Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
41
Brú — félag áhugamanna um þróunarhjálp:
Fundur um neyðarhjálp í Eþíópíu
„BRÚ“ heita nýstofnuð samtök
áhugafólks um þróunarlönd. Sam-
tökin efna til fundar með yfirmanni
neyðarhjálpar RK í Eþíópíu, Ato
Mesfin Halofom, fimmtud. 25. sept.
kl. 20.30 í Norræna húsinu.
Allir áhugamenn um málefni þró-
unarlanda eru velkomnir á fundinn.
BRÚ var stofnuð fyrr á þessu
ári. Meðal stofnenda er fólk sem
dvalist hefur við nám eða störf í
þróunarlöndum. Félagið vill efla
kynningu á málefnum þróunarlanda
hérlendis, auka umræðu um tengsl
íslands við þróunarlönd og starfa
með þeim aðilum sem vinna að þró-
unarmálum.
Félagið vill gera lista yfir þá Is-
lendinga sem búið hafa í löndum
þriðja heims og væru fúsir til að
veita íjölmiðlum, stofnunum og fé-
lagssamtökum upplýsingar um
aðstæður í viðkomandi löndum.
Þeir, sem dvalist hafa um nokkurt
skeið í þróunarlöndum, eru því
beðnir að gefa sig fram við félagið.
Stjóm Brúar skipa Magnús
Hallgrímsson verkfr., fomiaður,
Eygló Eyjólfsdóttir konrektor, vara-
form., Gyða Baldursdóttir hjúkr-
unarfr., ritari, Andrés Svanbjöms-
son verkfr., gjaldkeri. Meðstj.: sr.
Bemharður Guðmundsson frétta-
fulltr., Sigríður Guðmundsdóttir
hjúkrunarfr. og Þorsteinn Helgason
fræðslufulltr. Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands. Mun Þorsteinn
veita upplýsingar um starf félagsins
og taka við beiðnum um heimsókn-
ir félagsmanna í skóla eða á
mannafundi, í síma 25133.
Handbrems-
an bilaði
ÞAÐ óhapp vildi til fyrir stuttu
að mannlaus vörubifreið rann af
stað í smábrekku skammt vestan
við flugvöllinn á Patreksfirði.
Bílstjórinn hafði skilið við hana
og hugðist bæta vatni á vatns-
kassa hennar. Það skipti engum
togum, að handbremsan bilaði og
bifreiðin rann af stað, en gat ekk-
ert aðhafst.
Mortninbladid/Didrík.
Myndin sýnir bifreiðina eftir að hún var komin aftur á hjólin.
Tölvunámskeið
fyrir fullorðna
Fjölbreytt, vandað og skemmti-
legt byijendanámskeið fyrir fólk
á öllum aldri.
Dagskrá:
★ Grundvallaratrlði við notkun tölva.
★ Forritunarmálið BASIC, æfingar.
★ Ritvinnsla með tölvu.
★ Notkun töflureikna, æfingar.
★ Notkun gagnasafnskerfa, æfingar.
★ Umræður og fyrirspumir.
Tími: 30. sept. 1., 7. og 9. október kl. 20—23
Innritun i símnm 687590 og 686790
Tölvufræðslan
Ármúla36, Reykjavik.
Bifreiðin fór út af veginum sjávar-
megin, vallt þar á hliðina með
fullfermi af möl, sem öll fór fram
af brúninni, en pallurinn fór á hvolf
og bifreiðin á hliðina. Óskiljanlegt
er hvemig hún gat stöðvast á blá-
brúninni. Fyrir neðan eru fleiri tuga
metra háir klettar og urð niður í
fjöru.
Arsávöxtun hækkaoi H.september
og er nú 14,2%.
Hafðu KASKÓ að leiðarljósi.
VKRZWNBRBflNKINN
-vúuuvi með fi&i (
AUK hl. 43.107/SlA