Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 25 Af sem áður var: Norðmenn safna miklum skuldum Osló, AP. LÆGRA olíuverð, minni útflutningur og meiri innflutningur hafa leitt til þess, að greiðslujöfnuður Norðmanna við útlönd var óhag- stæður »m 11,6 milljarða n.kr. (um 64 milljarða isl. kr.) fyrstu fimm mánuði þessa árs. Skýrði hagstofa Noregs frá þessu í gser. A sama timabili í fyrra var greiðslujöfnuðurinn hagstæður um 15,8 milljarða n.kr. (tæpl. 87 milljarða isl.) Samkvæmt hagtolum, sem hag- stofan lét frá sér fara í júlí sl., var greiðslujöfnuðurinn við útlönd fyrstu þijá mánuði þessa árs þó ekki neikvæður um meira en 1,3 milljarða n.kr. Á sama tíma í fyrra var hann jákvæður um 9,5 milljarða n.kr. Á tímabilinu janúar - maí í ár var greiðslujöfnuðurinn óhag- stæður um 5,9 milljarða n.kr., að því er snerti útflutning og innflutn- ing á vörum og þjónustu. Á sama tímabili í fyrra var hann hagstæður um 22 milljarða n.kr. Hvað snertir vaxtagreiðslur og ijármagnsflutninga var greiðslu- jöfnuðurinn fyrst og fremst nei- kvæður nú sökum lækkandi olíuverðs. Á tímabilinu jan. - maí í ár minnkaði verðmæti útflutttrar olíu og gass og varð 23,9 miiljarðar n.kr., en var 37,4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur nem- ur 36,1%. Innflutningur varð hins vegar 13,3% meiri nú en fyrstu fímm mánuði ársins 1985. Samkvæmt tölum norsku hagstofunnar júkust nettóskuldir Norðmanna um 8,2 milljarða n.kr. (um 45 milljarða ísl. kr.) á tímbilinu jan.- maí, en þær minnkuðu um 16,6 milljarða á sama tímabili í fyrra. Sprenging’ar í Portúgral Faro, Portúcral, AP. ^ J SPRENGINGAR urðu i þremur ferðamannabæjum í Portúgal snemma í gærmorgun. Talsverðar skemmdir urðu á mannvirkjum, en ekki er vitað um slys á fólki. Ein sprengingin varð í grennd við sumarbústað Marios Soares foreta, en hann hafði farið þaðan burt daginn áður. Lögreglan telur, að sprengingunni hafi ekki verið beint gegn forsetanum sérstaklega. Sprengingamar, sem voru íjórar alls, urðu skömmu eftir að maður nokkur sem kvaðst vera talsmaður aðskilnaðarhreyfíngar baska á Spáni og vinstri sinnaðra skæruliða í Portúgal, hafði hótað „svörtum sepember" með sprengingum um suðurhluta PorúgaJs og Spánar. Haft var eftir portúgölsku lög- reglunni, að sprengjumar hefðu allar sprungið á einum stundar- fjórðungi á þremur ferðamanna- stöðum á suðurhluta Algarve- strandarinnar. í tveimur sprengingunum brotnuðu gluggar og hurðir eyðilögðust í móttökusal I Aldeia do Golfe í Vilamoura og í þriðju sprengingunni, sem varð við í Vale do Lobo, urðu skemmdir á inngangi og móttökusal á íbúða- blokk, þar sem ferðamenn búa. Kínverskir leiðtogar hafðir að skotspæni DENG TSCHAO-PENG, leiðtogi Kína, og Hu Yaobang, leiðtogi kínverska Kommúnistaflokksins, voru nýverið hafðir að skotspæni á gamansíðum hins útbreidda blaðs Jiefang Ribao. Deng spilar brids af ástríðu og á myndinni sýnir hann trompið sitt með áletruninni „leið Kínverja". Hu stendur í jakkafötum að hætti vesturlandabúa og stjómar ósýnilegri hljómsveit. í myndatexta krefst hann þess af hljómsveitinni að hún leiki ný lög. Árið 1949 var bannað að teikna og birta skop- myndir af leiðtogum í kínverskum syómmálum og er blaðinu því snú- ið við með þessum myndum. Flokkurinn leyfði reyndar að skop- myndir væru notaðar sem vopn „í baráttunni gegn ytri og innri fénd- um“ og áttu lesendur Jiefang Ribao því í erfíðleikum með að kyngja þessari stefnubreytingu. Ritstjóm blaðsins sá sig nauðbeygða til að Deng Xiao-Peng svara „miklum viðbrögðum les- enda“ með nokkmm orðum: „Auk lofs barst fyöldi mótmæla við því að kínverskt dagblað skyldi gera leiðtoga landsins að trúðum." Úlpnr s-m-1 kr. 2.400, til 2.990,- Jogging-gallar kr. 890,- og 950,- margir litir Háskólabolir stærðir 2—14 kr. 550,- Gammósíur stærðir 0—16 frá kr. 190,- Barnapeysur frá kr. 290,- Stuttermabolir með mynd, stærðir s-m-1 kr. 740,- Skólatöskur kr. 255,- Ennfremur Gallabuxur stærðir 30—36 kr. 995,- Kvenbuxur stærðir 25—32 kr. 1.050,- íþróttasokkar kr. 69,- Þunnir kvenjakkar kr. 595,- Vinnuskyrtur stærðir 38—44 kr. 535,- Peysur í miklu úrvali s-m-1990,- Þykkir herra-mittisjakkar kr. 2.400,- og 2.990,- Handklæði kr. 145,- til 238,- Sængurverasett með myndum kr 840,- Lakaléreft 240 cm á breidd kr. 222,- pr. m Lakaléreft 140 cm á breidd kr. 140,- pr. m Sængurveraléreft 140 cm á breidd kr. 155,- Viskustykki kr. 155,- Opið frá 10.00-18.00 Föstudaga 10.00-19.00 Laugardaga 10.00-14.00 Vöruloftið SIGTÚNI 3, SÍMI 83075. Hu Yaobang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.