Morgunblaðið - 25.09.1986, Side 27

Morgunblaðið - 25.09.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 27 Bandaríkin: Enn vex ríkis- hallinn Washingfton, AP. HALLINN hjá ríkissjóði Banda- ríkjanna jókst um 25,6% í ágúst og er nú orðinn 216,96 milljarðar dollara á þeim 11 mánuðum, sem eru liðnir af fjárhagsárinu. Skýrði bandaríska fjármálaráðu- neytið frá þessu á þriðjudag. Enn er einn mánuður eftir af fjár- hagsárinu, en ljóst þykir, að hallinn hafi þegar farið fram úr fyrri met- halla, sem varð í fyrra og nam 211,93 milljörðum dollara. Stjóm Reagans forseta hefur áður látið þá skoðun í ljós, að halli ríkissjóðs nái 230 milljörðum dollara í lok fjár- hagsársins. Samkvæmt svonefndum Gramm-Rudman lögum ber að minnka þennan halla niður í 144 milljarða dollara á næsta fjárhags- ári. Bulent Ecevit Ecevit sýknaður Ankara, Tyrklandi, AP. DÓMSTÓLL sýknaði í gær Bul- ent Ecevit, fyrrum forsætisráð- herra Tyrklands, af ákæru um að hafa brotið lög, sem banna honum og fleiri stjómmálamönn- um að hafa afskipti af stjórn- málum fram til ársins 1992. Ecevit og um það bil hundrað öðrum stjómmálamönnum er bann- að að hafa afskipti af stjómmálum, samkvæmt lögum frá árinu 1982, sem þáverandi herstjóm setti. Ece- vit var ásakaður fyrir að hafa ávarpað þing Lýðræðislega vinstri flokksins, en kona hans, Rahsan Ecevit, er formaður þess flokks. Saksóknari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að stjórnmálaafskipti væri svo vfátækt hugtak, að ekki væri hægt að grundvalla málsókn á því. „Er það glæpur ef þjóðfélags- þegn, sem bönnnuð hafa verið stjórnmálaafskipti, ber barmmerki stjómmálaflokks eða les áróður frá sfsqóramálaflokki," sagðí saksóknar- inn Ishan Bayar. Dómurinn félikw- þessar röksemdir saksóknarans. ÓNEITANLEGA SÉRSIAKUR hjóladrifinn, sparneytinn og með frábæra aksturseiginleika. Aðalsmerki Citroén eru auðvit- að á sínum stað; vökvafjöðrunin, hæðastillingin, falleg innréttingin og listilega hannað mælaborðið svo fátt eitt sé talið. Þú getur eignast þennan glæsi- lega bíl á mjög góðum greiðslu- kjörum. Innifalið í verðinu er m.a. ryðvörn, skráning, skattur, hlífðarpanna undir vél og stútfull- ur bensíntankur. Líttu við í Lágmúlanum og kynntu þér kosti BX. Umboðsmaður okkar á Akureyri er Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. Ligendur Citroén BX hafa ástæðu til að bera höfuðið hátt, því BX-inn er svo sannarlega engum öðrum líkur. BX-inn er listilega hannaður í alla staði, en kostar samt aðeins frá kr. 478.000. BX er glæsilegur fjölskyldu- og sportbíll, fimm dyra, fram- CITROEN BX ER ENGUM OÐRUM LIKUR. CITROÉN VÖNDUÐ BRAUÐRIST MEÐ HITAGRIND Utsölustaður /HIKLIG4RÐUR MARKAÐUR VID SUND gott fölk / sía

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.