Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöl innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Kekkonen kvaddur Urho Kekkonen, forseti Finnalands frá 1956 til 1981, lést aðfaranótt sunnu- dags nokkrum dögum áður en hann hefði orðið 86 ára. Kek- konen var af bændafólki kominn, fæddur 3. september árið 1900, þegar Finnland var enn stórfurstadæmi Rússakeis- ara. Þegar hann kveður hefur fínnska þjóðin hlotið sjálfstæði og Mauno Koivosto, eftirmaður hans á forsetastóli, komst þannig að orði í minningar- ávarpi: „Meginmarkmið hans í utanríkismálum var að skapa traust í samskiptum okkar við Sovétríkin og efla síðan þetta traust. Á þessum grundvelli reisti hann einnig gott og virkt samband við Vesturlönd, þar sem hann naut viðurkenningar fyrir raunsæi sitt og hæfni.“ 0g Paavo Vayrynen, utanríkis- ráðherra Finnlands, komst þannig að orði, þegar hann minntist Kekkonens: „Mikil- vægustu og varanlegustu afrek Urho Kekkonen voru unnin á sviði utanríkismála. Hugmynd- ir hans byggðust á þeirri sannfæringu, að utanríkismál væru homsteinn fínnsks ör- yggis og að samskiptin við Sovétríkin væru mikilvægasti þáttur þessarar stefnu." Af hinum tilvitnuðu orðum er ljóst, að í Finnlandi er Kek- konens einkum minnst fyrir afskipti hans af utanríkismál- um og hið sama á við, þegar annarra þjóða menn kveðja þann mann, sem hefur lengur verið forseti Finnlands en nokkur annar. Á fyrstu ámm Kekkonens í forsetaembætti reyndi á stundum verulega á í samskiptum Finna og Sovét- manna. Má þar sérstaklega nefna kröfu sovéskra stjóm- valda 1961, þegar þau vísuðu til vináttusamnings þjóðanna og kröfðust viðræðna um her- mál. Kekkonen lýsti þá yfir því, að hann liti á hlutleysi Finnlands sem æðsta markmið lífsstarfs síns og hann myndi þjóna því á meðan hann drægi lífsanda. Um miðjan sjöunda áratuginn urðu finnskir stjóm- málamenn sammála um svonefnda Paasikivi-Kekkon- en-stefnu í utanríkismálum. Hún byggist á því meginsjón- armiði að viðhalda beri góðu sambandi við hinn volduga granna í austri, Sovétríkin, samhliða því sem lýðræðislegar og norrænar hefðir séu rækt- aðar. Meðal þeirra hugmynda í utanríkis- og öryggismálum, sem tengjast nafni Kekkonens, er tillagan um kjamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. Hann hreyfði henni fyrst 1963. Þetta mál er enn ofarlega á baugi í umræðum um norrænt öryggi. Deilumar um það minna á, að Kekkonen var umdeildur stjómmálamaður. Utan Finnlands hafa margir verið þeirrar skoðunar, að hann hafí á stundum gengið næsta langt í viðleitni sinni til að tryggja stöðu lands síns gagn- vart grannanum í austri. Urho Kekkonen heimsótti Island oft á löngum forseta- ferli sínum. Hann kom hingað bæði í opinberum erindagjörð- um og einkaerindum til að njóta íslenskrar náttúru við laxveiðar. Hann var staddur hér á landi við veiðar sumarið 1981, þegar hann kenndi fyrst þeirra veikinda, sem leiddu til þess að hann sagði af sér for- setaembættinu þá um haustið. Þegar Kekkonen var í opin- berri heimsókn hér sumarið 1977 komst hann meðal annars svo að orði í ræðu: „Finnland hefur byggt stefnu sína í ör- yggismálum á því sem miðar að varðveislu friðar, fylgt virkri hlutleysisstefnu, en Island hef- ur á hinn bóginn gengið í Atlantshafsbandalagið. Eg vil taka fram, að við í Finnlandi leggjum áherslu á að Norður- landaþjóðimar verði ekki bitbein spákaupmennsku í ör- yggismálum." Eins og umræð- umar um kjamorkuvopnalaust svæði hafa þróast sýnist sú hætta blasa við, að Norður- landaþjóðimar geti