Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 ftttfgtst Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Ný tollalög Lagaleg staðí umhverfism; Framvarp að nýjum tollalög- um hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er að finna ýmis nýmæli, sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á viðskipti okkar við aðrar þjóðir, ef að lögum verða. í framvarpinu er gert ráð fýrir gildistöku hinna nýju laga 1. jan- úar 1987, þannig að þingmenn mega láta hendur standa fram úr ermum við meðferð málsins. Varla ættu að verða miklar deilur um það á þingi, þótt viðamikið sé. Framkvæmd tollamála snertir alla borgara landsins. Tugir þús- unda manna eiga samskipti við þá embættismenn ríkisins, er sinna tollgæslu, á ári hverju. Um þessar mundir hafa myndast bið- raðir hjá þeim í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þar era þeir að framfylgja þeim reglum, að ferðamenn mega ekki flytja með sér tollfrjálsan vaming fyrir hærri Qárhæð en nemur sjö þúsund krónum. Þessi regla stangast líklega nú orðið á við réttarvitund flestra landsmanna. í framvarp- inu að tollalögum er ekki fjallað um mál af þessu tagi, ákvarðanir um þau era í höndum fjármála- ráðherra. Tollalagaframvarpið snýst um yfirstjóm tollamála og meginreglumar, sem hún á að fylgja í störfum sínum. Að því er yfirstjómina varðar era tvö atriði, sem einkum vekja athygli: það er að fjármálaráð- herra er heimilað að skipa toll- stjórann í Reykjavík ríkistollstjóra og að sett skal á fót ríkistolla- nefnd. Fyrri breytingin felur það væntanlega í sér, að eftirlits- og boðvald í tollamálum flyst úr fjár- málaráðuneytinu til embættis ríkistollstjóra. Með ríkistolla- nefndinni er stefnt að því, að tolladeild fjármálaráðuneytisins hætti afskiptum af hvers konar ágreiningsefnum, sem upp koma í framkvæmd tollamála. Era þess- ar breytingar í góðu samræmi við þær hugmyndir, að á þessu sviði opinberrar skattheimtu eins og öðram skipti miklu að hlutlægar ákvarðanir séu teknar og óháðir úrskurðaraðilar eigi síðasta orðið, ef til ágreinings kemur. Tvívegis hafa verið skipaðar nefndir til að gera tillögur tií ijár- málaráðherra um svokallaða tollkrít, það er greiðslufrest á aðflutningsgjöldum. Hafa fram- vörp um þetta efni ítrekað verið lögð fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. I framvarpinu til tollalaga er veitt heimild til að veita greiðslufrest á tollum. Breyting í þá átt er í samræmi við breytta viðskiptahætti al- mennt og ætti tillaga um hana ekki að vefjast fyrir þingmönnum, þótt framkvæmd málsins vefjist fyrir tollheimtumönnum, ef marka má greinargerð fram- varpsins. Samkvæmt henni þarf fyrst að tölvuvæða tollstofur, áð- ur en unnt er að veita greiðslu- fresti. í greinargerð tollalagafram- varpsins kemur fram, að við eram þeir einu í hópi helstu viðskipta- landa okkar, sem halda fast í þá reglu, að engin vara er afgreidd úr tolli nema hún hafí fyrst verið bankastimpluð, eins og það er kallað. í því felst, að gjaldeyris- banki staðfestir, að greiðsla hafí verið innt af hendi eða hún sé tryggð með öðram hætti. Hefur verið ákveðið að breyta lögum um þetta efni og afnema þessa inn- flutningshætti. Er þetta breyting, sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. Viðskiptatraust manna af ólíku þjóðemi á að byggjast á öðra en afskiptum opinberra aðila. Verði framvarpið samþykkt á að taka upp þann hátt, að því er varðar tollafgreiðslu