Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SÉPTEMBER 198G „ Vt& erum alLta-f c& leita duylegmrj °9 gáfa&um,ungum mönnum eÁnsog þ'ef.' -..-í * » . . . að snyrta og fegra heimil- ið. TM R*o. U.S. Pat Oft.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate POLLUX É Það var lán í óláni að það var ekki handleggurinn! Litlu númerin eru auðvit- að ódýrari? HÖGNI HREKKVÍSI Slæm þjón- usta við Garðbæinga Ein reið skrifar: „Eg er ungur Garðbæingur sem er mjög óánægður með samgöngur við- nágrannabæi okkar, aðallega Reykjavík. Daglega þarf ég að fara þangað og til baka og í hvert sinn verð ég fyrir miklum vonbrigðum með þjónustuna, sem er alveg í lág- marki. Fyrst og fremst er það að vagn- amir fara ekki nema á klukkutíma fresti, og sleppa úr tveimur ferðum á kvöldin. Við Garðbæingar erum nú ekkert öðruvísi en annað fólk, við þurfum að fara okkar ferðir á kvöldin, og tíðar en á klukkutíma fresti. Annað er það að vagnar Land- leiða ættu flestir frekar að vera á fornminjasafni en á götunum. Margir þeirra eru beinlínis hættu- legir umferðinni. Ekki eru bílstjóramir til þess að bæta ástandið. Þeir virðast hvorki kunna á klukku né almennar um- ferðarreglur, og hvað þá algengustu kurteisi, t.d. að reykja ekki í bílnum, eins og margir þeirra gera. Fyrir allar þessar hörmungar borgar maður svo 50 kr., tvöfalt það sem Breiðholtsbúar greiða fyrir sömu vegalengd." Halldór Júlíusson góður maður „Ég var vistmaður á Kópavogs- hæli, þar sem Halldór Júlíusson var starfsmaður, en hann er nú for- stöðumaður Sólheima í Grímsnesi. ' Halldór hefur alltaf verið mér góður og ég er reiður yfir greininni sem birtist í DV á þriðjudag. Halldór talaði við mig og var mér góður og okkur öllum. Með kærri kveðju til Halldórs. Sæmundur Kristjánsson." Úr grasagarðinum í Laugardal. Þessi blettur er til skammar Þórunn Guðmundsdóttir skrif- an „Þegar gömlu sundlaugamar voru lagðar niður var allt sem þeim tilheyrði hreinsað burt enda úr sér gengið. Svæðið átti víst að gera að fallegri grasflöt. Svo illa tókst til að sú flöt greri aldrei og hefur ætíð síðan verið lítið augnayndi. Hygg ég að þama hafi verið kastað til höndunum, aldrei var næg gróðurmold þama og að auki var flötin lægst í miðjunni svo að þar myndast svell á vetram með tilheyrandi kali. A góðum sumram, eins og í fyrra, grær flötin að hluta. Þama voru einu sinni gróðursett nokkur tré en þau þrífast ekki frekar en annað þama. Hefur mér og fleiram þótt þessi merki staður eiga betra skilið. Þama hefði gjaman mátt setja minnismerki um þá starfsemi sem einu sinni var. Slíkt hefur nú verið gert af ómerkara tilefni. í vor var hrúgað upp miklum hrygg á blettinum og hann þakinn að nokkra með grasi. Síðan vora tré gróðursett eftir endilöngum hryggnum og við báða enda hans. Þetta var nú svo sem ágætt að sínu leyti en götumegin við hrygginn vora skildir eftir óþaktir blettiV með óreglulegri lögun og millibili. í þessi smáflög vora sett blóm og ein tijá- planta í hvert. AUs staðar skín sfðan í moldina. Þessi frágangur fínnst mér ósmekklegur. Síðan er eftir stór hluti af gamla flaginu. Fyrir framan húsin að baki blettinum era vel hirt- ir garðar og gerir það þetta óræktarflag enn ömurlegra að sjá. Þannig er þessi blettur útlits á 200 ára afmæli borgarinnar. Oft er talað um að æskilegt sé að útlendingar sem hingað koma fái jákvæða hugmynd um land og þjóð. Við Sundlaugaveg eru tjald- stæði sem útlendingar nota mikið og líka strætisvagnar. Við þeim blasir þetta flag sérhvern dag.