Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 37 Valdimar Björnsson: Dánarminning’ar og afmælisgreinar Afmælisgreinar og dánarminn- ingar eru þýðingarmikill þáttur í lestrarefni blaða. Sumar eru full- langar. Sumar lýsa höfundinum frekar en þeim sem um er fjallað. Ritsnilld er einkenni sumra og hlý- leiki er afl og undirstaða allra slíkra greina. Forvitni kemur sumum lesendum af stað er skoðun blaða hefst. Hug- myndin er að hér hljóta að koma fram nöfn sem kannast er við — einstaklinga eða bæjarheiti. Oft sannast það. Með afmælin er skyn- semi eða spamaður hjá Skandinöv- um. Þeir virða bara merkisafmælin, þar sem tala áranna endar á núlli eða fímm. Aðeins mið- eða efri töl- umar koma til greina. Að verða fertugur má teljast. með en tölur eins og 50, 60, 70 og 80 votta merk tímamót, og eins má segja um 65, 75 og fleiri. Hér í fjarlægðinni, vestur í Minnesota, vom náttúmlega alls- konar afmæli á þessu ári, en merkisafmælin helst meðal kvenna. Margrét á Gmnd, eins og eldri land- ar kalia hana, varð níræð 22. febrúar, fædd 1896. Svana Jóhanns fædd á Seyðisfírði 1891, varð 95 ára 30. marz. Frú Margrét Amason er venju- legt nafn þeirrar níræðu — Margrét Guðjónsdóttir ísfeld, ekkja Krist- jáns Ámasonar. Guðjón Guðmunds- son, sem tók nafnið ísfeld ásamt öðmm í fjölskyldunni, flutti vestur 1879 frá Gmndarhóli á Hólsíjöllum, og var Aðalbjörg Jónsdóttir kona hans þingeyzk líka, úr næstu sveit. Létu þau bóndabæinn vestra heita Gmnd. Maður Margrétar var Krist- ján Amason, lengi bankastjóri, dáinn fyrir mörgum áram á besta reki, sonur Ingjaldar Amasonar sem fæddur var nálægt Húsavík, og Maríu Oddsdóttur skáldkonu, fædd á Byrgi við Ásbyrgi. Fjögur börn Margrétar og Kristjáns em sannarlega Þingeyingar í húð og hár. Leola heitir sú elsta í systkina- hópnum, ekkja Leifs Jósefssonar, af al-austfirskum ættum. Charles er næstur, lögfræðingur sem gegnt hefur mörgum trúnaðarstörfum; Allen, hátt settur við Boeing-flug- vélaframleiðsluna í Seattle er næstur, og svo Arle Mae, gift manni af sænskum ættum, Mogren að nafni, sem er kennari í Fort Coll- ins, Colorado. Margrét á sérstöku bamaláni að fagna, vann við skrif- Blómmíofa FriÖfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ölt kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og ininningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. stofustörf í mörg ár, og er nú síðust Gmndar-systkina, þar sem Steingrímur bróðir hennar dó í sum- ar, skömmu fyrir afmælisdaginn, 5. júlí, og þá hefði hann orðið 93ja ára. Börn Margrétar buðu fólki í níræðisafmælið með kaffi og veit- ingum í fundarsal St. Anthony Lutheran Church, skammt frá bún- aðardeild háskólans, þar sem fjöl- skyldan hefur í mörg ár tilheyrt söfnuðinum. Tóku rúmlega 200 manns þátt í fögnuðinum um miðjan sunnudagseftirmiðdag. Svanhvít Jóhannsdóttir giftist Gunnlaugi Tryggva Aðalsteinssyni, Akureyringi, á Seyðisfírði 1910 en Tryggvi dó í Minneapolis fyrir nokkmm ámm. Svana, eins og hún er venjulega kölluð, er móðursystir Margrétar Indriðadóttur við frétta- stofu