á vöram, að innflytjandi geti tekið vörana beint frá farmflytjanda án greiðslu aðflutningsgjalda. Til þess að unnt sé að stíga þetta skref er nauðsynlegt að tollyfir- völd veiti innflytjendum sérstaka heimild til að fá slíka tollaf- greiðslu. Verður því tekin upp sérstök skráning á innflytjendum og fyrst og fremst skráðir þeir, er stunda innflutning sem aðalat- vinnu. Síðasta nýmælið í framvarpinu, sem hér verður nefnt, er um svo- kölluð tollfijáls svæði. Vakið er máls á því í greinargerð frum- varpsins, að slík svæði gætu orðið við Reykjavíkurhöfn og Keflavík- urflugvöll. Á þessum svæðum gætu fyrirtæki, innlend og erlend, stundað framleiðslu ýmiss konar vamings og tækja, sem síðan yrðu flutt á markað, meðal ann- ars til landa innan EFTA og Evrópubandalagsins. Þá gætu innlend og erlend fyrirtæki fengið þar aðstöðu til að geyma vörar í vörageymslum í því skyni að dreifa þeim síðan til annarra landa. Hugmyndir era uppi um að nota aðstöðu hér á landi til umflutnings milli landa, þær verða ekki að veraleika nema toll- frjáls svæði komi til. Tilvist slíkra svæða myndi hafa víðtækari áhrif en menn átta sig á við núverandi aðstæður. Ákvæði framvarpsins um tollfrjáls svæði ættu að vera þingmönnum sérstök hvatning til að flýta afgreiðslu framvarpsins. Hér hefur verið stiklað á stóra í merku þingmáli, sem Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram. Er skorað á þingmenn að flýta afgreiðslu þess, svo að færa megi tollamál í þann nútíma- búning, sem þeim er sniðinn með framvarpinu. eftirlngimar Sigurðsson Að undanfömu hafa verið nokkr- ar umræður um lagalega stöðu umhverfísmála hér á landi. Sérstak- lega hefur Framsóknarflokkurinn tekið umhverfísmálin uppá sína arma og má skilja á málflutningi talsmanna flokksins að þessum málaflokki sé lítið sinnt hér á landi og að lög og reglur séu fáskrúðug- ar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Rétt er það að margt er hér ógert og vissulega búum við hér á landi við umtalsvérð umhverfísvandamál. Þar má sem dæmi nefna gegndar- lausa gróðureyðingu, óviðunandi ástand frárennslismála og fyrir- huggjulausa byggingu seiða- og fískeldisstöðva m.a. á viðkvæmum vatnasvæðum, en eins og kunnugt er fylgir slíkri starfsemi veraleg lífræn mengun. Mér virðist hinsvegar gæta mis- skilnings og töluverðrar fáfræði hjá þeim framsóknarmönnum, sem tjáð hafa sig um málið opinberlega, sér- staklega hvað snertir Iagareglur og stjómun þessara mála hér á landi og þykir mér því tímabært að gera grein fyrir því, hvernig löggjöf er notuð sem tæki til ákvörðunar umhverfísmálastefnu, hvemig mál- um er háttað lagalega hér á landi og hvað sé til ráða frá mínum bæj- ardyrum séð. Hugtakið umhverfis- vernd, markmið umhverfismáialaga Þar sem skýring á hugtakinu umhverfísvemd liggur til grandvall- ar öllum réttarreglum á sviði umhverfísmála er nauðsynlegt að skýra það í stuttu máli. Umhverfísvemd hefur það að markmiði að tryggja íbúum jarðar þau gæði lofts, láðs og lagar, sem gefa möguleika til sem bestra lífsskilyrða, bæði með tilliti til ástands mála eins og það er á hvetj- um tíma og ekki síður þegar til framtíðar er litið. Hér er um að ræða alla þætti lífríkisins. Hlutverk umhverfísmálalöggjaf- ar, sem er forsenda allrar stjómun- ar á þessu sviði, er fyrst og fremst að skipa fyrir um það, hvernig taka beri tillit til eiginleika umhverfísins með hliðsjón af lífríkinu. Þótt um- hverfísvandamál séu