Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 NM grunnskóla í skák: Akureyringar björguðu Seljaskóla 1 2 3 4 5 6 VINN RÖV 1 SeljAskóli^Reykja v!k. É r/z 1 3 3/z 3/2 m i 1 Elvtrvm Uct.sé, Uortpji 2/t m 1/z \ 3 H 1z 3 N.H&hles sk.,'Danr/nörku 2 1% i Zlz 1 3 IX 2-3. H G'CLqn-fraiSaslt ftkureymr \ 2) r/z m % 1 11 H 5 &rÖJisst.iHaparanA2, Svjfo. /1 \ X •k § 3 7 5. <0 Ruusuvuortn yh ínnnjaaji ‘k 0 1 X \ '///. Y/y/ H% (0. Skák Margeir Pétursson Grunnskólamót Norður- landa í skák fór fram um helgina í menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Sex sveitir tóku þátt, þar af tvær íslenskar. Baráttan um efsta sætið var jöfn og hörð og það var ekki fyrr en í síðustu umferð að heimaliðinu, Seljaskóla í Breiðholti, tókst að síga fram úr þvi norska. Það gerðist með dyggri aðstoð hinnar íslensku sveitarinnar frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, sem vann norsku sveitina óvænt 3—1 og Dan- ir náðu aðeins 2—2 jafntefli gegn Svíum. Sigursveitina skipuðu þeir Þröstur Ámason, Reykjavíkur- meistari, Sigurður Daði Sig- fússon, Sæberg Sigurðsson og Snorri Karlsson, varamaður. Fyrirliði var Guðmundur Guð- jónsson, kennari í Seljaskóla. Seljaskólinn þótti sigur- stranglegur eftir að hafa unnið íslandsmót grunnskóla með miklum yfírburðum. Sveitin byrjaði líka vel, vann Akur- eyringa 3—1 og Svíana 31/*—V2 og var í efsta sæti. En þá kom afar slæmur kafli, fyrst jafntefli við Dani 2—2 og síðan tap í mikilvægri viðureign við norsku sveitina, IV2—2V2. Fyrir síðustu umferð höfðu Norðmennimir 11 vinninga, en Seljaskóli og Danir 10 vinninga. Örlög Breiðholts- drengjanna vom því í höndum Akureyringanna og Norðlend- ingamir bmgðust ekki. Jafntefli gegn þessari öflugu norsku sveit hefði verið góður árangur, en 3—1 sigur kom mikið á óvart. Báðar íslensku sveitimar geta mjög vel við úrslitin unað. Akur- eyringunum virtist fara fram með hverri umferð og þeir hefðu jafnvel getað náð öðm sæti, ef þeir hefðu ekki látið sér nægja jafntefli við fínnsku sveitina sem var greinilega slökust. í sveit Gagnfræðaskóla Akur- eyrar vom þeir Tómas Her- mannsson, Bogi Pálsson, Skafti Ingimarsson, Rúnar Sigurpáls- son og Auðunn Guðmundsson, varamaður. Fyrirliði var Gylfí Þórhallsson. Jafnrétti kynjanna við skák- borðið virðist heldur lengra komið hjá frændum vomm en hér heima, því danska stúlkan Louise Fredericia tefldi á íjórða borði fyrir N. Zahles-skólann í Kaupmannahöfn. Hún náði bezt- um árangri á fjórða borði, hlaut fjóra vinninga af fímm möguleg- um. Það vom bara íslensku drengimir sem náðu jafntefli gegn henni. Mótið fór afar vel fram í vist- legum salarkynnum menningar- miðstöðvarinnar _ Gerðubergs. Mótsstjórar vom Ólafur H. 01- afsson, Ólafur Ásgrímsson, Jóhannes Ágústsson, Georg Páll Skúlason og Ríkharður Sveins- son. Mótsblað með öllum skákunum kom út strax eftir hveija umferð, en slíkt er ómiss- andi þáttur í alvarlegri skák- keppni. Gmnnskólamót Norðurlanda hefur verið háð frá 1964 og ís- lendingar hafa verið með frá 1977. Þetta er í sjötta sinn sem sveitir frá okkur hafa náð að sigra á mótinu. Álftamýrarskóli sigraði 1978 og 1979 ogHvassa- leitisskóli sigraði þijú ár í röð frá 1983 til 1985 og er eini skól- inn í sögu keppninnar sem hefur náð þeim árangri. Við skulum að lokum líta á eina bráðskemmtilega skák frá keppninni. Þar hefur hvítt Sig- urður Daði Sigfússon, sem tefldi á öðm borði fyrir Seljaskóla. Hann hlaut 4V2 vinning, sem var bezti einstaklingsárangur í keppninni. Sigurður er greini- lega í góðri æfíngu, í byijun ágúst var hann með á alþjóðlegu móti 16 ára og yngri í Gausdal í Noregi og náði þar 3—5. sæti, sem er mjög góður árangur. I skákinni sem hér fer á eftir tefl- ir hann mjög yfírvegað. Hvítt: Sigurður Daði Sigfús- son Svart: Oystein Saether (Nor- egi) Enski leikurinn 1. Rf3 - c5, 2. c4 - Rf6, 3. g3 - g6, 4. Bg2 - Bg7, 5. 