útvarpsins í Reykjavík, og hefur hún nú búið á Jones-Harrison Home, heimili aldraðra í Minnea- polis, í mörg ár. Þar giftist hún ekkjumanni sem var félagi á Claude Rossman-stofnuninni, þau bæði rúmlega 85 ára þá. Hann dó fyrir fáeinum ámm, kominn yfír nírætt. En Svana, skýr og hress í anda þrátt fyrir líkamlega þreytu, fékk ótal hamingjuóskir frá stóm skyldu- liði og góðum vinum, á 95 ára aftnælisdaginn, 30. marz. Á Bloomingron Nursing Home, 9200 Nicollet Avenue í Minnea- polis, átti frú Elsie Stone 98 afmæli 13. marz, fædd fyrir suðvestan Minneota í suðvestur horni Minne- sota-ríkis, 1888. Hún er dóttir Þorsteins í Gilinu eins og hann var kallaður — Þorsteins Þorsteinsson- ar sem tók nafnið Stone eins og sumir ættmenn hans gerðu. Hann var ættaður að norðan og austan og fyrri kona hans, móðir frú Elsie, var af Hróaldsstaða-ættinni í Vopnafirði. Elsie Sigríður Westdal heitir hún fullu nafni, ekkja Runólfs Westdal. Runi, eða Rudolp eins og ensku- mælandi fólk kallaði hann, var sonur Ásgríms Guðmundssonar frá Felli í Vopnafírði; hann tók nafnið Westdal en Þorsteinn bróðir hans kaus sér nafnið Austdal. Kona Ásgríms var Guðný Runólfsdóttir, og var hún systir Jóns Runólfsonar skálds, þau frá Snjóholti og Gilsár- teigi í Eiðaþinghá. Láms, sonur frú Elsie, heimsótti ísland fyrir fáeinum ámm. Hann færði mönnu sinni upptöku á spólu í sambandi við 98. ára afmælið, raddir fleiri góðvina flytjandi henni heillaóskir og að rifja upp gamlan kunningsskap. I Minneota og þar í grenndinni býr nú aðeins ein manneslq'a sem fæddist á íslandi — Dora Askdal Harvey, sem var ungbam þegar hún fór frá Vopnafírði 1893, með for- eldram sínum, Kristjáni Sigur- bjömssyni, sem tók nafnið Askdal, og Salvöra konu hans Níelsdóttur Þorsteinssonar, hún sunnan úr Mosfellssveit og Kristján Vopnfírð- ingur. Dóra var miðaldra þegar hún giftist manni sem hét Harvey að ættamafni, en hann dó fyrir nokkr- um ámm. Halldóra Vilborg hét Dóra og kenndi hún í bamaskólum í heimabænum, Minneota, og vfðar, í fleiri tugi ára. Hún hefur aldrei misst vald á íslenzkunni og á nú heima í Minneota Manor, elliheimili í Minneota, rúmlega 93ja. Það vom ýmsir aðrir að skiptast á kveðjum á afmælum nýlega — Pétur Sigurður Jökull, í skattadeild Minnesota-ríkis í fjölda mörg ár, 89 ára 10. júlí. Séra Sveinbjöm Ólafsson, 88 ára, hættur störfum sem meþódista-prestur, er til heim- ilis núna á St. Olaf Home, lúthersku elliheimili í norðurhluta Minnea- polis-borgar. Séra Sveinbjöm verður 89 ára 24. nóvember. Fædd- ur að Halakoti á Akranesi 1897. Svo er sá sem þetta ritar er átti merkisafmæli á höfuðdaginn, 29. ágúst. Hann varð 80 ára. Valdimar Björnsson Minneapolis Styrkið og fegrió tíkamann Byrjum aftur eftir sumarfrí Ný 4ra vikna námskeið hefjast 8. september. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eóa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúia 32. fST/ERÐ(R 5- IM SAMDÆGURS »hummel^f SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA40 REYKJAVÍK S=835 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.