Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 ^Minning: Lára Pálsdóttir Fædd 13. mars 1912 ^ Dáin 24. ágúst 1986 Lára fæddist á Akureyri og átti þar heima alla sína ævi. Hún var dóttir Fanneyjar Jósefsdóttur og Páls Gíslasonar Vatnsdal. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt stórum bamahópi, eða meðal sjö systkina, sem upp komust. Nú eru aðeins tvö þeirra á lífi: Axel, sem býr á Akureyri, og Hulda í Reykjavík. Lára bytjaði á hjúkrunamámi í heimabyggð sinni, en hætti því þeg- ar hún giftist eftirlifandi manni '*sínum, Leó Sigurðssyni útgerðar- manni, sem einnig er innfæddur Akureyringur. Það var 19. maí 1934. Lára var glæsileg kona og sómdi sér vel í fjölmenni og mannfagn- aði. En heimilið var fyrst og síðast hennar heimur. Meðan bömin voru í bemsku og æsku með öllum sínum ys og þys komst fram sá hægláti og ljúfi myndugleiki, sem hún bjó yfir alla ævi. Eftir að bömin vom öll farin og hljóðnaði á heimilinu skorti Lám ekki áhugamál, því að hún lifði sig inní viðfangsefni og umsvif bónda síns af lífi og sál. Hryggðist með honum og gladdist. Og það er gott til þess að hugsa að oftast gat hún glaðst því að hann hefir verið far- sæll í störfum sínum. Sambúð þeirra hjón í hálfa öld var með þeim hætti að sjaldan eða aldrei bar skugga á. Og sá rausnar- t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARI BJÖRNSSON, Ferjubakka 16, lést í Borgarspítalanum 31. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Jónsdóttir, Erna Aradóttir, Sævar Ö. Kristbjörnsson, Örn Arason, Hulda Böðvarsdóttir og barnabörn. ■ V t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNHEIÐUR BERGSTEINSDÓTTIR, Hæðargarði 34, lést í Landspítalanum að kvöldi föstudagsins 29. ágúst. Jarðarför- in auglýst síðar. Ragnar B. Henrysson, Sigriður Jónsdóttir, Kristján K. Pálsson, Kristín J. Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Kr. Pálsdóttir, Guðbjartur Ágústsson, Bergsteinn Pálsson, Hrönn Árnadóttir, Brynhildur Erla Pálsdóttir, Ragnar Þórhallsson, Þórunn S. Pálsdóttir og barnabörn. t GUÐBJÖRG A. FANNBERG lést í Landspítalanum 19. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í þyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón J. Fannberg, Ámi J. Fannberg, Sigrfður J. Fannberg, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. J + Bróðir okkar og mágur, EYJÓLFUR HALLDÓRSSON verkstjóri, andaðist á Hrafnistu 29. ágúst. Sigríður Halldórsdóttir, Magnea Halldórsdóttir, Frímann Guðjónsson. t Eiginmaður minn, INGIBERGUR VILMUNDARSON, Stigahlíö 36, lést í Landspítalanum að morgni 29. ágúst. Margrét Tómasdóttir K t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, KARL EYJÓLFUR JÓNSSON, Berugötu 9, Borgarnesi, lést 30. ágúst. Áslaug G. Bachmann, börn og tengdabörn. «1 t Bróðir okkar, RAFN BJARNASON, bóndi aö Þorkelsgerði f Selvogi, lést í Landspítalanum að morgni sunnudagsins 31. ágúst. Systkini hins látna. % Minning: Helga Hjördís Hjartardóttir skapur sem ávallt fylgdi heimili hennar, mun seint gleymast. Eg vil, Leó vinur minn og svili, votta þér, bömum og bamabömum samúð okkar Huldu. Karl Jónsson Hinsta kveðja frá börnum og tengdabörnum Fædd 29.júní 1915 Dáin 24. ágúst 1986 Okkur setti hljóð þegar kallið kom, en huggum okkur við að nú líður henni vel og þökkum guði fyr- ir að hafa átt þessa konu fyrir móður. Hún hvarf frá okkur sólbjartan sunnudagsmorgun í ágúst þegar sólin hellti geislum sínum yfir líf jarðar og yljaði hveiju smáblómi jafnt og þeim sem meira mega sín. t Bróðir minn, mágur okkar og fraendi, EINARJ. EIRÍKSSON, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 