Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 fclk f fréttum Þrátt fyrir að leikarinn Roger Moore sé nú kominn á eftirlaun, eftir að hafa leikið hinn útsjónarsama James Bond í fjölda ára, nýtur kappinn enn sömu kvenhyilinnar. Fyrir skömmu var hann valinn maður ársins í Bandaríkjunum. Roger Moore maður ársins Að skoða heiminn frá öðrum sjónarhóli egar maður er ekki nema rétt rúmlega þriggja ára virðist veröldin ofboðslega stór og spenn- andi. Forvitnin og fróðleiksfýsnin eru sterkir þættir í eðli manns og lærdómsgleðin óþtjótandi. Áhyggj- ur manns einskorðast við bangsana og pússluspilin, brauðstrit og púl nokkuð sem maður ekki þekkir. Alla ævina hefur maður verið alinn upp í vemduðu umhverfi, hefur sitt ömgga skjól, sem er fangið á for- eldrunum. Þessir forráðamenn hafa líka vakandi auga með hverju fót- máli unga sinna, og eru fljótir að grípa inn í atburðarásina, sjái þeir fram á einhveija yfirvofandi hættu. Þegar það bregst, hinir fullorðnu sofna á verðinum, má oft litlu muna að illa fari. Þetta gerðist t.d. um daginn í Austurríki. Móðirinn Mon- ika Tschina hafði verið heima við í eina þijá daga með son sinn Patrick, sem var eitthvað slappur. Á flórða degi var orðið heldur lítið um mat- væli í húsinu og þar sem dreng- hnokkinn var enn með hita, brá Monika á það ráð að skilja hann eftir, meðan hún hentist út í búð og keytpi brauð og mjólk. Verslun- in var á næsta horni og því hélt hún að þetta hlyti að vera óhætt. Þegar hún hinsvegar kom til baka eftir fáeinna mínútna fjarveru var fjöldi manns samankominn við hús hennar og horfðu allir upp á þak. Hjarta móðurinnar sleppti úr einu slagi, er henni varð litið upp því þar sá hún hvar einkennisklæddur maður fíkraði sig eftir þakbrúninni í átt að glugganum með þriggja ára son hennar í fanginu. Málsatvik voru þau að um leið og móðirin hafði horfið af vettvangi, farið af vaktinni, hafði snáðinn séð sér leik á borði, ákveðið að kanna hvað væri fyrir utan gluggann. Hann komst einhvem veginn upp í gluggakistuna, skreið út um ris- gluggann og út á þak. Dágóða stund þrammaði hann þar fram og aftur, þar til skelfingu lostnir ná- grannarnir veittu honum eftirtekt. Einn þeirra, Ludwig Gugerbauer, brást skjótt við, braut upp útidyra- hurðina og hentist upp á loft um leið og hann bað bænir sínar í hljóði, vonaði að hann kæmist til drengsins í tæka tíð. Þegar hann leit svo út um gluggann sá hann hvar dreng- urinn sat í mestu makindum, rólegur og afslappaður og naut hins óvenjulega útsýnis. Nú var að duga eða drepast. Hann varð að gæta þess að gera drengnum ekki hverft við, svo hann missti ekki jafnvægið. Prátt fyrir að leikarinn Roger Moore hafi nú sest í helgan stein, sé kominn á eftirlaun, sem hinn útsjónarsami spæjari James Bond, virðist kvenhylli kappans síst fara dvínandi. Því til sönnunar má nefna að fyrir skömmu var hann kosinn maður ársins í Banda- ríkjunum. Roger Moore, sem nú er orðinn 58 ára gamall, hefur þó aðeins verið orðaður við eina konu síðasta aldaríjórðunginn, eiginkonu sína, hina ítölsku Luisu. Þau hjónin eiga saman þijú böm, þau Deborah, 22ja ára, Geoffrey, sem er tvítugur að aldri og örverpið í hópnum er Christian, sem aðeins er 12 ára. Að sögn kunnugra er fjölskyidan líka afskaplega náin, er saman nær öllum stundum og fara eldri böm þeirra tvö yfir- leitt alltaf með foreldrum sínum á allar opinberar skemmtanir og sýningar, sem þeim er boðið á. „Kyn- slóðabil er hugtak sem við þekkjum ekki á okkar heimili," segir sonurinn Geoffrey. „Samband okkar krakkanna við foreldra okkar hefur ávallt