Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 32 Minning: Guðmundur Magn ússon bókari Fæddur 26. október 1922 Dáinn 24. ágúst 1986 Sjaldan verðum við mennirnir eins varir við vanmátt okkar og þegar einhver vinur eða ættingi er óvænt kallaður burtu úr þessum heimi. I dag verður jarðsettur frá Dómkirkjunni Guðmundur Magnús- son, hann Híi eins og hann heitir í mínum huga. Híi andaðist að kvöldi sunnudagsins 24. ágúst sl. í Borg- arspítalanum í Reykjavík eftir i tiltölulega stutta en stranga sjúk- dómslegu. Mig langar að minnast Hía með örfáum orðum sem síðasta þakklætisvott fyrir langa og góða viðkynningu. Híi fæddist 26. október 1922 og var því 63 ára er hann féll frá. Foreldrar hans voru Magnús Pét- ursson, héraðslæknir í Reykjavík, og kona hans, Kristín Guðný Guð- laugsdóttir. Magnús var Húnvetn- ingur, fæddur á Gunnsteinsstöðum í Langadal sonur Péturs Pétursson- ar bónda þar, en Kristín var dóttir Guðlaugs Guðmundssonar, sýslu- manns og bæjarfógeta á Akureyri. Böm Magnúsar og Kristínar auk ^ Hía eru Anna Guðrún, sem er látin, Eva María, sem býr í Flórída, Bandaríkjunum, og Margrét, sem býr í Reykjavík. Við Híi vorum æskuvinir og skólafélagar. Fyrstu kynni okkar urðu í Miðbæjarbamaskólanum. I þá daga sátu nemendur tveir og tveir saman við eitt borð og svo vildi til að við Híi settumst saman og sátum síðan saman eftir það alla okkar skólatíð. I bamaskólan- um, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, Ágústarskólanum sem svo var ' nefndur og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík. Við Híi urðum strax ákaflega samrýndir. Við lærðum saman og lékum okkur saman svo til hvem einasta dag strax frá fyrstu kynnum. Þegar andlátsfregn slíks æskuvinar berst, setur mann hljóðan og verður orða vant, en margt þýtur um hugann, margar Ijúfar minningar hrannast upp eins og perlur á bandi. Perlumar em misjafnlega stórar og skína misjafnlega skært. Mig langar til þess að minnast á örfáar perlur, þær sem skærast skinu er ég sett- ist niður til þess að skrifa þessar línur. (. Ég kem í fyrstu heimsókn heim til Hía. Þar eru stórir bókaskápar. Fleiri bækur en ég hef áður séð. Fjöldi þeirra er á erlendum tungu- málum. Læknabækur með mynd- um. Ég man enn hvað oft ég átti eftir að fletta þessum bókum, og hvaða áhrif myndimar, í litum, höfðu á mig, bamaskólastrákinn. Oft var ég daglegur gestur heima hjá Hía. íbúðin á Klapparstígnum var stór. Mun stærri en ég þekkti til. Þar var píanó, og það sem meira var, enginn sagði neitt þó aðkomu- strákur reyndi að spila á það. Ég man enn, þegar Einar Markússon spilaði Rhapsódíu nr. 2 eftir Liszt, á þetta píanó heima hjá Hía. ^ Fyrstu kynni okkar Hía af hand- bolta voru hjá Benedikt Jakobssyni í gagnfræðaskóla. Eftir það var handboltinn stærsta áhugamálið. Báðir vorum við í „liðinu ósigrandi" sem sigraði í öllum skólakep])num og að beiðni forráðamanna Víkings gekk allt liðið í það félag. Við Híi lékum síðan með Víkingi í mörg ár. Síðasta perlan, af ótalmörgum sem mig langar að minnast á hér og sem alltaf verður ógleymanleg. Grímuball heima hjá Hía. Ég veit, að þeir sem urðu þess aðnjótandi J>að vera á þessum grímuböllum, munu seint gleyma þeim. Mig grunar að móðir Hía, hún Gígí, hafí verið aðalhvatamaðurinn að þessum böllum, með bömum sínum. Gígí verður mér alltaf minnisstæð fyrir alla þá gestrisni og hlýju sem hún sýndi mér og fyrir alla þá upp- örvun sem hún sýndi okkur Hía varðandi allt það sem við vorum að bjástra við. Allt í einu eru æsku- og ung- dómsárin liðin. Leiðir okkar Hía skilur sjaldnar. Það er gangur lífsins. Híi var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Unnur Jónsdóttir frá Deildartungu í Borgarfírði. Þau eignuðust einn son, Guðlaug, sem nú er