fyrst og fremst leyst á tæknilegan hátt er umhverfísmálaréttur löngu viður- kenndur innan fræðikerfis lögfræð- innar. Rétt er að benda á að umhverfismálaréttur viðurkennir því aðeins mengun og aðra röskun að efnahagslegir hagsmunir liggi að baki, þ.e. að efnahagslegur ábati vegi þyngra en sú röskun, sem starfseminni fylgir og að henni verði ekki komið fyrir á annan hátt eða annars staðar. Tilgangur umhverfísmálalög- gjafar er einkum tvíþættur, annars vegar að draga úr mengun og hins vegar að viðurkenna lífsskilyrði sem meginundirstöðu mannréttinda. Þannig er rétturinn til heilbrigðis í tengslum við óspillt umhverfí viður- kenndur sem grundvallarréttur og telst því til sjálfsagðra mannrétt- inda. Einnig er almennt viðurkennt að heilbrigði einstaklinganna sé og verði að vera megin ástæða um- hverfismálalöggjafar. Umhverfís- málalöggjöf tekur því fyrst og fremst mið af lífínu sjálfu og vel- ferð einstaklinganna, sbr. Stokk- hólmssáttmálann frá 1972. Hugtakið umhverfí er skýrt mjög rúmt og tekur yfír öll atriði, sem geta haft áhrif á heilsu manna, bæði beint og óbeint, og skiptir ekki máli hvort áreiti beinist gegn einstaklingum eða hópum. Til að ná fram þeim þáttum, sem áður eru nefndir, hefur reynst nauð- synlegt að setja reglur á sviði umhverfismála, ekki síst vegna þess að fyrirtækin sjálf hafa reynst ófær um eftirlitið vegna efnahagslegra þátta, en slík er ótvíræð reynsla allra þjóða og má þá sérstaklega skírskota til reynslu landa Evrópu- bandalagsins. Þessar reglur verða að taka tillit til langtíma nota af gæðum umhverfisins og að þau þijóti aldrei, kveða á um vemdun vatns, andrúmslofts, loftlags o.s. frv. Því er nauðsynlegt að ná fram réttarreglum um hráefnisöflun, vinnslu hráefnis, um varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og ekki síst reglum, sem stuðla að því að bæta ríkjandi ástand. Nauð- synleg forsenda þess alls eru rannsóknir á gæðum og þoli um- hverfisins og náttúrunnar. Þessir þættir hafa leitt til alþjóðlegrar samvinnu, alþjóðlegra áætlana- gerða og alþjóðavemdarstarfs. Með tilkomu kjarnorkunnar hef- ur verið litið á geislun frá geisla- virkum efnum í umhverfínu sem sérstakan þátt innan umhverfís- málaréttarins. Til þess að stemma stigu við geislun af völdum kjam- orku og koma á eftirliti þar að lútandi hefur þurft að lögbinda regl- ur er snerta geislavirkan gróður, geislavamir, heilbrigðisstaðla, gróðurvernd, eyðingu úrgangs, ábyrgð og flutning geislavirkra efna. Af fáu stafar lífríki jarðar meiri hætta en geislun og hefur reynst nauðsynlegt að setja strang- ar reglur um eftirlit og ábyrgð og hafa opinberir aðilar tekið að sér þetta hlutverk, þar sem iðnaðurinn sjálfur hefur ekki reynst traustsins verður. Settar hafa verið mjög strangar reglur um þennan sér- staka umhverfismálaþátt og má benda á að lönd Evrópubandalags- ins hafa viðurkennt ákveðna formúlu varðandi útreikninga á því hvenær hægt sé að samþykkja slíka geislamengun og með hvaða efna- hagslegum rökum. Stjórn umhverfismáia á Islandi samkvæmt lög- um og reglum 1. Yfirstjórn Engin heildaramhverfísmálalög- gjöf er fyrir hendi hér á landi og heyra þessi mál undir átta ráðu- neyti. Veigamestu málaflokkamir eru í höndum fímm ráðuneyta, en þau eru heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti, menntamálaráðu- neyti, samgönguráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og félags- málaráðuneyti. Samkvæmt auglýs- ingu