Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 1 Vopnasalan til íran: Alton Keel, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaf orseta: Sérfræðingur í vopnatækni o g varnarmálum Hefur hlotið lof fyrir einstaka starfshæfni Washington. Reuter. ALTON Keel, sem skipaður var í embætti þjóðaröryggisráðgjafa Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta í gær, hefur unnið að vopna- tæknilegum verkefnum og varnarmálum. Hann er 43 ára gamall og tekur við embætti af John Poindexter, sem sagði af sér vegna vopna- sölunnar til írans og ráðstöfunar andvirðisins til skæruliða í Nicaragua. ísraelar önnuðust vopnaflutningana Embætti þjóðaröryggisráðgjafa er æðsta af mörgum háum embætt- um, sem Keel hefur gegnt á undanfömum árum. Hann þykir sjálfsöruggur og hefur hvarvetna hlotið lof yfirmanna sinna fyrir ein- staka starfshæfni. Keel lauk vísindanámi frá Virg- iníu-háskóla og Berkeley-háskóla í Kalifomíu. Fyrr á þessu ári lauk William Rogers, fyrrum utanríkisráðherra, miklu lofsorði á hann fyrir umsjón hans með rannsókninni á Challen- ger-slysinu. Keel, sem fæddur er í Virginíu, kom til Washington um miðjan átt- unda áratuginn og hafði þá unnið á vopnatilraunastöð bandaríska flotans í Maryland. Hann varð tæknilegur ráðgjafi þingsins varð- andi vopn og yfirfór m.a. tillögur vamarmálaráðuneytisins á því sviði. Á þessum starfsvettvangi vann hann sig upp í að verða aðal- ráðgjafi hermálanefndar öldunga- deildarinnar. Þaðan lá leið hans í hagsýslustofnun Hvíta hússins, þar sem hann annaðist mat á þjóðarör- yggi og framlögum til vamarmála. I upphafi stjómartímabils Reag- ans forseta réðst Keel til vamar- málaráðuneytisins og fól Caspar Weinberger vamarmálaráðherra honum yfírumsjón með rannsókn- um og þróunarmálum. Hann sneri aftur til Hvíta hússins eftir að Challenger-nefndin lauk störfum og tók þar við háu embætti. í septembermánuði sl. var Keel ráðinn starfsmaður þjóðaröryggis- ráðsins, þar sem hann tók við starfi Donalds Fortiers, sem var einn af virtustu ráðgjöfum Reagans, en féll frá um þær mundir. Alton Keel Alton Keel er kvæntur og á eitt bam. Nú er komið að honum að standa við hlið forsetans í Hvíta húsinu og freista þess að finna leið út úr verstu ógöngum, sem Reagan hefur ratað í á forsetaferli sínum. Jerúsaiem, AP. STJÓRNVÖLD í ísrael viður- kenndu í gær að hafa annast flutninga á bandarískum vopnum til íran en báru til baka fréttir um að ísraelar hefðu komið greiðslum írana áleiðis til Contra-skæruliða. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, birti yfirlýsingu þessa skömmu áður en umræður um vopnaflutningana hófust á þingi. Vinstr-sinnaðir þingmenn gagn- rýndu stjómina harðlega fyrir að hafa flækst inn í mál sem væri Bandaríkjamönnum einum viðkom- andi. Þá var stjómin jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa þagað um málið. Shimon Peres utanríkisráðherrra varði afstöðu stjómarinnar og lagði áherslu á að ísraelar hefðu á engan hátt hagnast á því að flytja vopnin. Peres sagði vopnasöluna hafa verið á könnu Bandaríkjamanna einna og að ísraelar hefðu verið beðnir um hjálp, sem þeir höfðu ákveðið að veita. Yfírlýsingar Peres stangast á við fullyrðingar Edwins Meese, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, frá því í fyrradag er hann sagði að Isra- elar hefðu haft milligöngu um að flytja greiðslur Irana inn á banka- reikninga Contra-skæruliða í Sviss. Shimon