Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 66

Morgunblaðið - 21.09.1986, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Sónarskoðanir: Skoðunartækní og mynd- rænt næmi nauðsynlegt — til að ná góðum árangri segja læknarnir Reynir Tómas Geirsson og Sigurður V. Sigurjónsson SÓNARSKOÐANIR eða ómskoð- anir hafa færst mjög í vöxt síðasta áratug eða frá þvi fyrsta tækið var sett upp á kvennadeild Landspitalans. I dag eru 19 són- artæki eða ómsjár til á landinu, þar af eru 12 staðsett utan Reykjavíkur. Þetta er mun hærri tala en tíðkast erlendis miðað við íbúatölu. A höfuðborgarsvæðinu hefur ríkið lagt fram fé til kaupa á þessum tækjum en annars stað- ar á landinu hafa bæjarfélög eða félagasamtök séð um að fjár- magna kaupin. Ohætt er að segja að við íslend- ingar fylgjumst vel með tækninni, við erum tækjaglöð þjóð og annað slagið ganga yfír holskeflur af hin- um og þessum tækjafaröldrum, menn muna eftir fótanuddtækjum, litla ljósálfinum, sódastreamtíma- bilinu og myndbandavæðingunni og nú er síðasti faraldurinn í fullum gangi, farsímafaraldurinn að ógleymdum afruglaranum. Vegna þess hve mjög við trúum á tæknina er svo komið að við erum í fram- varðarsveit þjóða hvað snertir tölvuvæðingu, eigum tæknilegri bfla og betur græjuð heimili en gerist og gengur meðal nágranna- þjóðanna. Sjúkrahús hafa notið góðs af þessari tæknitrú, og af þeim sökum eigum við einnig betur búin sjúkrahús en gerist og gengur. Sónartæki fyrst notuð til að fylgjast með meðgöngu Fyrst um sinn voru sónartækin, eða ómsjámar eins og Sigurður V. Siguijónsson iæknir vill nefna þau, svo til eingöngu notuð til að fylgj- ast með meðgöngu, kanna lengd meðgöngutíma og hvort fóstrið væri rétt skapað. Þau tæki sem komið hefur verið upp úti á lands- byggðinni eru almennt keypt í þessum tilgangi. A síðustu árum hafa ómsjár einnig verið notaðar til skoðunar á líffærum í efra kvið- arholi, en einnig til að skoða hjarta heila og æðakerfí. Að sögn þeirra sem til þekkja þarf sérstaka kunn- áttu til að nýta að fullu þá mögu- leika sem þessi tækni býður upp á, og tækið kemur að minna gagni ef sú þekking er ekki fýrir hendi. Dæmi eru til um að konur hafí farið í ómskoðun, fengið upplýsing- ar um að þær gengju með eitt bam en þau reynst fleiri. Sjúkdómsgrein- ing getur verið röng þar sem næg kunnátta hefur ekki verið fyrir hendi til að lesa úr þeim upplýsing- um sem þessi tæki geta veitt. Spumingin er því hvort við séum farin að trúa blint á tækin í stað þess að nota þau sem hjálpartæki við sjúkdómsgreiningu. Skipulag nauðsynlegt Læknamir Reynir Tómas Geirs- son og Sigurður V. Sigutjónsson hafa unnið við ómskoðanir í nokkur ár. í nýlegri grein í Læknablaðinu benda þeir m.a.á nauðsyn einhvers konar skipulags í þessum efnum, bæði hvað varðar staðsetningu og val tækja og kunnáttu þeirra sem með þau fara. Reynir Tómas, lækn- ir á kvennadeild Landspítalans, varði í gær doktorsritgerð um ár- angur rannsókna sem hann gerði í Bretiandi á ámnum 1981-85, en hún fjallar um breytingar á rúm- máli legs á meðgöngu, mælt með sónartækni. Sigurður fæst nú eink- um við ómskoðanir í efra kviðarholi á Landspítalanum. Reynir Tómas var spurður hvaða áhrif þessi tækni hefði haft á störf fæðingarlækna og hvort sá mögu- leiki væri fyrir hendi að læknar og sjúklingar hefðu fengið oftrú á þessum tækjum. Hann sagði að með þessari tækni