Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Bingó — Bingó Nú mæta ajtir í bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30. Hæsti vinningur að verðmæti kr. 80.000.- Vinnincjjar og verð á spjöldum í öðrum 7 umferðum óbreytt. Mætum stundvíslega. Blaðburöarfólk óskast! VESTURBÆR SKEUAGRANDI Nesvegur 40-82 JftttgmiÞIafrifr og stærri flata, jafnt innanhúss sem utan. MEARIN frárennslirennur eru framleiddar úr niðsterku frost- oghitaþolnu plastií 50 og 100 sentimetra löngum einingum sem sérlega auðvelt og fljótlegt er að leggja. MEARIN rennurnar þola m.a. sýrur, salt, olíur, bensín ofl., þær henta því mjög vel til notkunar í MEARIN rennunum erlokað að ofan eftirtalda staði: HEIMKEYRSLUR GÖNGUGÖTUR GANGSTÍGA BÍLASTÆÐI BÍLSKÚRA SVALIR VERKSMIÐJUR með málmristum sem þola m.a. að bifreið sé ekið yfir þær. verkprýöi hf SíðumúlalO Síml 688460 SJönvarp Arnaldur Indriðason Nóbelsverðlaunahafinn frá 1978, Isaac Basevis Singer, er einn fárra (og án efa frægast- ur) rithöfunda sem skrifa á hinu „deyjandi" tungumáli, jiddísku. Heimur Singers er heimur gyðingsins og okkur var boðið að líta þangað inn i stuttan tíma bæði í sjónvarps- leikritinu Skyndibitastaðurinn (The Cafeteria), sem gert er eftir einni af smásögum Sing- ers, og heimildarmyndinni um hann sem sýnd var að leikritinu loknu í gærkvöldi. Leikritið sagði frá rithöfundin- um Aaron (Bob Dishy) og kynni hans af nokkuð undarlegri konu að nafni Ester (Zohra Lampert). Þau hittast á skyndibitastaðnum, sem Aaron sækir reglulega á milli þess sem hann ferðast um og heldur fyrirlestra því hann er held- ur vinsæll rithöfundur. Aaron er ósköp hljóður og ró- legur og indæll maður og hann hlustar á kunningja sína á skjmdi- bitastaðnum kvarta við hann um allt milli himins og jarðar. Einum gagnrýnanda finnst sögur Aarons um kynlíf og dulhyggju ganga of langt. Þær gætu orðið tæki í bar- áttu gegn gyðingum. „Kannski ertu tímaskekkja," segir gagn- rýnandinn. „Erum við ekki öll tímaskekkja," svarar Aaron hljóð- ur. Einn daginn kemur Ester á skyndibitastaðinn og þau Aaron taka tal saman. Ester vinnur í fataverksmiðju og er einsog úr takt við raunveruleikann. Hún er Dishy og Lampert í hlutverkum sínum í myndinni Skyndibitastað- urinn. Á ferð með Singer fómarlamb gyðingaofsókna Hitl- ers og geðheilsu hennar fer jafht og þétt hrakandi. Tveimur árum eftir þeirra fyrsta fund, en í millitíðinni heftir skindibitastað- urinn brunnið, kemur hún til hans og trúir honum fyrir því að hún hafi séð Hitler á skyndibitastaðn- um kvöldið sem bmninn varð. „Klikkuð," hugsar Aaron með sjálfum sér en við Ester segir hann: „Þú sást sýnir." „Ég vissi að þú mundir svara mér með ein- hverri dulspeki," segir hún. En áður en langt um líður hef- ur Aaron sjálfur upplifað ofsjónir og endurskoðar hug sinn til Ester- ar. „Ester hefur séð hluta af raunveruleikanum, sem hin guð- dómlega ritskoðun hefur fyrir reglu að banna," segir hann. Handrit Emest Kinoy eftir sögu Singers er vel skrifað og leikstjóm Amram Nowaks var einkar lipur. Zohra Lampert var sannfærandi í hlutverki Esterar, sem hrærist í fortíðinni og lifír á mörkum draums og vemleika og Bob Dish Isaac Basevis Singer lýsti vel stóískri ró Aarons, vantrú hans á sýn Esterar og loks undmn þegar hann verður fyrir því sama. Aaron í leikritinu er sjálfsagt að mörgu leyti líkur skapara sínum Singer. í merkilegri heim- ildarmynd um Singer sem sýnd var að leikritinu loknu sagði Sing- er að minningamar væm rit- höfundinum mikilvægastar og að sögur sínar væm að hluta til sjálfsævisögulegar og að hluta til skáldskapur. Skyndibitastaðurinn er mitt annað heimili, sagði Sing- er. Þar hittir hann flóttamenn frá Póllandi (þaðan sem hann er sjálf- ur) og Rússlandi, „heilbrigt fóik, hálf heilbrigt fólk og mglað fólk.“ Heimildarmyndin var tekin á þriggja ára tímabili og er gerð af sömu aðilum og gerðu leikritið. Hún státar sér af því að vera fyrsta heimildarmyndin um rit- höfundinn í fullri lengd. Það kom í ljós að Singer er elskulegasti maður, fyndinn og sérlega orð- heppinn og hann tekur hlutina ekki of alvarlega hvorki sem rit- höfundur eða gyðingur. Hann hefur gaman af að segja sögur um sjálfan sig og aðra við hvaða tækifæri sem er en gyðingar í gleði og harmi em hans bók- menntalega „gullnáma". Emil og Anna Sigga í Hlaðvarpanum Emil og Anna Sigga halda söngskemmtun í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, þriðjudaginn 2. september klukkan 20.30. Boðið verður upp á snilldarlegar útsetningar á sívinsælum lögum og Djúsbarinn sér um léttar veitingar. Húsið verður opnað klukkan 20.00. (Fréttatilkynniní? Kvartettinn Emil og Anna Sigga í klúbbi Listahátíðar í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.