Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 3 Morgunblaðið/Jósef Ólafsson Grétar Ólafsson með hænginn stóra. Fiskurinn vó 14,5 kg eða 29 pund. Svo sem sjá má er hann mjög leginn og efalaust vel yfir 30 pundum þegar hann gekk í ána. Sérfræðingar Veiðimála- stofnunar lásu í gær úr hreisturssýni sem tekið var af laxinum og kom þá í ljós að fiskurinn hafði klakist út í ánni 1980 og lifað þar síðan í 3 ár, þar til hann gekk til sjávar. í sjó var fisk- urinn síðan í þijú ár uns hann gekk í ána í vor. Svo sem gefur að skilja hafði hann ekki hrygnt áður. Næst stærsti lax sumarsins veiddist í Hvítá á sunnudag: 29 punda legnum hæng landað á Iðu eft- ir snarpa viðureign NÆST STÆRSTI lax sem veiðst hefur í sumar náðist í Hvítá í Árnessýslu við Iðu á sunnudaginn. Var þá landað grútlegnum 29 punda hæng sem var farinn að þynnast töluvert og má því ætla að hann hafi verið langt yfir 30 pund nýgenginn. Fiskur- inn var 106 sm að lengd og ummál um bakugga var tæpir 65 sm. Laxinn veiddi Grétar Ólafsson yfirlæknir á Landspítalanum og er þetta hans stærsti lax, en Grétar hefur áður veitt stór- laxa og fyrir nokkrum árum náði hann 26 punda laxi í Soginu. Hvítárlaxinn tók flugu, Rækju nr. 4, og var viðureignin bæði snörp og söguleg enda þótt bar- daginn hafi ekki staðið nema þijá stundarfjórðunga. Þess ber þó að geta að fiskurinn var sporðtekinn úti í miðri á á „Tailer" á nær mittisdýpi og var það mat manna að hann hefði verið fjærri því full- þreyttur, enda brást risinn hinn versti við þessari „handtöku". „Ég er ekki farinn að trúa þvf ennþá að þetta hafi gerst," sagði Grétar í spjalli við Morgunblaðið { gær. „Það má segja að ég sé enn uppi í skýjunum." Að sögn Grétars tók laxinn uppi við land- steinana, en þá var fluglínan öll í hönk við fætur veiðimannsins. Svo illa vildi þá til að tvær slauf- ur voru á línunni og stóð sú fyrri föst í næst neðstu stangarlykkj- unni þegar laxinn strikaði út í ána. Reyndu menn að leysa hnút- inn og vildi þá svo vel til að fiskurinn lagðist hinn rólegasti á meðan og hrærðist hvergi. En þegar þessu var lokið rásaði hann enn út og dró hina slaufuna í gegnum lykkjurnar! Óvíst er hvemig slagurinn hefði endað, hefði lykkjan staðið föst og laxinn strikað út, en líkur benda til að hann hefði hreinsað lykkjumar af stönginni! Leikurinn barst síðan niður ána og var fiskinum landað hálfþreytt um úti í miðri á svo sem fyrr segir. Flugan sat þrælföst í neðri kjálka fisksins og hefði þess vegna staðist átökin lengur. Sagði Grét ar að sem betur fer hefði hann haft sannkölluð „stórlaxatæki" tólf og hálfs fets langa grafítstöng frá Hardy og hjól af Hardy-gerð og 200 metra undirlínu. Kom það sér vel því í einni rokunni fór fisk- urinn með nær alla línuna út af hjólinu, svo að glytti í spóluna undir, viðstöddum til hrellingar! Svartur stór og sterkur ÞJÓÐÞRIFARÁÐ FRÁ PLASTPRENT SVÖRTU - STÓRU sorpsekkirnir frá Plastprent nýtast þér á marga vegu, á heimilinu, í garðinum, sumarbústaðnum, ferðalaginu. Svörtu plastpokarnir frá Plastprent eru sannkallað þjóðþrifaráð þegar taka þarf til hendinni og sópa út úr hornunum. Fást í öllum matvöruverslunum, byggingavöru- verslunum og á bensínstöðvum um allt land. Einfalt og þægilegt statíf fyrir þá sem nota mikið af þeim STÓRA frá Plastprent. Brautryöjandi á sviöi pökkunar Plastprent hff. Höföabakka 9,sími685600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.