Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Endurskoðun sjóða sjávar- útvegs markar þáttaskil eftirJón Sigurðsson Inngangnr Á síðastliðnu vori samþykkti Al- þingi lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegs- ins. Með þessum lögum var gerð róttæk breyting á sjóðum sjávarút- vegs og lögbundnum greiðslum tengdum fiskverði. Felldar voru úr gildi flóknar reglur, sem gilt höfðu um greiðslur fyrir fisk utan skipta, um skiptaverð og þar með um afla- hlut sjómanna. Aðdragandi þessarar lagasetn- ingar var sá, að í ársbytjun 1985 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd, þar sem sátu m.a. fulltrúar samtaka sjómanna og útvegsmanna og þingflokka til þess að endur- skoða sjóðakerfið, en undir því nafni hefur þetta reglubákn gjaman gengið. Breytingarnar, sem þessi lög fela í sér, marka að mörgu leyti þáttaskil í sjávarútvegi. í þessari grein er þessum breytingum lýst. Markmið endurskoðun- arinnar í erindisbréfi var endurskoðun- inni sett þríþætt markmið: 1. Að gera fjárstrauma og tekju- skiptingu innan sjávarútvegsins einfaldari og skýrari. 2. Að stuðla að sanngjamri skipt- ingu tekna innan sjávarútvegs- ins. 3. Að koma í veg fyrir, að sjóða- kerfíð og tekjuskiptingarreglur dragi úr hagkvæmni í uppbygg- ingu og rekstri sjávarútvegsins. í febrúar 1986 var svo ákveðið, að nefndin skyldi einnig fjalla sér- staklega um hlut fískvinnslunnar í viðskiptum við sjóði sjávarútvegs- ins, og þar með einnig um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Þá bættust í nefndina fulltrúar frá samtökum fískvinnslunnar. Nefnd- in skilaði fym hluta álits í aprílbyrj- un 1986. Á grundvelli samhljóða tillögu hennar vom svo sett lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins (lög nr. 24/1986, skiptaverðslögin). Síðari hluta álits síns og lokaskýrslu, þar sem Qallað er um Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins og Stofnfjár- sjóð fiskiskipa, skilaði nefndin í byijun október. Meginefni skipta- verðslaganna Meginefni laganna er, að hvers konar fískverðsgreiðslur og allar millifærslur úr sjóðum við fískkaup utan skipta falla niður. í stað þeirra koma einföld lagaákvæði um skiptaverðmæti sjávarafla, sem ákveða hlutfall skiptaverðs af heild- arverði. Við þetta breyttist fískverð innanlands þannig, að það varð raunverulegt heildarverð og felur í sér í einu lagi allar greiðslur fyrir fískinn, en áður fóru greiðslur fyrir físk eftir ýmsum leiðum, ýmist inn- an eða utan skipta, frá fískvinnslu eða sjóðum. Þá voru sett ákvæði um greiðslu- miðlun til þess að tryggja öruggar heimtur á lífeyrisiðgjöldum sjó- manna, vátryggingariðgjöldum fískiskipa, vöxtum og afborgunum af stofnlánum útvegsins og fram- lögum til samtaka sjómanna og útvegsmanna. í þessu skyni er hald- ið eftir 15% af af aflaandvirði við veðsetningu framleiðslunnar í við- skiptabanka. Þessar greiðslur reiknast af heildarandvirði aflans til útgerðar, en snerta ekki skiptin. Hér er eingöngu um greiðslufyrir- komulag fyrir hvert útgerðarfyrir- tæki að ræða, en ekki er hlutast til um tekjuskiptinguna eins og í eldri lögum um Stofnfjársjóð og kostnaðarhlut. Sérreglur gilda um smábáta undir 10 lestum að stærð og er aðeins haldið eftir 10% af aflaverðmæti þeirra til greiðslu- miðlunar. Því fé er ráðstafað sérstaklega í þágu smábátamanna. Loks voru sett ný ákvæði um ráðstöfun þess fjár, sem varið