Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLASIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Leiðtogafundurinn í Reykjavík: Tillaga Reagans forseta var ekki könnuð til hlítar - að sögn forseta herráðsins Washington, Reuter, AP. YFIRMENN herafla Banda- rikjanna könnuðu ekki til hlitar tillögu þá sem Ronald Reagan Bandarikjaforseti lagði fram á Reykjavíkurfundinum um að öll- um langdrægum kjamorku- flaugum skyldi útrýmt innan tiu ára, að því er William Crove, aðmiráll, forseti herráðs Banda- ríkjanna, sagði í gær. Kvaðst hann jafnframt hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna tillög- unnar á fundi öryggisráðsins, sem haldinn var skömmu eftir að viðræðum leiðtoganna lauk. Crowe lét þessi orð falla er hann svaraði spumingum hermálanefnd- ar öldungadeildarinnar í gær. Nefndinni er m.a. ætlað að fjalla um stefiiu Bandaríkjastjómar í af- Suður-Afríka: Playtex hættir Jóhannesarborg, AP. BANDARÍSKA fyrirtækið Play- tex, sem er stórframleiðandi á nærfatnaði, hefur selt dótturfyr- irtæki sitt í Suður-Afríku til inniendra aðila þar i Iandi. Fram- leiðslu á vöram fyrirtækisins verður þó haldið áfram i Dur- ban. Var þetta haft eftir Bill Quinn, talsmanni hins nýja fyrirwtækis i gær. „Fyrirtæki okkar hefur verið breytt frá því að vera útibú í eigu Playtex, í verksmiðjfyrirtæki, sem verður alfarið í eigu innlendra aðila í Suð- ur-Afríku,“ sagði Quinn. ERLENT vopnunarmálum. Crowe kvað herráðið hafa samþykkt að stefna skyldi að eyðingu langdrægra kjamorkuflauga innan ótilgreinds tíma. Því hefði það komið yfirmönn- um heraflans á óvart þegar tillaga Reagans var gerð opinber því þeim hefði ekki verið falið að kanna hana. Að sögn Crowes er nú unnið að því rannsaka hvaða áhrif útrýming langdrægra flauga muni hafa á ógnaijafnvægið og munu niðurstöð- ur liggja fyrir í janúar á næsta ári. í herráðinu sitja yfirmenn landhers, flughers og flota Bandaríkjamanna. Crowe kvaðst jafnframt vilja geta þess að fulltrúi herráðsins hefði tekið þátt í fundahöldunum í Reylgavík og lagði áherslu á að enginn forseti hefði sýnt sjónarmið- um herráðsins jafnmikinn skilning og Ronald Reagan. Norðmenn eyðslu- glaðir á jólunum Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgungfiladsms. NORÐMENN eru góðir við sjálfa sig þegar nær dregur jólum. Að meðaltali eyða Norðmenn 19,6 mil^jörðum norskra króna (um hundr- að milljörðum ísl. kr.) í neysluvarning í desembermánuði. í skýrslu frá tölfræðistofnun þó hæst mat, drykk, fot og leikföng. norska ríkisins segir að Norðmenn Tölur sýna áð „vísitölufjölskyld- verji um 400 milljónum króna meira an“ eyðir 12.922 norskum krónum í desember en aðra mánuði ársins. í gjafír og sjálfa sig í desember. Sala eykst á velflestum vörutegund- Það er 2.700 krónum meira en venja um í jólamánuðinum, en þar ber er. P Ö S TS O G S í M AMÁLAÍT O E N U N I N LÝSINGA Undirbúningur vegna prentunar á næstu símaskrá stenduryfir. Gögn varðandi pantanirá auglýs- ingum hafa verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöðvunum. Vinsamlega athugið að allar pantanir, endurpantanir eða af- pantanir eiga að vera skriflegar og hafa borist ísíðasta lagi um mánaðamótin nóvember—des- ember 1986. ALLAR NÁNARIUPPL ÝSINGAR MEÐPÓSTIEÐA ÍSÍMA. SÍMASKRÁIN — AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 31 1 — 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140 Líkan af Treblinka-útrýmingarbúðunum. AP/Símamynd Stríðsglæparéttarhöldin