Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Allsherjarsamtök opinberra starfsmanna? Hugmyndir um var- anlegt samstarf BSRB, BHMR og BK EKKI er útilokað að það samstarf um samuings- og verkfallsréttar- mál, sem tekist hefur milli stærstu heildarsamtaka opinberra starfsmanna í viðræðum við ríkisvaldið, geti orðið byrjun á víðtæk- ara samstarfi og jafnvel stofnun allsherjarsamtaka opinberra starfsmanna. Hugmyndir í þessa veru voru lauslega ræddar á sljórn- arfundi í BSRB á miðvikudaginn, að sögn Kristjáns Thorlaciusar, formanns BSRB. Þessar hugmyndir kviknuðu í framhaldi af umræðum á fundinum um mótun sameiginlegrar afstöðu BSRB, BHMR og Bandalags kenn- arafélaga til samnings- og verk- fallsréttarmála. Sameiginleg nefnd þessara samtaka á þessa dagana í viðræðum við samninganefnd ríkis- ins um þau mál. Fram kom á stjómarfundinum á miðvikudaginn, að svo virtist sem samtök opinberra starfsmanna myndu þurfa að heyja vamarstríð í kjara- og réttindabaráttu sinni á næstu mánuðum og þvi gæti verið heppilegt að samstarf þessara þriggja heildarsamtaka yrði varan- legt. „Það er ekki hægt að segja að þessar hugmyndir séu nokkuð ann- að en einmitt hugmyndir ennþá," sagði Kristján Thorlacius í gær. „Samstarf okkar í samningsréttar- málum og fleiru gæti vel orðið byijun á einhveiju meira. Mín skoð- un er sú að þessar vangaveltur þurfi miklar umræður í hlutaðeig- andi samtökum og þar þurfa margir að leggja orð í belg.“ Kristján sagðist telja líklegt og eðlilegt, að þessar hugmyndir yrðu ræddar á aukaþingi BSRB um skipulagsmál, sem halda á í Reykjavík 21. og 22. október næst- komandi. ísbergið kemur til Siglufjarðar. Morgunbladið/Matthías Jóhannsson Siglufjörður: ísbergi breytt í fiskflutningaskip ÍSBERG, sem er um 2.000 tonn, eign útgerðarfélagsins Ok í Kópavogi hefur verið tekið upp i slipp á Siglufirði og á að breyta því í fiskflutningaskip. Þetta er stærsta skip sem gert hefur ver- ið við á Siglufirði. Að sögn Jóns Dýrfjörð, sem er annar eigandi að vélaverkstæði Jóns og Erlings, verða lestar skips- ins hólfaðar niður að hluta og sett í þær kælikerfi. Verkið hófst fyrir rúmri viku og er búist við að 20 manns vinni við breytingarnar þeg- ar verkið er að fullu komið í gang. Auk Vélaverkstæðis Jóns og Erl- ings vinna verktakafyriitækin Berg og Rafljær á Siglufriði og Sveinn Jónsson í Reykjavík ákveðna verk- þætti. M orgu nbl aðið/G u ðl augu r Fyrsta námskeiði hófst í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra var viðstaddur og setti námskeiðið formlega. Starfsfræðslunámskeið fyrir verkafólk í fiskiðnaði: Búist við 2000 þátt- takendum fyrsta árið FYRSTA starfsfræðslunámskeið fyrir verkafólk í fiskiðnaði var sett í Verkalýðshúsinu i Vestmannaeyjum á föstudaginn. í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu segir að gert sé ráð fyrir að ýfir 2 þúsund manns víðsvegar að af landinu muni taka þátt í þessum námskeiðum á fyrsta ári, en skil- yrði fyrir rétti til þátttöku eru að fiskvinnslufólk hafi undirritað fastráðningarsamning. Boðið verð- ur upp á tíu námskeið sem hvert um sig er 4 klst. að lengd. Þegar fiskvinnslumaður hefur unnið 12 mánuði samfellt samkvæmt fast- ráðningarsamningunum, lokið þessum tíu námskeiðum auk tveggja vikna starfsþjálfunar, telst hann sérhæfður fískvinnslumaður og fær laun samkv. 20. launaflokk. Samkomulag hefur verið gert um fyrirkomulag þessara námskeiða sem haldin verða í samvinnu við verkalýðsfélög og atvinnurekendur á hveijum stað. Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra setti fyrsta námskeið- ið í Vestmannaeyjum. Námskeiðin eru hluti af samkomulagi sem Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufé- laga annarsvegar og Verkamanna- samband íslands hins vegar gerðu um málefni fiskvinnslufólks, í kjara- samningunum 26. febrúar sl. Meginmarkmið samkomulagsins var að auka atvinnuöryggi starfs- manna í fiskvinnslu og að staðið yrði fyrir sérstakri starfsþjálfun fólks í fiskvinnslu. Samkomulagið tók gildi 1. júní eftir að gengið var frá þátttöku Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, en sjóðurinn greiðir laun fiskvinnslufólks meðan það situr námskeiðin. Alkirkjuráðið ályktar um málefni Nigaragua: Hvetur til þess að komið verði í veg fyrir er- lendar íhlutanir Framkvæmdanefnd Alkirkjur- áðsins lauk fundi sinum í Bústaðakirkju á föstudaginn. Á fundinum var rætt um margvís- leg málefni en hæst bar umræður um málefni Nic- aragua og alnæmissjúkdóminn. I yfirlýsingu sem nefndin lét frá sér fara um þessi málefni segir að Aikirkjuráðið lýsi yfir stuðningi við þjóðina í Nic- aragúa, sem þar er að reyna að byggja upp samfélag, og ákalli kirkjur sem aðild eiga að ráðinu til að hvetja ríkis- stjórnir landa sinna til að nota áhrifavald sitt og koma þannig í veg fyrir erlenda ihlutun í málefnum Nicaragua. Þá hvatti nefndin kirkjurnar til að bregð- ast við alnæmissjúkdómnum á viðeigandi hátt og reyna að græða sár þeirra sem um sárt eiga að binda. Dr. Emilio Castro, fram- kvæmdastjóri Alkirkjuráðsins, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í gær að málefni Suð- ur-Afriku hefðu verið rædd en engin yfirlýsing yrði gefin út um það mál að svo stöddu. Hann ræddi hins vegar málefni Nic- aragua lítillega og lýsti yfir samstöðu með fólkinu í landinu sem hann sagði nausynlegt að hughreysta. Lagði hann áherslu á að Nicaragua væri ógnað. Rétt- indum fólksins og sjálfsákvörðun- arrétti hefði verið misboðið. Fólkið hefði þurft að líða þjáningar og það væri hrópandi á hjálp til að koma á friði og framfylgja rétt- læti. Sagði hann að þrátt fyrir andstöðu við yfirvöld í Banda- ríkjunum hefðu hópar innan kirkjunnar í Bandaríkjunum lýst skoðun sinni og andstöðu við stefnu stjórnarinnar í málum Nic- MorKunblaðið/Ámi Sœborp Fjölmenni var við samkirkjulega guðsþjónustu í Langholtskirkju sl. föstudagskvöld. aragua. Um alnæmissjúkdóminn sagði Castro: „Tilfellum fer fjölgandi og margir hafa orðið til þess að fordæma þá sem ganga með hann. Það er hins vegar ástæða til að leggja áherslu á að alnæmi er sjúkdómur og á að meðhöndlast sem siíkur. Vegna þess hversu alvarlegur hann er, er þörfin fyrir sálusorgun og umönnun kirkjunn- ar rík. Það þarf að hjálpa sjúkl- ingnum að sætta sig við nálægð dauðans og einnig þarf að aðstoða ættingja." Umræða um fóstureyðingar hefur verið talsverð að undan- fömu hér á lándi og var Castro að því spurður hvort Alkirkjuráðið hefði eitthvað unnið að slíkum málum, eða gefið út einhverjar yfirlýsingar um þau? Sagði hann að Alkirkjuráðið hefði ekki lýst neinu yfir varðandi fóstureyðing- ar og sagði að um flókið mál væri að ræða. „Kirkjan hlýtur ætíð að taka málstað lífsins, standa með lífinu. Alkirkjuráðið hefur hins vegar ekki unnið að þessu máli og því erfitt að segja nokkuð ákveðið í jafn flóknu máli og þessu,“ sagði Castro.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.