Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 49 Ekkí fyrirhugað að takmarka fjölda smá- báta undir 10 tonnum SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ áætlar að afli fiskibáta undir tíu tonnum að stærð verði 25-30 þúsund tonn á þessu ári. Á síðasta ári var aflinn rúmlega 20 þúsund tonn. Bátum af þessari stærð hefur ekki fjölgað verulega það sem af er þessu ári og eru ekki á döfinni neinar áætlanir um að takmarka fjölda þeirra. í desember 1985 var stofnað Landssamband smábátaeigenda (trillukarla) og síðan í júní hefur það haft fastan starfsmann, Örn Pálsson. Öm sagði blm. Morgunblaðsins að hann væri nú að tölvuskrá félaga sambandsins, en allir sem eiga báta af ofangreindri stærð eru sjálfkrafa félagar. Alls hafa um 1.100 bátar undir tíu tonnum landað afla síðustu mánuði. Tekjustofn sambandsins samkvæmt lögum frá apríl síðast- liðnum er hálft prósent af aflaverð- mæti bátanna upp úr sjó. Aflaverðmæti smábáta síðustu þijá mánuði hefði verið rúmar 200 millj- ónir. Öm sagði helstu baráttumál sambandsins vera þau að smábátar yrðu undanþegnir tímabundnum veiðistöðvunum og dragnótaveiðar á gmnnmiðum bannaðar. Varðandi veiðistöðvanir teldu smábátaeigendur að taka yrði tillit til þess hve stuttan tíma á ári hægt væri að stunda trilluveiðar. Þeir væm mun háðari gæftum en aðrir vegna smæðar bátanna og tak- markanir gætu valdið því að menn tefldu um of í tvísýnu þegar brælur væm langvinnar. Öm sagði dragnótaveiðar hafa færst sífellt í aukana, en vegna lé- legra aflabragða handfærabáta á Húsavík í sumar hefði sambandinu þó tekist að fá sjávarútvegsráðu- neytið til að fresta dragnótaveiðum í botni Skjálfandaflóa um tvær vik- ur til 1. september. Þar með fengju trillukarlar á svæðinu möguleika á að bæta sér upp lélega þorskveiði með því að fiska ýsu sem þama hefði verið nokkuð um að undan- förnu. Reynsla trillukarla væri sú að skark dragnótabáta á gmnnslóð fældi fiskinn burt af miðunum á nokkmm dögum. í mars á þessu ári tók Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, undir með trillukörlum og sagði að fiskur fældist oft drag- nótamið um lengri eða skemmri tíma þegar botnveiðarfæri yllu miklu gmggi í sjónum. Annars Sagði Öm að aflabrögð handfærabáta í heild virtust hafa verið misjöfn eftir landshlutum í sumar, skást á Austfjörðum og Breiðafirði. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, taldi fullvíst að dragnótafiskur væri meiri gæðafiskur en handfærafisk- ur, sem víða væri fullur af selormi og auk þess oft mjög smár. Hann benti á að mörg frystihús neituðu að taka við færafiski t.d. í Vest- mannaeyjum og á Isafirði. Er Jón var spurður hvers vegna færeyskir fiskkaupendur greiddu um tíu krónum meira fyrir kflóið af krókveiddum þorski (línu- og handfærafiski) en öðmm þorski sagðist hann ekki kunna skýringu á því, en hugsanlega væri þar um gamla handfærarómantík að ræða hjá fiskkaupendunum. Einnig mætti nefna að selormur væri ekk- ert vandamál í færeyskum fiski. Suðurnes: Stofnfundur nýrr- ar SÍBS-deildar SAMBAND íslenskra berkla- og brjóstholssjúldinga og Samtök gegn astma og ofnæmi, munu halda stofnfund nýrrar SÍBS- deildar á Suðurnesjum þriðju- daginn 2. september nk. Fundur- inn verður haldinn í Glóðinni í Keflavík og hefst kl. 20.30. Bjami Magnússon sérfræðingur í lungnasjúkdómum mun halda fyr- irlestur á fundinum um lungna- teppu. Kaffí og meðlæti er í boði SIBS og er þess vænst að eldri sem og nýir félagar sjái sér fært að koma á fundinn. Aðrir sem óska að gerast félagar geta snúið sér til skrifstofu SÍBS, Suðurgötu 10 í Reykjavík. (Fréttatilkynning) plí>r0i!wlrWiit> « Gódan daginn! Hjá okkur fæst landsins mesta úrval af fjarstýrðum bílum af öllum gerð- um í öllum veröflokkum. Til dæmis Range Rover 4x4 og Toyota Hilux 4x4 með rafdrifnu spili. Góð aðkeyrsla — næg bílastæði. ^Bóstsendum um land allt. TÓmSTLinDfíHÚSID Laugavegi 164-Reykjavík-S: 21901 KawMcc Fellagördum — Breiðholti III (í Dansskóla Heiðars) Almenn námskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstööu • rétt göngulag • fallegan fótaburð Karon skólinn leiðbeinir ykkur um • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiðslu • fataval • mataræði • hina ýmsu borðsiði og alla almenna fram- komu o.fl. Model námskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð • sviðsframkómu • að vinna með Ijósmyndara • látbragð og annað sem tilheyrir sýningar- störfum Öll kennsla í höndum færustu sér- fræðinga. Allir tímar óþvingaðir og frjálslegir. Ekkert kynslóðabil fyrirfinnst í Karon skólanum. Innritun og upplýslngar f sfma 38126 kl. 16—20. Kennsla hefst mánudaginn 16. sept- ember. Hanna Frímannsdóttir Sjón Lfttu á gripinn ríkari sogu því hún fœst viöa AUÐVELD í IMOTKUN OG ÞÆGILEG AÐ ÞRÍFA 1. Hraðsuðukanna sem slekkur þegar sýður. 2. Einnig má stilla hana þannig að hún haldi hvaða hitastigi sem er frá 25° C og upp í suðu 100° C. Útsölustaðir í helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum inlrirj=}=t=|n| HEILDSOLUDREIFING JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. Sundaborg 13 «104 Reykjavík• Sími 688588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.