“ Víkverji skrifar Um heim allan leggja menn sig fram um að draga úr umferð- arslysum með öllum tiltækum ráðum. Ólafur Ólafsson, landlækn- ir, hefur verið ólatur við að láta í sér heyra um nauðsyn þessa. Máli sínu til stuðnings vísar hann meðal annars til þess gífurlega kostnaðar, ■ sem lendir á þjóðarbúinu við hvert alvarlegt umferðarslys — svo að ekki sé minnst á harm þeirra, sem fyrir slysunum verða. Dauðasiysum í umferðinni hefur Qölgað svo mjög í Noregi undanfarið, að þar grípa stjómvöld og fjölmiðlar til sérstakra ráða og sérkennilegra, ef svo má segja, til að minna almenning á hættumar. Víkveiji rakst fyrir nokkra á heila opnu í norsku dag- blaði, þar sem ekkert var birt annað en krossar til minningar um þá, er farist hafa í bílslysum í Noregi það sem af er árinu. Það hefur löngum verið sagt, að þær vikur, sem nú fara í hönd séu þær hættulegustu í umferðinni hér á landi. Skólabömin eru að hefja göngu sína eftir sumarleyfi; mörg í fyrsta sinn. Mikillar aðgæslu er því þörf og sjálfsagt að minna alla foreldra á að brýna hana fyrir böm- um sínum. Töluverðar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu yfírvalda til að draga úr hættu á fjölförnustu leiðum skólabama. Bílaeign og umferð eykst á hinn bóginn jafnt og þétt og sjást þess æ víðar merki, að gatnakerfið er ekki miðað við hinn mikla þunga. Viðunandi lausn fæst ekki með hindranum og hraða- takmörkunum; hún fínnst ekki nema það takist að beina umferðar- þunganum í nýja farvegi fjarri skólagötum. XXX * Inýlegri forystugrein í bandaríska blaðinu New York Times er á það minnt að á ári hveiju farist um 45.000 Bandaríkjamenn í umferð- arslysum. Blaðið segir, að til sé einföld leið til að lækka þessa tölu um 3% eða um 100 á mánuði. Þessi leið hafí verið farin á Norðurlöndum og Kanadamenn séu að velja hana. Bandaríkjamenn ættu að gera slíkt hið sama og það fyrr en seinna. Þessi einfalda leið eða „litla krafta- verk“ eins og blaðið orðar það sé að hafa ökuljósin kveikt að degi til. Blaðið segir, að auðvelt sé að breyta rafkerfí bíla á þann veg, að „parkljósin" kvikni að framan og stöðvunarljósin að aftan um leið og vélin er ræst. Þá kemur fram, að rannsóknir í Kanada bendi til þess, að með því að hafa ljósin ávallt á í akstri megi fækka. umferðarslys- um um 3 til 6%. Leggur kanadíska samgönguráðuneytið til, að frá 1. september 1988 verði ölium skylt að aka með ljósin á í Kanada. New York Times segir að það sé tregðulögmálið og lagaákvæði, sem tefji fyrir breytingu í þessa átt í Bandaríkjunum. í sumum ríkjum Bandaríkjanna er beinlínis bannað að nota bílljós að degi til. Fyrir stjómvöldum í Bandaríkjunum liggja nú tillögur um akstur með ljósum. Afgreiðsla hennar hefur þegar tekið sex mánuði. Hvetur New York Times samgönguráð- herra landsins til að láta hendur standa fram úr ermum og skylda ökumenn til að nota ljósin jafnt að nóttu sem degi. XXX Hér á landi hefur Salome Þor- kelsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, verið helsti talsmaður þess á Alþingi, að ökumenn verði skyld- aðir til að aka með ljósum allan sólarhringin. Þegar framvarp til nýrra umferðarlaga var til umræðu á Alþingi sl. haust lagði Salome til breytingu á því ákvæði framvarps- ins, þar sem mælt var fyrir um að ljósatími yrði lögleiddur allan sólar- hringinn frá 1. október til 1. apríl. Vildi Salome, að ljósaskyldan yrði frá 1. september til 1. maí. Sagðist hún hafa í huga þau rúmlega 40.000 böm, sem he§a skólagöngu 1. september á haustin. Framvarpið að nýjum umferðar- lögum náði ekki fram á síðasta þingi; annað þingið í röð. Okkur Islendingum er því ekki enn lög- skylt að aka með ljósum allan sólarhringinn. A hinn bóginn færi vel á því að sem flestir færa að til- lögu Salome Þorkelsdóttur og kveiktu á Ijósunum nú í september, þegar þeir leggja af stað á morgn- ana. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.