Morgunblaðið - 25.09.1986, Side 6

Morgunblaðið - 25.09.1986, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Gull- kálfurinn Það er aldeilis handagangur í fjöl- miðlaöskjunni þessa dagana. Sumir vilja óðir og uppvægir selja ríkisútvarpið og aðrir neita að borga afnotagjaldið og svo eru þeir menn til er vilja varðveita ríkisútvarpið og efla til muna. Nú og ekki má gleyma þeim ágæta manni er skrifaði bréf í Velvak- anda í gær þar sem hann kvartar undan fjölmiðlafarganinu öllu saman: ... á heimilum, á vinnustöðum, í strætisvögnum og áætlunarbllum — alls staðar smjúga hljóð úr útvarpi í gegnum merg og bein, misvond að vfsu, en sum nemur eyrað ekki, þótt þau dynji á líkamanum. Svo mörg voru þau orð og það er auðvitað alveg rétt hjá blessuðum manninum að víða til dæmis á vinnu- stöðum ríkir ekkert frelsi í útvarpsmál- um heldur neyðast starfsmenn þar til að hlusta daginn út og inn á tónlist sem máski ertir óþægilega hlustimar. Hvað um það þá held ég nú að fáir vilji hverfa aftur til þess tíma er drungaleg tónlist rásar 1 hljómaði á vinnustöðum nota bene þar sem Kan- inn ríkti ekki alvaldur. En í fyllstu alvöru þá tel ég að ef heldur fram sem horfir með hávaðamengunina þá líði ekki á löngu þar til sérstök „þagnar- herbergi" verða útbúin á vinnustöðum. Manneskjunni er ekki áskapað að búa við stöðugan hávaða. Umrœðuþáttur Athyglisverður umræðuþáttur var í beinni sjónvarpsútsendingu á þriðjudagskveldið og nefndist sá: Islenskir fjölmiðlar á tímamótum. Eins og nafnið gefur til kynna var í þætti þessum rætt um holskeflu fjölmiðlabyltingarinnar er nú ríður yfír eykrílið ísland. Til leiks voru mætt auk stjómandanna Magnúsar Bjamfreðssonar og Bjöms Vignis Sigurpálssonar, Markús Om Ant- onsson útvarpsstjóri, Jón Óttar Ragnarsson forstjóri á stöð 2, Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunn- ar, Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri, Gústav Amar yfir- verkfræðingur hjá Pósti og síma, Stefán Ólafsson lektor við Háskóla íslands, Ólafur Stephensen formað- ur Sambands íslenskra auglýsinga- stofa, Bjöm Friðfinnsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kolbrún Halldórsdóttir dag- skrárgerðarmaður á rás 2. Framkvœmdin Ástæðan fyrir því að ég þyl hér alla þessa nafnarollu er sú að ég vil benda lesendum á hversu vel var hér að verki staðið af hálfu stjóm- endanna Magnúsar Bjamfreðsson- ar og Bjöms Vignis Sigurpálssonar eða finnst ykkur vanta nokkum fulltrúa þeirra aðila er standa nú fremstir í fjölmiðlastríðinu? Ég hefði máski kosið að sjá í þessum fríða flokki einn fulltrua frá dag- blöðunum en annars fannst mér prýðilega til takast hjá þáttarstjór- unum, ekki bara með val á gestum heldur og hvað varðar notkun línu- rita og annarra baksviðsupplýsinga en hljóðupptakan hefði nú mátt vera í betra standi. Hvað varðar sjálfa umræðuna þá er ekki vinn- andi vegur að gera henni skil hér í örstuttu máli en þar bar á góma ýmis íhugunarefni er ég vík að síðar hér í dálki. Minnisstæðast var ann- ars tilsvar Kolbrúnar Halldórsdótt- ur fulltrúa rásar 2 er Magnús Bjamfreðsson innti hana álits á því hver hún teldi að yrðu áhrif fjöl- miðlabyltingarinnar: Ég vona bara að fjölmiðlabyltingin geri mig að betri manneskju. Að svo mæltu flugu í huga minn orð Móses gamla þá hann frétti af því að fólkið hafði steypt gullkálfinn: Æ, þetta fólk hefir drýgt stóra synd og gjört sér guð af gulli. Það er gott til þess að vita að í fremstu röð fjölmiðla- stríðsmannanna finnst ennþá fólk sem dansar ekki kringum gullkálfa. Olafur M. Jóhannesson. ÚTYARP / SJÓNYARP Arni Snævarr Bylgjan: Ítalía í Vökulok Ami Snævarr, fretta- maður, hefur umsjón með þættinum Vökulok á Bylgj- unni í kvöld. í þættinum verður meðal annars fjalla vítt og breitt um Ítalíu og ítalskt - íslenskt félag sem verið