orðið „bitbein spákaupmennsku í ör- yggismálum" vegna þess. Með Urho Kekkonen hverfur af sjónarsviðinu svipmikill stjómmálamaður, sem hafði áhrif langt út fyrir landamæri eigin lands. Merkasti atburður- inn í stjórnmálalífí Kekkonens var fundur æðstu manna 35 ríkja í Evrópu og Norður- Ameríku í Helsinki 1975. Þar var lagður grundvöllur að starfí til að stuðla að öryggi og samvinnu í Evrópu, sem ekki er lokið enn. Morgunblaðið flytur fínnsku þjóðinni samúðarkveðjur, þeg- ar hún kveður hinn aldna leiðtoga sinn. URHO KEKKONEN URHO Kekkonen, sem var forseti Finnlands um aldarfjórð- ungsskeið og fimm sinnum forsætisráðherra, er látinn, 85 ára að aldri. Fáir menn í sögu Finna hafa verið eins áhrifamiklir og hann fylgdi fast eftir þeirri stefnu fyrir- rennara síns, J.K. Paasikivis, að halda uppi vinsamlegum samskiptum við Rússa, hina voldugu granna í austri — svokallaðri „Paasikivi-línu“, sem einnig hefur verið við hann kennd og nefnd „K-línan“. Hátindurinn á ferli Kekkonens gagnkvæmu trausti í sambúðinni var ráðstefnan í Helsinki (1973- við Rússa. 1975), þegar hann tók á móti 35 Hvað sem því líður treysti kú- heimsleiðtogum, þeirra á meðal Gerald Ford og Leonid Brezhnev. Undirritun Helsinki-samningsins 1. ágúst 1975 var kölluð mesta afrek hans, því að hefði einhver einn maður getað eignað sér hugmynd- ina hefði það verið hann. Þegar Kekkonen var forseti leið varla sá dagur að hann sæist ekki í sjónvarpi, en þegar hann lézt var hann nánast gleymdur. Hann átti við vanheilsu að stríða og tók ekki á móti gestum síðustu æviár sín. Hann bjó einn í húsi á vatnsbakka í Tamminiemi, einangruðu hverfi í höfuðborginni, og sást aðeins stöku sinnum á gangi með mönnum, sem gættu hans, á bak við háa girðingu. „Urkki“ Urho Kaleva Kekkonen — UKK eða ,,“Urkki“ eins og hann var stundum kallaður — fæddist á Piel- avesi í skógum Mið-Finnlands 3. september 1900 og var sonur fá- tæks skógarhöggsmanns. Á ungl- ingsárum sínum vann hann við timburflutninga á fljótum og brauzt Sinnaskipti Þegar Kekkonen lét aftur til sín heyra hafði orðið alger kúvending á afstöðu hans til Rússa. Árið 1943 myndaði hann lítinn hóp Bænda- flokksmanna, sem beittu sér fyrir samningum við Rússa. Finnar höfðu barizt með Þjóðverjum, hann þóttist sjá fyrir hvemig ófriðurinn færi og taldi óhjákvæmilegt að Finnar tækju afleiðingunum. Kekkonen var oft gagnrýndur fyrir þessi sinnaskipti, því að marg- ir töldu að pólitísk hentistefnusjón- armið hefðu valdið þeim, en ekki einlæg sannfæring um að viðreisn Finnlands yrði að grundvallast á vendingin stöðu hans í Bænda- flokknum eftir stríðið og hann varð aðalleiðtogi flokksins, þótt hann væri aldrei kjörinn formaður. Hann var forseti þingsins um tveggja ára skeið og átti sæti í langflestum ríkisstjórnum fyrstu 10 árin eftir stríðið, oftast sem forsætisráðherra frá 1950. Jafnframt var hann bankastjóri Finnlandsbanka. Kekkonen var forsætisráðherra í september 1955 þegar Rúsar sam- þykktu að skila Finnum herstöðinni í Porkkala og taldi sig sjálfsagðan eftirmann Paasikivis forseta og verndara friðsamlegrar sambúðar við Rússa. Hann var í hópi nánustu samstarfsmanna forsetans, en bauð sig fram gegn honum fyrir Bænda- flokkinn 1950. í febrúar 1956 var hann kjörinn forseti þegar hann sigraði jafnaðarmannaleiðtogann Karl-August Fagerholm með at- kvæðum 151 kjörfulltrúa gegn 149 og naut góðs af stuðningi kommún- ista. Urho Kekkonen til mennta með miklum dugnaði. Hann tók lögfræðipróf við Hels- inki-háskóla 28 ára gamall. Um