Peres sagði að Meese hefði verið tjáð að staðhæfíngar hans væru rangar. Skæruliðar í Nicaragua: Neita vitneskju um andvirði vopnanna San Jose, Miami, AP, Reuter. ÞRÍR helstu leiðtogar skæru- liða í Nicaragua neita þvi harðlega að vita neitt um eða Þingmenn gagnrýna utan- ríkisstefnu stj órnarinnar Washington, AP. NOKKRIR bandariskir þing- menn hafa hvatt til þess að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaki hvort bandarískir emb- ættismenn hafi brotið lög með því að láta fé það sem íranir greiddu fyrir bandarísk vopn renna til Contra-skæruliða í Nic- aragua. Fjölmargir þingmenn lýstu þvi yfir að utanrikisstefna Bandaríkjasfjómar virtist með öllu stjórnlaus. Miklar umræður spunnust um mál þetta í gær á Bandaríkjaþingi og voru viðbrögð manna við fréttum um að Contra-skæruliðar hefðu notið góðs af vopnasölunni almennt neikvæð. Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði mál þetta vera „hið mesta hneyksli". „Þetta sýnir hvílík ring- ulreið ríkir um stefnu okkar í utanríkismálum. Forsetinn veit ekki hvað er að gerast í kjallara Hvíta hússins," sagði Byrd. Gary Hart, þingmaður demókrata kvað aug- ljóst að gildandi lög hefðu verið brotin og hvatti til þess að skipuð Spá Dagblöð í Vestur-Evrópu: meiri átökum í Bandaríkjastjórn London, Reuter. DAGBLÖÐ í Vestur-Evrópu spáðu því i gær, að vaxandi ókyrrðar ætti eftir að gæta innan Bandaríkjastjórnar vegna vopnasölunnar til írans og að málið ætti enn eftir að vinda upp á sig. Leiðarahöfundar og fréttaskýrendur eru sammála um, að Reag- an, forseti, hafi orðið fyrir miklum álitshnekki en flestir eru varkárir í vangaveitum sínum um hvaða áhrif málið muni hafa á tvö síðustu stjórnarár hans. yrði sérstök rannsóknamefnd. Fjöl- margir aðrir þingmenn lýstu því yfír að nauðsynlegt væri að kanna málið til hlítar. Bob Dole, þingmaður repúblik- ana, lagði áherslu á að Reagan forseta hefði ekki verið kunnugt um að þær 30 milljónir Banda- ríkjadala sem íranir greiddu fyrir vopnin hefðu runnið til Contra- skæruliða. Kvað hann augljóst að Reagan hefði verið miður sín yfir þessum tíðindum á fréttamanna- fundi á þriðjudaginn. Benti hann á að Reagan hefði fallist á að málið yrði rannsakað til hlítar og að þess yrði sérstaklega gætt að flokkslegir hagsmunir hefðu engin áhrif á rannsóknina. Kvaðst Dole þess full- viss að forsetinn myndi grípa til ráðstafana til að fyrirbyggja að atburður sem þessi endurtæki sig. hafa tekið við þeim 10-30 millj- ónum dollara, sem íranir greiddu fyrir vopn og varahluti frá Bandaríkjunum. Edwin Meese, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, heldur því fram, að Oliver North, áður aðstoð- armaður Johns Poindexter, fyrrum öryggisráðgjafa, hafí komið pen- ingunum frá írönum fyrir á bankareikningum, sem skæruliðar eiga í Sviss. Adolfo Calaero, Art- uro Cruz og Alfonso Robelo, helstu foringjar skæruliða í Nicaragua, segjast hins vegar ekkert vita um þetta fé, hvað þá, að þeir hafi tek- ið við því. Þeir tveir fyrmefndu sögðu í gær á blaðarríannafundi á Miami, að á þessu ári hefðu sam- tök þeirra, Lýðræðisfylking Nic- aragua, aðeins fengið „smápen- inga“ frá Bandaríkjunum, 300-500.000 dollara, og Robelo, sem staddur er í San Jose í Costa ERLENT Adolfo Calero, einn leiðtoga skæruliða í Nicaragua, á frétta- mannafundi i gær. Rica, kvaðst ekkert vita um banka- reikninga í Sviss. Sagði hann, að sá stuðningur, sem skæruliðar hefðu