er að stofna. Ámi mun ennfremur grípa niður í ólíkustu þáttum ítalsks þjóðlífs allt frá íþróttum til stjómmála. Hvernig á að forðastlús? ■■■■ í blaðinu í gær ~t 7 03 urðu þau leiðu A * mistök að sagt var, að fjallað yrði um lýs í Barnaútvarpinu á mið- vikudag. Hið rétta er að það er í dag, fimmtudag, sem þessi umfjöllun verður. Fjallað verður um lýs og .llt sem viðkemur þeim. Meðal annars hvemig eigi að\forðast lýs eða þá að losa sig við þær ef það tekst ekkí. I þættinum verður taiað við krakka sem hafa lent í því að fá lús. Stjómendur verða þær Kristín Helgadóttir og Sig- urlaug M. Jónasdóttir. Fimmtudadgsleikritið; Kappinn að vestan Fimmtudagsleikrit ríkisút- varpsins er leikritið „Kappinn að vestan", sem talið er vera frægasta gam- anleikrit íra. Það hefur ekki verið flutt áður hér á landi í þeirri mynd sem höfundurinn John Milling- ton Synge gekk frá því. John M. Synge, sem er eitt merkasta ieikritaskáld ír- lands, fæddist í Dublin árið 1871 og lést þar 38 ára gamall. Hann skrifaði 6 leikrit alls og er þetta fjórða leikrit hans sem ríkisútvarpið flytur. Aður hafa verið flutt leikritin „Þeir riðu til sjávar", „Bmnnur dýrlinganna" og „í forsæludal". Frá Loðmundarfirði ■■■■ í kvöld verður á 99 20 dagskrá þáttur 1 um Loðmundar- §örð og líf fólks þar fyrr á ámm. Loðmundarfjörður stendur milli SeyðisQarðar og Borgarfjarðar eystri. Þar var áður byggð með blóma en nú er fjörðurinn kominn í eyði. Að hluta til er þátturinn tekinn upp í firðinum m.a. í Klyppstað- arkirkju, en einnig sækir umsjónarmaður þáttarins, Inga Rósa Þórðardóttir, heim burtflutta íbúa Loð- mundarfjarðar, m.a. Astu Stefánsdóttur, Seyðisfirði, sem segir frá ámm sínum og uppvexti í firðinum. Einnig greinir Kristinn Halldórsson frá því er hann bjó einbúi í Loðmundar- firði. Leikurinn „Kappinn að vestan“ gerist í sveit á Irl- andi þar sem fábreytni sveitalífsins er rofin kvöld nokkurt er ókunnur maður- birtist illa til reika á kránni. I ljós kemur að hann hef- ur, að eigin sögn, myrt föður sinn og er nú á flótta undan lögreglunni. Hetju- skapur hins ókunna manns hefur djúp áhrif á heima- menn, einkum konumar, sem hafa orðið að búa við sáran skort á afreksmönn- um þar í sveitinni. Hleypur þeim því heldur betur kapp í kinn, heimaölnum pipar- sveinum til mikillar armæðu. En ekki er allt sem sýnist og bráðum taka málin óvænta stefnu. Leikendur em: Edda Heiðrún Backman, Kristj- án Franklín Magnús, Erlingur Gíslason, Karl Agúst Ulfsson, Kristbjörg Kjeld, Jón Sigurbjömsson, Kjartan Bjargmundsson, Flosi Olafsson, María Sig- urðardóttir, Lilja Þóris- dóttir, Rósa Þórsdóttir, Helga Þ. Stephensen og Gretar Skúlason. Leikstjóri er Stefán Baldursson. UTVARP FIMMTUDAGUR 25. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynmngar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Rósalind dettur ýmislegt í hug“ eftir Christ- ine Nöstlinger. Guðrún Hrefna Guömundsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir þýddu. Þórunn Hjartardóttir les (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ég man þá tiö Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway 1986 Áttundi þáttur: „Big River". Árni Blandon kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 f dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 14.00 Miödegissagan: „Ma- hatma Gandhi og lærisvein- ar hans" eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýð- ingu sina (21). 14.30 í lagasmiðju Sam Cookes. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Strengjakvartettar eftir Dmitri Sjostakovitsj. Kvart- ett nr. 13 í b-moll op. 138. Fitz William kvartettinn leik- ur. Umsjón: Sigurður Ein- arsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón: Vernharður Linnet og Sigur- laug M. Jónasdóttir. ■17.45 Torgið — Tómstunda- iöja Umsjón: Óðinn Jónsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.0C Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Kappinn að vestan" eftir John M. Synge. Þýðandi: Böðvar Guð- mundsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leik- endur: Edda Heiðrún Backmann, Kristján Franklín Magnús, Erlingur Gíslason, Karl Ágúst Úlfsson, Krist- björg Kjeld, Jón Sigurbjörns- son, Kjartan Bjargmunds- son, Flosi Ólafsson, María Sigurðardóttir, Rósa Þórs- dóttir, Lilja Þórisdóttir, Helga Þ. Stephensen og Grétar Skúlason. Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri flytur formálsorð. (Leikritið verður endurtekið nk. þriðjudags- kvöld kl. 22.20.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá Loðmundarfiröi. Umsjón: Inga Rósa Þórðar- dóttir. 23.20 Á slóöum Jóhanns Seb- astians Bach. Þáttaröð frá austur-þýska útvarpinu eftir Hermann Börner. Jórunn Viðar þýðir og flytur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) Tíundi þáttur. Teiknimynda- flokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö Rokkhátíð á Arnarhóli II. Svipmyndir frá fyrri hluta hljómleika á afmælishátíð Reykjavíkur. Hljómsveitirnar Prófessor X og Tic-Tac leika. tæknistjóri Vilmar H. Pedersen. Umsjón og FÖSTUDAGUR 26. september stjórn: Marianna Friðjóns- dóttir. 21.20 Bergerac Lokaþáttur Breskur sakamálamynda- flokkur. Aöalhlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Seinni fréttir. 22.15 Á heitu sumri — fyrri hluti. (The Long Hot Summer) Bandarísk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum, gerð eftir sögu Williams Faulkner. Leikstjóri Stuart Cooper. Aðalhlutverk: Jason Robards, Ava Gardner, Don Johnson, Cybill Shepherd, Judith Ivey og William Russ. Myndin gerist i sveit í Suð- urrikjunum þar sem stór- bóndinn og jarðeigandinn Will Varner ræður lögum og lofum. Hins vegar gengur honum illa að tjónka við fjöl- skyldu sina. Sonurinn er duglitill, tengdadóttirin hálf- gerð gála en dóttirin hlé- dræg um of. Allslaus aðkomumaður, sem kemst i náðina hjá Will, hleypir síðan öllu f bál og brand í fjölskyldunni. Þýðandi Höskuldur Þráinsson. Sögulokin eru á dagskrá á laugardagskvöldið. 00.00 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 25. september 9.00 Morgunþáttur í umsjá Gunnlaugs Helgason- ar, Kristjáns Sigurjónssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Elisabet Brekkan sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- íðsdóttir. 15.00 Sólarmegin. Þáttur um soul- og fönktónlist i umsjá Tómasar Gunnars- sonar. (Frá Akureyri.) 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 17.00 Gullöldin. Guðmundur Ingi Kristjánsson kynnir lög frá sjöunda ára- tugnum. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Jónatan Garðarsson sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Dyrnar að hinu óþekkta Annar þáttur af þremur um Jim Morrison og hljómsveitina Doors. Umsjón: Berglind Gunnarsdóttir. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR FRÁ MÁNU DEGI TIL FÖSTUDAGS. 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr ir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. 989 FIMMTUDAGUR 25. september 6.00—7.00 Tónlist i morg- unsárið Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur meö Sig- urði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir viö hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neyt- endamál og stýrir flóamark- aði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós dóttir á fimmtudegi. Jónina tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30—23.00 Spurningaleik- ur. Bjarni Ó. Guðmundsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00-24.00 Vökulok. Frétta menn Bylgjunnar Ijúka dagskránni með frétta tengdu efni og Ijúfri tónlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.