Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 22
<22 M0R(jUN^LAj3ID, ÞRIDJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Nepal biður um aðstoð Katmandu, Nepal, AP. SMÁRÍKIÐ Nepal í Himmalaya- fjöllum hefur leitað eftir aðstoð annarra ríkja og alþjóðastofnana vegna uppskerubrests innan lands. Þetta kom fram í máli Singh Shr- estha, forsætisráðherra sl. sunnu- dag. Hann sagði að matvælafram- leiðsla muni dragast saman um 28% þetta ár, og hefur verið sett á bann við útflutningi matvæla. Nýr flokkur í Pakistan Lahore, Pakistan, AP. HÓPUR manna hefur sagt sig úr Pakistanska þjóðarflokki Benazir Bhutto og stofnað nýjan flokk. Sögðu þeir að Bhutto væri mjög ráðrík og hefði hún m.a. virt aði vettugi skoðanir ýmissa eldri leið- toga flokksins er áður störfuðu með' föður hennar. Stefnuskrár flokk- anna eru mjög líkar og nýi flokkur- inn mun einnig berjast gegn núverandi ríkisstjóm landsins. Mótmælaaðgerðir er hófust um miðjan ágúst standa enn yfir. Síðastliðinn sunnudag tóku nokkur þúsund manns þátt í mótmæla- göngum í Lahore, Karachi og Islamabad og fóru þær allar frið- samlega fram. Zia forseti hélt á sunnudag til Harare í Zimbabwe til að sitja þar fund óháðra ríkja. Við brottförina neitaði hann að gefa nokkrar yfirlýsingar um ástandið í landinu' Kókaín fyrir 6 millj. dollara Mobile, Alabama, AP. BANDARÍSKIR tollverðir fundu kókaín sem talið er 6 til 10 milljón dollara virði, í stáltrommum í Mexíkóflóa um sl. helgi. Þeir notuðu hljóðsjá (sonar) til að finna eitrið, sem kastað hafði verið fyrir borð. Fylgst hafði verið með smyglurun- um í rúman mánuð. Fjórir hafa verið handteknir og er reiknað iheð_ að fleiri verði handteknir næstu- daga. Suður-Afríka: Sprengjutil- ræði í Durban Jóhannesarborg, AP. SPRENGJA sprakk í stórverslun í úthverfi Durban í gær. Átján manns særðust, þar á meðal þriggja ára stúlka. Tíu hinna særðu eru svert- ingjar. Skemmdir á versluninni urðu töluverðar, en flestir hinna særðu eru með minniháttar meiðsl. Yfir- völd kenndu Afríska þjóðarráðinu um sprengjuna, en talsmaður þess vildi hvorki neita né játa þeim áburði. Umferðarslys skæðari en stríð, JerúsaJem, AP. RÍKISSTJÓRN ísraels ákvað sl. sunnudag að gera sérstakt átak til að stemma stigu við vaxandi fjölda umferðarslysa í landinu. Komið hefur í ljós að þrisvar sinnum fleiri ísraelsmenn hafa látist í umferðar- slysum síðan árið 1948, en í styij- öldum og árásum hryðjuverka- manna. .Ríkisstjómin samþykkti að lækka innflutningstolla á loftkæli- tækjum í bifreiðar um 30%, þar sem sérfræðingar hafa haldið því fram, að kæfandi hiti yfir sumartímann, sé ein af ástæðum hinnar háu slysa- tíðni. Flugslysið í Los Angeles: Brak úr mexíkönsku DC-9-farþegavélinni á Carmenita-stræti í Cerritos, einu úthverfa Los Angeles. Gífurleg sprenging varð þegar vélin skall til jarðar og kviknaði þá í 16 húsum. Níu þeirra brunnu til kaldra kola. Óljóst hvað olli slysinu Mexíkóborg, AP. TALSMAÐUR mexíkanska ríkisflugfélagsins Aeromexico sagði í gær, að engar augljósar skýringar væru á árekstri far- þegavélar frá félaginu og litillar einshreyfils-flugvélar yfir Los Angeles. „Veðrið var ágætt