Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 13 danska þinginu vegna mengunar- hættu í og umhverfís vinnslu- svæðið. Öðru máli gegnir um úrvinnslu á sandsteini, þar eð mengunarhættan er talin tak- mörkuð þó svo að um 100.000 tonn verði unnin úr fjallinu á ári. Sandsteinsfjallið stendur við fjörð einn í námunda við Nassaq. Fjörðurinn er nægjanlega djúpur til þess að flutningaskip, 5.000 tii 7.000 tonn að stærð, geti siglt inn án þess að til verulegra dýpk- unarframkvæmda þurfi að koma. Er það von framkvæmdaaðila að hægt verði að lesta skipin beint frá vinnslusvæðinu með aðstoð færibanda og þar til gerðrar bryggju. Með þessu fyrirkomulagi geta flutningamir farið fram án þess að íþyngja bæjarbúum í Nassaq og þeim takmörkuðu hafnarmannvirkjum sem þar eru. Þessi einfalda lausn í fíutningi milli vinnslusvæðis og skips, nær- vera nægjanlegs vinnuafls frá íbúum byggðarlagsins gerir úr- vinnsluna framkvæmanlega séð frá tæknilegum og fjárhagslegum sjónarhóli. Hin stutta vegalengd milli Nassaq og íslands gerir verkefnið sérstaklega áhugavert fyrir Járn- blendiverksmiðjuna þegar haft er í huga að hluti af hráefni verk- smiðjunnar kemur alla leið frá Spáni. Kostnaður vegna hráefnis- flutninga frá Grænlandi til Islands er áætlaður að nemi aðeins um helmingi þess kostnaðar sem flutningarnir frá Spáni nema. Af þessum sökum hefur Járnblendi- verksmiðjan verið viljug til a standa straum af Vs hluta kostn- aðar vegna rannsóknanna í sumar, en bæjarfélagið og Nor- ræni iðnaðarsjóðurinn greiða afgang kostnaðarins sem áætlað- ur er að nemi um 5 milljónum íslenskra króna. Rannsóknunum í sumar er þannig hagað að borkjamasýni úr fjallinu eru rannsökuð jafnóð- um á íslandi. Gæði sýnanna eru síðan notuð til að ákvarða umfang og svið komandi rannsókna. Ef sýnin reynast jákvæð mun rann- sóknunum ljúka í haust og hafist verður handa við að útlista þau íjárhags- og tæknilegu vandamál sem vænta má í tengslum við framkvæmdimar. Aftur á móti ef niðurstöður sýnarannsóknanna reynast neikvæðar munu frum- rannsóknirnar stöðvast, jafnvel nú í lok sumars. Væntanlegir flutningar milli Grænlands og íslands munu efla reglubundnar siglingar milli land- anna og e.t.v. opna möguleika á auknu samstarfi og jafnvel aukn- um viðskiptum. Grænlendingamir eygja ennfremur von í að selja kvartzsandstein til íslands til vegagerðar, en kvartz er fremur harðger steintegund og hentar vel sem slitlag á vegum. Byggt i frétt í vikublaði verk- fræðiaga í Danmörku „Ingenar- en“. Japan: Verkalýðs- leiðtog'i bar- inn til bana Tókíó, AP. Starfsmaður japönsku ríkisjám- brautanna var barinn til dauða af grimuklæddum mönnum, sem réð- ust inn á heimili hans á mánudag- snótt. Árásarmennimir létu til skarar skriða á fleiri stöðum og særðust alls átta manns. Þeir sem urðu fyrir árásum eiga það sam- merkt að vera í nýju verkalýðs- félagi jámbrautarstarfsmanna, sem berst fyrir því að ríkisjára- brautimar verði seldar. Maðurinn, sem hét Masaaki Maeda og var 37 ára gamall, var barinn til óbóta með málmstöngum og var eig- inkona hans einnig særð alvarlega. Tilkynnt var um svipaðar árásir á fimm stöðum öðrum og voru þeir, sem fyrir barðinu á árásarmönnum urðu, allir félagar í nýju verkalýðsfélagi, sem m.a. hefur það á stefnuskrá sinni að járnbrautimar verði seldar úr ríkiseigu. Jámbrautirnar hafa verið reknar með halla síðan 1963 og greiddu á síðasta ári 1,22 milljarða jena í vexti af þeim 23,6 milljörðum sem þær skulda, en það jafngildir um 6 millj- örðum íslenskra króna. Áskriftarsiminn er 83033 Ííldshöfdi 14 • FAIMIMIR HF • FRYSTIKISTUR SPAÐU I VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 200 litra. kr. 22.900 250 litra kr. 24.490 300 litra kr. 25.690 350 lítra kr. 26.980 410 litra kr. 29.980 510 lítra kr. 33.690 * Afsláttarverð v/ smávægilegra útlitsáverka FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 Q Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti flötur ásamt veggjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.