Morgunblaðið - 25.09.1986, Page 56

Morgunblaðið - 25.09.1986, Page 56
SEGÐU RTíARHÓLL ÞEGAR ÞU EERÐ ÚTAÐ BORÐA -----SÍAVI18833-- STERKTKORT J% FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Morgunblaðið/Einar Falur íslendingar og Sovétmenn skildu jafnir í knattspymulandsleik þjóðanna á Laugardalsvelli í gærkvöldi með einu marki gegn einu. Amór Guðjohnsen skoraði mark íslands í fyrri hálfleik og eins og sjá má á mynd- inni lagði hann knöttinn fyrir sig með hendinni rétt áður en hann skaut í markið, án þess að dómarinn sæi það. í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn viðurkenndi Amór að „hönd guðs“ hefði komið við sögu þegar hann skoraði. Sjá bls. 52—55: „Efstir í riðlinum eftir stórleik". Breytíng á fersk- fiskmati á döfinni Bæjarráð Vestmannaeyja: Telur gjöld of lág og sendir skattinum lista BREYTING á fyrirkomulagi Ferskfiskmats rikisins stendur nú fyrir dyrum, samkvæmt upp- lýsingum Halldórs Ásgrímsson- ar, sjávarútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra var í gær spurður hvort til stæði að leggja niður Ferskfískmat ríkisins í núver- andi mynd: „Nei, það er ekki hægt að segja að það standi fyrir dymm að leggja það niður, en það sanna f málinu er það, að nú í byijun októbermánaðar verður haldin hér ráðstefna um það með hvaða hætti ferskfískeftirlitinu verður best fyr- irkomið í framtíðinni og hvort ef til vill sé rétt áð gera einhverjar breytingar þar á,“ sagði Halidór Ásgrímsson. Sjávarútvegsráðherra sagði, að ekki væri ástæða til þess að greina frá hugmyndum í þessum efnum, fyrr en ráðstefnan í október hefði verið haldin, en þar yrðu hugmynd- imar að breytingum reifaðar og eftir þá ráðstefnu yrði ákveðið með hvaða hætti matið yrði í framtíð- inni. „Menn hafa verið að gera ýmsar breytingar á Rfkismati sjáv- arafurða," sagði Halldór, „og reyna að gera þá stofnun virkari. Það verður auðvitað áfram unnið að því.“ V estman naeyj um. „ÞESSI listi er hér á borðinu hjá mér og svona listar hafa borist hingað inn frá bæjar- ráði Vestmannaeyja undan- farin tvö ár að minnsta kosti,“ sagði Ingi T. Björnsson, skatt- stjóri í Vestmannaeyjum í samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins. Bæjarráð hefur tekið saman og sent skatt- stjóranum Iista með nöfnum gjaldenda í Vestmannaeyjum, sem að áliti bæjarráðs virðast bera óeðlilega lág útsvör og aðstöðugjöld. Þennan hátt hefur bæjarráð haft á nokkur undanfarin ár. Ingi T. Bjömsson var spurður hvaða afreiðslu þessi listi fengi hjá Sláturfélagið og Sund kaupa Vörumarkaðinn STJÓRNENDUR Sláturfélags Suðurlands og heildverslun- arinnar Sund hf. hafa að undanförnu átt viðræður við eigendur Vörumarkaðarins hf. um kaup á verslun fyrir- tækisins við Eiðistorg á Seltjamamesi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er afráðið að af kaupum þessara aðila verði og mun væntan- lega verða gengið endanlega frá kaupunum í dag. Sláturfélagið rekur sem kunnugt er nokkrar matvöru- verslanir í Reykjavfk auk umfangsmikillar afurðasölu fyr- ir bændur. Sund hf. er heild- verslun og er Óli Kr. Sigurðsson framkvæmdastjóri hennar. Þessir aðilar munu stofna sér- stakt hlutafélag um reksturinn og er gert ráð fyrir að Sláturfé- lagið verði þar meirihlutaeig- andi. Fleiri aðilar munu hafa sýnt áhuga á kaupum á Vöm- markaðnum. embætti hans. „Þetta fær sömu afgreiðslu og önnur mál er hingað berast vegna álagningar opinberra gjalda. Við munum fara yfír allt það sem þama kemur fram.