er á fjárlögum 1986 til endurgreiðslu til sjávarútvegs á uppsöfnuðum sölu- skatti. Það fé rennur nú til þeirra greina, sem söluskattinn bera, eink- um fískvinnslunnar, í stað þess að fara um Aflatryggingasjóð sem verðuppbætur til útgerðar eins og áður. Þetta er væntanlega einnig stefnumarkandi fyrir framtíðina. Það var forsenda skiptaverðslag- anna, að gerður yrði viðbótakjara- samningur milli sjómanna og útvegsmanna, þar sem útvegsmenn tækju á sig skuldbindingar áhafna- deildar Aflatryggingasjóðs til að greiða sjómönnum fæðispeninga. Auk þess skyldi skiptaprósenta á öllum bátum undir 240 lestum hækka um 1%, til þess að tryggja sem næst óbreyttan aflahlut sjó- manna eftir breytinguna. Um þennan samning tókst gott sam- komulag. Afnám millifærslna og greiðslna utan skipta Setning laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarút- vegsins sl. vor var að því leyti frábrugðin flestri lagasmíð í seinni tíð, jafnt í þessu efni sem öðrum, að hún fól i sér einföldun og niður- fellingu gildandi laga en ekki viðbætur. Sjóðakerfí sjávarútvegs varð þannig til, að lagaákvæði hlóð- ust upp á löngum tíma og voru lögin sett hvert á fætur öðru til að leysa aðsteðjandi vanda hveiju sinni. Sjóðunum tengdust síðan ýmsar lögbundnar greiðslur utan skipta ofan á fískverð. Úr þessu varð til flókið kerfí, sem var hætt að þjóna skynsamlegum tilgangi. Fjárhags- legt skipulag sjávarútvegsins var óþarflega flókið og sömuleiðis ákvörðun fískverðs. Ennfremur tor- veldaði þetta kerfí ákvarðanir í sjávarútvegi og hafði jafnvel áhrif, sem gengu þvert á mikilvæg mark- mið í rekstri hans. I grófum dráttum má segja, að sjóðakerfí sjávarútvegsins hafí ver- ið fjórþætt. 1. Útflutningsgjald, sem var 5'/2% af fob-verði, var lagt á nær allan fiskútflutning. 2. Millifærslusjóður — en af þeim var Aflatryggingasjóður stærst- ur — skiluðu útflutningsgjaldinu og fé úr ríkissjóði til útgerðar utan skipta og að nokkru til sjó- manna eftir flóknum reglum. 3. Lögboðnar greiðslur, sem voru utan við hlutaskiptin, komu ofan á lágmarksverð, stofnfjársjóðs- gjald og sérstakur kostnaðar- hlutur útgerðar. 4. Verðjöfnunarsjóður fiskiðn- aðarins, sem hefur það sérstaka hlutverk að jafna verðsveiflur milli tímabila. Lögin frá því i vor tóku eingöngu til þriggja fyrstu þáttanna, en eftir þeim krókaleiðum hefði að óbreyttu farið 2*/z milljarður króna á þessu ári utan við venjuleg viðskipti. Eft- ir breytinguna fer þetta fé hins vegar rakleitt milli þeirra, sem kaupin gera. Utflutningsgjald af sjávaraf- urðum var fyrst sett í lög hér á landi árið 1881. Upphaflega var það tekjustofn fyrir ríkissjóð, en árið 1943 varð það millifærslutæki inn- ar. sjávarútvegsins. Fram til ársins 1943 var útflutningsgjaldið yfírleitt á bilinu 1—2% af verðmæti útflutn- ings (fob), en fór á síðari árum stundum býsna hátt. Einna hæst fór það í 16% af útflutningsverð- mæti árið 1975 í kjölfar olíuverðs- hækkunar, og var þá að stórum hluta varið til þess að greiða niður olíuverð til fískiskipa. En gjaldið var lækkað í 6% við umfangsmikla endurskoðun á sjóðum sjávarút- vegsins á árinu 1976. Útflutnings- gjaldið, sem síðast gilti, var 5‘/2% og var lagt á nær allan fiskútflutn- ing. Það skiptist þannig, að 56% runnu til Aflatryggingasjóðs, 23% til Tryggingasjóðs fískiskipa og Úreldingarsjóðs, tæp 19% til Fisk- veiðasjóðs og Fiskimálasjóðs, og um 2% skiptust