Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 51
Sameiginleg- sjónvarps stöð Evrópuþjóða: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 51 Ekki boðið upp á dag- skrá Europa hér á landi EKKI ER útlit fyrir að íslenskir sjónvarpsáhorfendur muni sjá útsendingar sjónvarpsstöðvar- innar Europa, sem er sameigin- leg stöð nokkurra Evrópuþjóða, a.m.k. ekki í nánustu framtíð. Stöðin sendir út í gengum gervi- hnött, en hún virðist eiga nokkuð erfitt uppdráttar þrátt fyrir stór- tækar hugmyndir um að tengja saman Evrópulöndin í gegnum sjónvarp. Nokkrir aðilar á íslandi eru áskrifendur að sjónvarpsstöðinni og í skýrslum frá skrifstofum Europa segir að um 400 heimili á íslandi nái útsendingum sjónvarpsstöðvar- innar. „Það er ekki satt,“ sagði Hans Kristján Árnason, hjá íslenska sjón- varpsfélaginu. Hann sagði að til að taka á móti sendingum um gervi- hnött, þyrfti m.a. stóran skerm og kostaði einn slíkur um 150.000 krónur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað margir skermar eru komnir, en í tímaritinu Cable & Sattelite Europe, sem gefíð er út í London, segir að talið sé að í mesta lagi 20 aðilar hafí búnað til að taka á móti efni frá Europa hér á landi," sagði hann. Europa er sameiginleg ríkissjón- varpsstöð ítala, Breta, Þjóðverja, Hollendinga, íra, Portúgala og Austurríkismanna og er því efnið sem þar er flutt á ýmsum tungumál- um. Stöðin mun bjóða upp á textað efni, en einungis á átta tungumál- um og er íslenska ekki þar með talin. Hans Kristján sagði að reglu- gerð um þýðingar á öllu erlendu efni í sjónvarpi hér hefði komið í veg fyrir að íslenska sjónvarps- félagið nýtti sér þjónustu þeirra. „Við ætluðum að nota þessa stöð, en hættum við vegna þess að sam- kvæmt nýju útvarpslögunum megum við ekki dreifa óþýddu efni beint til áhorfenda. Svo þótti okkur dagskráin of þung.“ Dagskrá Europa byggir helst á íþróttaefni, heimildamyndum, bamaefni, fréttum og menningar- legu efni, s.s. leikritum, ballet, kvikmyndum og léttu efni. í skýrslunni frá Europa er því spáð að um 500 heimili muni sjá dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar um næstu jól, en Hans Kristján var á öðru máli. „Stöðinni hefur gengið illa að ná í viðskiptavini og auglýsendur og talið er að hún nái í mesta lagi til 3% af Evrópubúum. Það er bara spuming hvort hún leggi ekki upp laupana fljótlega," sagði Hans Kristján. Lestað og landað á Siglufirði Siglufirði. I GÆR lestuðu skip rækju og loðnumjöl á Siglufirði. Þrir bátar lönduðu rækju og einn loðnu. Haukur lestaði 550 tonn af loðnumjöli og leiguskipið Espania lestaði 40 tonn af rækju. Á þriðju- daginn er væntanlegt tankskip, Edekabella, sem mun lesta lýsi. Þá tók Sveinborg ís fyrir 100 tonn af físki sem selja á erlendis. Þrír bátar frá Hólmavík, Sæbjörg, Ingibjörg og Ásbjörg lönduðu 7 til 10 tonnum af rækju hver og Harpa landaði loðnu. ÆrTOB PRA KR. too - Sendum í póstkröfu samdægurs. Gæða tónlist á góðum stað. HUTSCHENREUTHER GERMANY © DE PARIS MAXIM'S sameinar snilld listamannsins PIERRE CARDIN og handbragð HUTSCHENREUTHER, sem er eitt af virtustu framleiðendum postulíns í veröldinni. MAXIM’S hefur hlotið alþjóða lof fyrir frábæra hönr^un og einstaka framleiðslu. Þess vegna hefur SILFURBÚÐIN valið MAXIM'S frá HUTSCHENREUTHER sem postulín fyrir þá vandlátu. SILFURBUÐIN LAUGAVEG 55 SÍMI 11066 Fréttarítarí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.