bóndi í Arabæ í Ámessýslu. Síðari kona Hía var Jóhanna Krist- jánsdóttir og lifír hún mann sinn. Með Jóhönnu eignaðist Híi þrjú böm, tvær dætur, Helgu Guðbjörgu og Onnu Guðnýju, og ein son, Kristján sem nú er látinn. Bama- böm Hía eru nú orðin níu. Fyrir um það bil sautján árum giftist sonur okkar hjóna dóttur Margrétar systur Hía og hittumst við Híi þá oftar. Á slíkum stundum var gaman að blanda geði á ný við Hía, sem var maður margfróður, sérstaklega skemmtilegur, bam- góður og hvers manns hugljúfí. Ég kveð Hía á þessari stund — og óska honum góðrar ferðar á sigl- ingu sinni inn í sólina handan flóans. Minningin um góðan dreng og æskufélaga mun lifa. Um leið þakka ég fyrir margar ógleyman- legar samvemstundir og órofa vináttu. Ég og fjölskylda mín sendum Hönnu, eiginkonu Hía, og öllum öðrum sem um sárt eiga að binda innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Guðmundar Magnússonar. Benedikt Antonsson Þegar góðir vinir kveðja, er sezt niður og hugsað til baka. Ég kynnt- ist Guðmundi þegar ég var ungling- ur og hann u'ngur maður, nýkvæntur Jóhönnu, systur minni. Guðmundur var greindur maður og víðlesinn. Hrókur alls fagnaðar á vinafundum, enda orðheppinn og átti auðvelt með að tjá sig. Hvar sem Guðmundur stundaði vinnu, var hann með eindæmum vinsæll og kjörinn til forustu fyrír félaga sína. Ég vil þakka honum það, sem hann hefur verið mér og minni fjöl- skyldu. Ræktarsemi, sem hann sýndi tengdaforeldrum sínum, með- an þau lifðu, var lofsverð. Þetta þökkum við af alhug. Fyrir 30 árum bjó ég á heimili þeirra hjóna, undir þeirra vemdarvæng, um eins árs bil. Þá var búið þröngt, en þar sem hjartarými er, þar er húsrými. Það skarð, sem nú er höggvið, verður vandfyllt. Tómarúm er í sálinni. Guðmundur barðist hetjulega við þann sjúkdóm, sem læknavísindin ráða ekki ennþá við, vitandi að hveiju stefndi. Hann sýndi sálar- styrk. Jóhanna og Guðmundur eignuð- ust 3 börn. Dæturnar Helgu Guðbjörgu og Önnu Guðnýju og soninn Kristján, sem lézt fyrir 3 ámm. Guðmundur átti ennfremur soninn Guðlaug af fyrra hjóna- bandi. Ég og fjölskylda mín vottum systur minni, börnum Guðmundar, tengdabörnum, bamabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs bless- unar í þeirra sorg og trega. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Vald. Briem Björg Kristjánsdóttir Vinur minn, Guðmundur Magn- ússon, er látinn. Langar mig að minnast hans í fáum orðum. Ég kynntist Guð- mundi heitnum fyrir 3 árum er ég og Helga, dóttir hans, felldum hugi saman. Þijú ár er ekki langur tími af ævi manns, en getur jafnframt verið mönnum dýrmætur og lær- dómsríkur. Strax við fyrstu kynni, er ég kom á heimili þeirra hjóna Guðmundar og konu hans, Jóhönnu Kristánsdóttur, var mér vel tekið og tókst með okkur ómetanlegur vinskapur. Varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi, að fara með þeim hjón- um í frí til Flórída síðastliðinn vetur. Guðmundur hafði mikið lagt upp úr ferðum þeirra hjóna til Flórída, til að vera samvistum við systur sína, Evu Maríu, og fjölskyldu hennar. Fræddi hann mig þar um margt sem mér er minnisstætt og á vonandi eftir að koma mér að góðum notum í lífínu. Guðmundur fæddist 26. október 1922 og var því rétt tæplega 64 ára gamall er hann lést. Hann var sonur hjónanna Kristínar Guðnýjar Guðlaugsdóttur og Magnúsar Péturssonar, bæjar- læknis í Reykjavík. Þann 4. júlí 1948 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu Kristjánsdóttur frá ísafirði. Eignuðust þau þijú böm. Þau eru Helga Guðbjörg, Kristján, en hann lést þann 27. ágúst 1983, og Anna Guðný. Frá fyrra hjónabandi átti Guðmundur einn son, Guðlaug. Fædd 9. apríl 1923 Dáin 24. ágúst 1986 Hún Inga frænka var í hugum okkar systkinanna í Hlíð við