væri hægt að auka öryggi kvenna á meðgöngutímanum ef rétt væri með farið. Með því að ómskoða all- ar konur a.m.k. einu sinni á meðgöngutímanum mætti koma í veg fyrir ýmis mistök og bæta ráð- leggingar og meðferð á meðgöngu. Ómskoðun getur t.d. gefíð góðar upplýsingar um lengd meðgöngu sem um 25 til 30% kvenna kann ekki nákvæm skil á vegna óvissu varðandi síðustu blæðingar. Þá væri hægt að athuga flesta meiri- háttar fósturgalla, hægt að fylgjast með vexti fóstursins og hvort það fái nægilega næringu. Hinsvegar taldi hann konur oft ofskoðaðar eða vanskoðaðar. Fjöldi skoðana tryggir ekki góða skoðun „Það er algengt að konur fari 3-5 sinnum í þessi tæki, en fjöldi skoðana tryggir ekki góða skoðun. Það er talið nægilegt að fara einu sinni til tvisvar á meðgöngutíma í sónar eða ómskoðun og ég var t.d. að frétta að á læknaþingi í Noregi í síðustu viku var ákveðið að mælt yrði með því við stjómvöld að kon- um yrði boðið upp á eina skoðun á meðgöngutímanum á 18.-19. viku meðgöngunnar." Hann taldi ennfremur að unnt væri að spara tíma og fjármuni með betri skipulagningu. Þá vildi það einnig bregða of oft við að konur væru sendar í sónar vegna einhverra orsaka, sem sónartæknin kann engin ráð við, konur væm t.d. sendar í sónar vegna fyrirvara- verkja. Þeir Reynir og Sigurður vom spurðir hvemig staðið væri að þjálf- un lækna og hjúkmnarfólks til að nota þessa tækni. Þeir sögðu að því miður hefði talsvert skort á að menn hefðu getað nýtt sér þessa tækni nægilega vel, sumir hefðu aldrei lært kerfisbundna aðferð við skoðun. „Við héldum vikunámskeið hér á spítalanum í fyrra, það var mjög vel sótt en mönnum þyrfti að standa til boða viðbótamámskeið og verkleg þjálfun, en fólk hefur ekki séð sér fært að notfæra séF möguleika til þjálfunar á Landspít- alanum eða Borgarspítalanum, en á þessum stöðum er þegar komin talsverð reynsla og þekking. Til að stunda venjulegar ómrannsóknir á meðgöngutíma þyrftu læknar eins til tveggja mánaða námskeið að minnsta kosti, en mun lengri þjálfun i, væri nauðsynleg þeim sem vinna t.d. við ómskoðanir í kviðarholi.“ ,; Þeir sögðu ennfremur að á vegum landlæknisembættisins stæði til að gefa út bækling um notkun þessara tækja í sambandi við mæðravemd. ,m> ,ni Greining sjúkdóma í efra kviðarholi nákvæmari en áður Sérsvið Sigurðar er ómun á bris- kirtilssvæðinu og líffærafræði þess. „Greining sjúkdóma í þessum VERÐTRYGGÐIR REIKNINGAR MEÐ FÖSTUM VÖXTUM 80% VEXTIR MÁNAÐA BINDING VEXTIR ^MMÁNAÐA ÁVÖXTUN SEM MUNARUM SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. Sigurður örn Brynjólfsson Sýnir í Ungverja- landi SIGURÐUR Örn Brynjólfsson opnaði sýningu á plakötum og teikningum 19. september sl. i borginni Kecskemét í Ungveija- landi. Sýningin stendur yfir í þijár vikur. Sigurður Öm dvelur um þessar mundir í Kecskemét í boði Janos Probsnér, forstjóra „Intemational Experimental Ceramic Studio." Hann verður þama í mánuð til að kynna sér Ceramic stúdíóið og setja upp sýninguna. Auk þess að vera í kynnisferð mun hann vinna að verkefnum fyr- ir „Intemational Experimental Cermaic Studio". Meðal þeirra verk- efna er hönnun á kynningarbækl- ingum, plakötum o.fl. sem hann mun fullvinna hér heima. Sigurður Öm hefur verið deildar- kennari í auglýsingadeild MHÍ undanfarin ár. Að auki hefur hann rekið auglýsingastofu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.