nr. 96/1969 um staðfestingu forseta íslands á reglugerð um Stjómarráð íslands og síðar til- komnum lögum heyra umhverfis- málaþættir í stórum dráttum undir ráðuneyti sem hér segir: Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti. Heilsugæsla, heilbrigðismál, heilsu- vemd, sbr. lög nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu, eiturefni og hættuleg efni sbr.lög nr. 85/1968 með síðari breytingum, hollustu- hættir og mengunarvamir sbr. lög nr. 109/1984 og reglugerðir nr. 45/1972 og nr. 390/1985. Geisla- vamir sbr. lög nr. 117/1985. Menntamálaráðuneyti. Náttúruvemd, sbr. lög nr. 41/1971, friðunarmál, sbr. lög um dýravemd nr. 21/1957 og fuglafriðun nr. 33/1966. Landbúnaðarráðuneyti. Landbúnaður, sbr. lög um gróður- vemd 17/1965, þar með talin veiði í ám og vötnum, sbr. vatnalög nr. 15/1953, málefni Skógræktar ríkis- ins og Landgræðslu ríkisins. Samgönguráðuneyti. Mengunarvarnir á sjó, sbr.lög nr. 32/1986, málefni Siglingamála- stofnunar ríkisins. Félagsmálaráðuneyti. Vinnuvemdarmál og starfsemi Vinnueftirlits ríkisins, sbr. lög nr. 41/1980, skipulagsmál, sbr. skipu- lagslög nr. 16/1964 og embætti skipulagsstjóra og skipulagsstjóm- ar ríkisins. Sjávarútvegsráðuneyti. Friðun fiskimiða, sbr. lög nr. 44/1948. Iðnaðarráðuneyti. Ymis sérlög um verksmiðjur, sbr. lög nr. 76/1966 um álbræðslu í Straumsvík, lög nr. 80/1966, um Kísilgúrverksmiðju við Mývatn, lög nr. 18/1977, um Jámblendiverk- smiðju í Hvalfírði. Utanríkisráðuneyti Öll umhverfismál á vamarsvæðinu. 2. Stofnanir er sinna umhverfismálum Á vegum hins opinbera starfa nokkrar stofnanir, bæði rannsókna- og eftirlitsstofnanir, sem auk ann- arra verkefna er falið að sjá um ýmsa þætti umhverfísmála. Hér má nefna Hollustuvemd ríkisins, Geislavamir ríkisins og eiturefna- nefnd, en þessir aðilar starfa á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis. Náttúruvemdar- ráð, sem starar á vegum menntamálaráðuneytis, Siglinga- málastofnun ríkisins, sem starfar á vegum samgönguráðuneytis, Skóg- rækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins, sem starfa á vegum land- búnaðarráðuneytis. Vinnueftirlit ríkisins og skipulagsstjóra ríkisins, sem starfa á vegum félagsmála- ráðuneytis. Hafrannsóknastofnun, sem starfar á vegum sjávarútvegs- ráðuneytis. Fram að gildistöku laga nr. 50/1981, um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit, sbr. nú lög nr. 109/1984, með sama heiti, en lög þessi öðluðust gildi 1. ágúst 1982, má segja að mengunarvamaþáttur umhverfísvemdar hafí fyrir venju sakir verið settur undir yfírstjóm heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, með vissri skírskotun til laga nr. 85/1968 um eiturefni og hættu- leg efni. Eitt helsta nýmæli laga nr. 109/1984 snertir starfsemi og framkvæmdir sem geta haft í för með sér mengun lofts, láðs og lag- ar, að svo miklu leyti sem slíkt er ekki falið öðram aðilum með sér- stökum lögum eða alþjóðasam- þykktum. Hollustuvernd ríkisins starfar samkvæmt þessum lögum undir jrfírstjóm heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Starf- semi stofnunarinnar skiptist í þijár deildir, þar sem ein deild, mengun- arvamadeild, fer eingöngu með umhverfísmál og önnur, heilbrigðis- eftirlitsdeild, með ákveðna þætti sem snerta umhverfísmál. Samkvæmt lögum nr. 109/1984 er gert ráð fyrir þvi að sett verði sérstök mengunarvamareglugerð í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.