Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 33 speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson I dag ætla ég að fjalla um samband Meyjar (23. ágúst— 23. sept.) og Vogar (23. sept,—22. okt.) Einungis er fjallað um sólina og eru les- endur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömu- merki, að aðrir þættir en hér eru nefndir hafa einnig áhrif. Ólik merki Hin dæmigerða Meyja er jarðbundin, nákvæm og gagnrýnin. Vogin er heldur meira í skýjunum, er jákvæð, félagslynd og reynir að sætta ólík sjónarmið. Sundrung Merkúr, pláneta rökhugsun- ar, handlagni og miðlunar, stjómar Meyjunni. Ríkt í eðli hennar er að sundurgreina umhverflð og brytja niður í smáeiningar. Hún hefur ríka fullkomnunarþörf, er ná- kvæm og hefur skarpa sjón á minnstu smáatriði. Fyrir vikið er hún gagnrýnin. Hin dæmigerða Meyja hefur yndi af því að benda öðm fólki á ófullkomleika þess sem og á öll möguleg vandkvæði og galla sem em á hverju mál- efni. Samvinna Venus, pláneta ástar, sam- vinnu og fegurðar, stjómar Voginni. Hin dæmigerða Vog leitar þess sem sameinar menn, er kurteis, ljúf og þægileg, vill frið, jafnvægi og samvinnu. Við sjáum því auð- veldlega hvaða þættir geta farið í taugarnar á þessum merkjum. Vogin sem leggur sig fram við að sjá það sam- eiginlega hrekkur við þegar Meyjan bendir á vankanta. Meyjan á aftur erfítt með að skilja umburðarlyndi Vogar- innar. Nágrannar Við skulum ímynda okkur að Vogin standi út í garði heima hjá sér og sé í mestu makind- um að ræða við nágrannann. Hún segir eitthvað á þessa leið: „Þetta með fegmnarviku er ágæt hugmynd. Við í göt- unni ættum kannski að taka höndum saman og hreinsa garða og stéttir. Eða hvað finnst þér?“ og hún lítur vin- samlegum augum á nágrann- ann og brosir á þægilegan og aðlaðandi hátt. Áður en nágranninn svarar kemur Meyjan aðvífandi. Hún segin „Veistu það Jón, að garður þinn er götunni til skammar. Hann er sóðalegur. Þú ættir að drífa i að taka til. Og ekki veitti af að mála húsið og girðinguna." Átak Framantalið er táknræn lýs- ing. í flestum tilvikum er Meyjan ekki svo afdráttarlaus og opin sem hér. Hún snýr sér yfirleitt að maka og vinum og þusar yfir þeim um garða nágrannanna. í stuttu máli getur Meyjan oft komið í veg fyrir að Vogin njóti sín og lokað á möguleika hennar til að umgangast margs konar fólk. „Bjóða Jóni, ertu alveg frá þér, ég þoli hann ekki, sérðu ekki hvemig garðurinn hans er?“ o.s.frv . . . Lcerdómsrikt samband Kannski er sú mynd sem hér er dregin upp of einhæf. í mörgum tilvikum ná þessi merki ágætlega saman. Segja má að ( sambandi þeirra gefi Meyjan jörðina en Vogin loft- ið, þ.e. Meyjan er hagsýn og jarðbundin en Vogin gefur hugmyndir og tengsl við um- hverfið. Ef þau skilja hið ólíka upplag og sætta sig við eigin- leika hvors annars geta þau bætt hvort annað upp. Sam- band ólíkra merkja er þrosk- andi og gefur möguleika á skapandi samvinnu, ef mála- miðlun næst. X-9 Allt, s&nTfy/l segirtemít til q rtití&n . yi/K/jt£Ars/r/,OrC/J?sr/. ^ fo 7/4/4 Z/f> flWW V/P ’PPPSOAf. J/0/Yt/Af / C Klnfl F««tur«« Syndicat*. Inc. WorM rljjhH re»«rvtd. GRETTIR £ _ to-t* PAV76 DYRAGLENS f!