Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 27 Kekkonen „að fá ’ann“ í Víðidalsá 1981. íoglofum rdung Kekkonen í Kreml ásamt Brezhnev, Kosygin og Podgorny í júní 1968, skömmu fyrir innrásina i Tékkóslóvakiu. Eins og öðrum Finnum gramdist honum mjög allt tal um „finnlandis- eringu". „Eigi að nota hugtakið „fínnlandisering" um fínnska utan- ríkisstefnu á grundvelli stað- reynda," sagði hann 1964, „á það við um okkur. Við göngum út frá því að „fínnlandisering" tákni póli- tískar sættir við Sovétríkin. Öll stefna okkar eftir stríðið hefur gengið út á það . . . og við erum ánægðir með árangurinn." Kekkonen vildi gera Finnland að „brú“ austurs og vesturs og reyndi' að leika jafnvægislist" í utanríkis- málum. Arið 1973 undirritaði hann fríverzlunarsamning við Evrópu- bandalagið og gerði um líkt leyti svipaðan samning við Comecon. Áður en Finnar sömdu við EB lá fyrir, að það var ekki í óþökk Sovét- manna. Um tangt árabil voru Finnar aukaaðilar að EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, og þeir gátu ekki fallist á, að efnahags- samstarf Norðurlandaþjóða yrði aukið 1970 með stofnun NORDEK.-* Hefur þessi sérstaða verið rakin til sambandsins við Sovétríkin. Eitt sinn sagði Kekkonen við Krúsjeff: „Þótt öll lönd Evrópu verði kommúnistaríki verður Finnland ekki kommúnistaríki.“ Þegar því var haldið fram að Finnland væri að hverfa inn á sovézkt hagsmuna- svæði sagði hann: „Hlutverk Finna sem milligöngumanna og mikilvægi þeirra sem sáttasemjara í alþjóða- málum á ekki upp á pallborðið hjá þeim sem leggjast gegn friðsamlegu samstarfí ríkja og ríkjahópa. Af þessu leiðir að þessi öfl vilja gera fínnska utanríkisstefnu, og jafnvel stöðu Finnlands sem fullvalda ríkis, tortryggilega." ■- ð Arið 1963 lagði hann til að Norðurlönd yrðu gerð að kjarnorku- vopnalausu svæði. Tillagan var hundsuð þegar hún var borin fram í skugga Kúbu-deilunnar, en hug- myndin var ekki dauð. Kekkonen endurflutti tillöguna í nýrri útgáfu 1978. Hugmyndin lifír enn og er til umræðu hjá ríkisstjórnum og þingmönnum á Norðurlöndunum. Sovétmenn sýna henni velvilja. Árið 1980 var Kekkonen sæmdur Lenín-verðlaununum. „Ómissandi“ Ekki var örgrannt um að Kekk- onen notaði hlutverk sitt í utan-'* ríkismálum til að treysta stöðu sína í finnskum stjórnmálum. Honum var stundum líkt við de Gaulle í innanríkismálum og hann þurfti oft að leysa deilur margra stjórnmála- flokka eins og hann. Með því tryggði hann stöðugleika og völd hans jukust jafnt og þétt. Árið 1966 sagði Kekkonen að kommúnistar gætu verið eins góðir ættjarðarvinir og aðrir Finnar og um svipað leyti féllu Rússar frá andstöðu gegn þátttöku jafnaðar- manna í ríkisstjórn. Mynduð var mið-vinstristjóm, en það samstarf fór út um þúfur 1971 vegna óánægju kommúnista. Kekkonen var endurkjörinn for- seti 1962 og 1968. Haustið 1971 lagði Ahti Karjalainen utanríkisráð- herra til að kjörtímabil hans, sem átti að ljúka 1. marz 1974, yrði Kekkonen á áttræðisafmæli sínu 1981, skömmu áður en hann baðst lausnar. Kekkonen til Novosibirsk og sagði Krúsjeff að krafa Rússa gæti vald- ið ókyrrð og stríðsótta á Norður- löndum og hvatti hann til að falla frá henni. Krúsjeff samþykkti það, mótframbjóðandi Kekkonens, Olavi Honka, sem naut stuðnings jafnað- armanna og hægrimanna, dró sig í hlé og sambúðin batnaði á ný. Samskiptin við Sovétríkin Enginn Finni dregur mikilvægi vinsamlegra samskipta við Rússa í efa og mikill meirihluti Finna studdi utanríkisstefnu Kekkonens, en ýmsum þótti hann taka of mikið mið af stefnu þeirra. Á fundi með Krúsjeff í maí 1958 svaraði hann t.d. gagnrýni hans á „andsovézk" skrif finnskra blaða á þá leið að þau væru „froðusnakk" og þeim yrði hætt. Finnar fara ekki leynt með þá staðreynd, að þeir ástunda sjálfsritskoðun, þegar tekið er á málefnum er varða Sovétríkin eða samskiptin við þau. Á Vesturlöndum var Kekkonen almennt taiinn Rússum fylgispakur. ■kur á móti Kekkonen og Sylviu konu hans. „K-línan“ Kekkonen hefði aldrei sótzt eftir forsetaembættinu, ef það hefði ver- ið valdalaus virðingarstaða, en forsetar Finna hafa haft allvíðtæk völd og mótað utanríkisstefnuna og borið ábyrgð á henni. Tveimur árum eftir að hann varð forseti gerði hann grein fyrir afstöðu sinni til Rússa í útvarpsávarpi: „Örlög okkar ráðast af sambúð Finnlands við nágranna okkar í austri. Þannig hefur þessu alitaf verið farið og þannig verður þetta alltaf. Öldum saman var Finnland útvirki Vesturlanda í stjórnmála- legu og hernaðarlegu tilliti. Þetta hefur fært yfir okkur stríðshörm- ungar öldum saman og ósigra í styijöldum á síðustu 250 árum. Síðan 1944 hefur vaxandi sann- færing stuðlað að því að skapa forsendur fyrir varanlegri friðar- stefnu og vináttu milli okkar, sem búum við vestræna hefð, og ná- granna okkar í austri . . .“ Kekkonen vann sér traust Rússa og þeir töldu hann tryggingu fyrir því að Finnar mundu halda sér að hlutleysisstefnunni. En Rússar höfðu oft augljós afskipti af finnsk- um stjómmálum, ekki sízt þegar kalda stríðið stóð sem hæst. a í kosningum sumarið 1958 fengu kommúnistar flesta þing- menn kjörna og vildu komast í stjórn, en Fagerholm myndaði stjórn allra annarra flokka. Þá stöðvuðu Rússar viðskipti sín við Finna og neituðu að ræða við þá í tvo mánuði. Til þess að styggja þá ekki var mynduð stjórn Bænda- flokks með stuðningi Sænska þjóðarflokksins undir forsæti V.J. Sukselainens. í janúar 1959 fór Kekkonen til Leníngrad til viðræðna við Nikita Krúsjeff og þeir ákváðu að bæta sambúðina. Enn meiri spenna ríkti í sambúð Finna og Rússa eftir að Berlínar- múrinn var reistur 13. ágúst 1961. Þegar Kekkonen var í heimsókn í Bandaríkjunum í lok október sendi sovétstjórnin Finnum langa órð- sendingu, þar sem hún sagði að hættuástand ríkti í alþjóðamálum og vitnaði í ákvæði vinnáttusamn- ings þjóðanna frá 1948 um samráð þegar þannig stendur á. Forseta- og þingkosningar áttu að fara fram og þing var rofið 14. nóvember. Hálfum mánuði síðar fór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.