Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 43

Morgunblaðið - 21.09.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 43 Tíu erindi um umhverfismál í verkfræðideild Háskóla íslands verða á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverfis- mál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nem- endur í Háskólanum. Gert er ráð fyrir nokkrum umræðum á eftir hverju erindi. Umsjón hefur Einar B. Pálsson pró- fessor og veitir hann upplýs- ingar. Erindin verða flutt á mánudög- um kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6. Þau eru ráðgerð svo sem hér segir: 22. september: Unnsteinn Stef- ánsson prófessor í haffræði: Sjórinn sem umhverfí. 29. september: Ingvi Þorsteins- Morgunbladið/Þorkell Fjórðu bekkingar Leiklistarskóla íslands ásamt leikstjóra sínum að fyrsta verki Nemendaleikhússiiis. Sitjandi frá vinstri eru: Þórarinn Eyfjörð, Kristin Jóhannesdóttir leikstjóri og Stefán Sturla Siguijóns- son. Standandi frá vinstri eru: Valgeir Skagfjörð, Hjálmar Hjáimarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldór Björnsson og Þórdís Arnljótsdóttir. „Erum eins og systkinahópur með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgir“ — segja fjórðu bekkingar Leiklistarskóla Islands son MS, Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Eyðing gróðurs og endurheimt landgæða. 6. október: Ólafur K. Pálsson fiskifræðingur, Hafrannsókna- stofnun: Auðlindir sjávar og nýting þeirra. 13. október: Þorleifur Einars- son, prófessor í jarðfræði: Jarð- rask við mannvirkjagerð. 20. október: Agnar Ingólfsson, prófessor í vistfræði: Ýmis undir- stöðuatriði í vistfræði. 27. október: Jakob Bjömsson, verkfræðingur, orkumálastjóri: Orkumál og umhverfi. 3. nóvember: Amþór Garðars- son, prófessor í líffræði: Rann- sóknir á röskun lífríkis. 10. nóvember: Eyþór Einars- son, grasafræðingur, formaður Náttúruverndarráðs: Náttúru- vemd í framkvæmd. 17. nóvember: Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins: Verkfræðilegar áætlanir og valkostir. 24. nóvember. Einar B. Páls- son, verkfræðingur: Matsatriði, m.a. náttúrufegurð. Tíundi árgangur nema Leik- listarskóla Islands hefur hafið störf í Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ í Reykjavík. Fjórðu bekkingar munu æfa og flytja þijú verk að vanda og að því er stefnt að gera vinnu þeirra sem líkasta starfi leikarans í leik- húsinu. Fyrsta sýning Nemendaleikhúss- ins er gieðileikurinn „Leikslok í Smymu", sem frumsýndur verður 23. október. Leikritið er unnið upp úr gamanleik Ítalans Carlo Goldoni og gerist leikurinn í Feneyjum á 18. öld og fjallar um raunir óperufólks. Leikgerðin er eftir Horst Laube, þýðandi er Árni Bergmann og leik- stjóri Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynda- og búningahönnuður er Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Hilmar Öm Hilmarsson hefur samið tónlist. Annað verkefnið verður „Þrett- ándakvöld" eftir William Shake- speare í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar. Leikstjóri hefur verið ráðinn Þórhaliur Sigurðsson. Loks mun Kjartan Ragnarsson skrifa nýtt leik- rit sérstaklega fyrir fjórðu bekkinga Leiklistarskólans. Hann mun jafn- framt leikstýra því verki sjálfur og kemur það á fjalir Nemendaleik- hússins í apríl. Nemendur Nemendaleikhússins eru nú átta talsins og er þetta fjórða árið sem þeir starfa saman. Þeir em: Halldór Björnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ól- afía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla Siguijónsson, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Amljóts- dóttir. Þar að auki mun Ámi Pétur Guðjónsson, sem verið hefur í endur- menntunar- og framhaldsnámi að undandfömu, vera með í síðasta verkefni skólans, sem er jafnframt útskriftarverkefni. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti leikhópinn í vikunni er verið var að æfa fyrsta verkið. „Til að geta starfað saman í þetta langan tíma, þarf starfsandinn að vera mjög góður enda stöndum við saman sem heild út á við þótt ýmislegt annað gangi upp og niður. Við emm eins og systkinahópur með öllum þeim göllum og kostum sem honum fylg- ir. Við völdum okkur nefnilega ekki saman - við vomm valin saman, en þetta hefur gengið stórslysalaust í gegnum árin. Námið hefur verið stórskemmtilegt enda leiklistin áhugamál okkar allra. Síðan reynum við bara að bjarga okkur þegar við verðum útskrifuð héðan í vor. Fer ekki fólk yfirleitt að vinna að námi loknu? Hugmyndin er að gera þessar þijár sýningar góðar til að geta hald- ið uppi hróðri skólans - og svo hugsum við um morgundaginn þegar þar að kemur," sögðu fíórðu bekk- ingarnir. Þau sögðust nú vera að leika „í alvöm“ í fyrsta sinn. Þó höfðu þau leikið mikið á sl. þremur ámm, en þá aðeins fyrir aðra nemendur skól- ans og eins fyrir vini og ættingja, sem þau höfðu hóað í fyrir sýning- ar. „Þetta ár er sem sagt okkar lokaauglýsing fyrir atvinnumennsk- una - emm að reyna að koma okkur á framfæri. Þetta er síðasta árið sem við emm undir vemdarvæng skólans og er verið að þjálfa okkur nú, bæði í leiklistinni eins og hún gerist í raun- vemlegu leikhúsi og eins emm við þjálfuð í alhliða rekstri leikhúss. Við sjáum aífarið um rekstur Nemenda- leikhússins, auglýsingar og annað þess háttar. Við ráðum ekki endan- legu verkefnavali né ráðningu ieik- stjóra, en við getum komið með tillögur þar að lútandi." Nemendaleikhúsið, sem fjórðu bekkingar stjóma, verður áfram í Lindarbæ, en hinir bekkimir hafa flutt sig í hið nýja hús Leiklistar- skóla íslands, Landsmiðjuna. X-Iöföar til XI fólks í öllum starfsgreinum! EDMFALT ÖRUGGT OG ARÐBÆRT Höfum í umboðssölu BANKABRÉF - lausn sem hefur vantað • Mjöggóðávöxtun - 16.4%-17.4%. • Öryggi - Veðdeild Iðnaðarbankans er skuldari. • Stuttur binditími - frá 3 mánuðum. • Eins einfalt að kaupa bréfín og að leggja fé á bók. • Iðnaðarbankinn leggur féð inn á reikmng þinn, ef þú vilt. • Hægteraðseljabréfinfyrirgjalddaga. Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Bankabréfin em til sölu í öllum útibúum bankans. © Iðnaðarbankinn -nM’mÞanki — —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.