir hringdu . . . Kannast einhver við þessar þulur? Helga Guðtnundsdóttir hríngdi og vildi vita hvort einhver kynni þulur sem hún lærði í æsku en man nú ekki nema brot úr. Sú fyrri nefn- ist Þómaldarþula og hefst á þessa leið: Hlýði menn mínum fræðum meðan ég bind sök mína við sleða Sagt var að maður hefði dáleitt þingheim með þuiunni og þannig komið í veg fyrir að annar maður yrði líflátinn. Endaði þulan á orðun- um: „og horfinn er fanginn". Seinni þulan nefnist Þorkels- dætraþula og hefst á þessum orðum: „Þorkell átti dætur tvær...“ Helga sagðist hafa heyrt brot úr þeirri þulu flutt nýlega í tengslum við 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar og þá með viðlagi. Gunna í beijamó Kristín Sigfúsdóttir hringdi og sagðist kannast við kvæðið Gunna í beijamó. „Kvæðið er eftir Kristínu Sig- fúsdóttur skáldkonu. Það birtist í heilu lagi í bókinni „Ungi litli" sem Steingrímur Arason gaf út 1931 og mun það vera einar 4 bls. að lengd." Drengnr týndi peysunni sinni Þórdís hringdi: „Sonur minn, 4 ára, týndi peys- unni sinni í miðbænum eða á Amarhóli á afmælisdegi Reylq’a- víkurborgar, 18. ágúst. Peysan er blá með grænlensku mynstri og hvítu stroffí í hálsinn. Ef ein- hver hefur fundið peysuna er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 82147.“ Hvað er að ger- ast á Sólheimum? Karl Stefánsson hringdi: „Hvað er að gerast á Sólheim- um í Grímsnesi? Það hlýtur að vera eitthvað að þegar forstöðu- maður heimilisins er í sífelldu hnútukasti, bæði við fyrrverandi og núverandi starfsfólk. Væri ekki rétt að það ráðu- neyti sem hefur með mál Sólheima að gera, og þá sérstaklega fjár- mál, reyndi að komast að því í hveiju sá misskilningur sem upp hefur komið liggur? Að mínu mati væri æskilegast að setja flármál heimilisins í ríkis- endurskoðun í stað þess að for- stöðumaðurinn þurfi að karpa um þau í blöðum." Drengnr týndi peningabuddu Margrét Svavarsdóttir hringdi: „Lítill drengur sem er gestur hjá mér tapaði peningabuddunni sinni einhvers staðar á Strandgötu í Hafnarfirði á fimmtudaginn, 28. ágúst. Buddan er búin til úr rauðum perlum og er í laginu eins og jarð- arber. Honum er sárt um þessa buddu því í henni voru vasapen- ingar sem hann hafði fengið frá föður sínum til að nota meðan hann er í heimsókn hér á íslandi. Ef einhver hefur fundið budd- una getur hann komið henni til skila með því að hringja í síma 53965.“ Óbleiktur salernispappír Starfsmaður hjá G. Hinriksson hf. hringdi vegna fyrirspuma frá Sumarbústaðareiganda um óbleiktan salemispappír. Sagði hann að þeir hjá G. Hinriksson hefðu haft til sölu óbleiktan sal- emispappír í 25 ár undir vöm- merkinu Union og væri hægt að kaupa beint frá þeim 64 rúllur í poka. Hægt að spara kaup á loftneti Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar. „Ég hef velt því svolítið fyrir mér hvers vegna þessi loftneta- skógur sjónvarpstækjaeigenda þrífst svo lengi sem raun ber vitni. Loftnetin lýta allt yfírbragð borgarinnar og auðvitað annars staðar og eru auk þess óþörf að mínu mati. Af tilviljun komst ég að því að loftnet er óþarft við mitt tæki. Ég komst að þessu vegna síendurtek- inna truflana sem ég skildi ekki hvaðan komu. Nú er semsagt kom- Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á því, að ritstjómarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspumum (Velvakanda. ið í ljós að ekki þurfti nema eins metra langan bút af fínum raf- magnsþræði fyrir loftnet og myndin á Sharp-litsjónvarpstæk- inu mínu varð skýrari en nokkm sinni fyrr. Það verður samt ekki komist hjá því að hafa loftnet og þræðimir mega ekki liggja nærri hver öðmm nema næst tækinu. Kannski geta einhveijir sparað sér peninga sem annars hefðu far- ið í kaup á loftneti?" Vísa vikunnar „Verið þið sýnilegir“l — segir Hi SÍS, í Pétursson, blaðafuUtrúi 1**t-íí" -„z ----- .. „ . . vWtatiddxu OfUrt Rokkaim. H«r «r tekið otut fyrir n Vlð aiþmgismenn mónnum rin* «* Jóni KriHjin.- Framsóknarflokksins í grcin i Sýn Helgi lýsir fauskum fornum, flokkinn varla nokkur kýs; ber hann æ á báðum hornum brennimarkið gamla, SÍS. Hákur ALLT í RÖÐ OC REGLU! Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - kaffistofa í hverjum krók! FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14, sími 672511 Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.