“ Skattstjóri sagðist ekkert geta sagt um hvað út úr þessari athug- un kæmi. í sumum tilvikum væri um eðlilegar skýringar að ræða en önnur atriði gæti verið erfíðara og tímafrekara við að eiga. Alltaf væru mál á borðinu sem væri vísað til Skattrannsóknarstjóra en ekki vildi skattstjóri segja að slíkt hefði komið upp varðandi þessa lista bæjarráðs. „Sveitarstjómir hafa lagaheim- ild til að kæra álagningu á þá aðila sem þau telja að beri óeðlilega lág gjöld. Kærur ganga fyrir í af- greiðslu hjá okkur og ef ástæður þykja til eru önnur mál skoðuð eins og okkur reynist unnt miðað við þann mannafla sem við höf- um“, sagði Ingi T. Bjömsson. Bæjarráð hefur boðað skattstjóra á næsta fund bæjarráðs til frekari viðræðna um þessi mál. — hkj íslandsmótíð í skák: Karl Þorsteins efstur eftir níu umferðir KARL Þorsteins er með 6 vinn- inga eftir níu umferðir íslands- mótsins í skák í Grundarfirði og Margeir Pétursson með 5'A vinn- ing og tvær biðskákir. Úrslit níundu umferðar sem tefld var í gær urðu þau að Karl Þor- steins vann Davíð Ólafsson, Jóhann Hjartarson vann Þröst Þórhallsson og Jón L. Ámason vann Dan Han- son. Aðrar skákir fóm í bið, en þar áttust við Margeir Pétursson og Guðmundur Siguijónsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Áma- son, og Sævar Bjamason og Björgvin Jónsson. Staðan í þeim öllum er óljós. Naustinu lokað: pm + „Eg mun óska eftir gjaldþrotaskiptum“ segir Ömar Hallsson veitingamaður VEITINGAHÚSINU Nausti við Vesturgötu í Reykjavík hefur ver- ið lokað og aðaldyr þess innsigl- aðar af tollstjóranum i Reykjavík vegna vangoldins söluskatts. “*>*Óvfst er hvenær húsið verður opnað aftur en það verður þá væntanlega rekið af nýjum eig- endum. Ómar Hallsson, veitingamaður í Nausti, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, að hann myndi einhvem næstu daga fara á fund skiptaráðanda og óska eftir að hlutafélagið, sem rekið hefur Naust- ið undanfarin ár, verði tekið til gjaldþrotaskipta. „Ég á ekki aðra leið eftir að mér var neitað um fram- lengingu á greiðslustöðvun á dögunum," sagði hann. Hann sagði að tilraunir sínar til að ná samningum við fjármálaráðu- neytið um stærstu skuldimar, söluskatt og opinber gjöld, hefðu ekki boríð árangur. Heildarskuldir fyrirtækisins kvað hann vera um tuttugu milljónir króna. MorgunblaAA/Gunnlaugur. Feðgamir Jón og Rúnar við hluta af varadekkjunum. Þrjátíu dekk og átta við- gerðarmenn LJÓMARALLIÐ hefst í dag og verða þeir feðgar Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson ræstir fyrstir af stað i keppninni, en þeir eru með forystu í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn. Mikill búnaður fylgir hveijum keppanda og til að allt megi ganga sem bezt hafa þeir Rúnar og Jón hátt f þijátíu dekk til reiðu, 6-700 lítrar af bensíni verða til taks, þrír við- gerðarbílar og átta viðgerðar- menn ef eitthvað skyldi bjáta á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.