Selja- landsveg, ísafírði, einskonar ævin- týrapersóna. Eins langt og við munum var alltaf tilhlökkun þegar von var á henni í heimsókn. Glað- lyndi hennar og elskuleg framkoma höfðuðu ekki síst til barnahópsins hjá Jóhönnu og Kristjáni, alltaf mundi hún eftir að koma með glaðn- ing handa okkur þó þess væri ekki þörf, því glaða létta fasið hennar heillaði okkur alveg. Hún var sú af systkinum pabba, sem við höfðum mest samband við. Seinna í lífínu sem unglingar og fullorðið fólk héldum við flest áfram miklu sambandi við hana. Tvær af systrunum unnu hjá henni þegar hún var hótelstýra í Bjarkarlundi og minnast þess tíma sem glaðra æskustunda í návist hennar. Seinna er hún var forstöðukona að Staðar- felli í Dölum styrktust vináttubönd enn við eina úr systkinahópnum sem þar er búsett. Inga frænka var þannig persóna að allir áttu auðvelt með að gera hana að trúnaðarvini sínum, enda vildi hún hvers manns vanda leysa. Mörg voru þau málin, stór og smá, sem urðu auðveld viðureignar þegar Inga frænka hafði lagt þeim lið. Inga frænka var tvígift, fyrri maður hennar var Karl Ingimund- arson, en hann er látinn. Seinni maður Ingu, Ingólfur Eyjólfsson, féll vel inn í vinahópinn, hlýlegur og rólegur. Yngsti sonur Ingu tengdist okkar fjölskyldu mikið þar sem hann dvaldi langdvölum heima hjá okkur. Við systkinin eigum bjartar minningar um allar stundir sem við áttum með Ingu frænku, manni hennar og fjölskyldu og við minn- umst með þakklæti síðustu sam- Hanna mín, missir ykkar er mik- ill, þú og dætur þínar hafíð verið hetjur í baráttunni, sem við svo allt of oft töpum. Ég votta þér, mín kæra vina, dætrum þínum og fjöl- skyldum þeirra, Guðlaugi og fjöl- skyldu hans, mína dýpstu samúð, og megi guð styðja ykkur og styrkj- ka á slíkri sorgarstund. Guðmundi, mínum kæra vini, þakka ég allt og allt. Hjálmtýr Sigurðsson í dag kl. 10.30 verður kvaddur frá Dómkirkjunni Guðmundur Magnússon, bókari hjá Flugleiðum, en hann andaðist sunnudaginn 24. ágúst sl. eftir erfíða sjúkdómslegu undanfama mánuði. Guðmundur fæddist 26. október 1922, sonur sæmdarhjónanna Kristínar Guðlaugsdóttur og Magn- úsar Péturssonar, borgarlæknis og fyrrum alþingismanns. Af bömum þeirra hjóna eru enn á lífi systumar Margrét, búsett í Reykjavík, og Eva María, sem hefur verið búsett vestan hafs í meira en ij'óra áratugi, en er nú komin heim til að kveðja bróður sinn hinsta sinni. Eftirlifandi eiginkona Guðmund- ar er Jóhanna Kristjánsdóttir. Hefur hún stundað Guðmund í erf- iðum veikindum hans undanfama mánuði af einstakri alúð og um- hyggju. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Á lífi eru systurnar Helga Guðbjörg, fædd 1951, hús- móðir og tölvuforritari, búsett í Reykjavík og Anna Guðný, fædd 1956, húsmóðir og tölvuritari, bú- sett í Neskaupstað. Einkasonur þeirra, Kristján, fæddur 1954, and- aðist 27. ágpist 1983. Með fyrri konu sinni eignaðist Guðmundur soninn Guðlaug, nú bónda á Arabæ í Flóa. Hann fædd- ist 1942. Kynni okkar Guðmundar hófust árið 1980 þegar hann réð sig til starfa í aðalbókhaldi Flugleiða. verustundanna á ættingjamótinu á Varmalandi í júlí síðastliðnum. Inga átti merkilegan starfsferil að baki og eflaust verða aðrir til að minnast hennar á þeim vettvangi. Við send- um Ingólfí, sonum og flölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Börn Kristjáns og Jóhönnu Enn á ný hefur hinn slyngi sláttu- maður bmgðið brandi sínum og lagt að velli góðan vin. Þegar árin fær- ast yfír gerist það æ tíðara að skörð séu höggvin í vinahópinn. Einn af öðmm hverfa þeir yfír móðuna miklu. í dag verður gerð útför frú Ingi- gerðar Guðjónsdóttur, skólastjóra, frá Keflavíkurkirkju. Þegar staðið er yfír moldum Ingi- gerðar, rifjast upp minningar frá liðnum