tíma hafði Kekkonen mestan áhuga á fræðistörfum og samdi ítarlegt rit um kosningarétt til sveit- arstjóma og hlaut fyrir það doktors- nafnbót 1936. Hann stundaði mikið íþróttir og var um skeið Finnlands- meistari í hástökki. Árið 1932 varð hann forseti finnska íþróttasam- bandsins. Á námsárum sínum fékkst Kekk- onen nokkuð við stjórnmál og var þá íhaldssamur þjóðemissinni eins og margir skólafélagar hans og tók þátt í störfum samtaka hægriöfga- manna, AKS. Hann barðist með hvítliðum í borgarastríðinu og skrif- aði seinna um reynslu sína á þeim árum. Sú ákvörðun hans 1927 að ger- ast lögfræðingur Bændaflokksins réð mestu um að hann ákvað að gera stjómmál að ævistarfi sínu. Hann var kjörinn á þing í Víborg 1936 og átti þar sæti óslitið unz hann var kjörinn forseti. Hann var talinn vel til forystu fallinn og varð dómsmálaráðherra sama ár. Ári síðar varð Kekkonen innan- ríkisráðherra og hann gegndi því starfi þar til . stjómarskipti urðu vegna árásar Rússa á Finnland 1939. Hann var í hópi þeirra sem voru andvígir friðarsamningum við Rússa veturinn 1940 og vildi heldur að Finnar berðust til þrautar. Um þær mundir starfaði hann í félagi háskólaborgara, sem hafði endur- heimt Kyrjálaeiðis á stefnuskrá sinni, og þessi afstaða hans varð til þess að hann dró sig nokkuð í hlé um hríð. Réð lögnn í aldarf j ói Umdeildur Kekkonen var einhver umdeild- asti stjómmálamaður Finna og jafnvel talinn pólitískur ævintýra- maður, en eftir að hann varð forseti notaði hann völd sín til að treysta stöðu sína og beitti svo mikilli lagni að hann varð óvenjulega vinsæll og enginn þorði að ógna völdum hans. Seinna lýsti skólabam stöðu hans í fjórum setningum: „Finnland er lýðræðisríki. Það er undir stjóm forseta. Hann er kosinn sjötta hvert ár. Hann heitir Kekkonen." Hann var mjög duglegur og at- hafnasamur, ráðríkur og afskipta- samur. Allir viðurkenndu að hann væri góðum gáfum gæddur og þótt hann væri skapfastur og stefnufast- ur neyddist hann oft til að breyta gegn vilja flokksbræðra sinna þegar hann var foringi Bændaflokksins. Hann átti mikinn þátt í því að gera hann að miðflokki, sem gæti unnið með hvaða flokki sem væri. Þótt Kekkonen væri mikill og óvæginn málafýlgjumaður var hann líka óvenjulaginn samningamaður, úrræðagóður og hikaði við að tefla á tæpasta vað, ef því var að skipta. Hann hafði ágæta hæfileika til að leysa flókin vandamál með fljótum og óvæntum hætti og það kom honum að góðum notum í forseta- embættinu. Kekkonen var snjall ræðumaður og kunnur rithöfundur. Auk dokt- orsritgerðarinnar skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit, m.a. greinaflokka undir dulnefninu „Pekka Peitsi". Kona hans, Sylvia Salome Unio, var hámenntuð og varð fræg fyrir ritstörf áður en hún lézt 1974, ekki sízt fyrir bókina „Amaliu", sem var þýdd á 10 tungu- mál. Þau áttu tvo syni, tvíburana Matti og Tanelli. Tanelli gekk að Herra Ásgeir Ásgeirsson forseti t« eiga Britu, dóttur Fagerholms, keppinautar Kekkonens, 1956. Jafnvel áður en Kekkonen varð forseti voru margir íslendingar kunnugir honum og þeim fjölgaði eftir það. Kunningjar hans voru ekki aðeins stjómmálamenn, heldur einnig íþróttamenn, því að hann lét sig íþróttamálefni alltaf miklu skipta. Hann kom fyrst í opinbera heimsókn til Islands í ágúst 1957 ásamt konu sinni og kom hingað síðast í laxveiðiferð 24 árum síðar, en veiktist þá svo alvarlega að hann varð að taka sér frí frá störfum og biðjast lausnar skömmu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.