Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 43 Tíu erindi um umhverfismál í verkfræðideild Háskóla íslands verða á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverfis- mál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nem- endur í Háskólanum. Gert er ráð fyrir nokkrum umræðum á eftir hverju erindi. Umsjón hefur Einar B. Pálsson pró- fessor og veitir hann upplýs- ingar. Erindin verða flutt á mánudög- um kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6. Þau eru ráðgerð svo sem hér segir: 22. september: Unnsteinn Stef- ánsson prófessor í haffræði: Sjórinn sem umhverfí. 29. september: Ingvi Þorsteins- Morgunbladið/Þorkell Fjórðu bekkingar Leiklistarskóla íslands ásamt leikstjóra sínum að fyrsta verki Nemendaleikhússiiis. Sitjandi frá vinstri eru: Þórarinn Eyfjörð, Kristin Jóhannesdóttir leikstjóri og Stefán Sturla Siguijóns- son. Standandi frá vinstri eru: Valgeir Skagfjörð, Hjálmar Hjáimarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldór Björnsson og Þórdís Arnljótsdóttir. „Erum eins og systkinahópur með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgir“ — segja fjórðu bekkingar Leiklistarskóla Islands son MS, Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Eyðing gróðurs og endurheimt landgæða. 6. október: Ólafur K. Pálsson fiskifræðingur, Hafrannsókna- stofnun: Auðlindir sjávar og nýting þeirra. 13. október: Þorleifur Einars- son, prófessor í jarðfræði: Jarð- rask við mannvirkjagerð. 20. október: Agnar Ingólfsson, prófessor í vistfræði: Ýmis undir- stöðuatriði í vistfræði. 27. október: Jakob Bjömsson, verkfræðingur, orkumálastjóri: Orkumál og umhverfi. 3. nóvember: Amþór Garðars- son, prófessor í líffræði: Rann- sóknir á röskun lífríkis. 10. nóvember: Eyþór Einars- son, grasafræðingur, formaður Náttúruverndarráðs: Náttúru- vemd í framkvæmd. 17. nóvember: Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins: Verkfræðilegar áætlanir og valkostir. 24. nóvember. Einar B. Páls- son, verkfræðingur: Matsatriði, m.a. náttúrufegurð. Tíundi árgangur nema Leik- listarskóla Islands hefur hafið störf í Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ í Reykjavík. Fjórðu bekkingar munu æfa og flytja þijú verk að vanda og að því er stefnt að gera vinnu þeirra sem líkasta starfi leikarans í leik- húsinu. Fyrsta sýning Nemendaleikhúss- ins er gieðileikurinn „Leikslok í Smymu", sem frumsýndur verður 23. október. Leikritið er unnið upp úr gamanleik Ítalans Carlo Goldoni og gerist leikurinn í Feneyjum á 18. öld og fjallar um raunir óperufólks. Leikgerðin er eftir Horst Laube, þýðandi er Árni Bergmann og leik- stjóri Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynda- og búningahönnuður er Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Hilmar Öm Hilmarsson hefur samið tónlist. Annað verkefnið verður „Þrett- ándakvöld" eftir William Shake- speare í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar. Leikstjóri hefur verið ráðinn Þórhaliur Sigurðsson. Loks mun Kjartan Ragnarsson skrifa nýtt leik- rit sérstaklega fyrir fjórðu bekkinga Leiklistarskólans. Hann mun jafn- framt leikstýra því verki sjálfur og kemur það á fjalir Nemendaleik- hússins í apríl. Nemendur Nemendaleikhússins eru nú átta talsins og er þetta fjórða árið sem þeir starfa saman. Þeir em: Halldór Björnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ól- afía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla Siguijónsson, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Amljóts- dóttir. Þar að auki mun Ámi Pétur Guðjónsson, sem verið hefur í endur- menntunar- og framhaldsnámi að undandfömu, vera með í síðasta verkefni skólans, sem er jafnframt útskriftarverkefni. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti leikhópinn í vikunni er verið var að æfa fyrsta verkið. „Til að geta starfað saman í þetta langan tíma, þarf starfsandinn að vera mjög góður enda stöndum við saman sem heild út á við þótt ýmislegt annað gangi upp og niður. Við emm eins og systkinahópur með öllum þeim göllum og kostum sem honum fylg- ir. Við völdum okkur nefnilega ekki saman - við vomm valin saman, en þetta hefur gengið stórslysalaust í gegnum árin. Námið hefur verið stórskemmtilegt enda leiklistin áhugamál okkar allra. Síðan reynum við bara að bjarga okkur þegar við verðum útskrifuð héðan í vor. Fer ekki fólk yfirleitt að vinna að námi loknu? Hugmyndin er að gera þessar þijár sýningar góðar til að geta hald- ið uppi hróðri skólans - og svo hugsum við um morgundaginn þegar þar að kemur," sögðu fíórðu bekk- ingarnir. Þau sögðust nú vera að leika „í alvöm“ í fyrsta sinn. Þó höfðu þau leikið mikið á sl. þremur ámm, en þá aðeins fyrir aðra nemendur skól- ans og eins fyrir vini og ættingja, sem þau höfðu hóað í fyrir sýning- ar. „Þetta ár er sem sagt okkar lokaauglýsing fyrir atvinnumennsk- una - emm að reyna að koma okkur á framfæri. Þetta er síðasta árið sem við emm undir vemdarvæng skólans og er verið að þjálfa okkur nú, bæði í leiklistinni eins og hún gerist í raun- vemlegu leikhúsi og eins emm við þjálfuð í alhliða rekstri leikhúss. Við sjáum aífarið um rekstur Nemenda- leikhússins, auglýsingar og annað þess háttar. Við ráðum ekki endan- legu verkefnavali né ráðningu ieik- stjóra, en við getum komið með tillögur þar að lútandi." Nemendaleikhúsið, sem fjórðu bekkingar stjóma, verður áfram í Lindarbæ, en hinir bekkimir hafa flutt sig í hið nýja hús Leiklistar- skóla íslands, Landsmiðjuna. X-Iöföar til XI fólks í öllum starfsgreinum! EDMFALT ÖRUGGT OG ARÐBÆRT Höfum í umboðssölu BANKABRÉF - lausn sem hefur vantað • Mjöggóðávöxtun - 16.4%-17.4%. • Öryggi - Veðdeild Iðnaðarbankans er skuldari. • Stuttur binditími - frá 3 mánuðum. • Eins einfalt að kaupa bréfín og að leggja fé á bók. • Iðnaðarbankinn leggur féð inn á reikmng þinn, ef þú vilt. • Hægteraðseljabréfinfyrirgjalddaga. Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Bankabréfin em til sölu í öllum útibúum bankans. © Iðnaðarbankinn -nM’mÞanki — —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.