þegar slysið varð og enn er ekki vitað hvers vegna einkaflugvélin var á flug- leið farþegavélarinnar," sagði í yfirlýsingu frá talsmanni Aero- mexico. Mexíkanska vélin, sem var tveggja hreyfla af gerðinni McDonnell Douglas DC-9, hafði lagt upp frá Mexíkóborg og milli- lent þrisvar sinnum áður en hún kom inn til lendingar í Los Ange- les með 58 farþega auk sex manna áhafnar. Þrennt var um borð í litlu flugvélinni, sem var af gerðinni Piper Archer. Mexíkanskir embættismenn segja, að farþegar DC-9-véIarinn- ar hafi verið Mexíkanar og bandarískir ferðamenn á leið heim, þar af sjö eða átta böm. Lík og brak eins og hrá- viði um allt Cemtos, Kahfonuu, AP. LIK, sem gulur dúkur hafði verið dreginn yfir, farangur og brak úr flugvélunum tveimur, sem rákust saman í lofti, lágu eins og hráviði um Cerritos-úthverfið í Los Angeles. Hlutar úr stéli far- þegavélarinnar lágu við kirkjuna en handan götunnar, á leikvelli Cerritos-barnaskólans, iá flak upp í loft. „Við þökkum guði fyrir, að við skulum vera heil á húfi. Við ætluð- um til kirkju í morgun en töfð- umst. Annars hefðum við líklega verið stödd á götunni fyrir framan kirkjuna þegar slysið varð,“ sagði John Choi, 15 ára gamall dreng- ur, sem fréttamenn ræddu við. Hús foreldra hans slapp að mestu við skemmdir en í garðinum lá lík eins þeirra, sem voru með far- þegavélinni. Francisco Gonzalez var staddur innandyra þegar hann heyrði skyndilega mikinn þyt í lofti. „Húsið nötraði og skalf og þak- plötumar tóku að hrynja af því,“ sagði hann. „Eftir stutta stund, þegar ég hafði náð mér eftir fyrstu skelfínguna, fór ég út og sá húsin allt umhverfis í ljósum logum." A1 Brown, maður rúmlega fer- litlu einshreyfils-flugvélal-innar tugur, var á ferð í bíl sínum þegar farþegavélin steyptist niður á göt- una fyrir framan hann. „Hún var á hvolfí í loftinu og þegar hún skall niður varð gífurleg spreng- ing, sem skók allt hverfið," sagði Brown. Strax eftir sprenginguna sá hann lík fólksins í vélinni kast- ast í allar áttir. Björgunarmenn vom mjög fljótir á vettvang og var starfinu stjómað úr íjórum þyrlum, sem sveimuðu uppi yfir. Til þess er líka tekið hve fólk í hverfinu brást við af miklu æðmleysi og þeir, sem áttu heima í húsum, sem ekki hafði kviknað í, sprautuðu vatni yfir þau til að hindra, að eldurinn tæki þau. Eldregnið frá sprengingunni kveikti í 16 húsum og bmnnu níu þeirra til kaldra kola. Sex ár frá stofnun Samstöðu: „Eina von margra milljóna Pólverja“ Varsjá, AP. LÖGREGLA handtók um tvö- hundruð félaga verkamannasam- takanna Samstöðu í borginni Wroclaw í suðvesturhluta Pól- lands til þess að koma í veg fyrir að þeir gætu verið viðstaddir athöfn til minningar um að sex ár voru þá liðin frá því stéttarfé- lagið var stofnað, að því er haft er eftir heimildarmönnum innan stjórnarandstöðunnar. Mörg þúsund manns fögnuðu afmælinu við kaþólskar messur í Varsjá, Gdansk og öðmm borgum. Fögnuðurinn fór friðsamlega fram og lýsti fólk yfir stuðningi sínum við Samstöðu, sem nú hefur verið gerð útlæg, án æsinga. Jozef Pinior, sem er háttsettur innan Samstöðu í Wroclaw, kvaðst hafa lista undir höndum með nöfn- um 150 