Morgunblaðið - 25.09.1986, Page 3

Morgunblaðið - 25.09.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 3 Skermar í öllum regnbog- ans litum 0 Atta nemendur um hverja tölvu í Verzlunarskólanum TÖLVUVÆÐINGIN er aldeilis farin að segja til sín í mörgum skólum landsins en líklega hafa fáir skólar á að skipa jafn mörgum og fullkomnum tölvum og Verzlunarskóli Islands, en nærri lætur að ein tölva sé á hveija átta nemendur. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Verzlunarskólanum má sjá nemendur að störfum við tölvuskjána sem eru í öllum regnbogans litum. Greinilegt er að kennslustofur framtíðar- innar verða ekki ósvipaðar þessari því hvorki sést tangur né tetur af kennaranum og jakkinn horfínn af stólbakinu. Krítartaflan gamla er þó í fullu gildi ennþá, en ekki er annað að sjá en að þar hafí leiðbein- ingar verið skrifaðar á, en þess verður getur vart verið lengi að bíða að nemendur fái leið- sögn í gegnum tölvuskjána. Verzlunarskólinn hefur á að skipa 28 tölvum sem hafa lita- skerma og eru þær tengdar við svokallaðan netstjóra, sem er Altos tölva. Við þetta eru síðan tengdir tveir laserprentarar. Baldur Einarsson, deildar- stjóri tölvudeildar Verzlunar- skólans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kennsla með þessum hætti væri það sem koma skyldi. „Við trúum því að það sem koma skal í kennslu er að fleiri greinar en tölvunar- fræði verði kenndar með þessum hætti. Til dæmis erum við um þessar mundir að fá frá Bandaríkjunum kennslupakka í stærðfræði og ætti því innan skamms að vera hægt að gera tilraunir með jöfnur og annað þess háttar í tölvunum,“ sagði Baldur. Sagði hann einnig að nú væri verið að velta því fyrir sér með hvaða hætti mætti kenna aðrar kennslugreinar, til dæmis bókfærslu og tungumál. „Til þess að hægt verði að kenna fleiri greinar á tölvumar þarf vissulega að kaupa fleiri tölvur, ef vel ætti að vera þyrfti hver nemandi að hafa eina tölvu fyrir sig, en að þessu marki keppum við hægt og bítandi,“ sagði Baldur að lokum. TVEIR KLASSAKASSAR Á VÆGAST SAGT ÓTRÚ- LEGAGÓDU VERÐI HVERVAR AÐTALA UM KJARA- KAUP? 3 kg kindabjúgu 3 kg valið súpukjöt 3 kg óðalpylsa 3 kg Napoleon-baœn 2 kg paprikupylsa 3 kg nautahakk 2Vz kg hangikjötsframpartur 2'/z kg baconbúðingur 22Vz kg Verö aðeins kr. 5.000 SENDUM UM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.