jafnt á mili sjávar- rannsókna og framleiðslueftirlits annars vegar og samtaka sjómanna og útvegsmanna hins vegar. Þótt þetta útflutningsgjald hafí ekki ver- ið ýkja hátt, íþyngdi það nokkuð þeim greinum, sem hafa tiltölulega hátt vinnsluvirðishlutfall, þ.e. auka verðmæti hráefnisins mikið við vinnslu. Með lögunum frá því í vor var útflutningsgjaldið lagt niður, ásamt Aflatryggingasjóði, Tryggingasjóði fiskiskipa og Úr- eldingarsjóði. Aflatryggingasjóður sjávarút- vegsins var stofnaður árið 1949. Upphaflega var hann hlutatrygg- ingasjóður, sem hljóp undir bagga, ef afli brást. Síðar fékk hann víðtækara hlutverk. Nú síðast starf- aði hann í þremur deildum: Almennri deild, sem ætlað var að bæta útvegsmönnum aflabrest; verðjöfnunardeild, sem átti að beina sókn að þeim fískstofnum, sem talið var að þyldu hana öllum stofnum betur; og áhafnadeild, sem greiddi lögskráðum sjómönn- um fæðisdagpeninga. Auk tekna af útflutningsgjaldi hafði Afla- tryggingasjóður til ráðstöfunar framlag úr ríkissjóði, sem taldist endurgreiðsla á uppsöfnuðum sölu- skatti. Margvísleg rök mæltu með því, að Aflatryggingasjóður yrði lagður niður. í fyrsta lagi höfðu bætur úr honum í vaxandi mæli hin síðustu ár verið ákveðnar í beinu hlutfalli við aflaverðmæti. Það var því orðið eðlilegt að taka þær inn í sjálft físk- verðið. í öðru lagi hlaut hlutverk almennu deildar sjóðsins að breyt- ast með nýrri fískveiðistefnu, meðal annars af því að það væri til dæm- is órökvíst að veita skipi veiðileyfi og bæta því síðan aflabrest, ef því tækist ekki að nýta leyfið, sem það gæti þó framselt. Ný fískveiðistjórn breytti því algjörlega grundvellinum fyrir starfsemi almennu deildarinn- ar. Obein stýring fískveiðanna eftir tegundum, sem verðöfnunardeild sjóðsins hafði með höndum, virtist einnig óþörf eftir að tekin var upp ný fískveiðistefna, sem hafði það í för með sér að veiðar helstu botn- físktegunda voru bundnar heildar- aflamarki. Reyndar virtust forsendur fyrir starfsemi þessarar deildar þegar brostnar úr því farið var að greiða verðjöfnunarbætur á nær allar tegundir botnfísks í líku hlutfalli, jafnvel einna mest á þær sem taldar voru ofveiddar. í þessum greiðslum fólst því enginn hvati til sóknar í vannýttar tegundir, heldur var fyrst og fremst verið að styrkja veiðar tegunda, sem ekki báru sig með öðrum hætti, á kostnað hinna. Af greiðslum fyrir físk, sem ekki komu til skipta, skal helst telja annars vegar gjald til Stofnfjár- sjóðs fiskiskipa, sem var 10% ofan á lágmarksverð við heimalandanir en 16% af söluverði við landanir erlendis, en hinsvegar sérstakan kostnaðarhlut útgerðar, sem var 29% ofan á lágmarksverð við heimalöndun en 6% af söluverði erlendis. Af sérstökum kostnaðar- hlut komu síðan 10'/2% til skipta á bátum undir 240 brúttólestum, en 6'/2% á stærri skipum. Þessar greiðslur fólu ekki í sér fjárstrauma utan eiginlegra viðskipta milli fyrir- tækja, eins og útflutningsgjaldið, heldur þjónuðu þær þeim tilgangi að breyta hlutaskiptunum. í lögun- um var ákveðið, að þessar greiðslur skyldu falla niður og þar með var gert hreint borð í hlutaskiptunum. Til að afnám útflutningsgjalds- ins, millifærslusjóðanna og greiðslna utan skipta hefði sem minnst áhrif á tekjuskiptinguna, þegar litið er á heildarstærðir, var Jón Sigurðsson skráð fískverð hækkað um 63% strax í kjölfar gildistöku laganna — án þess þó