Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfuultrúar Sjálfstœðlsflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- breut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfœra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 29. nóvember verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir formaður atvinnumálanefnd- ar, Guðmundur Hallvarösson formaður hafnarstjórnar og Ingólfur Sveinsson í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasamlags Reykjavíkur. meiriháttar /TIGB. BRUNSLEDI tryllitæki! með stýri og öryggisbremsum og þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stiga brunsleðinn er níðsterkur: Hann ber jafnt börn sem fullorðna. Með stýrisskfðinu nærðu krappri beygju. örugg handbremsa við Skíðin eru úr þrælsterku Etan-piasti og allar aðstæður og varn- renna þvi mjög vel. argrind fyrir framan fæturna. Með sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn til hliðar og stöðvast sjálfkrafa ef þú missir hann. ÖRNINN Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888 Frá Barnaspítala Hringsins Kvenfélagið Hringnrinn með kaffisölu og happ- drætti á Broadway eftir VikingH. Amórsson Mig langar til að vekja athygli á kaffísölu og happdrætti Hrings- kvenna á Broadway nk. laugardag 29. nóvember kl. 1—5. Venjulega hafa þessar kaffiveislur Hringsins verið haldnar 1. sunnudag í aðventu en af sérstökum ástæðum varð nú að breyta til. Hringskonur hafa látið sig mál- efni bama miklu varða allt frá því að þær einsettu sér í kringum 1940 að koma upp bamaspítala í Reykjavík. Raunar kemur sérstök umhyggja fyrir bömum fram í starfsemi félagsins allt frá stofnun þess 1904. Konumar hafa leitað ýmissa leiða til fjáröflunar, s.s. með skemmtisamkomum, merkjasölu, bösurum, útgáfu jólakorta o.s.frv., og til margra ára hafa þær í bytjun aðventu boðið upp á kaffi og glæsi- legt happdrætti eins og nú er gert. Desemberkaffí Hringskvenna hefur alla tíð verið rómað mjög enda meðlætið ekki af verri endanum. Allan undirbúning, bakstur og til- reiðslu óteljandi brauðterta og krása annast þær eigin hendi og ganga sjálfar um beina. En hvað gera þær við alla þá peninga sem inn koma? Það er eðli- legt að spurt sé og að fólk sem styrkir félagsskapinn vilji verða nokkurs vísari. Bamadeild Landspítalans, sem kennd er við Hringinn og varð til árið 1957 beinlínis að tilstuðlan þessa félagsskapar, hefur á hvetju ári er mér óhætt að segja notið aðstoðar hans til kaupa á ýmsum nauðsynjum til starfsemi sinnar s.s. lækningatækjum, húsbúnaði, leik- föngum o.fl., sem hún hefði ella orðið að vera án vegna fjárhagsörð- ugleika ríkisspítalanna. Sem dæmi má nefna að á því ári sem nú er að líða hefur Hringurinn lagt út til Bamaspítalans kr. 1168.000 til kaupa á lækningatækjum, að þessu sinni fyrst og fremst til gjörgæslu nýbura á vökudeild. Öll þessi tæki em dýr en ganga úr sér við mikla notkun og þurfa því sífelldrar end- umýjunar við. Til viðbótar þessu veittu þær kr. 284.000 á móti fram- lagi frá Rauða krossi íslands og Krabbameinsfélaginu til kaupa á lítilli íbúð í nágrenni spítalans. Þessi íbúð er ætluð til skammtíma dvalar aðstandendum veikra bama, venju- legast utan af landi, sem ekki eiga annars staðar athvarf. Hringskonur hafa komið víðar við og miðlað öðrum stofnunum af söfnunarfé sínu, venjulega til kaupa á lækningatækjum eða húsbúnaði. Má þar til nefna geðdeild Bamaspít- ala Hringsins, barnadeild Landa- kotsspítala og Borgarspítalann. Það er ótrúlegt hvað konumar leggja mikið á sig til að afla ijár fyrir góðgerðarstarfsemi sína og þær verðskulda vissulega að við sinnum kalli þeirra. Því hvet ég unga sem aldna að koma í kaffí til þeirra á Broadway á laugardaginn. Góðir happdrættisvinningar ættu ekki að spilla fyrir. Og því má ör- ugglega treysta að þeim peningum sem þar safnast verður varið til nytsamlegra hluta og ekki á glæ kastað. Höfundur er forstöðumaður Bamaspítala Hringsins. Síldarréttir: Norskt fyrirtæki stofnað um sölu íslenskra matvæla FYRIRTÆKIÐ Síldarréttir í Kópavogi, sem er í eigu Egils Thorarensen, stendur nú í við- ræðum við norska fyrirtækið Arctic Quality products um sölu á sUdarréttum, harðfiski og öðr- um islenskum matvælum. Arctic, sem er nýstofnað og að hluta til í eigu íslendinga, hyggst einbeita sér að þvi að selja rétti frá ís- iandi, sem neytendavörur og til veitingahúsa, sjúkrahúsa og mötuneyta. Að sögn Egils er óvíst um hversu mikið magn verður að ræða. Norðmennimir hafa áhuga á því að selja sfld í pækli í umbúðum merktum Sfldarréttum. Harðfiskinn hyggjast þeir selja í bitum, pakkað- an í dósir sem „snakk", eins og salthnetur eða kartöfluflögur. Að sögn Egils hefur lausleg könnun hér á landi leitt í ljós að mikill áhugi er hjá fískframleiðendum á þessum útflutningi. Eftirspum innanlands eftir harðfiski er hinsvegar það mikil að óvíst er hvort takist að anna eftirspum. Verðið sem Arctic bíður er sambærilegt við það sem tíðkast á innanlandsmarkaði. „Að Arctic standa fagmenn úr hótelrekstri og sérfræðingar í mat- vælaiðnaði. Með því teljum við okkur hafa nokkra tryggingu fyrir öruggri markaðssetningu," sagði Egill. „Hugmyndin er að þreifa fyr- ir sér með þessum fiskréttum, en bæta fleiri islenskum vörum við. Þar mætti til dæmis nefna hangi- kjöt, sem lítið hefur verið selt af til útlanda, ekki síst vegna strangs heilbrigðiseftirlits."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.