samstarfsámm. Enda þótt liðin séu rúm 20 ár frá því sam- starfí, leiddi það til vináttu, sem varað hefur síðan, þó að fundum hafí fækkað hin síðari árin. í þessum fáu kveðjuorðum til Ingigerðar ætla ég mér ekki þá dul að rekja ævistarf hennar í smáatrið- um, til þess brestur mig kunnáttu og getu, enda munu aðrir mér fær- ari verða til þess. Mig langar aðeins að minnast hennar frá þeim ámm er við unnum að sameiginlegu áhugamáli. Ingigerður varð hótelstjóri í Bjarkalundi sumarið 1958 til hausts 1962, er hún varð skólastjóri á Staðarfelli í Dölum. Á þessum ámm átti ég náið samstarf við Ingigerði vegna starfa minna í Barðstrend- ingafélaginu. Mér er mjög ljúft að minnast þessara ára, því vart er hægt að hugsa sér betri samstarfsmann en Ingigerður var. Hún var sérlega glaðleg í öllu viðmóti og óvílsöm, þó aðstæður væm fmmstæðar og erfiðleikar miklir sökum vanbúnað- Ingigerður Guðrún Guðjónsdóttir - Kveðja Fram að því hafði hann lengst af starfað við akstur langferðabifreiða og nokkur ár verið afgreiðslumaður hjá Dráttarvélum hf. Ýmsum þótti Guðmundur færast allmikið í fang, kominn hátt á sex- tugsaldur og lítt vanur bókhalds- störfum, að ætla sér að ljúka starfsævinni við háþróað og marg- slungið tölvubókhald. Ekki liðu samt margar vikur, þar til hann hafði náð fullu valdi á sínu starfí, enda athugull og vandvirkur svo af bar. Hef ég fáa séð skipuleggja verk sín jafnvel og hann gerði og vom afköstin og nákvæmnin í sam- ræmi við það. I apríl sl. þegar Guðmundur kom heim úr fríi var ákveðið að hann hæfí störf við nýstofnað viðskipta- mannabókhald Flugleiða, sem er alfarið tölvuvætt, en Helga dóttir hans hafði átt stóran þátt í hönnun þess. Hef ég fyrir satt að Guðmundur hafí hlakkað til hins nýja starfs, sem einmitt kallar á eiginleika þá sem Guðmund prýddu. Og vissulega hlakkaði undirritaður til enn nánara samstarfs en áður hafði verið. En margt fer öðmvísi en áætlað er. Eftir því sem leið á aprílmánuð ágerðust veikindi Guðmundar svo að hann kom aldrei til síns nýja starfs. Með Guðmundi er genginn góður drengur, dagfarsprúður, kátur og skemmtilegur, frábærlega minnug- ur á menn og málefni, maður, sem við heyrðum aldrei segja hnjóðsyrði um aðra menn, en ávallt lagði gott til málanna. I dag þegar við vinnufélagar Guðmundar kveðjum hann hinsta sinni sendum við eiginkonu, bömum og systmm og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau á kveðjustundinni. Eftir lifír minningin um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Sigurður Jónsson ar hótelsins að rækja það hlutverk sem því var ætlað. Ingigerður rækti starf sitt af stakri samviskusemi og dugnaði, og kunni ekki að hlífa sjálfri sér. Ég býst við, að margan ferðamann- inn, sem kom þreyttur og slæptur í Bjarkalund, hafí síst gmnað, að húsfreyjan gekk oft sjálf úr rúmi, til að hann fengi næturhvíld, en hún vakti nóttina af eftir erfíðan starfs- dag. Þannig var Ingigerður, henni fannst það skylda sín að ljá gestum húsaskjól, meðan nokkur smuga var innan dyra, enda þótt hún og starfs- fólk hennar þyrfti að ganga úr rúmi. Eins og áður sagði var Ingigerð- ur mjög glaðleg í viðmóti og með hlýrri glaðværð átti hún auðvelt með að laða að sér fólk, enda sást það vel á því hversu mikilla vin- sælda hún naut í starfí sínu, bæði hjá héraðsbúum í A-Barðastrandar- sýslu og ferðamönnum, sem leið áttu um Bjarkalund. Nú að leiðarlokum vil ég flytja Ingigerði þakkir mínar fyrir störf hennar og ekki síst fyrir persónu- lega vináttu um áratugaskeið, og ég veit að ég mæli fyrir munn fjöl- margra félaga Barðstrendingafé- lagsins í Reykjavík, þegar ég flyt henni þakkir og sendi eiginmanni hennar og sonum innilegar samúð- arkveðjur. Vikar Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.