að það hækkaði í reynd — og skiptaverð til sjómanna sett 70% af því verði. Áhrifín á hlut sjó- manna í fískverði voru ekki mikil- væg en þó til hækkunar, því við samþykkt laganna og með viðbót- arkjarasamningi hækkaði hlutur sjómanna í fiskverði að meðaltali um 1%. Við þessa hækkun bættist svo tæplega U/2% frá 1. september sl., þegar hlutfall skiptaverðs var hækkað í 71% með samningi milli sjómanna og útvegsmanna. Mynd 1 sýnir glöggt hversu mik- il einföldun varð á myndun físk- verðs og skiptaverðs. í stað um það bil íjórtán mismunandi pósta til að mynda heildarverðið kemur nú að- eins ein tala. Hér er sannarlega gert hreint borð í skiptum. En auð- vitað verður jafnan deilt um skiptin; munurinn er sá, að nú er mönnum ljósara en áður um hvað er deilt. V erðj öf nunarsj óður fiskiðnaðarins Við lagasetninguna í vor um af- nám sjóðanna var lögum um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins ekki breytt. í síðari áfanga fjallaði sjóðanefndin um starfsemi hans. Verðjöfnunarsjóðurinn er annars eðlis en sjóðimir, sem felldir voru niður í vor. Hlutverk hans er að draga úr áhrifum sveiflna í verði sjávarafurða á erlendum mörkuð- um. Honum er eingöngu ætlað að færa tekjur milli tímabila en ekki milli greina innan sjávarútvegsins. Athugun nefndarinnar á starf- semi Verðjöfnunarsjóðsins er tvíþætt. Annars vegar kannaði hún viðhorf helstu samtaka í sjávarút- vegi til sjóðsins. Hins vegar lét hún taka saman yfírlit yfír starfsemi sjóðsins þann tíma sem hann hefur verið við líði, þ.e. árabilið 1970—1985. Hún ræddi einnig við formann sjóðsstjómar og aðra stjómarmenn um framkvæmdarat- riði og vandamál, sem upp hafa komið á starfstíma sjóðsins. Hvað fyrri þáttinn varðar, kom fljótt í ljós, að stjómir samtaka físk- vinnslunnar vom nú þeirrar skoðun- ar, að leggja bæri sjóðinn niður, en samtök sjómanna og útvegsmanna töldu aftur á móti, að sjóðurinn ætti að starfa áfram. Ekki er ósennilegt, að það, að markaðsverð á flestum fískafurðum hefur farið hækkandi á árinu og því frekar líkur á inngreiðslu en útgreiðslu úr Verð- jöfnunarsjóðnum, hafi ráðið nokkru um þennan afstöðunum. Verðjöfnun í sextán ár Hér á eftir er bmgðið upp tveim- ur myndum úr yfírlitinu um starf- semi sjóðsins, sem nefndin lét gera. Mynd 2 sýnir árlega verðjöfnun og verðbreytingar á freðfiskafurðum árin 1970—1985. Svörtu súlumar sýna verðjöfnun sem hlutfall af verðmæti útflutningsframleiðslu á fob-verði. Súlur fyrir ofan núll- línuna sýna greiðslur í sjóðinn, en súlur fyrir neðan strik sýna greiðsl- ur úr honum. Gráu súlumar sýna breytingar á afurðaverði í SDR í % miðað við árið á undan. Verðbreyt- ingar em mældar þannig, að eingöngu em sýndar breytingar umfram breytingar á smásöluverði matvæla í SDR-löndum. Með þess- um umreikningi er reynt að nálgast Mynd 1 Afnám sjóða sjávarútvegs og einföldun fiskverðs 1986 Stílfærð mynd af myndun botnfiskverðs innanlands Annaö utan skipta ^ Skv. sjóðakerli __ Eftir afnám sjóða Vaxtaniðurgreiðsla útgerðar -* Vátryggingarstyrkur útgerðar -* Afiatryggingabætur til útvegs - Stofnfjársjóður ► skipta < 29% Kostnaðarhlutur utan skipta Kostnaðarhlutur til skipta Verðjöfnunarbætur Verðlagsráðsverð - Til y skipta ^ 71% Fæðispeningar sjomanna it ■* i úr aflatryggingasjóði * ^ Fæðispeningar sjómanna frá útgerð HEIMILD' ÁLIT SJÓDANEFNDAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.