manna, sem hnepptir vom í gæsluvarðhaid á leið sinni til guðs- þjónustu til stuðnings Samstöðu á sunnudag. Fólkinu var haldið tvo sólar- hringa og er það í samræmi við pólsk lög. Pinior sagði að yfirvöld vildu fæla fólk frá stuðningi við Samstöðu með því að fylla það ótta. Því hefði verið gripið til þessara aðgerða. Flestir söfnuðust til útiguðsþjón- ustu við kirkju heilags Stanislaus Kostka í Varsjá eða rúmlega tíu þúsund manns. Þar komu sendi- nefndir Samstöðu víða að og veifuöu borðum. „Samstaða heyrir ekki fortíðinni Spánn: Pólveijar fá hæli sem flóttamenn Pamplona, Spáni, AP. TVEIR pólskir dansarar, sem óskuðu eftir hæli sem pólitiskir flóttamenn á Spáni fyrir níu mánuðum hafa fengið hæli til bráðabirgða, að sögn spánskra lögregluyfirvalda í gær. Katarazyna Mroczkoswska 19 ára gömul og Janus Sikora 22 ára, óskuðu eftir hæli á Spáni er dans- hópur þeirra „Plisko", var þar á ferðalagi, aðeins fáum mínútum áður en flugvél þeirra átti að taka á loft frá flugvellinum í Pamplona. Pólvetjamir hafa sótt um spánskan ríkisborgararétt og ef þau fá hann hyggjast þau heimsækja ættingja sína í Póllandi. til... Samstaða er eina von margra milljóna Pólveija," sagði Teofil Bogucki prestur í prédikun sinni. Hann þurfti oft að gera hlé á ræðu sinni vegna fagnaðarláta: „Enginn ætti að óttast Samstöðu og þeir ættu að veita henni aftur réttindi sín.“ Bretland: Vilja takmarka inn- f lytj endastrauminn London, AP. BREZKA stjórnin hugðist halda sérstakan fund síðdegis í gær í því skyni að ræða strangari hömlur á vegabréfsáritanir gagnvart fólki frá sex löndum í Asíu og Afríku. Blöð í Bretlandi greindu frá því, að þessi lönd væru Indland, Pakist- an, Bangladesh, Sri Lanka, Ghana og Nigería. Var því haldið fram, að stjómin hlyti að taka þá ákvörð- un, að fólk frá þessum löndum yrði að verða sér út um vegabréfsáritun fyrirfram, áður en það færi til Bret- lands. Því var ennfremur haldið fram, að Sir George Howe utanríkisráð- herra væri andvígur strangari hömlum á þessu sviði, þar sem hann óttaðist, að þær yrðu til þess að spilla fyrir samskiptum Breta við ríki þriðja heimsins. Douglas Hurd innanríkisráðherra er aftur a móti sagður fylgjandi auknum takmörkunum á vega- bréfsáritunum. Blaðið Daily Express, sem er hægri sinnað, sagði í gær í forystu- grein, að núverandi ástand væri fráleitt. Svo margir væru þeir, sem kæmu án vegabréfsáritunar frá Asíu og Afríku til Bretlands, að útlendingaeftirlitið gæti ekki lengur ráðið við ástandið eða fullnægt starfskyldum sínum. Gengí gjaldmiðla London, AP. GENGI bandaríkjadollars lækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í gær. Verð á gulli hækk- aði snögglega. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4900 dollara (1,4870), en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 2,0281 vest- ur þýsk mörk (2,0355), 1,6358 svissneskir frankar (1,6465), 6,6450 franskir frankar (6,6800), 2,2882 hollensk gyllini (2,2985), 1.399,50 ítalskar lírur (1.404,00), 1,3865 kanadískir dollarar (1,3930) og 153,95 japönsk jen. Verð á gulli var 391,75 dollarar únsan (386,00).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.