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!f!fT!?T!l”!!l?!??!!?!!!.f!!!!!??!?;!??.,!!!l!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!'??ir!"?!r ' UOSKA HVADSERÐljHAMN hafði HAMN ? J ÞAÐ AOÐVElDASTAI ___^ A JÖK.e>U ‘ FERDINAND SMAFOLK (iFEEL RIPICULOUS^ TMI5 15 FOR. OUR 5CM00L PAPER,CHARUE BROWN.. IT'5 OUR ANNUAL 5UJIM5UIT I55UE... UUWO'P IUANT TO SEE PICTURES OF BA5EBALL PLAYER5 IN 5WIM5UIT5? ITLL BE A 5ELLOUT ! Mér finnst ég fáránlegur! Þetta er fyrir skólablaðið Hvern ætli langi til að sjá Blaðið selst upp! Stattu kyrr! okkar, Kalli Bjarna... fótboltakappa í sundskýlu? Þetta er okkar árlega sundfataútgáfa... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Samvinnuferða sigraði Ásgeir Ásbjömsson og félaga * 82—65 í átta liða úrslitum bikar- keppninnar sl. laugardag. Ásgeir og Guðmundur Pétursson í sveit Samvinnuferða tóku sjald- séð spil úr bakkanum um miðbik leiksins — sannkallað blóðrautt sólarlag: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ - V KDG764 ♦ ÁG109543 ♦ - Vestur Austur *■- ♦ ÁKD8 ..... ♦ G1075 V 109532 llllj ¥Á8 ♦ - ♦ 876 ♦ KG864 ♦ Á753 Suður ♦ 96432 ♦ - ♦ KD2 ♦ D1092 Þar sem Ásgeir hélt á norður- spilunum gengu sagnir þannig; félagi Ásgeirs er Aðalsteinn Jörgensen, en í A/V vom Jón Baldursson og Sigurður Sverris- BRIDS son: Vestur Norður Austur Suður J.B. Á.Á. S.S. AJ. 1 lauf 1 tígull 1 spaði 4 tíglar 4 spaðar 5 tíglar 5 spaðar Dobl Pass 6 tíglar Dobl Pass Pass Pass Allar sagnir eins eðlilegar og hugsast getur. Á hinu borðinu þróuðust sagnir svolítið öðruvísi, þótt niðurstaðan hafi verið sú sama. Þar sátu Guðmundur Pét- ursson og Valur Sigurðsson í N/S á móti Valgarð Blöndal og Ragnari Magnússyni: Vestur R.M. 2 hjörtu Pass Pass Norður Austur G.P. 3 tfglar 6 tíglar Pass Suður V.B. V.S. 3 spaðar 5 tíglar Dobl Pass Opnun vesturs á tveimur hjörtum sýndi 4—4 eða 4—5 í spaða og hjarta, en aðrar sagnir þarfnast ekki skýringa. Slemm- an er vitaskuld auðunnin, og raunar unnu báðir sagnhafar 7 tígla. Eftir laufás út var hægt að trompsvína fyrir hjartaás og stinga svo tvö smá hjörtu í blind- SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á Lloyds Bank-skákmótinu í London, sem lauk fyrir helgina, kom þessi staða upp í skák þeirra Jóhanns Hjartarsonar, sem hafði hvítt og átti leik, og sænska alþjóðlega meistarans Ralf Ákeson. Jóhann var í tímahraki og missti af sterkasta framhaldinu: 35. Hxd5! og ef 35. — Dcl+, 36. Bfl - Bxd5 þá 37. Dd4+ - f6, 38. h8=D+ - Hxh8, 39. Dxf6+ og mátar. Skásta leið svarts er 36. — Bxd5, 36. Dd4+ — e5, en hvítur vinnur auðveld- lega eftir 37. Dxd5. í stað þessa lék Jóhann: 35. Dd4+? - f6, 36. Rg5 - Hae8, 37. h8=D+ - Hxh8, 38. Hxh8 - Kxh8, 39. Bxd5 - Bxd5, 40. Dxf6+ — Dg7 og svartur hélt um síðir jafntefli. Jóhann náði engu að síður háu vinningshlutfalli á mótinu, 7 v. af 9 mögulegum, en það dugði aðeins i 3.-5. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.