fengið sl. tvö ár, hefði kom- ið frá einkaaðilum í Bandaríkjun- um. Virtist hann þó gefa í skyn, að hugsanlega hefði eitthvað því fé, sem fékkst fyrir vopnin í íran, borist skæruliðum án vitundar þeirra. Starfssvið öryggisráðs- ins verður líklega skert „Hneyksli" og „pólitísk sprengja" eru algeng viðbrögð við fréttunum um, að féð, sem íranir greiddu fyr- ir vopnin, hafl síðan verið sent skæruliðum í Nicaragua. I Rómar- blaðinu II Tempo sagði, að „Water- gate-vofa“ riði nú húsum í Washington og f sænska blaðinu Dagens Nyheter sagði, að enn einu sinni reyndi bandarískur forseti að hvítþvo sjálfan sig með því að skella skuldinni á undirmenn sína. Danska blaðið Berlingske Tidende sagði, áð Bandaríkjamenn vildu láta utanrík- isstefnuna mótast af siðferðilegum sjónarmiðum en þess í stað hefði Reagan leiðst út í ótrúlega ævin- týramennsku og valdið löndum sínum miklum vonbrigðum. í Frakklandi var þetta mál ekki aðalefni dagblaðanna, heldur verk- föllin, sem boðað hafði verið til, og ókyrrð meðal námsmanna. Monde sagði þó, a'nú væri ljóst, að „keisarinn er ekki í neinu" en það taldi, að George Shultz, ut- anríkisráðherra, væri líklegastur til að bjarga því, sem bjargað yrði. í Moskvu skýrði Tass-fréttastof- an strax frá upplýsingum um, að andvirði vopnasendinganna hefði farið til skæruliða í Nicaragua en síðan hefur hún þagað um málið, t.d afsögn Poindexters og brott- rekstur Norths. Líklegt þykir, að það stafl af því, að Mikhail Gorbac- hev, Sovétleiðtogi, og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra, eru nú staddir á Indlandi í opin- berri heimsókn. Washington, AP. VOPNASALAN til íran mun að líkindum verða til þess að skerða starfssvið öryggisráðsins hvað varðar framkvæmd utanrfkisstefnu Bandarikjastjórnar. Reagan forseti hefur skipað sérstaka nefnd til að rannsaka málið og mun það koma í hennar hlut gera tillögur um framtíð ráðsins. Starfshættir öryggisráðsins hafa verið gerðir opinberir. Oliver North, aðstoðarmaður Poindexters fyrrum öryggisráðgjafa forsetans, var rek- inn úr starfí í gær eftir að uppvíst var að hann_ var ábyrgur fyrir því að greiðslur írana runnu til Contra- skæruliða í Nicaragua. Yfírmaður hans John Poindexter baðst lausnar eftir að hafa verið ráðgjafí forset- ans í tæpt ár og mun að líkindum taka til við fyrri störf innan flotans. George Shultz utanríkisráðherra heldur hins vegar stöðu sinni. Hann hefur ganrýnt þá ákvörðun forset- ans að seija írönum vopn á opin- berum vettvangi. Reagan segir hins vegar að hann hafí ekki gert mistök þegar hann heimilaði vopnasöluna. „Ég tel að þau markmið sem við ætluðum að ná með vopnasölunni hafí verið góðra gjalda verð,“ sagði forsetinn á fréttamannafundi á þriðjudag. Reagan viðurkenndi hins vegar að framkvæmd stefnunnar hefði farið úr böndunum. Edvin Meese, dómsmálaráðherra, segir að aðeins þremur mönnum hafí verið kunnugt um greiðslur írana hefðu runnið til skæruliðanna f Nicaragua; North, Poindexter og Robert McFarlane, fyrrum örygg- isráðgjafa forsetans, en hann fór til íran og annaðist samningagerð- ina. Öryggisráðið var sett á stofn árið 1947 samkvæmt ákvörðun Bandaríkjaþings. Það er skipað Bandaríkjaforseta og þeim ráð- herrum sem fara með vamarmál, dómsmál og utanríkismál. Starfs- menn þess eru 40 og eru þeir flestir embættismenn úr utanríkisþjón- ustunni, hemum og leyniþjón- ustunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.