2. september kl. 15.00. Björgvin Kristófersson, Ragnheiður S. Jónsdóttir, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og systkinabörn. t Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og lang- amma, HELGA HJÖRDÍS HJARTARDÓTTIR, Hamraborg 30, Kópavogi, sem lést þann 24. þ.m., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 2. september kl. 13.30. Sigurður Siggeirsson, Jónas Guðmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Rúnar Guðmundsson, Hjördís Davfðsdóttir, Hjördis Guðmundsdóttir, Hilmar Guðbjörnsson, Kristfn H. Guðmundsdóttir, Herluf Grúber, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls og útfarar MARGRÉTAR HALLDÓRU HARÐARDÓTTUR, Fjólugötu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir flytjum við séra Þórhalli Höskuldssyni sem veitti fjölskyldunni ómetanlega aöstoð. Guð blessi ykkur öll. Magnús Halldórsson og börn, Sóley Halldórsdóttir og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, ÓLAFS JÓNSSONAR siglingafræðings, Kópavogsbraut 45. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrfður Gísladóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGFÚSÍNU ÓLAFSDÓTTUR. Auður Brynjólfsdóttir, Ingiber Ólafsson, Nikulás Brynjólfsson, Þórarna Hansdóttir og barnabörn. Legsteinar ýmsar gerdir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Lund hennar var ekki ólík þess- um fagra morgni. Lífínu hefur verið líkt við siglingu yfír hafið, oft er það úfíð, stundum stillt, áföllin stór en alltaf birtir á ný og sólin yljar öllu sem guð gaf líf. Stefna móður okkar yfir hafíð var rétt, hún komst heil í höfn. Kærleikur og lotning fyrir lífínu og samúð með þeim sem minna mátti sín var hennar vöggugjöf. Þeir eru margir sem eiga henni mikið að þakka og sumir allt. Móðir okkar fæddist í Efri Rauðsdal á Barðaströnd, og var hún þriðja í röðinni af tíu systkinum. Ólst hún upp við ástríki foreldra sinna til nítján ára aldurs, en þá lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmis störf. Árið 1942 steig hún stórt gæfu- spor þegar hún giftist föður okkar, Guðmundi Kr. Falk Guðmundssyni, sjómanni frá Isafírði, og stofnaði með honum heimili á Vesturgötu 25 í Reykjavík. Þar fæddust fímm af sex bömum þeirra. Árið 1954 fluttust þau í nýtt hús sem þau byggðu á Kársnesbraut 131 í Kópavogi og þar fæddist yngsta bamið. Þetta var hamingju- söm fjölskylda og minningamar margar og fagrar. 25. ágúst 1965 kom reiðarslagið þegar hafíð tók manninn hennar og yngsta soninn aðeins 15 ára gamlan frá henni. Sást þá best hve sterk hún var. En Guð gerir vel við börnin sín og gaf henni annan mann sem var henni mikil stoð og hjálpaði henni í raunum hennar. Móðir okkar giftist seinni manni sínum, Sigurði Siggeirssyni frá Baugsstöðum, árið 1971 og gátum við börnin hennar ekki verið ham- ingjusamari hennar vegna. Þau tóku að sér einn sonarson hennar og ólu hann upp sem sinn eigin. Sigurði viljum við þakka fyrir allt sem hann gerði fyrir móður okkar og biðjum guð að gefa honum styrk á þessari erfíðu stund. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð en ekkert um þig ó, móðir góð? upp þú minn hjartans óður. Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumss.) Jónas, Jóhanna, Hjördís, Hilmar, Rúnar, Hjördís, Kristín Hrönn og Herluf. Kveðja frá barnabörnum Við kveðjum kæru ömmu okkar og þökkum guði fyrir hana, kær- leikur og blessun hennar voru það besta fyrir okkur, guð blessi hana og minningu hennar. Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér r.ú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.