0-0 Rc6, 6. Rc3 — d6, 7. e3 Reynslan hefur sýnt að eftir 7. d4 — cxd4, 8. Rxd4 — Bd7 nær svartur að jafna taflið. Nú reynir svartur að ná sókn á kóngsvæng, en hefur ekkert upp úr krafsinu. - Bg4, 8. h3 - Be6, 9. d3 - Dc8, 10. Kh2 - H5?!, 11. Rg5 - Bf5, 12. Rd5 - h4?, 13. g4 - Bd7, 14. f4 Svartur er kominn í klemmu. Hann getur t.d. ekki hrókað vegna 15. Del. - Rh7, 15. Rf3 - e6, 16. Rc3 - Rf8, 17. Bd2 - e5?!, 18. De2 - Re6, 19. Re4 - Dc7, 20. f5! - gxf5, 21. gxf5 - Red8, 22. f6 - Bg8, 23. a3 Stöðulega séð hefur svartur beðið algjört afhroð, en hann er þó með allt liðið í vöminni og Sigurður fellur ekki í þá gryfju að reyna að ljúka skákinni strax með kóngssókn, en sýnir óvenju- lega þolinmæði fyrir sinn aldurs- flokk. - a5, 24. Rc3 - Db8, 25. Khl - Re6, 26. Hadl - Kd8, 27. Df2 - Rc7, 28. d4! - cxd4, 29. exd4 — exd4, 30. Rxd4 - Re5, 31. De2 Hér hefðu margir fallið í þá freistni að fóma peði með 31. c5 — dxc5, 32. Rf5, en svartur er svo illa beygður að slíkt er óþarfí. - Ha6, 32. Bf4! - Rg6, 33. Bh2 - Dc8, 34. Hd3 - Re8, 35. Rdb5 - Be6, 36. b3 - Dd7, 37. Re4 - Bf5, 38. Df3 - Bxe4, 39. Dxe4 — Kc8, 40. Dd4 - Hh5?, 41. Bf3 - Hf5, 42. De4! - Rxf 6 Eða 42. - Kb8, 43. Hfdl - Rxf6, 44. Rxd6! og vinnur. 43. Dxb7+ - Dxb7, 44. Bxb7+ - Kxb7, 45. Hxf5 - Re4, 46. Hxf7+ - Kc8, 47. Hfl - Kd7, 48. Kg2 - Be7, 49. Hfdl - Rf8, 50. Hd4 - d5, 51. Hxe4 og svartur gafst upp. Stöð 2 undirbúin NÚ ÞEGAR hefur fyrsta út- varpsstöðin i einkaeign hafið útsendingar og óðum styttist i að ný sjónvarpsstöð hefji göngu sína. Stefnt er að því að stöð Is- lenska sjónvarpsfélagsins hf., Stöð 2, hefji útsendingar um mánaðamótin september — okt- óber nk. og eru framkvæmdir nú í fullum gangi í væntanlegu húsnæði stöðvarinnar að Krók- hálsi 6 í Reykjavík. Á myndinni má sjá nokkra þeirra er vinna að því að gera klárt fyrir fyrsta útsendingardaginn, íslend- inga og erlenda tækniráðgjafa. Þeir eru, talið frá vinstri: Edgar Guð- mundsson, verkfræðingur, stjómar- formaður hjá vertökunum Mát hf., John Wallis, tækniráðgjafi hjá Stöð 2, Morris Thomas, fulltrúi Thomson í Frakklandi, sem sjá mun um sendi- búnað í Stöð 2, Bjame Pedersen, tæknistjóri Sony í Danmörku, Ragnar Guðmundsson, forstjóri ís- lenska myndversins hf., og Þórarinn Magnússon, verkfræðingur, verk- efnastjóri hjá Stöð 2 að Krókhálsi 6. Munchner Xylophoner halda tónleíka víða um land A NÆSTU vikum mun 5 manna hópur þýskra hljóðfæraleikara „MUnchner Xylophoniker“ halda tónleika hér á landi. Þau leika á ýmsar gerðir tréspila og á gitar fjölbreytta efnisskrá, m.a. verk eftir J.S. Bach, Franz Schubert og Scott Joplin. Tónleikar þeirra verða sem hér segpr: Þriðjudag 2. sept. kl. 20.30 í grunn- skólanum á Þingeyri. Miðvikudag 3. sept. kl. 20.30 I Fé- lagsheimilinu í Bolungarvík. Miðvikudag 10. sept. kl. 20.30 í Þjóðkirkjunni í Hafnarfírði. Fimmtudag 11. sept. kl. 20.30 í Selfosskirkju. Laugardag 13. sept. kl. 17.00 I Langholtskirkj u. Sunnudag 14. sept. kl. 17.00 í Safn- aðarheimili Akraneskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.