í ísrael: Ég er ekki Ivan grimmi - hrópaði Demjanjuk fram í réttarsalinn Jerúsalem, AP, Reuter. JOHN Demjanjuk, sem nú er fyr- ir rétti í ísrael sakaður um stríðsglæpi, neitaði þvi í gær, að hann væri fangabúðavörðurinn ívan grimmi, sem myrt hefði hundruð þúsunda gyðinga. Demj- anjuk, sem er af úkraínskum ættum, settist að í Bandaríkjun- um eftir strið en var sviptur borgararéttindum og framseldur til Israels. „Ég skil ákærana og veit, að þið viljið hengja mig en ég er ekki ívan grimmi," hrópaði Demjanjuk á úkraínsku fram í réttarsalinn, sem var troðfullur af fólki. Málflutning- urinn fór ffarn á ensku og hebresku en þótt Demjanjuk hafi dvalist í Bandaríkjunum í áratugi er hann illa mæltur á aðra tungu en móður- málið. Virtist hann því eiga erfítt með að skilja það, sem fram fór. Málinu var síðan frestað fram til 19. janúar en þá mun verjandi Demjanjuks, Bandaríkjamaðurinn Mark O’Connor, leggja fram gögn til stuðnings því, að Demjanjuk sé ekki sá illræmdi hrotti, sem kallað- ur var ívan grimmi í Treblinka- útrýmingarbúðunum í Póllandi. O’Connor heldur því fram, að ívan grimmi hafi verið drepinn árið 1943 þegar fangamir í Treblinka-búðun- um gerðu uppreisn. Réttarhöldin yfir Demjanjuk era fyrstu stríðsglæparéttarhöldin í John Demjanjuk í han^járaum. ísrael í 25 ár eða síðan Adolf Eich- mann var dæmdur til dauða fyrir að hafa skipulagt útrýmingu sex milljóna gyðinga. Ákæran á hendur Demjanjuk er reist á framburði átta manna, fyrram fanga í Treblinka, sem segja, að Demjanjuk og ívan grimmi séu einn og sami maðurinn. Þeir era þó margir, sem telja, að erfitt geti orðið að sanna þessa full- yrðingu því að rúmlega 40 ár eru liðin síðan vitnin sáu manninn, sem kallaður var ívan grimmi. Hryðjuverkamenn dæmdir í Berlín: Bróðir annars þeirra stóð fyrir tilræðinu Lýst eftir sýrlenskum embættismanni Berlin, AP, Reuter. TVEIR palestínumenn voru í gær fundnir sekir um að hafa komið fyrir sprengju f höfuðstöðvum Þýsk-Arabíska-vináttufélagsins f Berlin. Jafnframt var gefin út alþjóðleg handtökutilskipun á hendur sýrlenskum embættismanni, sem sagður er hafa útvegað mönnunum tveimur sprengiefnið. Ahmed Nawar Hasi var dæmdur í 14 ára fangelsi og félagi hans Farouk Salameh í 13 ára fangelsi. Mennirnir játuðu að hafa staðið að baki sprengjutilræðinu 29. mars sfðastliðinn. Kváðust þeir hafa fengið sprengiefnið frá sýrlenskum embættismanni f Austur-Þýska- landi. Níu manns særðust f spreng- ingunni. I máli ákæravaldsins kom fram að Jórdaníumaðurinn Nezar Hindawi, bróðir Hasis, hefði skipu- lagt tilráeðið en hann var nýlega dæmdur til fangelsisvistar í Bret- landi fyrir að hafa reynt að koma sprengju um borð í ísraelska far- þegaflugvél í London. Einnig kom fram að Hindawi hefði reynt að byggja upp hreyfingu hryðjuverka- manna og leitað liðsinnis Líbýu- stjómar en þeirri bón hefði verið hafnað. Þá mun hann hafa snúið sér til Sýrlendinga. Verjendur mannanna tveggja lögðu áherslu á þátt Hindawis og sögðu skjólstæð- inga sína ekki vera þjálfaða hryðju- verkamenn heldur pólitíska einfeldinga, sem hann hefði fært sér í nyt. í gær var gefín út handtökutil- skipun á hendur háttsettum sýr- lenskum embættismanni Haytham Saed að nafiii. Tilræðismennimir kveðast hafa fengið sprengiefnið frá honum er hann starfaði í sendi- ráði Sýrlands í Austur-Þýskalandi. Sýrlandsstjóm hefur neitað allri aðild að sprengjutilræðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.