verið mjög sterkt, við skemmtum okkur saman og ræðum opin- skátt öll þau vandamál, sem upp kunna að koma. Vanlíðan eða vandamál eins fjölskyldumeðlims er áhyggjuefni allrar ættarinnar." Bæði hyggjast þau Geoffrey og Deborah feta í fótspor föður síns, leggja leiklistina fyrir sig. Ekki treysta þau þó alfarið á að frægð pabba gamla komi til með að tryggja þeim vel- Patrick í hinum margumrædda glugga, en í þetta sinn er haJdið um fætur hans, enda margar mannhæðir niður á götu. Bækur og greinar um Rock Hudson streyma á markað Eftir að leikarinn Rock Hudson lést úr ónæmistæringu í fyrra, hefur fjöldi fólks rokið upp til handa og fóta, lýst sig reiðu- búið til að ljóstra upp alls kyns leyndarmálum sem Hudson er sagður hafa átt. Þær hvatir sem að baki þessari ákefð liggja eru fæstar sérlega geðþekkar eða góðmennskulegar, en því miður virðist almenningur ætla að gleypa við yfírlýsingum þessum, kaupa þær óþverrabækur sem nú streyma á markaðinn erlendis. Að gera sér lát einhvers og ógæfu og féþúfu hefur aldrei þótt göfug- mannlegt og er ekki annað að sjá en að andagiftin skyndilega sé af þeim toganum. Meðal þeirra sem sest hafa að skrifum er fyrrver- andi eiginkona Hudsons, Phyllis. Ekki hefur hún þó sent frá sér heilt ritverk um eiginmanninn fyrrverandi, heldur látið sér nægja greinar, þar sem Rock er lýst sem lítið geðslegum manni, tillitslaus- um glaumgosa og ofbeldisfullum kynvillingi. „Rock elskaði mig aldrei, heldur var ég plötuð inn í þetta hjónaband," segir Phyllis. „Eg var skjól hans, sönnun þess að ekkert væri athugavert við kynhneigðina. Sambúð okkar var hreinasta martröð, hann kvaldi mig andlega, var þunglyndur og geðvondur, eiginlega algert ill- menni," segir hún — og almenn- ingur gleypir við sögunum, hverri á fætur annarri — frúin rakar inn seðlunum. Við ríghöldum þó í eig- in dómgreind, skellum sögunum undir sannleiks-smásjána og leyf- um okkur að deila í með 2, ef ekki 10 . . . Rock Hudson þótti með myndariegri mönnum hér á árum áður. Hér sést hann í hlutverki sínu í myndinni „Pillow Talk“, þar sem hann lék á móti náinni vinkonu sinni, Doris Day. Rock Hudson og Phyllis, „meðan allt lék í lyndi“. „Hann elskaði mig aldrei," segir frúin, sem nú hefur ritað nokkrar greinar um illmennsku fyrrum eigin- manns síns. gengni, gera sér fulla grein fyrir hversu hörð samkeppn- in er. Til að undirbúa sig sem best undir átökin hefur Deborah undanfarin ár verið við nám í leiklistarskóla á Italíu og hefur hún nú lokið við að leika í sinni fyrstu kvikmynd, „Lionheart". Geoffrey hefur hinsveg- ar aðallega verið hinumegin við vélina til þessa, unnið sem aðstoðarmaður framleiðanda Bond-myndanna. Einnig þykir drengurinn hafa ágæta rödd og hefur hann nýlokið við að syngja inn á sína fyrstu hljóm- plötu. Eins og venja er um afkvæmi hinna frægu og framgjömu þá hafa böm Rogers fengið sinn skammt af umfjöllun í Qölmiðlum. Meðal annars hafa slúður- dálkahöfundamir fylgst æði grannt með ástamálum systkinanna og orðið bara þó nokkurs vísari. Til að mynda var ástarævintýri því sem Deborah lenti í irieð Albert Mónakóprinsi fyrir tveimur ámm gerð ítarleg skil á síðum dagblaða og tímarita víða um heim, en upp á síðkastið hefur hún hinsvegar æ oftar sést í fylgd með syni Seans Connery, Jason. Ástalíf Geof- freys hefur þó verið öll skrautlegra, því hann hefur verið orðaður við hveija fegurðardísina á fætur ann- arri, þar á meðal þær Catherine Oxenburg og Stefaníu Mónakóprinsessu, sem hann segir þó aðeins vera mjög góða vinkonu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.